Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001
Helgarblað
DV
Hjarta Dennis að jafna sig:
Andie
MacDowell er
hjartastyrkj-
andi
Ætla mætti að Dennis Quaid væri
heldur rislágur eftir að hafa verið
kastað út í ystu myrkur fyrir Nýsjá-
lendinginn Russell Crowe. Margir hafa
vorkennt kappanum að hafa orðið út
undan en hann er ekki á þeim buxun-
um að láta vorkenna sér. Hann er
kominn af stað aftur og ætlar ekki að
láta skilnaðinn draga sig niður. Denn-
is er ekki lengur fórnarlamb skilnaðar
heldur er hann á lausu. Og þar sem
hann er myndarlegur og frægur maður
er ekki hætta á að hann sitji uppi
kvenmannslaus.
Hann sást með fyrirsætunni og
söngkonunni Caprice á veitingastað en
það ku ekki hafa enst. Hins vegar fékk
hann kvikmyndaheiminn til að
stökkva heljarstökk af undrun þegar
hann mætti með hinni vinalegu Andie
MacDowell á frumsýningu nýlega.
Hún er einnig í svipaðri aðstöðu og
Dennis því hún skildi í fyrra.
Nýja parið vakti svo svakalega at-
hygli að stjömur kvöldins, Michael Dou-
glas og Catherine Zeta Jones, sem voru
að frumsýna myndina Traffic, féllu al-
gjörlega í skuggann. Og þarf nokkuð til
að þau missi miðpunkt kastljóssins.
Dennis og Andie eiga að hafa hist
við tökur á sjónvarpsmynd og fallið
svona vel við hvort annað. Þau hafa
þrátt fyrir þessa opinberun ekki viljað
ræða samband sitt við fjölmiðla. Það
þýðir auðvitað aðeins eitt: við verðum
mun forvitnari um þau.
Keli er húsbóndinn á heimili Kolfinnu:
Móttöku- og varðstjóri
Það kannast
margir við kött-
inn Kela í Stund-
inni okkar. Færri
vita að fyrir-
mynd hans er
Pési heitinn sem var í eigu Kolfmnu
Knútsdóttur, hárkollumeistara á
Skólavörðustígnum. Núna er þetta
eiginlega komið í hring því köttur-
inn hennar Kolfinnu heitir Keli,
sem er skemmtileg tilviljun því hún
valdi ekki nafnið á hann.
Hefur augu Kolfinnu
„Fyrir tæpum fimm árum byrjaði
litli nágrannakettlingurinn Keli að
venja komur sínar til okkar Pésa.
Þeir urðu góðir vinir og það endaði
með því að Keli flutti til okkar; Pési
tók kettlinginn í fóstur og ól hann
upp,“ segir Kolflnna. Pési var orð-
inn heilsutæpur og því var það nán-
ast eins og hann væri að tryggja það
að Kolfmna stæði ekki uppi kattar-
laus þegar hann félli frá.
Pési var stór og mikill köttur og á
uppeldisárum Kela var hann líkast
til fjórum sinnum stærri en fóstur-
kötturinn sem gerði leikina nokkuð
ójafna þótt allt væri það í góðu.
„Hann hefur augun mín,“ segir
Kolfmna og hlær, „og við klæðumst
sömu litum. Það er reyndar algjör
tilviljun."
Meö kjaftl og klóm
„Keli er voðalegur mathákur.
Uppáhaldið hans er roastbeef en
þegar ég kaupi mér kjúklingabita þá
verð ég að fá einn handa honum,
annars er enginn friður til að borða.
Rækjur eru líka ofarlega á óskalist-
anum.“
Þrátt fyrir að þetta líti út fyrir að
vera frekar snobbaður köttur segir
Kolfinna að það sé af og frá.
„Hann kann bara gott að meta.“
Keli hefur fengið titilinn mót-
töku- og varðstjóri heimilisins
vegna þess að þegar Kolfinna kemur
heim úr vinnunni
bíður hann alltaf
við dymar. Hann
passar lika að
engir ókunnugir
og óvelkomnir
kettir komist inn
fyrir dyr heimil-
isins.
„Hann ver
heimiliö með
kjafti og klóm.
Keli er líka mjög
trúr. Þegar hann
hefur tekið á móti
mér fer hann út
en kemur alltaf
reglulega til að at-
huga hvort ekki
er í allt lagi á
heimilinu."
Hauslaus
rjúpa og löm-
uö kría
Keli er veiði-
köttur. Eina nótt-
ina síðasta vor
vaknaði Kolfinna
við ógurleg læti Horfa saman á Ally McBeal
úti i garði. Ke// er meö dagskrá sjónvarpsstöðvanna á hreinu og passar upp á að Kolfinna missi ekki afeftir-
„Einhverra
hluta vegna höfðu
mávar misst dauða kríu niður í
garðinn hjá okkur. Niðri í garðin-
um var heilmikill hasar því þar
voru saman komin mávar, Keli og
tvær kríur og var önnur lömuð af
hræðslu. Allt liðið stóð yfir dauðu
kríunni og baröist um hana. Ég
þaut út og tók Kela með valdi og
setti hann inn. Hann var ekkert sér-
lega ánægður með mig þá. Ég kom,
fjarlægði dauðu kríuna og hinar
tvær flugu á brott og mávarnir líka.
Seinna vakna ég við það að Keli
kemur inn með kríu í kjaftinum.
Hann hafði þá einhvern veginn náð
að klófesta kríu. Þegar ég spurði
hann hvað hann væri að gera þá
svaraði hann eins og hann gerir
lætisþáttunum sínui
alltaf en þá vildi ekki betur til en
hann missti kríuna út úr sér. Þá
greip ég hann og læsti inni á kló-
setti og náði að koma kríunni út.“
Einn daginn milli jóla og nýárs
kom Kolflnna heim úr vinnunni og
fékk á tilfmninguna að hún þyrfti
að fara út á verönd. Hún gerði það
og þá sá hún að þar lá hauslaus
rjúpa. Engin sönnun hefur fengist
fyrir því hvemig rjúpan komst yfir
girðinguna og inn á veröndina en
grunur leikur á um að Keli hafi
þarna veriö að reyna að ná sér í
jólasteikina.
Missir ekki af Ally McBeal
Kolfinna og Keli tala mikið sam-
an.
„Við ræðum öll málefni án nokk-
urra bannsvæða. Við skömmumst
og hlæjum saman.“
Þau horfa líka saman á sjónvarp-
ið. Því hefur móðir Kolfinnu kynnst
því þegar Kolfinna þarf að bregða
sér til útlanda þá passar hún Kela.
„Ég horfi alltaf á sömu framhalds-
þættina og þá er Keli yfirleitt með
mér. Þegar mamma var hjá honum
þá vissi hún ekki hvað var að gerast
þegar Keli hékk stanslaust utan í
henni og reyndi að fá hana fram að
sjónvarpinu. Ástæðan var sú að
Kela fannst hún vera að missa af
Ally McBeal."
-sm
Hallgrímur Helgason
Sílikonkynslóðin
Hallgrimur
Helgason
skrifar
þeim voru þær í smekkbuxum inn-
anundir, smekkbuxum með smíða-
vösum og hanka fyrir hamar, á
grófum klossum, í rauðum sokkum
og reyktu pípu. Maður var nú hálf
uppburðarlítill á þeim árum og
veigraði sér stöðugt við að reyna
við þessar skessur. Og eftir á að
hyggja var það svosem skiljanlegt.
Ég meina. Þetta var eins og að
reyna viö roskna húsasmiði. Það
var bara slegið úr pípunni á kloss-
anum og seilst eftir Prince Albert-
tóbakspokanum sem þær geymdu
framan á smekkbuxunum eins og
einhverjar nikótín-kengúrur. Full-
komlega ómálaðar, angandi af pípu-
tóbaki og viðarolíu sem þær báru á
bakvið eyrun voru þær svosem ekk-
ert fýsiiegar. Ég mah vel þvílíkt
sjokk það var þegar maður tuttugu
og tveggja ára gamall sá sína fyrstu
jafnöldru í netsokkabuxum með
rauðan varalit. En það var einmitt
sama kvöldið sem maður heyrði
orðið „hommi" þannig að maður
fór nú bara snemma heim af Borg-
inni í það skiptið.
Við vorum svo saklaus, bömin
mín. Það er nú annað en þið sem
ólust upp við margólaðar kynlifs-
lýsingar fyrstu leðurhommanna,
forsetaleg munnmök í Hvíta húsinu
og pornó-kvöldin á Spotlight. Þegar
við vorum ung hlustuðum við á
Kvöldgesti Jónasar Jónassonar. Þið
hlustuðuð á Dr. Love. Við sofnuð-
um út frá íslendingasögunum. Þið
þuklið ykkur í svefn undir kynlífs-
sögum Rauða torgsins. (Þau semf
ekki hafa af því atvinnu að fróa
ykkur í farsímakerfið.) Hjá okkur
var ekkert sjónvarp á fimmtudög-
um. Þið mættuð reyna að horfa
bara á Sjónvarpið á fimmtudögum.
Nei. Kísilbrjóstin eru mesta
barnamál miðað við allan þann
hausverk sem þessi kynslóð hefur
um allar helgar. Hausverk af öllum
þeim farsímabylgjum, klámáreiti og
intemet-hangsi. „Sjálfsmyndin kem-
ur að innan," segja sálfræðingamir
en það er nú auðvelt að segja það
þegar maður er með 3000 krónur á
tímann. Nú bíðum við bara eftir því
að Svíamir nái að þróa „öryggis-
brjóstin" sem þeir hljóta að setja á
markað innan hríðar. Öryggisbrjóst-
in verða með innbyggðum loftpúð-
um (dual air-bag) og veita því bæði
vemd í öllum þeim bílslysum sem
því miður fylgja þessari hraðelsk-
andi kynslóð sem og aukið öryggi í
húsasundum um miðjar nætur: Þeg-
ar Krókódílamaðurinn birtist með
sting i buxum og saurugar krumlur
er gott að geta hleypt upp Volvo-
brjóstunum sínum og með hugsan-
legri helíum-fyllingu geta stúlkum-
ar látið sig svífa tO lofts og burt af
vettvangi. Þetta er að minnsta kosti
tækninýjung sem Bretaprins ætti að
geta nýtt sér: Loft-axla-púðarnir (air-
pads) myndu sjálfkrafa blásast upp
næst þegar hann dettur af baki.
Þeir eru að segja okkur
þær fréttir frá Bretlandi
að þar sé þjóðfélagið í
uppnámi vegna 15 ára
stúlku sem vill sílikon í
brjóstin. Auðvitað hljót-
um við að vorkenna vin-
um vorum Bretum, nú
þegar þeir eru rétt að
jafna sig á því að prinsinn
þeirra brákaði sina kon-
unglegu öxl (sem útaf fyr-
ir sig á ekki að vera hægt
að brjóta) og bróðir hans
Andrés náðist á mynd í fé-
lagsskap sílikonlausra
brjósta í Bangkok. í kjö-
farið á sílikonfrétt frá
London fóru fjölmiðlar á
sína fjóru stúfa og náðu
ljómandi lýtalausum lýta-
læknum okkar í viðtöl:
Þeir fullvissuðu þjóð sina
um að engin ástæða væri
tO að óttast silikonaðgerð-
ir á okkar nýjustu brjóst-
um. Sem er auðvitað lygi.
Það vita allir sem stundað
hafa jólaboðin að ein al-
gengasta jólagjöfin til ung-
lingsstúlkna er einmitt
silikonbrjóst. Á aðfanga-
dagsmorgun vakna þær
upp með barminn vafinn í
jólapappír. Brjóst eru víst líka mik-
ið tekin tO afmælis- og stúdentsgjafa
en ekki hefur enn heyrst um ís-
lenska smámey sem fengið hefur
kísilbrjóst í fermingargjöf. En sög-
urnar segja mér þó að stúlkur í tí-
unda bekk hafi gengist undir stækk-
unaraðgerðir.
Sem er náttúrlega í takt við ann-
að.
Við íslendingar erum einfaldlega
komnir langt fram úr nágrannaþjóð-
unum á öllum sviðum. Það stenst
okkur enginn snúning. Fjölmiðlarn-
ir eru bara ekki enn búnir að fatta
þetta og bisast enn við að flytja okk-
ur fréttir utan úr heimi, fréttir sem
fyrir löngu eru hér daglegur hvers-
dagsleiki. Það er rétt sem Davíð
sagði i áramótaávarpinu: Við eigum
að láta af þessari minni-
máttarkennd. Verum
stolt af okkar ungling-
um, okkar Sílikonkyn-
slóð sem stendur erlend-
um jafnöldrum sinum
svo langtum framar. Öll
sömul með fjóra GSM-
síma, tvö tO þrjú tattú,
járnhring í naflanum,
þrjú netföng og eigin
heimasíðu. í internet-
málum jafnast enginn á
við okkur íslendinga
enda sigrum við nú í öO-
um netkosningum
heimsins eins og ekkert
sé.
Draumur okkar hefur
ræst. Við búum ekki
lengur í þeim heimi þar
sem höfðatalan ræður
heldur er það fjöldi
músa í hverju landi sem
telur. Fjöldi músa
tengdra við tölvur. Við
getum nú farið að miða
við „músatölu“ i stað
hinnar gömlu höfðatölu.
En eigum við að
hneykslast á ungu stelp-
unum fyrir það að vOja
fá sér stærri brjóst? Eru
þau kannski bara að
verða sjálfsagöur hlutur? Erum við
kannski bara orðin of gömui og
íhaldssöm?
Á mínum ungdómsárum var
þessu öOu saman öfugt farið. Þá
skömmuðust stelpumar sín fyrir
stóru brjóstin sín og reyndu sem
þær gátu að klæða þau af sér með
þykkum rasssíðum lopapeysum og
þá sjaldan þær fengust tO að fara úr