Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 I>V Fyrrverandi forseti Bosníu-Serba Biljana Plavsic er ákærð fyrir stríðsglæpi. Carl Bildt ver Biljönu Plavsic Sænski hægri leiðtoginn Carl Bildt, sem var sendimaður Samein- uðu þjóðanna á Balkanskaga, ver Biljönu Plavsic, fyrrverandi forseta Bosníu-Serba, sem gefið hefur sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. í netútgáfu sænska blaðsins Aftonbladet skrifar Bildt að hann viti ekki um neinn Serba sem hafi tekið jafn mikla áhættu við að koma á Dayton-samkomulaginu og lýð- ræði í Bosníu og Biljana gerði. Hún hefur verið ákærð fyrir glæpi framda á meðan á stríðinu í Bosníu stóð 1992 til 1995. Biljana var varaforseti serbneska leiðtogans Radovans Karadzics í stríðinu. Þeg- ar hann neyddist til að víkja 1996 varð hún forseti. Biljana kveðst sak- laus af sakargiftum. Þýskaland: Ríkið kaupir 400 þúsund nautgripi til slátrunar Þýska ríkið ætlar að kaupa 400 þúsund nautgripi til slátrunar til þess að koma jafnvægi á kjötmark- aðinn sem er í þann veginn að hrynja vegna lítillar eftirspurnar. Þýskir bændur höfðu hótað að hleypa kúm út á hraðbrautir yrði ekkert gert til að leysa kreppuna. Neytendur í Evrópusambands- löndunum hafa misst lystina á nautakjöti. Sala á því hefur minnk- að um 27 prósent að meðaltali frá því að kúariðukreppan skall á í október síðastliðnum. Krabbameinssjúklingur í írak Krabbameinstilfellum í írak hefur fjölgað í suðurhluta landsins. Tífalt fleiri van- skapaðir fæðast í írak eftir stríð Hvítblæðistilfellum hefur fjölgað mikið í írak eftir Persaflóastríðið. Fjöldi vanskapaðra barna hefur tí- faldast eftir stríðið. Anders Brahme, prófessor í geislunarlækningum við Karolinska institutet í Stokkhólmi, sem nýlega var í írak, telur ástæð- una annaðhvort vera eigin efna- vopn íraka eða vopnin sem NATO og Bandaríkin notuðu í stríðinu. Brahme kveðst frekar hallast að því að sjúkdómarnir stafi af þeim vopnum sem bandamenn notuðu. Hann segir geislunina frá úraninu ekki það hættulegasta heldur geisla- virka rykið sem myndast þegar odd- ur vopnsins lendir á skotmarki sínu. Rykið berst síðan með vindin- um og virkar eins og efnavopn. Peres svartsýnn á friðarsamkomulag Shimon Peres, fyrrverandi forsæt- isráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, eiga sam- kvæmt áætlun að ræðast við í dag. En Peres lagði strax í gær áherslu á að deiluaðilar hefðu gefist upp við aÓ ná rammasamkomulagi um frið áður en Bill Clinton Bandaríkjaforseti læt- ur af embætti um næstu helgi. Flutningamálaráðherra ísraels og fyrrverandi yfirmaður israelska hers- ins, Amnon Lipkin, sem þátt tók í við- ræðunum við palestínska sendimenn á Gazasvæðinu í fyrrinótt, sakaði fjöl- miðla um að kynda undir of miklum væntingum af viðræðunum. Viðbrögð utanríkisráðherra ísraels, Shlomos Ben-Amis, þykja hins vegar hafa kynt undir væntingum. Hann fór í skyndi frá París rétt áður en hann átti að hitta Jacques Chirac forsætis- ráðherra Frakklands. Ben-Ami sagði Shimon Peres Hann segir deiluaðila hafa gefist upp á að ná rammasamkomulagi áður en Clinton lætur af embætti. mikilvæga hluti að gerast og hann yrði strax að fara til fundar við Ara- fat. Palestínuleiðtoginn aflýsti fundi þeirra og tilkynnti að hann vildi held- ur hitta Shimon Peres. Samkvæmt fylgiskönnunum er Peres eini stjórnmálamaður Verka- mannaflokksins sem gæti sigrað hægri manninn Ariel Sharon í kosn- ingunum eftir þrjár vikur. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, hefur verið hvattur til að víkja fyrir Peres en hann kveðst ekki ætla að draga sig í hlé. „Það skiptir engu máli hver verð- ur frambjóðandi þeirra. Ég á eftir að mala þá alla,“ lýsti Sharon yfir í gær. „Kjósendur eiga ekki að gefa ein- hverjum persónum einkunn heldur brjálæðislegri undanlátssemi þeirra gagnvart Palestínumönnum," bætti Sharon við. Kvatt í Kosovo Bernand Kouchner, sendimaður Sameinuðu þjóöanna í Kosovo, faömar hér albanska söngkonu, Eliza Hoxna, í kveðju- veislu í Pristina. Kouchner, sem er á förum frá Kosovo, viðurkenndi í kveöjuræðu að Sameinuðu þjóðunum hefði mis- tekist að vernda serbneska minnihlutann á svæöinu. Sagði hann Albana hafa breyst úr fórnarlömbum í kúgara. Kouchner hvatti íbúa héraðsins til aö binda enda á ofbeldið. Heilinn á bak við málverka- stuldinn flúinn frá Svíþjóð Allt þykir benda til að meintur aðalmaður á bak við stuldinn á mál- verkum eftir Rembrandt og Renoir frá Ríkislistasafninu í Stokkhólmi í desember sé flúinn frá Svíþjóð. Um er að ræða 36 ára gamlan mann sem sumarið 1993 stakk af frá lögregl- unni á bát eftir að hafa rænt pen- ingaflutningabíl. Honum var sleppt úr Asptunafangelsinu 18. júní síðastlið- inn eftir aö hafa afplánaö fjögur og hálft ár af sjö ára fangelsisdómi fyr- ir meðal annars gróft rán. Asptunafangelsið, sem er sunnan við Stokkhólm, er eins og rauður þráður í rannsókninni á málverka- þjófnaðinum þar sem margir hinna grunuðu hafa setið þar inni sam- tímis. Auk meints höfuðpaurs tengjast fjórir af átta grunuðum fangelsinu. Tveir þeirra voru í leyfi frá fangels- inu þegar ránið var framið, þriðji Sjálfsmynd eftir Rembrandt Eitt af málverkunum sem stolið var í Stokkhóimi. Málverkin eru enn ófundin. var á flótta og sá fjórði hafði nýlega verið látinn laus. Frá þvi að fyrstu handtökurnar fóru fram í síðustu viku hefur meintur höfuðpaur ekki fundist. Lögregluna grunar nú að hann fari huldu höfðu einhvers staðar í Evr- ópu. Eftir ránið á peningaflutninga- bílnum í júní 1993 flýði maðurinn með bát á vatninu Málaren. Hann náðist ekki fyrr en hálfu ári seinna. í mars 1994 flýði hann úr fangelsinu í Eskilstuna. Hann ferðaðist um heiminn ásamt vinkonu sinni og lifði lúxuslífi fyrir sinn hlut af ráns- fengnum. Ári seinna var hann grip- inn á ný og dæmdur í sjö ára fang- elsi. Meintur höfuðpaur er grunaður um bæði aðild að ráninu sjálfu og tilraunir til að selja rikinu málverk- in aftur fyrir um 300 milljónir ís- lenskra króna. Stuttar fréttir Moskvu Mirjana Markovic, eiginkona Slobodans Milosevics, fyrrver- andi Júgóslavíufor- seta, hélt í gær til Moskvu. Starfsfólk júgóslavneska sendi- ráðsins þar kvaðst ekkert vita um heim- sókn Mirjönu. Sonur hennar er sagður hafa flúið þangað með konu sína og barn í kjölfar uppreisnar- innar í október. Stríð um Stasiskjöl Þýska jafnaðarmenn greinir nú á um hvort opinbera eigi skjöl þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, um hátt- setta þýska stjórnmálamenn. Lífstíöarfangelsi 44 ára kona og 28 ára maður voru í gær dæmd í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir hrottalega misþyrm- ingu á 8 ára frænku konunnar sem leiddi til dauða barnsins. Pinochet í rannsókn Fyrrverandi einræðisherra Chile, Augusto Pinochet, gekkst i gær und- ir læknisrannsókn fjórða daginn í röð til þess að hægt verði að úr- skurða hvort hann geti komið fyrir rétt vegna mannréttindabrota. Dóm- ari hyggst yfirheyra Pinochet á mánudaginn. Arafat vaidi Noreg Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, valdi Noreg sem milligöngu- aðila milli Palestínumanna og ísra- ela 1993. Þetta fullyrðir Hilde Hen- riksen Waage við Friðarstofnunina i Ósló í skýrslu sem hún kallar Hver þarf á Norðmönnum að halda. Kann aö vera enn á lífi Sænski stjórnar- erindrekinn Raoul Wallenberg, sem bjargaði tugþúsund- um gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, kann enn að vera á lífi. Þetta sagði Gör- an Persson, forsæt- isráðherra Svíþjóðar, í gær er birt hafði verið skýrsla sænsk-rúss- neskrar nefndar sem rannsakað hef- ur hvarf Wallenbergs í 10 ár. Rúss- nesk yfirvöld sögðu í desember síð- astliðnum að Wallenberg hefði látist í rússnesku fangelsi 1947. Vinurinn játar sekt sína Indónesinn James Riady, einn vina Bfils Clintons Bandaríkjaforseta, hefur játað ólög- legan stuðning til demókrata 1988 til 1994. Riady hefur samþykkt að greiða samtals 8,6 milljónir doOara í sekt. „Clinton kveðst ekki muna eftir límósínutúr með Riady 1992 en þá á Indónesinn að hafa lofað 1 miUjón doUara til kosningabaráttu Clintons. Þingfundur um sjónvarpið Þingmenn í Tékklandi héldu í gær neyðarfund tU að reyna að binda enda á verkfall starfsmanna ríkissjónvarpsins. Ræddu þing- menn lagafrumvarp um breytingar á útvarpsráði. Mirjana til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.