Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 24
24 Helgarblað LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 I>V 1 ‘i • * — < irm 1 m ■ m * m-fj*. 1 l1 » m ij, 1 1 1 j 11 ; 1 11 y i p 1 s||f| 1 't 1 " 1 “ t 1 tJH * | 3 DV-MYND GVA Gott samkomulag foreldra er lykilatriöi Nanna K. Siguröardóttir og Sigrún Júiíusdóttir hafa rannsakaö sameiginlega forsjá og velferö barna viö skilnaö foreldra. í rannsóknini eru brautryðjendur á þessu sviði. í þessum hópi er yngra fólk sem á frekar að baki sambúð- arslit en lögskilnað og þau tilheyra fremur þeim hópi fólks sem hefur meiri menntun. „Þróunin á Norðurlöndum hefur reyndar verið sú að eftir því sem móðir hefur meiri menntun er lík- legra að hún semji við föður um sameiginlega forsjá og einnig fær- ist þar í vöxt að bamið eigi lög- heimili hjá fóður. Börn eiga eftir sem áður í langflestum tilvikum lögheimili hjá móður eins og tíðk- aðist fyrir tíma sameiginlegrar for- sjár. Ég tel samt fulla ástæðu til að álykta að börn muni i auknum mæli eiga lögheimili hjá foður. í Svíþjóð er meginreglan að foreldr- ar fara sameiginlega með forsjá barna sinna við sambúðarslit og semja þarf sérstaklega um annað,“ segir Sigrún. Viðhorf fólks til skilnaða hefur „Sameiginleg forsjá á alls ekki alltaf við ... örlítill hópur foreldra á alltaf í alvarlegum erfiðleikum í lífi sínu og geta ekki samið, jafnvel ekki með aðstoð. “ breyst mikið að mati Nönnu og fólk áttar sig orðið á því að þótt hjón skilji er ekki verið að skilja við börnin. „Fólk er áfram foreldrar þó að það vilji ekki vera saman sem hjón. Titill bókarinnar vísar einmitt í þetta.“ „Það felst líka ákveðin hvatning í þessum titli,“ bætir Sigrún við, „að það er æskilegt að leggja meiri rækt við foreldrahlutverk í samfé- laginu og að sú ábyrgð sem þvi fylgir sé viðurkennd." Sameiginleg forsjá sam- fara betri fjólskyldusam- skiptum Nanna segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að tengsl barna við báðar stórfjölskyldur sínar verði meiri þegar um sameiginlega forsjá Um þriöjungur foreldra velur sameiginlega forsjá við sambúðarslit: Skilnaður - deilur eða sátt Áfram foreldrar er heiti bókar sem kom út í lok síðasta árs og birtir niðurstöður rannsóknar fé- lagsráðagjafanna Sigrúnar Júlíus- dóttur og Nönnu K. Siguröardóttur um sameiginlega forsjá og velferð bama við skilnað foreldra. Rann- sóknin er sjálfstætt framhald rann- sóknar sem þær unnu ásamt sál- fræðingunum Friðriki H. Jónsssyni og Sigurði J. Grétarssyni sem eru samkennarar í félagsvís- indadeild Háskóla íslands. Þar eru rannsakaðar uppeldisaðstæður bama í fimm fjölskyldugerðum, m.a. fráskilinna foreldra þar sem aðeins annað foreldra fer með for- „Rúm 80% foreldra segj- ast velja þessa leið vegna þess að það sé barninu fyrír bestu. “ sjá. Rannsóknin kom út á bók, Barnafjölskyldur. Samfélag, lífs- gildi, mótun, árið 1995. Sigrún stýrði báðum rannsóknunum en hún er prófesssor í félagsráðgjöf við Háskóla Islands. Jákvæð reynsia af sameig- inlegri forsjá Sigrún og Nanna voru fyrst beðnar að segja frá helstu niður- stöðum rannsóknar sinnar. „Fyrsta áhugaverða niðurstaöan var í raun hversu góð svörunin var, 72%,“ segir Nanna, „og jöfn milli kynja. Þá höfum við einmitt samanburð frá fyrri rannsókn okkar þar sem svörun karla var mjög lítil þrátt fyrir mjög góða heildarsvörun." Að sögn Sigrúnar er svörun yfirleitt ekki nema 50-60% í póstkönnunum um persónuleg málefni. „Svona góð svörun hefur afar mikið að segja til að geta dregið áreiðanlegar álykt- anir,“ og Nanna bætir við: „Hér kemur fram mun jákvæðara við- horf hjá fráskildum feðrum með forsjá en hjá þeim sem ekki fara með forsjá barna sinna.“ „Ein meginniðurstaðan er al- menn jákvæð reynsla af sameigin- legri forsjá, 58% þeirra sem svara telja reynsluna vera góða,“ segir Nanna og athygli vekur að reynsla feðra er enn jákvæðari af þessu fyr- irkomulagi en reynsla mæðra. Athyglisvert er einnig að skoða hvers vegna foreldrar segjast velja sameiginlega forsjá. „Rúm 80% segjast velja þessa leið vegna þess að það sé baminu fyrir bestu," seg- ir Nanna og Sigrún heldur áfram: „Það eru hagsmunir barnsins og sanngimin sem virðist ráða því að fólk velur að hafa sameiginlega for- sjá. Báðir foreldrar leggja mikla áherslu á að standa vörð um vel- ferð barnsins og að barnið hafi betri aðgang að báðum foreldrum. „Hér kemur fram mun jákvæðara viðhorf hjá fráskildum feðrum með forsjá en hjá þeim sem ekki fara með forsjá bama sinna. “ Marktækur munur er milli feðra og mæðra í þá veru að feðrum finn- ast þessi atriði skipta meira máli. Þetta kemur svo mjög vel heim og saman við fyrri rannsóknina okkar sem er að hluta samanburðarrann- sókn. Þar kvarta feður kvarta sár- an yfir forsjárfyrirkomulaginu." Börn hafa enn lögheimili hjá mæðrum Sameiginleg forsjá var lögleidd 1992 og á sér því ekki langa sögu á íslandi. Foreldrarnir sem tóku þátt sé að ræða en þegar annað foreldri fer með forsjá. Með því að taka ákvörðun um sameiginlega forsjá virðast foreldrar senda þau skila- boð til fjölskyldna sinna að allir muni halda áfram að vera í tengsl- um þrátt fyrir hjónaskilnaðinn. „Tengslarof og röskun á högum er oft þaö erfiðasta fyrir börn sem ganga í gegnum skilnað foreldra sinna en með því að viðhalda stöð- ugleikanum í lífi barnsins, eins og tengslum við afa og ömmu báðum megin, verður þetta öðruvisi en þegar um algeran aðskilnað er að ræða,“ segir Nanna. Á sameiginleg forsjá alltaf uið? „Nei, sameiginleg forsjá á alls ekki alltaf við,“ segir Sigrún og um það er fjallaö ítarlega í bókinni. Rannsóknir sýna að meiri hluti for- eldra er vel fær um að semja í skilnaðarmálum, nokkur hópur þarfnast upplýsinga og ráðgjafar en lítill hluti á i hörðum deilum, inn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.