Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Síða 15
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 15 DV Helgarblað Föstudagsmorgunn. Erró-safnið verður opnað á morgun og Erró er staddur á land- § inu til að vera við opnun þess. Það hefur ekki far- ið fram hjá neinum. Að þessu sinni eru fjölmarg- ir list- og Erróvinir komnir til íslands. Marg- ir þeirra nánir vinir hans en aðrir þekkja hann minna, hafa bara kynnst honum og heill- ast. Hann er vin-sæll. Á hverjum degi vinnur hann í tíu tíma á vinnu- stofu sinni en á kvöldin snæðir hann með vinum sínum. Hluti af þeim er hingað kominn til að sjá opnun sýningarinnar og landið sem ól listamann- inn. Mannabein í mag- anum Þeir eru kannski ekki margir sem gætu fyllt sextíu manna rútu af vin- um sínum, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að þetta fólk var ekki í boði Errós, það greiddi sjálft fyrir ferðina til íslands. Rútan stendur fyrir utan Hótel Sögu og býður þess að aka vestur í Stykkis- hólm með mannabein í maganum, að mestum hluta frönsk mannabein. Og franskar tungur. Ég sit með ljósmyndar- anum aftarlega í lang- ferðabifreiðinni, fyrir framan okkur situr vin- kona Errós sem er af rússneskum aðalsættum, líklega prinsessa. í aftasta sætinu situr lög- maður Errós, herra Bern, sem er einnig lög- maður margra annarra listamanna í París. Hestur flassar Klukkan er átta þegar rútan rennur af stað. Leiðsögumaðurinn segir góðan daginn sem eru síðustu orðin á íslensku sem mælt eru í hljóð- nemann þennan daginn. Franskan tekur við og allt í einu er eins og mað- ur sé staddur í útlöndum í túristaferð. Bílstjórinn ekur vítt og breitt um Reykjavík sem kynnir sig fyrir fólkinu. Leið- sögumaðurinn vísar veg- inn um reykvíska staði tengda Frökkum og franskri sögu. Þegar við höfum ekið fram hjá kirkjugarðinum við Suð- urgötu, Höfða og franska spítalanum er stefnan tekin út úr borginni. Síð- asti staðurinn í Reykja- vík sem leiösögumaður- inn bendir á eru Korp- úlfsstaðir en þar stóð einmitt til að Erró-safnið yrði. Á sömu slóðum heilsar íslenskur hestur gónandi fólki í gluggum rútunnar meö því að sleppa lim sínum lausum svo hann strýkur nær jörðina. Hann vekur litla athygli og minni lukku. Ljósið við enda ganganna Frönsk menntaskólastelpa situr nálægt okkur með frænku sinni sem er pirruð út í loftræstikerfi rútunnar sem er frekar hávært (ég veit núna að þetta á eftir að angra hana alla ferðina). Hún er áhugasöm um um- hverfið og hlær að jarðhýsinu á Vallá á Kjalamesi. Annars virðist hún frekar alvörugefin, langyngst ferðalanganna og lætur fara lítið fyr- ir sér. Göngin undir Hvalfjörðinn eru löng og fólk andvarpar þegar bíllinn hellir sér niður í undirdjúpin. Frænkan talar í síma og manni finnst það dálítið merkilegt að hér er hún stödd marga metra undir sjón- um á íslandi og er að tala við ætt- ingja eða vin í Frakklandi. im**'**m* f Hringleikahús Errós Eftir nokkra stund í göngunum upplifir maður að venju þessa til- finningu sem maður hefur heyrt lýs- ingu á hjá fólki sem hefur verið ná- lægt dauðanum: þessi tilfinning þeg- ar maður sér ljósið við endann á göngunum. Rútan siglir upp neðan- jarðarbrekkuna og upp í sólskinið. Staur og Lindu-buff Við nemum staðar í Hyrnunni í Borgarnesi. Þar ríkir alvöru íslensk vegamenning. Sjoppurnar eru lestar- stöðvar íslands þar sem allt blandast saman. Oft hefur maður staðið í þessari sjoppu og séð túristahópana ryöjast inn í leit að æti og upplifun. Nú er ég aldrei þessu vant I hinu lið- inu, innrásarliðinu. Og innrásarliðið er vel skipað af listamönnum, lög- fræðingum, listgagnrýnendum og stærsta blindrammaframleiðanda Parisar. Erró fer í búðina og kaupir Staura og Lindu-buff handa öllu liðinu. Fólki finnst það gott og japlar á ís- lenska namminu þangað til við leggj- um af stað aftur, út á mýrarnar í átt að fjöllunum. Flúið frá hákariinum Malbikiö tekur sér langt híé þegar farið er yfir Kerlingarskarð. „Welcome to Iceland," segir einhver um leið og við hristumst áfram. Þeir sem eru hægra megin í rútunni sjá Kerlinguna en aðrir biða heimferð- arinnar til að berja hana augum. Sólin hefur dregið sig í hlé. Veðr- ið er samt gott og Breiðafjörðurinn er fallegur með öllum sínum eyjum. Við lendum í Bjarnarhöfn þar sem Hildibrandur bóndi og veiðimaður tekur á móti okkur; segir frá sögu staðarins; sýnir okkur kirkjuna og síðast en ekki síst: gefur okkur há- karl og brennivín. Frakkar hafa ótrúlega háan sársaukaþröskuld hvað mat varðar og því eru bara tveir sem hlaupa út úr húsinu með miklum hljóðum, ótrúlega miklum hljóðum miðað við það hvað þeir halda fast um munninn á sér. Rúss- nesku prinsessunni líkar þetta ágæt- lega og spjallar við Erró um landsins gagn og nauðsynjar. Hákarlahjallamir eru heimsóttir við mikla hrifningu Frakkanna. Þeir fara undir hjallana og flýja svo und- an þeim vegna stækrar lyktarinnar. Að lokum hrúgast fólk upp í rútuna og kveður Hildibrand. „Hann safnar fólki“ Halló, Stykkishólmur. Óperu- Bjarni og konan hans eiga von á Erró og fylgdarliði til að vígja nýjan stað sem þau eru með við höfnina í Stykkishólmi. Þau taka vel á móti okkur og við snæðum góðan málsverð áður en við höldum um borð í bát. Á meðan beðið er eft- ir miðum í bátinn spjalla ég við Susan Firestone sem er bandariskur listamað- ur. Mér, plebbanum, finnst hún ekki síður merkileg fyrir þær sak- ir að það er gúmmílykt af eftirnafninu. Hún er í alvöru af ætt dekkja- framleiðendanna. Hún segir að Erró sé sjálfur mjög merkilegur ekki síður en list hans. „Hann safnar fólki,“ segir hún og brosir, „hann er yndislegur." Susan er í kompaníi við amerískan listunnanda, Watermann, en hann á eitt stærsta safii sýn- ingarskráa í heiminum. Sagan segir að hann hafi áður safnað lista- verkum en hætt því þegar listamaður stakk undan honum, þá hafi hann snúið sér að annarri og áhættu- minni iðju. „Þegar maður eignast svona vin“ Báturinn siglir af stað og gestimir gleypa landslagið með augun- um. Hvert sker er í aug- um þeirra eins og módemískt málverk. Lebel, besti vinur Errós í rúm 40 ár, er heillað- ur. „Ef einhver settist einfaldlega niður og málaði mynd af berg- inu og litbrigðum þess yrði það eitt fegursta verk sem málað hefur verið.“ Skömmu síðar bendir hann á berg- myndir sem hann segir fyllilega jafhast á við samtíma höggmynda- list. Um Erró og vináttu þeirra segir hann: „Þeg- ar maður eignast svona vin þá sleppir maður honum aldrei." Iðandi líf í munnf Hápunktur ferðar- innar er þegar skipverj- ar draga upp úr hafinu hörpuskel og annað góðgæti úr undirdjúp- unum. Frakkarnir verða óðir. Þeir grípa skeljarnar og opna, skafa fiskinn úr þeim og éta. Skandinaviskur hópur horfir undrandi á aðfarirnar og lætur sér nægja að éta vöðvann sjálfan. Frakk- amir éta allt sem inni í skelinni er. Myndarleg kona í fóruneyti Errós opnar skelina sína, fiskurinn er enn lifandi og spriklar ótæpilega. Hún hikar smástund en tekur svo af skarið og stingur dýrinu iðandi af lífi upp í sig, kyngir og skolar niður með hvítvíni. Eftir allt átið sljákkar í fólki og værð færist yfir mannskapinn. Bát- urinn rýfur spegilsléttan sjóinn og heldur til lands þar sem hann skilar gestum sínum í næsta vélknúna far- artæki sem flytur hópinn aftur til Reykjavíkur þar sem sýning Errós verður opnuð eftir 24 klukkustundir. Aö taka þátt Við opnun sýningarinnar í Hafn- arhúsinu er fjölmenni. Margir list- þenkjandi menn eru þangað komnir til að berja verkin og Erró augum. Hvítvín rennur niður vélindu, orð flækjast á milli manna. Orð manns í listakreðsunni festast í höfði mér: „Þegar Erró kemur til landsins þá er alltaf hringleikahús. Og það eina sem maður getur gert er að taka þátt.“ -sm DVWNDIR EINAR J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.