Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 Tilvera I>V Karpov sættist við FIDE - fær fjórar milljónir í bætur Upplýsingar gefur Anita í síma 550 5741. Sævar Bjarnason skrífar um skák Umboðsmann vantar fyrir Hellissand og Rif. Bæjarlind 6, símí 554 6300 Opið virka daga 10-18. Laugard. 10-16, sunnud. 13-16. Anatolí Karpov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, -hefur gert samkomulag viö Alþjóðaskáksam- bandið, FIDE, en Karpov og FIDE hafa deilt um framkvæmd heims- meistaramóta. Hefur FIDE fallist á að greiða Karpov jafnvirði rúmlega 4 milljóna og báðir aðilar munu láta málarekstur sinn niður falla „í þágu skáklistarinnar“. Samkomulagið var gert fyrir al- þjóðlegum iþróttadómstóli en þang- að hafði Karpov visað kröfu sinni um yfir milljón dala bætur, um 85 milljónir króna, fyrir að hafa misst heimsmeistaratitil sinn. Karpov höfðaði málið eftir að FIDE ákvað árið 1999 að halda árlega heims- meistarakeppni í stað þess að halda keppnina á tveggja ára fresti. Kar- pov, sem varð heimsmeistari 1996, hélt því fram aö ekki hefði verið haft samráð við sig og gerði kröfu um að hann héldi heimsmeist- aratigninni til ársins 2000. Málið þótti vonlítið til sigurs fyrir Karpov og FIDE sleppir honum með sátt þannig að hann haldi virðingu sinni. Þeir eru greinilega enn í jóla- skapi þar á bæ. Samkvæmt upplýsingum frá FIDE fellst Karpov á að vefengja ekki titla Alexanders Khalifmans, sem vann heimsmeistaramótið árið 1998, og Viswanathans Anands, sem vann mótið árið 2000. Báðir aðilar samþykktu einnig að láta af opin- berri gagnrýni hvor á annan. Atskákmót til minningar um Paul Keres Síðastliðinn sunnudag, 8. janúar, hefði Paul Keres orðið 85 ára hefði hann lifað. Af því tilefni var haldið minningarmót sem Jan Timman sigraði örugglega í, heilum vinningi fyrir ofan næsta mann. Lokastaðan varð þessi: 1. Jan Timman, Hollandi, 5,5 v. 2. Peter Svidler, Rússlandi, 4,5 v. 3. Alexander Jan Timman Sigraði örugglega á skákmóti til minningar um Keres. Rustemov, Rússlandi, 3,5 v. 4. Vikt- or Gavrikov, Litháen, 3,5 v. 5. Judit Polgar, Ungverjalandi, 3,5 v. 6. Jaan Ehlvest, Eistlandi, 3 v. 7. OLav Sepp, Eistlandi, 2,5 v. 8. Normunds Miezis, Lettlandi, 2 v. Hvítt: Jan Timman (2639) Svart: Peter Svidler (2689) Grúnfeld-vörn. Minningarmót Keresar, Tallinn, Eistlandi, 07.01. 2001 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Da4+ Bd7. ' Óvenjuleg leið í Grúnfeldvöminni sem virðist slá te- oríuhrossið Svidler út af laginu. 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 Rc6 7. d4 a6 8. Bg5 h6 9. Bxf6 exf6 10. Hdl Bg7 11. g3 0-0 12. Bg2 Re7 13. Db3 Hb8 14. 0-0 c6 15. Da3 f5 16. Re5 Be6 17. Rd3 Rd5. —r ■-■■■ Umboðsmaður Timman tekur nú fram gamla takta og fær yfirburðastöðu! 18. Bxd5! Bxd5 19. Rf4 Be4 20. f3 Bd5 21. Rcxd5 cxd5. Nú fellur peð hjá svörtum. 22. Db3 He8 23. e3 b5 24. Rxd5 Hc8 25. Rf4 Hc4 26. Kg2 De7 27. Hfel Hec8 28. He2 g5 29. Rh5 Bxd4. Davíð Kjartansson, Ingvar Jóhannes- son og Jónas Jónasson, 2 v. Wijk aan Zee 2001 Mótið hefst i dag og verður einn af aðalskákviðburðum ársins. Kepp- endalistinn er ekki árennilegur en hann er eftirfarandi: Garrí Kasparov (Rússland - 1 - 2849), Vladimir Kramnik (Rússland - 2 - 2770), Viswanathan Anand (Indland - 3 - 2762), Alexander Morozevich (Rúss- land - 4 - 2756), Michael Adams (Eng- land - 5 - 2755), Alexey Shirov (Spánn - 6 - 2746), Peter Leko (Ung- verjaland - 7 - 2743), Vassilí ívant- sjúk (Úkraína - 8 - 2719), Veselin Topalov (Búlgaría - 9 - 2707), Jeroen Piket (Holland - 34 - 2649), Alexey Fedorov (Hvíta-Rússland - 37 - 2646), Loek van Wely (Holland - 39 - 2643), Jan Timman (Holland - 46 - 2639), Sergey Tiviakov (Holland - 76 - 2608). Meðalstig: 2713. Tölurnar á eftir þjóð- landi viðkomandi tákna stöðu þeirra á alþjóðlega FIDE-listanum. Timman er elstur, 49 ára og flmmtugur á ár- inu, og Peter Leko er yngstur, 21 árs. Lausnirnar á jólaþrautunum Nú hrynur svarta staðan endan- lega og lokin þarfnast ekki frekari skýringa. 30. Dd3 Be5 31. Dxf5 De6 32. Dxe6 fxe6 33. f4 Bh8 34. b3 Hc2 35. Hdd2 Hxd2 36. Hxd2 Kf7 37. g4 Ke7 38. Kf3 Hcl 39. h4 gxh4 40. Hh2 b4 41. Ke4 a5 42. f5 Hal 43. Rf4 exf5+ 44. gxf5 Kf7 45. Hxh4 Hxa2 46. Hxh6 Bal 47. Hh7+ l-O. Skákþing Reykjavíkur 2000 Óvænt úrslit urðu í 2. umferð Skákþings Reykjavíkur. Það bar helst til tíðinda að Ingvar Þór Jó- hannesson sigraði Sævar Bjarna- son. Stigahæsti keppandinn, Jón Viktor Gunnarsson, gerði svo jafn- tefli við Helga Jónatansson. 12 kepp- endur hafa tvo vinninga. Röð efstu manna eftir 2. umferðir: 1-12 Stefán Kristjánsson, Amar E. Gunnarsson, Benedikt Jónasson, Sigurbjöm Björnsson, Björn Þor- finnsson, Tómas Björnsson, Lenka Ptácníková, Páll Agnar Þórarins- son, Sigurður Páll Steindórsson, 1. Hxg7 Bxg7 2. Hf6 og svartur verður mát í næsta leik, sama hvað hann gerir. 1. b4+ Bxb4 2. Bb6+ axb6 3. Dxa8+ og mát. Jesus’ Son ★★★ Dópisti á vondu feröa- lagi Langflestar endurminningar dópista enda vel, annars hefði sagan ekki orðið til og þannig er það um Fuckhead í Jesus’ Son, sem byggð er á þekktri sögu eftir Denis Johnson. Þó ólíklegt sé um miðja mynd að Fuckhead eigi sér viðreisnar von þá rætist úr fyrir honum. Myndin er óvenjuleg að því leytinu til að þó að aðalpersónan sé að rifja, stundum samhengislaust, upp tímabil sem hann var i ruglinu þá fær maður það á tOfmnmguna að hann muni ekki mjög vel atburðarásina og kannski hafa sumir atburðirnir aldrei gerst, aðeins orðið til í rugluðum hugar- heimi. Stíll myndarinnar, sem er bland af vegamynd, drama og svört- um húmor, eykur þessa tilfmningu fyrir efninu. Billy Crudup leikur dópistann af mikilli list, hvort sem er í hádramat- iskum atriðum þegar um líf og dauða er að tefla eða grófum gaman- atriðum á borð við það þegar Fuck- head hefur fengið starf sem aðstoðar- maður á sjúkrahúsi (aðallega til að geta stolið pillum) og tekur á móti manni með hníf í auga. í þessu atriði og nokkrum öðrum, þar sem húmor- inn ræður ferðinni, sýnir leikstjór- inn, Alison MacLean, að hún hefur næmt auga fyrir absúrd á sama hátt og Quentin Tarantino gerir. Hún fer þó alltaf með mynd sina á jörðina aftur og yfir síðasta hluta hennar, þegar Fuckhead er að ná áttum, er raunsæið i fyrirrúmi. Jesus’ Son er nokkuð brokkgeng þegar á heildina er litið. Á móti kemur að það er aldrei nein lognmolla yfir henni, krafturinn er mikill og leikur allur sérlega góður. -HK Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Alison MacLean. Bandarisk, 1999. Lengd: 103 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. Reíative Vaiues ★★ e Kaos hjá aðlinum ---------—------- -¥Xt>:UEN I .punum “OITSTANDINGIVIINM \isoii rí pij \si rí’ líi lalixAtuiKs Leikrit Noels Cowards eru böm síns tíma og mörg þeirra eiga ekki mikið erindi á svið í dag. Einstaka verk á þó eftir að halda nafni hans á lofti en varla verður það Relative Values sem hann samdi um miðja öldina og hefur ekki verið kvik- myndað fyrr en nú. í þessu verki sínu gerir hann blöndu úr þeim heimi sem hann þekkti best og lifði í, kvikmyndum og breskum aðli. Relative Values er í klassískum farsastíl án þess þó að vera mjög fyndin, þar sem bæði er gert grín af snobbuðum aðli og tilgerðarlegum kvikmyndastjömum. Ungur lávarður, Nigel, hefur fundið hina einu sönnu ást í líki kvikmyndastjömunnar Miröndu. Á ættarsetrinu situr móðirin Felicity og er langt í frá ánægð með þróun mála. Það er ekki heldur einkaþjón- ustustúlka hennar, sem í raun er systir Miröndu, og fyrrum kærasti Miröndu, kvikmyndastjaman Don Lucas. Uppgjörið fer síðan fram á ættarsetrinu og er í mjög svo hefð- bundnum stíl. í hlutverki Felicity er Julie Andrews og þótt hún hafi búið í Bandaríkjunum í ein þrjátíu ár finnast varla leikkonur sem breskari eru og býr hún yfir sömu persónutöfrum og áður. Aðrir leik- arar, sem eru meöal annars William Baldwin, Jeanne Trippleton, Colin Firth og Stephen Fry, eiga góða spretti. Þau fá bara ekki nógu bita- stæðan texta til aö fara með. -HK Útgefandi: Bergvik. Leikstjóri: Eric Styles. 8resk, 2000. Lengd: 85 mín. Leyfö öllum aldurshópum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.