Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Síða 27
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001
J3V
Helgarblað
27
Laura Bush:
Og þú líka - Frankie Boy
Söngvarar eru líka kynlegir kvistir.
Voðalegt natnarugl hefur verið á popp-
söngvaranum Prince, sem hefur sjálf-
sagt ekki enn ákveðið sig hvað hann
vill heita eða hversu gamall hann lang-
ar að vera. Hið sanna er að hann heit-
ir Prince Roger Nelson og fæddist í
Minneapolis 7. júní 1958. Hin ráma
Eartha Kitt vildi heldur aldrei segja
neinum hvað hún væri gömul, en nú
er það á allra vitorði: Eartha er fædd
1928. Hver hefði trúað því?
í ævisögu Frank Sinatra, sem kom
út árið 1947, er sagt að hann hafi fæðst
árið 1918. Síðar á ferlinum sagði ein-
hvers staðar í viðtali að hann væri
fæddur 1915. En það voru aðrir sem
vildu segja að hann væri jafnvel enn
eldri en hann þóttist vera. Perry Como
sagði í viðtali árið 1990 að eitthvað
væri bogið við að Sinatra og hann
væru báðir fæddir árið 1912, en meðan
hann héldi upp á 78 ára afmælið þá
héldi Sinatra upp á 75 ára afmælið sitt.
Enn fremur hefðu konumar þeirra
verið ófriskar á sama tima og sonur
hans væri 51 árs meðan Nancy
Sinatra, dóttir Franks, væri 36 ára!
Þetta er að vísu orðum aukið, en
nærri lagi samt. Stif rannsóknarblaða-
mennska leiddi í ljós að Sinatra var
fæddur 12. desember 1915 og Nancy
dóttir hans 8. júní 1940. En eins og ald-
urinn fer ekki í manngreinarálit, þá
tekur dauðinn okkur öll i fangið að
lokum. Og það var einmitt það sem
henti Frankie Boy - alveg óháð aldrin-
um. -þhs
Zsa Zsa Gabor
Zsa Zsa er sérstaklega ósvífm í lyginni og vílar ekki fyrir sér að draga meira
en áratug frá aldri sínum. Þegar hún lenti í því að lemja lögregluþjón í reiði-
kasti fór hún fyrir rétt en þá kom í Ijós að á ökuskírteininu hafði fiestum per-
sónuupplýsingum verið breytt á viðvaningslegan hátt með kúlupenna.
Fékk ekki forsíðuna
Frankie Boy
Perry Como sagði í viðtali árið 1990 að eitthvað væri bogið við að Sinatra og
hann væru báðir fæddir árið 1912, en meðan hann héldi upp á 78 ára af-
mælið sitt þá héldi Sinatra upp é 75 ára afmælið.
Eins og margir vita er
komin ný forsetafrú í Am-
eríku. Það er ekki nóg
með að George W. Bush sé
orðinn forseti og hans íðil-
fogru dætur séu farnar að
sjá fjölmiðlum fyrir
skemmtiefni með spekál-
um sínum tengdum áfeng-
isneyslu, heldur á hann
lika konu sem er jafn-
framt móðir þeirra systra.
Þetta er frú Laura Bush
sem er ekki eins vel gefin
og Hillary Clinton og ekki
eins valdagráðug og
Nancy Reagan og ekki
eins falleg og Jacqueline
Kennedy. Hún er tiltölulega venju-
leg kona sem giftist æskuunnusta
sínum meðan þau voru bæði ung og
síðan vildu örlögin haga því þannig
til að hann varð forseti eins og
reyndar faðir hans á undan honum.
Frú Laura hefur verið að stíga
fyrstu skrefin á þyrnum stráðri
braut til frægðar því það er enginn
Laura Bush er for-
setafrú í Ameríku
Hún varð svekkt
þegar hún fór í við-
tal en fékk ekki for-
síðuna.
skuggi fyrir blindandi
kastljósi fjölmiðla þegar
ný forsetafrú er annars
vegar. Hún fór í sitt fyrsta
stóra viðtal fyrir skömmu
og það var hið glæsilega
tískutímarit Vogue sem
varð fyrir valinu. Þegar
Hillary Clinton var for-
setafrú fór hún líka í við-
tal við Vogue og þá var
hún á forsíðu blaðsins svo
það er kannski eðlilegt að
frú Laura reiknaði með
því að fá sömu meðferð.
Svo varð ekki því tíma-
ritið birti viðtalið við hana
í blaði þar sem ofurfyrir-
sætan Giselle var á forsíðunni. Við
þetta reiddust fulltrúar Hvíta húss-
ins og áhangendur þeirra í blaða-
mannastétt hafa gagnrýnt Vogue
fyrir þessa ákvörðun. Talsmaður
Vogue hefur varið ákvörðun blaðs-
ins með þeim rökum að ekki sé
hægt að bera þær saman frú Lauru
og Hiiiary.
hún verið sex ára þegar hún varð
ungfrú Ungverjaland og hún hefði þá
sjálfsagt verið sjö ára þegar hún gifti
sig í fyrsta skipti, árið 1937. Það
þýddi líka að þá hefði hún skilið, gift
sig aftur, skiiið aftur og gift sig í
þriðja sinn - aiit áður en hún náði
löglegum aldri til þess að gifta sig.
Rannsóknarblaðamaðurinn Willi-
am Poundstone kemst að þeirri ugg-
vænlegu niðurstöðu að Zsa Zsa
Gabor sé fædd árið 1917.
• Ny hönnun
•Lett ól
• Sterk hjól m/ dempora
• Ijós ó dekkjum og tösku
• CE-samþykkt
• litir/rauð, græn og bló
Pro Neva Rulluskór
CE-samþykktir
Strigaskór/
Riílluskautar
•Þrýst ó hnapp og
dekkin koma niður
• Nyir aukahlutir
• Low profile dekk
•túrbólegur
• Höldur/ljós
• Verslun
• Þjónusta
• Verkstæði
• Varahlutir
Hlaupahj olabuðin
SNORRABRAUT 22
sÍnx: saí 5ii«
euki Jimny JLX, 3 d.,
ssk.Skr. 7/99, ek. 20 þús.
Verð kr. 1220 þús.
Suzuki Wagon R+ 4WD. Skr.
5/00, ek. 8 þús.
Verð kr. 1140 þús.
Suzuki Vitara JLX, 5 d.,
ssk.Skr. 4/97, ek. 60 þús.
Verð kr. 1090 þús.
Suzuki Baleno GL, 3 d.,
ssk.Skr. 3/89, ek. 53 þús.
Verð kr. 750 þús.
Suzuki Baleno GLX, 4 d.,
bsk.Skr. 7/98, ek. 28 þús.
Verð kr. 990 þús.
Mazda 323F, 5 d., ssk.Skr.
12/99, ek. 21 þús.
Verð kr. 1370 þús.
Nissan Almera SLX, 5 d.,
bsk.Skr. 11/96, ek. 77 þús.
Verð kr. 710 þús.
Peugeot 306 Symbio,
bsk.Skr. 6/98, ek. 29 þús.
Verð kr. 980 þús.
Ford Focus 1,6, 5 d.,
bsk.Skr. 3/00, ek. 11 þús.
Verð kr. 1390 þús.
Toyota Touring 1800,
Skr. 7/96, ek. 62 þús.
Verð kr. 890 þús .
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, sími 568-5100