Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Qupperneq 23
23
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001
DV
Helgarblað
Jarðvegsþjöppur
Hólar í Hjaltadal - tíu ára viðgerð gamla bæjarins lokið:
Brúðarsvíta í gamla
bæinn á Hólum
PV, SKAGAFIRÐI:____________________
Þessa dagana er að ljúka viðgerð
gamla bæjarins á Hólum sem staðið
hafa með hléum síðustu 10 árin.
Gamli Hólabærinn er friðlýstur og í
eigu Þjóðminjasafnsins. Að sögn
Sigríðar Sigurðardóttur, safnstjóra
Byggðasafns Skagafjarðar, verður
bærinn nýttur í samvinnu viö
heimaaðila í framtiðinni.
Sigríður segir að vegna fjölda
verkefna hafi húsadeild Þjóðminja-
safnins takmarkaða burði til að
leggja fjármuni í viðgerð gamalla
bæjarhúsa í landinu en viðgerö
þeirra sé mjög kostnaðarsöm og
aldrei komi nægjanlegt fjármagn af
fjárlögum til þessa málaflokks
þannig að viðhald húsanna sé erfitt.
Varðandi hugmyndir um nýtingu
Hólabæjarins segir Sigríður að þar
sé hugsað að koma upp nokkurs
konar verkstæði eða sýningu. Þar
verði sýnt fram á tengsl tungumáls-
ins og gamals handbragðs. Hvernig
tungumáliðspeglar gamla handverk-
ið.
Að sögn Sigriðar er starfandi í
Verki aö Ijúka
Helgi Sigurðsson og Eiríkur Skarphéðinsson tyrfa þak gamla Hólabæjarins. Bak viö þá má sjá hin
fögru fjöll Skagafjarðar sem eru enn snævi þakin.
Brad Pitt:
Fer ekki í
framleiðslu
Skagafirði hópur sem kallar sig
Búálfa.
Búálfamir hafa það m.a. á stefnu-
skrá sinni að undirbúa nýtingu
gamla bæjarins á Hólum og hefur
einnig á prjónunum nokkrar aðrar
hugmyndir og þar hefur m.a. komið
tO tals, bæði í gamni og alvöru, að í
einu húsanna af sex veröi komið
upp brúðarsvítu svo að þeim ný-
giftu gefist kostur á að eyða brúð-
kaupsnóttinni í sögulegu umhverfi
á Hólum.
Það er Helgi Sigurðsson torf-
hleðslumeistari sem hefur annast
torfhleðslu og viðgeröir á veggjum
gamla bæjarins en timburviðgerðir
eru í umsjón Trésmiðjunnar Borg-
ar. -ÞÁ
Allar stærðir,
bensín eða dísil.
Einnig
Gæði
ágóðu
verði!
BOMflG
Simi 594 6000
Helgi Snorrason
s: 863 5757 helgisn@binet.is
V J
----7------------
IJrval
Brad Pitt leikari.
Þótt hann sé smekklega til fara
ætlar hann ekki í fatahönnun.
Leikarinn og kyntáknið Brad
Pitt hefur nú kveðið niöur orðróm
um að hann hafi ætlað að hasla sér
völl sem fataframleiðandi og setja
á markað sérstakan Pitt-fatnað
sem án efa hefði slegið í gegn hjá
karlmönnum heimsins sem fátt
þrá heitar en að líkjast honum.
Pitt segir að þessar fréttir séu
stórlega orðum auknar en séu lík-
lega komnar tU vegna þess að hann
hafi aðstoðað kunningja sína sem
fást við fatahönnun að koma vör-
um þeirra á markað.
Pitt er þessa dagana sem óðast
að æfa sig fyrir eitt vinsælasta
hlutverk allra tíma, nefnilega foð-
urhlutverkið, en kona hans, Jenni-
fer Aniston, er með barni og vænt-
ir sín á haustmánuðum. Pitt og
Aniston munu án efa eignast sjar-
merandi leikrænt barn með fallegt
hár.
Christina Aquilera:
Fer í mál við
útgefendur
Hin vinsæla söngkona og táninga-
stjarna, Christina Aquilera, stendur
i ströngu þessa dagana. Hún er að
reyna að stöðva útgáfu ýmissa laga
og efnis sem hún lét taka upp með-
an hún var enn að reyna að koma
sér á framfæri og var ekki enn kom-
in með þann samning við RCA sem
hún hefur i dag.
Þessir framleiðendur berjast hart
á móti en í hópi þeirra eru stórir út-
gefendur sem eru ekki á þeim bux-
unum að láta eina litla stúlku
flengja sig í réttarsal.
Þeir segjast eiga efnið sem er ver-
ið að gefa út og um annað hafi
aldrei verið samið. Aquilera heldur
því hins vegar fram að efnið hafi að-
eins verið ætlað til kynningar en
aldrei til formlegrar útgáfu. Hún
segir því kokhraust við sína fyrrum
samstarfsmenn: „Sjáumst í réttar-
salnum."
Christina Aquilera söngkona
Hún stendur í málaferlum við
plötuútgefendur.
Verslun Dalvegi 2 Kópavogi - Sfmi 564 2000
QUELLE.
ÚTSA'La
'&ntruiðnr 4
oíríltmii wrt)i/
Bolir frá .....490
Peysur frá .... 995
Buxur frá .... 795
Dragtir frá ... 4900
Blússur frá . . . 1295
Pils frá.......795
Jakkar frá ... 1995
Þýsk gæðavara!
Bolir Margar geróir og litir
- Allar stæróir
£>torc$
tföt
kar
3 litir
Stærðir 38 - 50
Hlýrabolur og
jakkapeysa.
4 litir, stærðir 36 -50
Pils 1 Stll 1
sömu litum