Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Qupperneq 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 I>V Fyrrverandi forseti Bosníu-Serba Biljana Plavsic er ákærð fyrir stríðsglæpi. Carl Bildt ver Biljönu Plavsic Sænski hægri leiðtoginn Carl Bildt, sem var sendimaður Samein- uðu þjóðanna á Balkanskaga, ver Biljönu Plavsic, fyrrverandi forseta Bosníu-Serba, sem gefið hefur sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. í netútgáfu sænska blaðsins Aftonbladet skrifar Bildt að hann viti ekki um neinn Serba sem hafi tekið jafn mikla áhættu við að koma á Dayton-samkomulaginu og lýð- ræði í Bosníu og Biljana gerði. Hún hefur verið ákærð fyrir glæpi framda á meðan á stríðinu í Bosníu stóð 1992 til 1995. Biljana var varaforseti serbneska leiðtogans Radovans Karadzics í stríðinu. Þeg- ar hann neyddist til að víkja 1996 varð hún forseti. Biljana kveðst sak- laus af sakargiftum. Þýskaland: Ríkið kaupir 400 þúsund nautgripi til slátrunar Þýska ríkið ætlar að kaupa 400 þúsund nautgripi til slátrunar til þess að koma jafnvægi á kjötmark- aðinn sem er í þann veginn að hrynja vegna lítillar eftirspurnar. Þýskir bændur höfðu hótað að hleypa kúm út á hraðbrautir yrði ekkert gert til að leysa kreppuna. Neytendur í Evrópusambands- löndunum hafa misst lystina á nautakjöti. Sala á því hefur minnk- að um 27 prósent að meðaltali frá því að kúariðukreppan skall á í október síðastliðnum. Krabbameinssjúklingur í írak Krabbameinstilfellum í írak hefur fjölgað í suðurhluta landsins. Tífalt fleiri van- skapaðir fæðast í írak eftir stríð Hvítblæðistilfellum hefur fjölgað mikið í írak eftir Persaflóastríðið. Fjöldi vanskapaðra barna hefur tí- faldast eftir stríðið. Anders Brahme, prófessor í geislunarlækningum við Karolinska institutet í Stokkhólmi, sem nýlega var í írak, telur ástæð- una annaðhvort vera eigin efna- vopn íraka eða vopnin sem NATO og Bandaríkin notuðu í stríðinu. Brahme kveðst frekar hallast að því að sjúkdómarnir stafi af þeim vopnum sem bandamenn notuðu. Hann segir geislunina frá úraninu ekki það hættulegasta heldur geisla- virka rykið sem myndast þegar odd- ur vopnsins lendir á skotmarki sínu. Rykið berst síðan með vindin- um og virkar eins og efnavopn. Peres svartsýnn á friðarsamkomulag Shimon Peres, fyrrverandi forsæt- isráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, eiga sam- kvæmt áætlun að ræðast við í dag. En Peres lagði strax í gær áherslu á að deiluaðilar hefðu gefist upp við aÓ ná rammasamkomulagi um frið áður en Bill Clinton Bandaríkjaforseti læt- ur af embætti um næstu helgi. Flutningamálaráðherra ísraels og fyrrverandi yfirmaður israelska hers- ins, Amnon Lipkin, sem þátt tók í við- ræðunum við palestínska sendimenn á Gazasvæðinu í fyrrinótt, sakaði fjöl- miðla um að kynda undir of miklum væntingum af viðræðunum. Viðbrögð utanríkisráðherra ísraels, Shlomos Ben-Amis, þykja hins vegar hafa kynt undir væntingum. Hann fór í skyndi frá París rétt áður en hann átti að hitta Jacques Chirac forsætis- ráðherra Frakklands. Ben-Ami sagði Shimon Peres Hann segir deiluaðila hafa gefist upp á að ná rammasamkomulagi áður en Clinton lætur af embætti. mikilvæga hluti að gerast og hann yrði strax að fara til fundar við Ara- fat. Palestínuleiðtoginn aflýsti fundi þeirra og tilkynnti að hann vildi held- ur hitta Shimon Peres. Samkvæmt fylgiskönnunum er Peres eini stjórnmálamaður Verka- mannaflokksins sem gæti sigrað hægri manninn Ariel Sharon í kosn- ingunum eftir þrjár vikur. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, hefur verið hvattur til að víkja fyrir Peres en hann kveðst ekki ætla að draga sig í hlé. „Það skiptir engu máli hver verð- ur frambjóðandi þeirra. Ég á eftir að mala þá alla,“ lýsti Sharon yfir í gær. „Kjósendur eiga ekki að gefa ein- hverjum persónum einkunn heldur brjálæðislegri undanlátssemi þeirra gagnvart Palestínumönnum," bætti Sharon við. Kvatt í Kosovo Bernand Kouchner, sendimaður Sameinuðu þjóöanna í Kosovo, faömar hér albanska söngkonu, Eliza Hoxna, í kveðju- veislu í Pristina. Kouchner, sem er á förum frá Kosovo, viðurkenndi í kveöjuræðu að Sameinuðu þjóðunum hefði mis- tekist að vernda serbneska minnihlutann á svæöinu. Sagði hann Albana hafa breyst úr fórnarlömbum í kúgara. Kouchner hvatti íbúa héraðsins til aö binda enda á ofbeldið. Heilinn á bak við málverka- stuldinn flúinn frá Svíþjóð Allt þykir benda til að meintur aðalmaður á bak við stuldinn á mál- verkum eftir Rembrandt og Renoir frá Ríkislistasafninu í Stokkhólmi í desember sé flúinn frá Svíþjóð. Um er að ræða 36 ára gamlan mann sem sumarið 1993 stakk af frá lögregl- unni á bát eftir að hafa rænt pen- ingaflutningabíl. Honum var sleppt úr Asptunafangelsinu 18. júní síðastlið- inn eftir aö hafa afplánaö fjögur og hálft ár af sjö ára fangelsisdómi fyr- ir meðal annars gróft rán. Asptunafangelsið, sem er sunnan við Stokkhólm, er eins og rauður þráður í rannsókninni á málverka- þjófnaðinum þar sem margir hinna grunuðu hafa setið þar inni sam- tímis. Auk meints höfuðpaurs tengjast fjórir af átta grunuðum fangelsinu. Tveir þeirra voru í leyfi frá fangels- inu þegar ránið var framið, þriðji Sjálfsmynd eftir Rembrandt Eitt af málverkunum sem stolið var í Stokkhóimi. Málverkin eru enn ófundin. var á flótta og sá fjórði hafði nýlega verið látinn laus. Frá þvi að fyrstu handtökurnar fóru fram í síðustu viku hefur meintur höfuðpaur ekki fundist. Lögregluna grunar nú að hann fari huldu höfðu einhvers staðar í Evr- ópu. Eftir ránið á peningaflutninga- bílnum í júní 1993 flýði maðurinn með bát á vatninu Málaren. Hann náðist ekki fyrr en hálfu ári seinna. í mars 1994 flýði hann úr fangelsinu í Eskilstuna. Hann ferðaðist um heiminn ásamt vinkonu sinni og lifði lúxuslífi fyrir sinn hlut af ráns- fengnum. Ári seinna var hann grip- inn á ný og dæmdur í sjö ára fang- elsi. Meintur höfuðpaur er grunaður um bæði aðild að ráninu sjálfu og tilraunir til að selja rikinu málverk- in aftur fyrir um 300 milljónir ís- lenskra króna. Stuttar fréttir Moskvu Mirjana Markovic, eiginkona Slobodans Milosevics, fyrrver- andi Júgóslavíufor- seta, hélt í gær til Moskvu. Starfsfólk júgóslavneska sendi- ráðsins þar kvaðst ekkert vita um heim- sókn Mirjönu. Sonur hennar er sagður hafa flúið þangað með konu sína og barn í kjölfar uppreisnar- innar í október. Stríð um Stasiskjöl Þýska jafnaðarmenn greinir nú á um hvort opinbera eigi skjöl þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, um hátt- setta þýska stjórnmálamenn. Lífstíöarfangelsi 44 ára kona og 28 ára maður voru í gær dæmd í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir hrottalega misþyrm- ingu á 8 ára frænku konunnar sem leiddi til dauða barnsins. Pinochet í rannsókn Fyrrverandi einræðisherra Chile, Augusto Pinochet, gekkst i gær und- ir læknisrannsókn fjórða daginn í röð til þess að hægt verði að úr- skurða hvort hann geti komið fyrir rétt vegna mannréttindabrota. Dóm- ari hyggst yfirheyra Pinochet á mánudaginn. Arafat vaidi Noreg Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, valdi Noreg sem milligöngu- aðila milli Palestínumanna og ísra- ela 1993. Þetta fullyrðir Hilde Hen- riksen Waage við Friðarstofnunina i Ósló í skýrslu sem hún kallar Hver þarf á Norðmönnum að halda. Kann aö vera enn á lífi Sænski stjórnar- erindrekinn Raoul Wallenberg, sem bjargaði tugþúsund- um gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, kann enn að vera á lífi. Þetta sagði Gör- an Persson, forsæt- isráðherra Svíþjóðar, í gær er birt hafði verið skýrsla sænsk-rúss- neskrar nefndar sem rannsakað hef- ur hvarf Wallenbergs í 10 ár. Rúss- nesk yfirvöld sögðu í desember síð- astliðnum að Wallenberg hefði látist í rússnesku fangelsi 1947. Vinurinn játar sekt sína Indónesinn James Riady, einn vina Bfils Clintons Bandaríkjaforseta, hefur játað ólög- legan stuðning til demókrata 1988 til 1994. Riady hefur samþykkt að greiða samtals 8,6 milljónir doOara í sekt. „Clinton kveðst ekki muna eftir límósínutúr með Riady 1992 en þá á Indónesinn að hafa lofað 1 miUjón doUara til kosningabaráttu Clintons. Þingfundur um sjónvarpið Þingmenn í Tékklandi héldu í gær neyðarfund tU að reyna að binda enda á verkfall starfsmanna ríkissjónvarpsins. Ræddu þing- menn lagafrumvarp um breytingar á útvarpsráði. Mirjana til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.