Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 10
10
Skoðun
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001
r>v
OV
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Augiýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Qræn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.vlsir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugerö: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk„ Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Að orðnum hlut
Leiðarar DV um aðgerðir bandarískra stjórnvalda til
að varðveita friðhelgi heilsufarsupplýsinga um fólk hafa
vakið reiði ráðamanna deCODE genetics, sem vilja ekki,
að varpað sé skugga á hina vandamálafríu mynd, sem
þeir gefa af væntanlegu gagnasafni sínu.
Aðgerðir brezku ríkisstjórnarinnar i einkamálaþætti
heilsufarsupplýsinga voru einnig til umfjöllunar í
margræddum leiðara DV. Þar gera stjómvöld ráð fyrir,
að verndin bili, upplýsingar berist til tryggingafélaga og
vinnuveitenda og geti valdið fólki fjárhagstjóni.
Brezka ríkisstjórnin hefur sérstaklega tekið á þessum
þætti, hvemig fólki verði bætt, ef það fær lakari trygg-
ingu eða lakari vinnu út á arfgenga sjúkdóma í ættinni
eða jafnvel hvorki tryggingu né vinnu. Þar hyggst ríkið
taka afleiðingum gerða sinna.
Hér á landi var einkaréttur deCODE keyrður í gegn án
þess að gert væri ráð fyrir þeim möguleika, að illa færi.
Það er i samræmi við þá pólitísku venju hér á landi að
gera í bjartsýni ráð fyrir, að allt fari á bezta veg og gera
engar ráðstafanir til að mæta hugsanlegum vanda.
Hér á landi hafna stjómvöld til dæmis umhverfismati
á sjókvíaeldi á þeim forsendum, að eldislaxinn ógni ekki
umhverfinu, sýkist ekki og sleppi ekki úr kvíunum. Samt
eru til rannsóknir í nágrannalöndum okkar, sem sýna
hið gagnstæða, að þessi vandamál eru stórfelld.
Miklu nær væri að gera ráð fyrir vandamálum strax í
byrjun og reyna að haga málum frá upphafi á þann veg,
að auðveldara en ella sé að bregöast við ótiðindum. Það
hefðu íslenzk stjórnvöld átt að gera í gagnagrunnsmálinu
og ættu nú að gera vegna laxeldis í sjókvíum.
Bjartsýni er góðra gjalda verð, en hún má ekki verða
svo hamslaus, að menn gleymi varúðarráðstöfunum.
Sextíu dollarar orðnir tíu
Samkvæmt nýju, bandarísku reglugerðinni um vernd-
un persónulegra upplýsinga um heilsufar fólks mega
fræðimenn nota upplýsingamar til að stunda rannsókn-
ir, en alls ekki afhenda utanaðkomandi gagnabönkum á
borð við deCODE genetics slíkar upplýsingar
Blaðurfulltrúi deCODE genetics fer með rangt mál um
þetta atriði eins og önnur atriði málefnisins. Á sama tíma
fer hann með rangt mál um önnur atriði, sem varða hags-
muni fyrirtækisins, er hann vinnur fyrir, enda er það
hlutverk blaðurfulltrúa að styðja sína menn.
í kranablaðamennsku-morgunþætti Ingólfs Margeirs-
sonar á Rás 2 á miðvikudag hélt blaðurfulltrúinn óátalið
fram, að gengi hlutabréfa deCODE hefði til áramóta ekki
lækkað meira en Nasdaq-vísitalan. Þetta er röng fullyrð-
ing, gengi bréfanna hefur lækkað miklu meira.
í öllum þessum málum er blaðurfulltrúinn að gæta
hagsmuna fyrirtækis, sem frá upphafi hefur ekki greint
rækilega milli ímynda og raunveruleika, fyrirtækis, sem
í fyrra hafði lag á að láta fólk borga sextíu dollara fyrir
hlutabréf, sem nú eru aðeins tíu dollara virði.
DeCODE genetics reynir að gera lítið úr áhrifum banda-
rísku reglugerðarinnar um verndun persónulegra heilsu-
farsupplýsinga, af þvi að fyrirtækið stendur í samningum
við íslenzkar heilbrigðisstofnanir og vill ekki, að slæmar
fréttir frá útlöndum trufli samningaferlið.
Almennt er skynsamlegt fyrir fólk að fara varlega í að
trúa gæzlumönnum sérhagsmuna umfram þá, sem engra
hagsmuna hafa að gæta í umræðuefninu.
Jónas Kristjánsson
Eyðni og veira
Thabo Mbeki
„E/tí afþví sem sérkennilegast er í stefnu Suöur-Afr-
íkumanna er hin mikla áhersla sem forseti landsins,
Thabo Mbeki, hefur lagt á aö kynna sér og taka al-
varlega kenningar þeirra vísindamanna og áhuga-
manna um efnið sem staöhæfa aö HiV-veiran valdi
ekki eyöni. “
Það er viðurkennd staðreynd að
veira veldur sjúkdómnum eyðni.
En eins og gengur með viður-
kenndar staðreyndir er ekki þar
meö sagt aö allir viðurkenni stað-
reyndina. Um allan heim er fólk,
lærðir og leikir, sem trúir því að
eitthvað allt annað en veira orsaki
eyðni. Sumir eru helst á því að
sjúkdómurinn sé refsing og að Guð
útdeili henni til þeirra sem lifað
hafi óguðlegu lífemi. Aðrir halda
að eyðni sé félagslegur sjúkdómur
og að orsakanna sé að leita i
lífsmáta, matarvenjum, mengun,
eiturefnum eða jafnvel i sjálfum
lyfjunum sem eiga að koma í veg
fyrir að fólk fái sjúkdóminn.
Þetta er ekki einsdæmi. Það er
líka til fólk sem heldur að jörðin sé
flöt, að heiminum sé stjórnað af yf-
irnáttúrlegum verum og furðulega
margir halda að um þá sé stöðugt
njósnað með flóknum rafeindabún-
aði sem jafnvel skrái niður innstu
hugsanir þeirra.
Sá er þó munurinn á efasemda-
mönnum um eyðniveiruna og hin-
um, sem trúa fjarstæðukenndum
hlutum um sjálfa sig og veröldina,
að hinir fyrrnefndu eru ekki hópur
sérvitringa heldur vaxandi þrýsti-
hópur í mörgum löndum. Á einum
stað í heiminum eru efasemda-
mennirnir meira að segja nokkrir
æðstu stjómendur rlkisins. Þetta
er í Suður-Afríku og það er í frásögur
færandi vegna þess að Suður-Afríka
er í hópi ríkja sem hafa orðið einna
verst úti vegna eyðnifaraldursins.
Hröð útbreiðsla
Meira en 4,5 milljónir manna eru
smitaðar af eyðni í Suður-Afríku og
talið er að daglega smitist ekki færri
en 1700. Þetta þýðir að um 15 prósent
Suður-Afríkumanna em smituð. Bar-
áttan gegn eyðni er eða ætti að vera
eitt helsta verkefni stjórnvalda. Að
nafninu til er það líka svo en margar
sérkennilegar aðgeröir Suður-Afríku-
stjórnar hafa vakið grunsemdir um að
hugur fylgi ekki máli. Eitt af því sem
sérkennilegast er í stefnu Suður-Afr-
íkumanna er hin mikla áhersla sem
forseti landsins, Thabo Mbeki, hefur
lagt á að kynna sér og taka alvarlega
kenningar þeirra vísindamanna og
áhugamanna um efnið sem staðhæfa
að HlV-veiran valdi ekki eyðni.
Suður-Afríkustjórn stóð á síðast-
liðnu ári fyrir ráöstefnu um eyðni þar
sem hinum svokölluðu eyðni-andófs-
mönnum var gert hátt undir höfði.
Heilbrigöisyfirvöld í Suður-Afríku
hafa lagt litla áherslu á að auka að-
gengi fólks að þeim lyfjum sem talin
eru hindra eða jafnvel koma í veg fyr-
ir að margir þeirra sem smitaðir eru
af veirunni taki sjúkdóminn. í sum-
um tilfellum er vel rökstuddum niður-
stöðum um áhrif lyfja einfaldlega
hafnað. Þetta á tO dæmis við um smit-
aðar ófrískar konur. Sýnt hefur verið
fram á að hægt er að minnka líkur á
að fóstur smitist af eyðniveirunni við
fæðingu verulega með því að gefa
ákveðna lyfjablöndu síðustu vikurnar
fyrir bamsburðinn.
Rökin gegn veiru
En er kannski hugsanlegt að eitt-
hvað sé til í því að orsaka eyðni sé að
leita annars staðar en í veirunni? Nú
má vissulega gagnrýna vísindarann-
sóknir og fáir halda því fram lengur
að þær séu með öllu óháðar hagsmun-
um og gildismati. Eyðnirannsóknir
hafa um árabil sogið til sín gríðarlegt
fjármagn og orðið hefur til mikiö al-
þjóðlegt bákn í kringum þær. Hluti af
rökum andstæðinganna er samsæris-
kenning um þetta bákn og sú hug-
mynd að vísindasamfélagið fari sjálft
að leyna upplýsingum og niður-
stöðum sem gætu orðið uppspretta
efasemda mn „viðurkenndar stað-
reyndir". En röksemdirnar eru
fleiri. Einn hópur andófsmanna
bendir á að prófanir á lyfjablönd-
um þeim eða „kokkteilum" sem
mestum árangri eru taldar hafa
skilað í baráttunni við eyðni séu
ófullkomnar. Þó að hlutfall smit-
aðra sem veikjast hafi lækkað sé
ekki þar með sagt að það sé lyfja-
blöndunum að þakka. Reyndar
megi eins halda því fram að lyfja-
blöndur á borð við AZT, sem gefið
hefur verið síðan 1987, orsaki
eyðni frekar en veiran. Engar til-
raunaniðurstöður benda hins veg-
ar til slíks orsakasamhengis.
Sumir hafa sagt að lífvísindin
skorti þekkingu á því hvernig
veiran ráðist á ónæmiskerfí lík-
amans. Þekkingin sé að of miklu
leyti faraldursfræðileg. Þessi
gagnrýni er vafalaust réttmæt sem
almenn aðfinnsla um læknisfræði-
lega þekkingu. Hins vegar eru það
engin rök gegn þeirri meginhug-
mynd að veiran sé nauðsynlegt og
oft nægjanlegt skilyrði þess að
menn fái sjúkdóminn.
Vísindi og stjórnmál
Það eru, þegar á heildina er lit-
ið, engih haldbær rök fyrir efa-
semdum um að eyðniveiran orsaki
eyðni. Og það er munur á því að hafa
gagnrýna afstööu gegn vísindasamfé-
laginu og niðurstöðum þess og að
byggja pólitík heils ríkis á efasemdum
af þessu tagi. Með því að láta andófs-
mennina hafa áhrif á stefnuna í heil-
brigðismálum fer Suður-Afríkustjórn
inn á mjög vafasamar brautir sem
minna jafnvel á afstöðu Stalínstjórn-
arinnar forðum til eríðafræði og jafn-
vel hinna vel þekktu hugmynda nas-
ista um samband erfða og eðlis.
Suður-Afríkumenn hafa farið frum-
legar leiðir í uppgjöri sínu við fortíð-
ina sem vakið hafa aðdáun margra.
Sannleiksnefndin fræga, sem fékk
íjölda manna til að segja sannleikann
um gerðir sínar á timabili aðskilnað-
arstefnunnar gegn því að þeir yrðu þá
ekki sóttir til saka, bar vott um mikið
hugrekki stjórnvalda þar.
Afstaðan til eyðni er hins vegar
ekki jafn aðdáunarverð. Með því að
láta viðhorf andófsmanna hafa áhrif á
opinbera stefnu er í raun verið að
gera vísindin pólitísk; neita að horfast
í augu við ógnvænlegt samfélags-
vandamál. í stað þess að leita leiða til
að auka möguleika fátæks fólks á því
að fá lyf sem geta bjargað lífi þess er
sparað á grundvelli vafasamra sjónar-
miða og gagnrýni á vísindasamfélagið
í heild sinni.
Ertu hugmyndankur;
býrð yfir frumkvœði Nei, en ég er mjög góður í að
og gagnrýnni hugsun? fyiia út starfsumsóknir
PV*T
VI £££