Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Page 2
2
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001
Fréttir
DV
Starfsmönnum Samskipa brá í brún við vinnu sína fyrir utan húsnæði DHL í gær:
Fundu umslag með
meira en 40 milljónum
- sending frá íslandsbanka til Lloyds með DHL hafði verið týnd síðan í mars
Sá óvænti atburður gerðist í gær
að starfsmenn Samskipa við Holta-
garða fundu umslag í ruslagámi fyr-
ir utan húsnæði hraðflutningaþjón-
ustunnar DHL sem innihélt ávísanir
upp á meira en 40 milljónir íslenskra
króna. Umslagið hafði verið týnt frá
því í lok mars. Hér var um að ræða
umslag með ýmsum greiðslum sem
íslandsbanki haföi í vetur verið að
senda til Lloyds Bank í Bretlandi,
m.a. frá sjávarútvegsfyrirtækjum
eins og Bergi-Hugin, Vinnslustöð-
inni og fleiri. Upphæðin nam sam-
tals um 300 þúsund sterlingspundum
- andvirði um tíu nýrra jeppabif-
reiða.
Öllu snúið við víða um heim
Hvarf ávísananna í vetur hafði
það í för með sér að DHL setti rann-
sóknarferli í gang sem náði til starfs-
stöðva fyrirtækisins víða um heim.
DHL hóf rannsókn þegar ávísanirnar hurfu
„Það var leitað í öllum höfnum, í flugvélum og á öllum afgreiðslustöðum, “ sagði
Þórður Kolbeinsson, framkvæmdastjóri DHL.
„Það var leitað í öllum höfnum, í
flugvélum og á öllum afgreiðslustö-
um,“ sagði Þórður Kolbeinsson,
framkvæmdastjóri DHL, við DV.
Þórður segir að á þeim tíma sem
umslagið týndist hafi fyrirtækið stað-
ið að endurnýjun. „Þetta hafa verið
mannleg mistök. En mér létti mjög
mikið þegar umslagið fannst. Enginn
átti von á að umslag eins og þetta
gæti týnst svona þvi hér fara þúsund-
ir sendinga um fyrirtækið á dag,“
sagði Þórður.
Eftir að umslagið með háu ávísun-
unum fannst var því strax komið í
hendur íslandsbanka. Bankinn hafði
gert ráðstafanir til að afskrifa ávísan-
irnar þannig að í raun varð ekkert
tjón. Engu að síður var málið flókið
og óþægiiegt fyrir alla sem að því
komu, bæði hér heima og víða er-
lendis.
-Ótt
Bóhemmálið:
Ekki búist viö
handtökum
Rannsókn lögreglu á málefnum
nektarstaðarins Bóhem við Grens-
ásveg er enn á frumstigi en hátt í
tuttugu starfsmenn staðarins, allt
frá dyravörðum til dansmeyja, hafa
verið yfirheyrðir. Að sögn rann-
sóknarmanna hefur ekkert komið
fram við yfirheyrslur sem gefur til-
efni til að ætla að handtökur standi
fyrir dyrum.
Bóhem
Enn opinn - yfirheyrslur á daginn og
vinna um nætur.
„Við getum lítið gert því við fáum
ekki að sjá nein gögn þó svo við ósk-
um eftir þvi,“ segir Róbert Árni
Hreiðarsson, lögmaður Bóhem-
kóngsins, sem haldið hefur sig til
hlés eftir að lögregla og starfsmenn
Skattrannsóknarstjóra gerðu hús-
leit á skemmtistaðnum og höfðu á
brott með sér öll bókhaldsgögn stað-
arins. Skattrannsóknarstjóri gerir
ráð fyrir langri og erfiðri rannsókn
áður en yfir lýkur.
Starfsmenn Bóhem fullyrða að
nektardansmeyjarnar fjórar, sem
lögðu fram kæru á Bóhemkónginn
og starfsemi hans við Grensásveg,
hafi reynt að draga framburð sinn
til baka en lögreglumenn hafi ekki
tekið þær óskir til greina. Lögreglu-
menn neita að tjá sig um þessar
staðhæfingar.
„Við verðum að vanda okkur.
Þetta er allt viðkvæmt," segja rann-
sóknarmenn. -EIR
Stærsti lax sumarsins dvmynd g.bender
Ágúst Pétursson heldur á 19,5 punda fiski sem veiddist í Blöndu í gærkvöld en þetta er stærsti lax sumarsins.
Blanda hafði gefíð 35 iaxa i gær.
Hvalir veiða tvö-
falt á við trillurnar
„Það gengur ekki til lengdar að ætla
að stýra hérna nýtingu á auðlindum
hafsins og sleppa úr svona stóru at-
riði,“ sagði Ámi Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra á blaðamannafundi i
gær þar sem tilkynnt var um inn-
göngu íslands í Alþjóða hvalveiðiráðið
á ný og þá með sömu skilyrðum og
Norðmenn, þ.e. fyrirvara við svo-
nefndan 0-kvóta vegna veiða í atvinnu-
skyni, sem felur í sér að hvalveiðar
séu ekki leyfðar.
Þá samþykkt ráðsins, sem kom til
framkvæmda árið 1986, átti að endur-
skoða á grundvelli vísindalegrar ráð-
gjafar árið 1990 í síðasta lagi. En þeirri
endurskoðun er enn ólokið. Þótt ekki
sé nákvæmlega vitað hvað hvalir éta
mikinn fisk segir Árni til áætlanir um
að það kunni að samsvara 10% til 20%
af bolfiskveiðum okkar. Sem dæmi um
hvaö þetta skiptir miklu máli benti
Árni á að lægri talan samsvarar
nokkurn veginn afla smábátanna.
Vilja Japanir kaupa hval?
Enn er óákveðið hvenær hvalveiðar
hefiast að nýju við ísland. „Augljós-
asta atriðið er að við þyrftum að sjá
það fyrir að þaö yrðu einhver við-
skipti," sagði ráðherra um hvað helst
kæmi i veg fyrir að veiðar hefiist hér
að nýju. Auk aðildar að hvalveiðiráð-
inu setja Japanar skilyrði um DNA-
skrá svo hægt sé að rekja uppruna af-
urðanna. Ráðherra segir enn ekki vit-
að hvort þetta dugi til að Japanar vilji
á ný kaupa hval af íslendingum.
Sjávarútvegsráðherra og hans
menn harðneituðu því að það hefðu
Árni Mathiesen
Tilkynnti inngöngu íslendinga í
Alþjóða hvalveiðiráðið
veriö mistök að segja sig úr hvalveiði-
ráðinu árið 1992. Aðstæður væru nú
aðrar og menn meti það svo að það sé
íslenskum málstað til framdráttar að
vera í ráðinu. „Það er alltaf betra að
sitja við borðið en frammi á gangi,“
eins og Eiður Guðnason orðaði það.
Staða íslands innan hvalveiðiráðsins
eftir inngönguna verður hin sama og
staða Noregs og Rússlands sem eru
óbundin af ákvæðinu sem Island gerði
nú fyrirvara við. -HEI
Byggt yfir Ingólf
Borgarstjóri vill
að byggt verði
utan um land-
námsskálann, sem
fannst í mars í Að-
alstræti, þannig
að hann verði að-
gengilegur al-
menningi. Breyta
þarf deiliskipulagi vegna forn-
leifafundarins og skipulagi hót-
elsins sem reisa á ofan á skálan-
um.
Meiri halli
Viðskiptahallinn 1. fjórðung
ársins nam 15,6 milljörðum króna
sem er 1,6 milljörðum króna
meira en á sama tímabili í fyrra,
mælt á föstu gengi.
Stórsvikarar
Þrír menn voru úrskurðaðir i
gæsluvarðhald i gær en þeir eru
grunaðir um að hafa svikið út
tugmilljónir króna með því að
gefa út innstæðulausa reikninga.
Mennirnir starfa í byggingariðn-
aði.
Sérstakt eftirlit
Flugmálastjórn kynnir i næstu
viku áætlun um sérstaka öryggis-
gæslu við farþegaflug til og frá
Vestmannaeyjum á þjóðhátíð.
Skemmtiskip norður
Þrjátíu skemmtiferðaskip eru
væntanleg til Akureyrar i sumar
og lagðist hið fyrsta að Oddeyrar-
bryggju í gær. Reiknað er með að
farþegar skipanna verði um 17
þúsund sem er nokkur aukning
frá því í fyrra.
Fatlaðir í hættu
Forystumenn í félagi þroska-
þjálfa óttast að allt faglegt starf
þroskaþjálfa með fötluðu fólki í
Reykjavik leggist af ef Reykjavík-
urborg gangi ekki að launakröf-
um þeirra.
Háskólinn út um allt
Hægt verður að
stunda fjarnám
frá Háskóla ís-
lands á 31 stað á
landinu frá og
með næsta hausti.
Samtök simennt-
unar og fræðslu-
miðstöðva á lands-
byggðinni og Háskóli íslands ætla
að bjóða upp á grunnnám til
diplómaprófs, BA-prófs og viöbót-
ar- og starfsréttindanáms.
Löng hátíð - og frönsk
Sjómannadagurinn verður
haldinn hátíðlegur um allt land á
sunnudaginn en hvergi á landinu
er lagt eins mikiö í hátíðarhöldin
og í Neskaupstað. Þar eiga þau að
standa svo til viðstööulaust í þrjá
sólarhringa. Á Patreksfirði verð-
ur sjómannadagurinn með
frönsku ívafi til að minnast sam-
skipta franskra skútusjómanna
og íslendinga.
Flóttamenn koma
í dag eru væntanlegar til lands-
ins fimm fjölskyldur flóttamanna
frá Júgóslavíu, samtals 23 menn.
Haldið til haga
Að gefnu tilefni
skal tekið fram að
Lató-peningar
Magnúsar Schev-
ing og félaga í
Latabæ kosta ekk-
ert heldur fást gef-
ins. Þegar krakkar
leggja inn fé úr
sparibaukum sinum fylgir Lató-
féð sem bónus en skerðir ekki
inneignina. -EIR/-BÞ