Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Page 47
55 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 Islendingaþættir 90 ára_________________________________ Jóhanna Norðfjörö, Kleppsvegi 62, Reykjavík. 80 ára_________________________________ Þorlákur Þóröarson, Stórageröi 20, Reykjavík. 75 ára_________________________________ Guðmunda Jónína Guömundsdóttir, Torfnesi, Hlíf 2, ísafirði. Sigríöur Jóhannesdóttir, Gunnarsstööum 1, Þórshöfn. Svanhildur Jóhannesdóttir, Álftamýri 8, Reykjavík. 70 ára_________________________________ Björn Víkingur Þóröarson, Engihjalla 1, Kópavogi. Margrét I. Halldórsdóttir, Stigahlíö 97, Reykjavík. Petrea G. Finnbogadóttir, Bröttukinn 27, Hafnarfiröi. Þorbjörg Guöjónsdóttir, Fossheiði 56, Selfossi. Hún tekur á móti gestum í Réttinni í Út- hlíð á afmælisdaginn milli. kl. 14.30 og 17.30. 60 ára_________________________________ Ágústa Lárusdóttir, Brúarási 10, Reykjavík. Erla Hjaltadóttir, Brekkugötu 7, Reyðarfiröi. Guöný Aöalsteinsdóttir, Jaröbrú, Dalvík. Jenný Aðalsteinsdóttir, Skólabraut 15, Garöi. Ósk Hannesdóttir, Hreggnasa 10, Hnífsdal. 50 ára_________________________________ Halldór Torfason, Fiskakvísl 5, Reykjavík. Jóhann Steinsson, Brautarholti 12, Snæfellsbæ. Ragnheiöur Björnsdóttir, Kleppsvegi 126, Reykjavík. Sara Einarsson, Rfumóa 3e, Njarövík. Sveinn Allan Morthens, Garöhúsi, Varmahlíö. Tryggvi Baldursson, Espigeröi 20, Reykjavík. 40 ára_________________________________ Aðalsteinn Steinþórsson, Geitlandi 41, Reykjavík. Elínborg Svavarsdóttir, Víöigrund 26, Sauöárkróki. Jón Pétur Guðjónsson, Álfaskeiöi 96, Hafnarfiröi. Kristín Björnsdóttir, Baldursbrekku 15, Húsavík. Kristín Stefánsdóttir, Bakkahlíð 35, Akureyri. Kristján Matthíasson, Framnesvegi 57, Reykjavík. Rannveig M. Jóhannesdóttir, Ásgaröi 14, Reykjavík. Sólborg Hulda Þórðardóttir, Rauðarárstíg 3, Reykjavík. Sveinn Orri Haröarson, Heiömörk 13, Stöövarfiröir. Gullbrúökaup eiga 10. júní hjónin Sig- ríöur Jóhannesdóttir og Sigfús A. Jó- hannsson á Gunnarsstööum í Þistil- firöi. Sigriður á 75 ára afmæli þennan dag, en Sigfús varö 75 ára 5. júní. Þau bjóða sveitungum, vinum og vanda- mönnum til fagnaðar í Svalbarðsskóla kl. 15 á morgun, sunnud. 10. júní. Jarðarfarir Útför Sigrúnar Hailfreösdóttur, Reykja- hlíð 1, Mývatnssveit, fer fram frá Reykjahlíöarkirkju laugard. 9.6. kl. 14.00. Útför Sesselju Bergsteinsdóttur, Laug- arnesvegi 38, Reykjavík, fer fram frá Laugarneskirkju mánud. 11.6. kl. 13.30. Hjálmar Ingi Jónsson frá Mosvöllum í Önundarfirði, Safamýri 42, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánud. 11.6. kl. 13.30. Jarðarför Ólafs Loftssonar, Hvassaleiti 58, Reykjavík, fer fram frá Bústaöakirkju þriöjud. 12.6.æ kl. 13.30. Attræður Sveinn Þorbjörn Gíslason fyrrv. bóndi á Frostastöðum Sveinn Þorbjörn Gíslason, fyrrv. bóndi á Frostastöðum í Skagafirði, Víðigrund 28, Sauðárkróki, verður áttræður á morgun. Starfsferill Sveinn fæddist á Frostastöðum en ólst upp i Eyhildarholti í Skagafirði. Hann stundaði nám við Héraðsskól- ann á Laugarvatni 1938^40. Sveinn stundaði bifreiðaakstur á sínum yngri árum, var bóndi á Frostastöðum á árunum 1950-76 og lengi starfandi hjá Vegagerð ríkis- ins, m.a. við brúargerð. Við það starfaöi hann til starfsloka 1993. Sveinn hefur tekið virkan þátt í kórastarfi. Hann söng með skólakór á Laugarvatni, með Karlakórnum Heimi i meira en fjörutíu ár og syngur nú með Kór aldraðra á Sauð- árkróki. Sveinn var á búskaparárum sín- um mikill áhugamaður um sauð- fjárrækt, stundaði hana af kost- gæfni og tók virkan þátt í starfsemi fjárræktarfélaga. Fjölskylda Sveinn kvæntist 29.8. 1948 Lilju Sigurðardóttur, f. 12.10. 1923, hús- móður. Hún er dóttir Sigurðar Jóns- sonar og Helgu Pálmadóttur, bænda að Teigi í Eyjafirði. Börn Sveins og Lilju eru Sveinn Sveinsson, f. 2.10. 1947, sjómaður í Reykjavík, en kona hans er Anna Dóra Antonsdóttir og eiga þau tvo syni; Pálmi Sveinsson, f. 26.11.1948, húsasmiður á Sauðárkróki, kona hans er Lilja Rut Berg og eiga þau tvo syni og eitt barnabarn en áður átti Lilja Rut einn son; Sigurður Sveinsson, f. 27.2.1955, símsmiður á Sauðárkróki, en kona hans er Jó- hanna Þorvaldsdóttir og eiga þau þrjá syni en áður átti Sigurður einn son með Önnu Björk Arnardóttur. Systkini Sveins: Magnús Halldór Gíslason, f. 23.3. 1918; Konráð Gísla- son, f. 2.1. 1923; Rögnvaldur Gísla- son, f. 16.12. 1923; Gísli Sigurður Gíslason, f. 26.6. 1925; Frosti Gísla- son, f. 14.7., 1926; Kolbeinn Gislason, f. 17.12. 1928, d. 15.1. 1995; Árni Gíslason, f. 21.1. 1930; María Kristín Sigríður Gísladóttir, f. 4.8. 1932; Bjarni Gíslason, f. 8.8. 1933; Þor- björg Eyhildur Gísladóttir, f. 26.8. 1936. Tvö systkinanna, Konráð og Þorbjörg, dóu í frumbernsku. Foreldrar Sveins voru Gísli Magnússon, f. 25.3. 1893, d. 17.7. 1981, bóndi í Eyhildarholti, og k.h., Stefanía Guðrún Sveinsdóttir, f. 29.7. 1895, d. 13.8. 1977, húsfreyja. Ætt Gísli var sonur Magnúsar, b. á Frostastöðum, Gíslasonar, b. þar, Þorlákssonar, b. á Ystu-Grund, Jónssonar, b. á Hóli. Móðir Gísla var Kristín Guðmundsdóttir, b. i Gröf í Laxár- dal í Dölum, Böðvarssonar, b. á Sámsstöðum, Guðmundssonar. Móðir Guðmund- ar í Gröf var Helga Magnús- dóttir frá Láxár- dal í Hrútafirði. Móðir Kristínar á Frostastöðum var Þuríður Sig- urðardóttir, b. f Ljárskógaseli, Bjarnasonar. Móðir Magnúsar á Frostastöðum var Sigríður Magnúsdóttir, b. á Seylu, Magnússonar, prests í Glaumbæ, Magnússonar. Móðir Sig- ríðar var María Hannesdóttir, prests á Ríp, Bjamasonar, í Djúpa- dal. Kona Þorláks var Sigríður Hannesdóttir, prests á Ríp. Guðrún í Eyhildarholti var dóttir Sveins, b. og barnakennara á Skata- stöðum, Eiríkssonar, b. þar, Eiríks- sonar, b. í Héraðsdal. Kona Sveins var Þorbjörg Bjarnadóttir, b. á Hofi, Hannessonar, prests á Ríp, Bjarna- sonar. Móðir Þorbjargar var Mar- grét Árnadóttir, b. I Stokkhólma, Sigurðssonar, og fyrstu konu Árna, Þorbjargar Eiriksdóttur, prests á Staðarbakka, bróður Hannesar á Ríp, Bjarnasonar. Móðir Sveins var Hólmfríður Guðmundsdóttir, b. í Bjarnastaðahlíð, og konu hans, Guð- ríðar Jónsdóttur, b. á Ánastöðum og síðar í Flatatungu, Einarssonar. Kona Eiríks í Héraðsdal var Mar- grét Árnadóttir, b. á Skatastöðum. Tilvera___________________________________________________________ Upplýsingamiðstöðin og Halldórskaffi hafa opnað: Saga Skips- stranda á sýningu - erlend sendiráð hafa aðstoðað við söfnun gagna DV. VÍK: Nú stendur yfir undirbúningur að uppsetningu á sýningu sem spannar sögu Skipsstranda við lágsendna strönd Vestur-Skaftafells- sýslu, frá Jökulsá á Sólheimasandi austur í vestustu sveit A-Skaftafells- sýslu, Öræfasveitina. Þessi sýning er hrein viðbót í sýningahaldi í Brydebúð, sú sýning sem nú er fyr- ir, Mýrdalur - Mannlíf og náttúra, verður opin eftir sem áður. Sýningin er í meginatriðum byggð á óútgefinni samantekt Krist- ins Helgasonar um Skipsströnd í V- Skaftafellssýslu en Dynskógar munu gefa hana út á næstunni. Hönnuður er Björn G. Björnsson, sá hinn sami og setti upp mannlífs- og náttúrusýninguna. Menningarfélag um Brydebúð stendur fyrir uppsetn- ingu sýningarinnar. Sjóminjasafnið Hátíðlsdagur Brydebúö í Vík í Mýrdal var opnuö um helgina, hálfum mánuöi fyrr en vana- lega. Aö sjálfsögöu var þetta hátíöisdagur í fleirum en einum skilningi. DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁIMARSSON Upplýsa ferðamenn Sigrún L. Einarsdóttir og Áslaug Pálsdóttir eru starfsmenn upplýsingamiö- stöövarinnar. í Bremerhaven og ýmis erlend sendiráð, m.a. þýska og breska sendiráöið, hafa ljáð aðstoð sína við öflun efnis fyrir sýninguna en þess má geta að breski sendiherrann heimsótti Brydebúð nú fyrir stuttu. Stefnt er að opnun sýningarinnar 15. júlí. Ljóst er að sýningin verður áhugaverð fyrir erlenda ferðamenn ekki síður en þá íslensku. Menningarfélag um Brydebúð vinnur einnig að því að setja saman ljósmyndasýningu um mannlíf og byggðaþróun í Vík frá 1895-1970. Sú sýning verður staðsett á loftinu í Brydebúð, undir súð. Samkvæmt upplýsingum Sigrúnar Lilju Einars- dóttir, annars starfsmanns upplýs- ingamiðstöðvarinnar í Brydebúð, verður opið frá kl. 11 til 21 alla daga í sumar fram til 20. ágúst. Sumarstarfsemi i Brydebúð í Vík í Mýrdal hófst um síðustu helgi. Kafíihúsið Halldórskaffi hefur bætt ýmsum skemmtilegum nýjungum á matseðilinn hjá sér auk þess sem ýmsar myndlistarsýningar verða þar í sumar. -SKH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.