Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 DV Skoðun Græna röðin valin „Það væri nú bæði gagn og gam- an fyrir þig að prófa eitthvað nýtt,“ sagði konan og renndi til mín tveimur bæklingum, öðrum appelsínugulum frá Sinfóníu- hljómsveit íslands og hinum grænum frá kvöldskóla í bæjarfé- laginu okkar. Ég gluggaði í bæk- lingana fyrir siðasakir en lagði þá til hliðar svo fljótt sem við varð komið. Ég þarf einkum að verjast þessum ágætu hugmyndum um tómstundastarf tvisvar á ári, á haustin og eftir áramótin. Þá lifna öll félög við og vilja endurbæta sál og líkama. Konan er bjartsýn að eðlisfari og trúir því enn að hún geti komið manni sínum á nám- skeið í hinu og þessu. Með lagi hefur mér tekist að komast hjá þeim flestum. Sama gildir um fé- lagsstörf í foreldrafélögum, íþróttafélögum, kórfélögum, safn- aðarfélögum og öðru slíku. Crdúr og fleiri dúrar „Ættum við ekki að fá okkur fasta miða hjá Sinfóníunni til vors?“ sagði konan og leit blítt til mín. „Við gætum tekið grænu röð- ina, hún er létt og skemmtileg." Litgreining sinfóniutónleika er ekki mitt fag en ég kunni ekki við annað en að kíkja i bæklinginn. Fyrst datt mér raunar í hug að nefna það við konuna að taka syst- ur sína með á tónleikaröðina í vet- ur en sá að mér. Það var ekki við- eigandi við þessar aðstæður. í bæklingnum sá ég tónleika í löng- um bunum, ýmist gula, rauða, græna eða bláa. Ég leit yfir þá gulu. Ég er ekki vel að mér í tón- fræðum en þekkti þó Brahms, Strauss, Rakhmanínov, Haydn, Mozart, Beethoven og þá bræður alla. Ég var ekki síður að mér í rauðu röðinni en þar hafði Síbelí- us komið viö sögu í haust, sem og Liszt. Nú í janúar er boðiö upp á Mahler, og nafn hans var kunnug- legt, en ófróðari var ég um Ravel og píanókonsert hans í G-dúr. Sá er á efnisskránni í marsbyrjun. Ég vildi ekki nefna það við kon- una að eina lagið sem ég þekki í þeim dúmum er Popplag í G-dúr eftir stuðmanninn Valgeir Guð- jónsson. Þá var mér alls ókunnugt um píanókonsert fyrir vinstri hönd eftir sama Ravel. Vera kann að konsertinn hafi verið saminn fyrir einhentan pianóleikara en atvinnutækifæri þeirra eru af augljósum ástæðum fá. Leikið á loftræstingu Bláu röðina taldi ég of framúr- stefnulega fyrir mig án þess að geta þó stutt það rökum. Þar voru saman í röð Speight og Lutoslaw- sky, mér gersamlega ókunnir, en í mars og maí taka við þeir Atli Heimir og Áskell Másson. Ég kíkti þvi á grænu röðina, þá sem konan stakk upp á. „Eru þetta ekki Vín- artónleikamir sem við hlustuðum á á dögunum, elskan?" spurði ég. „Jú,“ sagði konan. „Fannst þér það ekki dásamlega skemmtilegt?" Hún var angurvær á svipinn og bætti við að í apríl byði hljóm- sveitin upp á söngleikjatónlist með söngvurum úr leikhúsum á Broadway og í maRok yrði fluttur hátíðarforleikur Shostakovítsj og þrír slavneskir dansar Dvoraks. „Mér fannst nú heyrast of mik- ið í strokhljóðfærunum á Vínar- tónleikunum í Höllinni," sagði ég áður en ég svaraði því hvort ég kæmi með frúnni á grænu röðina í vetur. „Þetta var eitt samfellt suð.“ „Láttu ekki svona,“ sagði konan og sló sér á lær. „Þetta hafði ekkert með strokhljóðfærin að gera og enn síður Sinfóníu- Þá var mér alls ókunn- ugt um píanókonsert fyrir vinstri hönd eftir sama Ravel. Vera kann að konsertinn hafi ver- ið saminn fyrir ein- hentan píanóleikara en atvinnutœkifœri þeirra eru af augljósum ástæðum fá. hljómsveitina í heild. Þetta var loftræstikerfi íþróttahússins." „Viltu ekki bara taka systur þína með,“ sagði ég. „Þú heyrir að ég geri ekki greinarmun á konsertmeistaranum og loftræsti- kerfinu." Ég er ekki viss um að konan hafi heyrt þetta enda varð hún nánast heilög í framan þegar kom að hitakerfinu f Laugardals- höllinni. Vandlætingin var alger: „Það er til háborinnar skammar að búa svona að tónlistarfólki í landinu, að spila í fþróttahúsi í stað frambærilegs tónlistarhúss. Listamennirnir sitja þar ýmist krókloppnir eða sveittir eftir still- ingum á þessu organdi hitakerfi. Þá verða áhorfendur aö gera sér að góðu að sitja á miðjum hand- boltaveUi og hlýða á i þeirri veiku von að hljóðfærin og söngvaramir yfirgnæfi þrýstiloftið." Gróður og garðrækt „Eigum við ekki að kíkja á þann græna,“ sagði ég og opnaði kvöld- skólabæklinginn. Það gerði ég ekki af áhuganum einum heldur tU þess að ná konunni niður á jörðina. „Hvaö er skemmtilegt þarna?“ spurði ég og tók um leið nokkra áhættu. Verið gat að kon- an legði tU að ég sækti námskeið fram á vorið. Sú var ekki meining- in. Bragð mitt heppnaðist að því leyti að ég fékk konuna til þess að hugsa um annað en loftræstikerf- ið í LaugardalshöUinni. „Mér datt helst í hug,“ sagði hún í endurnýj- aðri bjartsýni, „að þú færir á þrjú námskeið." „Þrjú,“ át ég upp eftir henni og leit í skelfingu á græna bæklinginn. Þar voru efst á blaði saumanámskeið, kántrí-fondur (hvað sem það er), matreiðslu- námskeið, glerlist, leirmótun, trölladeig og dúkkugerð. Ég var kríthvitur í framan þegar konan sneri græna blaðinu við og meint áhugamál mín blöstu við. „Sjáðu þetta,“ sagði hún og benti á þrennt undir heildarheit- inu Garðyrkjunámskeið: Gróður og garðrækt, fjölgun og uppeldi plantna og loks trjáklippingar. „Er það ekki þetta sem þú vUt dunda þér við í sveitinni? Er ekki eins gott að þú lærir handtökin al- mennilega?" „Elskan mín,“ sagði ég, „þú veist jafnvel og ég að ég verð að dunda í þessu með mínum hætti en ekki eftir leiðsögn ein- hverra sérfræðinga. Þessir garð- yrkjumenn heimta að maður grisji í djöfulmóð og klippi plönt- urnar niður í rót, jafnvel tré sem eiga sér sess i hjartanu. Það vant- ar í þá aUa hjartahlýju og samúð með þvf sem lifir.“ Hvað varð um útsæðlð? „Þeir vita sínu viti,“ sagði kon- an og var á bandi garðyrkjumann- anna. „Þú hefðir gott af því að fræðast og ekki síst að skipuleggja þig og það á ekki bara við um trjá- gróðurinn. Manstu tU dæmis eftir kartöflunum í vor? Það vantaði ekki að þú keyptir útsæðið á rétt- um tíma og hefðir stór orð um kartöflugarðinn og það að taka sjálfur upp nýjar kartöflur. Vand- inn er bara sá að þú settir þær aldrei niður.“ „Gleymdu systur þinni. Ég skal koma með þér á grænu tónleika- röðina,“ sagði ég og taldi skyn- samlegra að snúa talinu aftur að Sinfóníunni. Mér leist betur á það en garðyrkjunámskeiðin í kvöld- skólanum. Vondur þanki hafði hins vegar vaknað þótt ég segði ekkert upphátt. Hvað í ósköpun- um hafði ég gert við útsæðiskart- öflurnar sem ég keypti í vor? Ætli ég hafi gleymt þeim undir rúmi þar sem þær áttu að spíra? mjxsiM Linda felldi sjálfa sig „Þegar Linda Chavez dró sig í hlé sem væntanleg- ur atvinnumála- ráðherra lýsti hún sjálfri sér sem fórnarlambi „stjórnmála sem miða að því að eyðUeggja fólk“. Við erum sammála um að hún hafl verið fórnarlamb, en ekki þessa. Það sem varð henni að faUi var sú staðreynd að hún, eins og svo margir aðrir metnaðar- gjarnir sem hafa keppst um að kom- ast í embætti í gegn um tíðina, vUdi bæði eiga kökuna og borða hana. Hún vildi fá að gegna embætti sem hegðun hennar á árum áður gerði hana að mestu leyti óhæfa til að gegna. Né virðist hún heldur hafa gert hreint fyrir sínum dyrum gagn- vart þvi fólki sem bauð henni starf- ið, þar á meðal verðandi forseta.“ Úr forystugrein Washington Post 12. janúar. Skaðsemi skerts úrans „Búið var að vara við hættunni af skertu úrani fyrir mörgum árum vegna óbreyttra borgara í írak og þegar sprengjuárásimar voru gerð- ar á Bosníu og Kosovo. En afdráttar- lausar yfirlýsingar Pentagons um að það væri ekki rétt og of mikiU áróður bandamanna Saddams Husseins og Slobodans Milosevics urðu til að kæfa þær viðvaranir með hraði. í dag neyðumst við til að viðurkenna að málið er miklu flókn- ara, hvort sem Madeleine Albright, utanríkisráðherra BUls Clintons, líkar það betur eða verr, en hún gerði sig seka um grófa lygi með því að staðhæfa að engin hætta stafaði af því að meðhöndla vopnin og af af- leiðingum þeirra. Þessi hroki skrif- finnanna stangast reyndar á við álit fjölda sérfræðinga í vísindum og læknisfræði sem staðfesta eðlislæga skaðsemi þessara vopna.“ Úr forystugrein Libération 10. janúar. Ráðherraskipti Gerhard Schröder Þýska- landskanslari sýn- ir enn svolítið af framtaksseminni sem leiddi til þess að hann fékk upp- nefnið teflonkansl- arinn. Það leið minna en sólarhringur frá afsögn ráðherra landbúnaðar og heilbrigð- ismála þar tU hann hafði skipað tvo nýja ráðherra. Það þurfti framtaks- semi tU þess að Schröder og stjórn hans misstu ekki of mikið traust eft- ir viðbrögð manna hans í umræð- unni um og aðgerðir vegna óttans við kúariðu. Fyrst var fuUyrt að slíkt gæti ekki gerst í Þýskalandi. Það væru bara önnur lönd, einkum Bretland og Frakkland, sem ættu við þennan vanda að glíma. Þegar sjúkdómurinn skaut svo upp koUin- um var traustið orðið lítið og engin stjórn ræður við það. Þaö er ekki tU nein uppskrift aö því hvemig yfir- völd eiga að bregðast við kúariðu. Hvort sem það er réttlátt eða ekki verða það í lokin ríkisstjórnimar sem verða að svara gagnrýni og verða við kröfum kjósenda." Úr forystugrein Aftenposten 10. janúar. Friður á flótta „Réttlát lausn sem tryggir frið miUi Israela og Palestínumanna er ómöguleg. Ef tU viU hefur hún aldrei verið möguleg. Það er kominn tími tU að hlutimir séu kaUaðir sínum réttu nöfnum. Spurningin er hvaöa ályktanir eigi að draga þegar það hefur verið viðurkennt. Pólitískir samningamenn hafa misst tökin. Öfgastefna og þjóðemishreinsanir hafa stöðugt ríkt á þessu svæði. Þeg- ar árið 1948 tók stjóm Bens Gurions þá ákvörðun að láta ekki „arabíska flóttamenn", það er Palestínumenn, sem hraktir höfðu verið á brott, snúa aftur heim.“ Úr forystugrein Aftonbladet 10. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.