Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 46
54 Tilvera Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára Halldór Björnsson, Stóru-Seylu, Varmahlíö. Herbert Sigurösson, Ofanleiti 17, Reykjavík. Rósa Þórunn Guðmundsdóttir, Ásholti 2, Reykjavík. 75 ára_____________________________ Emilía Kristbjörnsdóttir, Vorsabæ 2, 801 Selfossi. Gunnar Guömundsson, Skúlagötu 40, Reykjavík. Siguröur Ólafsson, Hrísmóum 1, Garðabæ. 60 ára_____________________________ Gunnar Gunnarsson, Klapparbergi 4, Reykjavík. Gylfi Einarsson, Skólageröi 28, Kópavogi. Ingibjörg Jóhannesdóttir, Lindarbraut 47, Seltjarnarnesi. Þórey Ragnarsdóttir, Holtsgötu 27, Njarövík. 50 ára_____________________________ Anna K. Ágústsdóttir, Háageröi 49, Reykjavík. Guöbjörg Edda Eggertsdóttir, Vallarbaröi 10, Hafnarfiröi. Guörún Lára Aradóttir, Ránargötu 2, Reykjavík. Halldór Gíslason, Laugateigi 44, Reykjavík. Helgi K. Helgason, Sæunnargötu 12, Borgarnesi. Hermann Noröfjörö, Suðurgötu 59, Hafnarfiröi. Inger 0. Traustadóttir, Háaleitisbraut 117, Reykjavík. Ósk Dagbjört Guömundsdóttir, Svarthömrum 24, Reykjavík. Siguröur Björnsson, Dúfnahólum 4, Reykjavík. 40 ára_____________________________ Guðmundur Kristinn Guömundsson, Kaðalstöðum 1, 311 Borgarnesi. Halldór Friögeir Ólafsson, Brekkuhjalla 3, Kópavogi. Ingibjörg Poulsen, Mururima 1, Reykjavík. Jóna Járnbrá Jónsdóttir, Blómsturvöllum 22, Neskaupstaö. Ragnar Kristinn Pálsson, Kastalageröi 11, Kópavogi. Rainer Jessen, Melgötu 4a, Grenivík. Sjöfn Magnúsdóttir, Klukkurima 83, Reykjavík. Snæbjörn Tryggvi Guönason, Laufengi 160, Reykjavík. Sólveig Sigmarsdóttir, Lóurima 29, Selfossi. Steini Krístjánsson, Skúlabraut 21, Blönduósi. Þorbergur Þórsson, Seilugranda 4, Reykjavík. Andlát Hannes Heiöar Jónsson lést á heimili sínu miövikud. 10.1. María Magnúsdóttir lést á Landspítal- anum, Hringbraut 9.1. Haraldur Sigurösson, Eyjabakka 6, lést á heimili sínu að kvöldi miövikud. 10.1. Kristbjörg S. Olsen frá Patreksfiröi, síö- ast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfiröi, lést á Landspítalanum í Fossvogi miö- vikud. 10.1. Gunnar Valgeirsson, Hrisateigi 24, Reykjavík, lést þriöjud. 9.1. Bjami Þorsteinsson, Guðrúnargötu 4, lést á Vífilsstaðaspítala 2.1. sl. Jarðar- för hans hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Þórðargata 20, Borgamesi, þingl. eig. Hallur Bjömsson, gerðarbeiðendur Líf- eyrissjóðurinn Lífiðn og Samvinnulífeyr- issjóðurinn, þriðjudaginn 16. janúar 2001, kl. 10. ■SÝSLUMAÐURINN 1 BORGARNESI UPPBOÐ Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði, sem hér segir á eftir- farandi eign: Dalbarð 15, Eskifirði, þingl. eig. Bene- dikt Jón Hilmarsson, gerðarbeiðendur Fjarðabyggð og Ibúðalánasjóður, fimmtudaginn 18. janúar2001, kl. 10. ^..SÝSLUMAÐyRlNN^E^iyFIRÐi LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 DV Sextug Gígja Friðgeirsdóttir starfsmaður við Landsbankann á Akureyri Gígja Friðgeirsdóttir, starfsmað- ur við Landsbanka íslands hf. á Ak- ureyri, er sextug í dag. Starfsferill Gígja fæddist á Akureyri og ólst þar upp á Eyrinni, fyrst að Norður- götu 16 og síðan í Grænugötu 4. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1962 og stundaði nám við kvennaháskólann Mount Holyoke College í Massachusetts. Gígja hóf störf á bæjarskrifstofum Akureyrar 1964 þar sem hún kynnt- ist mannsefni sínu. Þau bjuggu fyrst i Glerárhverfi i þrjú ár, að Lundi í Öxarfirði 1967-68, áttu heima á Sval- barðseyri 1968-72, en settust að á Blómsturvöllum í Glæsibæjar- hreppi 1973 og hafa búið þar síðan. Fjölskylda Gígja giftist 24.10. 1964 Kristjáni Helga Sveinssyni, f. 9.5. 1937, bónda og kennara á Blómsturvöllum. Hann er sonur Sveins S. Kristjáns- sonar, f. 23.7. 1905, d. 28.9. 1974, og k.h., Margrétar S. Jónsdóttur, f. 30.7. 1901, d. 6.2. 1995, er bjuggu á Uppsölum í Glerárþorpi. Böm Gígju og Kristjáns eru Frið- geir Einar Kristjánsson, f. 7.3. 1965, búsettur í Reykjavík; Rósa Guðlaug Kristjánsdóttir, f. 3.5. 1967, stúdent, búsett í Reykjavik; Dóra Margrét Kristjánsdóttir, f. 10.3.1970, stúdent, búsett í Reykjavík; Sveinn S. Krist- jánsson, f. 14.4. 1968, í foreldrahús- um. Systir Gígju er Erla Friðgeirsdótt- ir, f. 6.11. 1935, búsett í Njarðvík. Foreldrar Gígju: Friðgeir Einar Sigurbjömsson, f. 6.11.1896 að Sval- barðsseli í Þistilfirði, d. 27.1. 1983, húsgagna- og síðar hljóðfærasmiöur á Akureyri, og k.h., Halldóra Sum- arrós Jóhannesdóttir, f. á Hrúthóli í Ólafsfirði 22.6. 1906, d. 7.12. 1995, húsmóðir. Ætt Friðgeir var hálfbróðir, sam- mæðra, Ástfríðar, frumbyggja á Kópaskeri. Friðgeir var sonur Sig- urbjörns, frá Núpi í Öxarfirði, bróð- ur Þórhildar, móður Friðriks Frið- rikssonar, kaupmanns í Kanada. Sigurbjörn var sonur Friðriks, b. og smiðs á Núpi Ámasonar, Sigurðs- sonar, b. á Þómstöðum í Kaupangs- sveit og á Vestari-Krókum Sigurðs- sonar, Guðmundssonar. Móðir Áma var Katrín Ámadóttir. Móðir Sigur- björns var Guðný Bjömsdóttir frá Haga í Aðaldal. Móðir Friögeirs var Sabína, syst- ir Steinunnar Sesselju, ömmu Ein- ars Kristjánssonar, rithöfundar frá Hermundarfelli. Sabína var dóttir Jóns, b. á Múla í Öxarfirði Jónsson- ar, b. á Snartarstööum Jónssonar. Móðir Sabinu var systir Þórunnar, fyrstu konu Sigurbjöms frá Núpi. Móðurbróðir Sabínu var Sigurður á Harðbak er átti Friðnýju, systur Sigurbjöms frá Núpi. Móðurfaðir Sabínu var Steinn, á Harðbak Há- konarson, b.í Grjótnesi Þorsteins- sonar. Móðir Steins var Þórunn Stefánsdóttir Scheving. Móðurmóð- ir Sabínu var Sesselja Sigurðardótt- ir, frá Grímsstöðum á Fjöllum, af ætt þýska greifans Johanns Rantzau. Halldóra Sumarrós var systir Steins G. Hólm, fyrrv. kaupmanns á Ólafsfirði. Halldóra var dóttir Jó- hannesar Hólm, b. á Hrúthóli, bróð- ur Sæmundar, foður Björgvins, bæj- arstjóra á Akranesi. Jóhannes var sonur Steins, b. á Hrúthóli Þórðar- sonar og Guðrúnar Oddsdóttur, vinnumanns i Brimnesi Jónssonar, pr. á Kvíabekk, bróður Ingibjargar á Mööruvöllum í Kjós, langömmu Péturs í Engey, afa Bjama Bene- diktssonar forsætisráðherra, foður Bjöms menntamálaráðherra. Jón var sonur Odds, b. á Atlastöðum í Svarfaðardal og í Stíflisdal í Þing- vallasveit Sæmundssonar, pr. í Miklabæ Magnússonar, b. í Bræðra- tungu Sigurðssonar. Móðir Sæ- mundar var Þórdís Jónsdóttir (Snæ- fríður íslandssól). Móöir Odds á Atlastöðum var Guðrún Þorsteins- dóttir, Steingrímssonar, forfoður Steingríms Hermannssonar, fyrrv. forsætisráðherra. Móðir Halldóru Sumarrósar var Ólöf Jóhannsdóttir, Jónsson sterka Ólafssonar, vinnumanns á Grýtubakka Magnússonar. Móðir Jóns sterka var Guðný Halldórsdóttir, b. á Grýtubakka Pálssonar. Móðir Ólafar var Oddný Ólöf Jónsdóttir frá Skeiði í Fljótum og var móðir hennar Guðrún Magn- úsdóttir kona Jóns Jónssonar, en hún var systir Baldvins Magnússon- ar á Siglunesi og voru þau þaðan ættuö, enda börn Magnúsar Þor- leifssonar frá Siglunesi og konu hans Oddnýjar Sigfúsdóttur af Krossaætt. Sveinn Jónsson matargeröarmaður á Reyðarfirði Sveinn F. Jónsson, mat- argerðarmaöur, Brekku- götu 2, Reyðarfirði, er fer- tugur i dag. Starfsferill Sveinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk grunnskóla- prófi frá Fellaskóla 1976, hóf síðan matreiöslunám og stundaöi nám viö Hótel- og veit- ingaskólann. Sveinn hóf að sendast hjá KRON tólf ára og starfaði síöan á ýmsum matsölustöðum í Reykjavik. Sveinn flutti á Norðfiörö 1980 og stundaði þar sjómennsku sem kokk- ur á togaranum Barða til 1990. Þá flutti hann á Blönduós þar sem hann var kokkur á Hótel Blönduósi til 1996. Hann flutti þá á Reyðarfiörð og hefur veriö þar búsettur síöan. Sveinn er nú hótelstjóri á Foss- Hótel á Reyðarfirði og starfrækir Shell-skálann á Reyðarfirði. Fjölskylda Sveinn kvæntist 12.5.1979 Sigríði Halldórsdóttur, f. 29.5. 1961, kaup- konu. Hún er dóttir Halldórs Ing- ólfssonar, matsveins í Reykjavík, og k.h., Elisa- betar Lunt verkakonu. Börn Sveins og Sigríö- ar eru Elísabet E. Sveins- dóttir, f. 14.1. 1979, gjald- keri í Reykjavík, en mað- ur hennar er Steinþór Björnsson, nemi við HÍ, og er dóttir þeirra Bryn- dís, f. 30.6. 2000; Þórey K. Sveinsdóttir, f. 21.4.1980, verslunar- maður á Reyðarfirði, en maður hennar er Kristján Larsen verka- maöur og er sonur þeirra Sveinn M. Larsen, f. 30.4. 1999; Silvía D. Sveinsdóttir, f. 20.10. 1985; Snædís H. Sveinsdóttir, f. 6.8.1989; Svanhvít H. Sveinsdóttir, f. 20.1. 1992. Systkini Sveins eru Hildur E. Jónsdóttir, f. 20.2. 1962, búsett í Reykjavík; Þorstein Þ. Jónsson, f. 24.9. 1963, búsettur í Mosfellsbæ; Leiknir Jónsson, f. 28.4.1968, búsett- ur á Reyðarfirði; Hilmir Þ. Jónsson, f. 3.10. 1975, búsettur í Mosfellsbæ. Foreldrar Sveins eru Jón K. Þor- steinsson, f. 6.7. 1941, húsasmiður í Reykjavík, og Þórey Á. Kolbeins, f. 14.12. 1941, húsmóðir. Sjötíu og fimm ára Jóhann Guðmundsson málarameistari og fyrrv. garðyrkjubóndi Jóhann Guðmundsson málarameistari, Viði- grund 4, Sauðárkróki, veröur sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jóhann fæddist á Eiði á Langanesi og ólst upp á Þórshöfn á Langanesi. Hann flutti frá Þórshöfn til Akureyrar 1947, stundaði nám við Iðnskólann á Akureyri og læröi málaraiðn hjá Gunnlaugi Torfasyni málarameistara. Jóhann lauk sveinsprófi í greininni 1953 og öðl- aðist síöan meistararéttindi. Jóhann og kona hans fluttu aö Brúnalaug í Öngulsstaðahreppi 1968 þar sem Jóhann var garöyrkjubóndi auk þess sem hann stundaði sína iðngrein. Þau hjónin voru búsett að Brúna- laug til 1986 en fluttu þá til Akureyr- ar. Þar var Jóhann búsettur til 1991. Þá flutti hann á Sauðárkrók þar sem hann hefur búiö síðan. Fjölskylda Jóhann kvæntist 1.12. 1951 Ólöfu Sigtryggsdóttur, f. 6.2. 1932, d. 2.10. 1990, húsmóöur og garð- yrkjubónda. Hún var fædd og uppalin á Akur- eyri, dóttir Sigtryggs Þor- steinssonar, deildarstjóra hjá KEA, og k.h„ Sigur- línu Haraldsdóttur hús- móður. Dætur Jóhanns og Ólafar eru Sigurlina Jó- hannsdóttir, f. 17.4. 1952, starfsmaður við íþróttamiðstöðina í Mosfelisbæ og á hún fimm börn; Hólmfríöur Jóhannsdóttir, f. 7.6. 1954, sjúkraliði við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki og á hún þrjú börn; Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir, f. 3.9. 1956, kennari í Noregi og á hún einn son; Ólöf María Jóhannsdóttir Kerr, f. 16.6. 1963, skrifstofu- og verslunarmaður, nú búsett í Úkra- ínu og á hún eina dóttur. Systur Jóhanns: Steinunn Krist- ín, búsett á Akureyri; Aðalbjörg, bú- sett á Akureyri; Unnur Margrét, nú látin. Foreldrar Jóhanns: Guðmundur Jósepsson, f. 21.8. 1892, d. 3.12. 1966, verkamaður á Þórshöfn, og Hólmfríður Guðbrandsdóttir, f. 9.6. 1888, d. 18.9.1980, verkakona. Arínu eldrí Jón Bjarman sjúkrahúsprestur, verður 68 ára í dag. Jón er í hópi fyrstu klerka hér á landi . _ sem sérhæfðu sig með íliðsjón af breyttum þjóðfélagshátt- um. Aö loknu guðfræöiprófi stund- aði hann framhaldsnám við Há- skólann í Colorado, m.a. í æsku- lýðsmálum og síöar í sálgæslu og kynnti sér störf fangelsispresta. Hann var prestur í Manitoba í Kanada, í Laufásprestakalli, var æskulýösfulltrúi Þjóökirkjunnar, var fangaprestur og loks sjúkrahús- prestur. Hann hefur sent frá sér ljóö og skáldverk og þýtt fiölda rita trúarlegs eðlis. Ingimundur Sig- fússon, fyrrv. for- sfióri og stjómarfor- maður Heklu, og nú sendiherra í Berlín, er 63 ára í dag. Ingimundur stundaði nám i viðskiptafræði í Kaup- mannahöfn og lauk lögfræðiprófi frá HÍ. Hann var forstjóri Heklu til 1990, stjómarformaður fyrirtækis- ins frá 1991 og þar til hann var skipaður sendiherra i Þýskalandi. Oft stendur styr um ráðningu sendiherra, einkum ef stjómmála- menn eiga í hlut. Þjóöin lét sér hins vegar vel líka ráðningu Ingi- mundar enda ekki annað að sjá en hann sé hinn besti sendiherra. Jón Dalbú Hró- bjartsson er annar merkur klerkur sem á afmæli í dag en hann er 54 ára. Hann var sóknarprestur og prófastur í Laugamesprestakaili og í Hall- grímskirkju frá 1998. Jón er vel lið- inn í sínum stóra söfnuði. Bróðir hans er Helgi sem var prestur í Hrisey en hefur verið kristniboði víða um heim. Þá var Margrét, systir Jóns, kristniboði um árabil. Jón Dalbú er af miklum sunnlensk- um presta- og biskupaættum. Jón Reykdal myndlistarmaður veröur 56 ára á morgun. Jón er í hópu virtustu mynd- listarmanna okkar. Hann stundaði fram- I haldsnám í grafík við Gerrit Rietveld Academie í Amster- dam og síðan nám við Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi og við Teiknikennaraskólann þar. Hann hefur haldið fiölda sýninga og myndskreytt margar bókakápur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.