Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Page 47
55 f LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 DV Tilvera Frumsýning í Loftkastalanum: Rokksöngleikurinn Hedwig var frumsýndur í Loftkastalanum á fimmtudaginn. Verkið fjallar um kynskiptinginn misheppnaða, Hed- wig, sem elst upp í Austur-Berlín á valdatíma kommúnista en flyst síð- an til Bandaríkjanna þar sem hann (eða hún) lendir í ýmsum ævintýr- um. Verkið sló fyrst i gegn á Broad- way fyrir nokkrum árum og hefur síðan farið sigurför um heiminn. Ekki var annað að heyra á frónsk- um frumsýningargestum en þeir kynnu vel að meta Hedwig og lags- menn hans. DV-MYND E.ÓL Kaupvangsstrætið gott fyrir myndlist „Ketilhúsiö er mjög fallegt rými, en ég haföi aldrei séö þaö fyrr en ég setti upp sýninguna,“ segir Kristbergur Ó. Pétursson myndlistarmaöur. „Miðaö viö þær forsendur geri ég mig ánægöan meö útkomuna. Það er eins og rýmiö hafi verið útfært meö verkin til hliösjónar. Og Kaupvangsstrætiö er góöur Undanfarnar vikur hefur staðið yfir í Ketilhúsinu á Akureyri mynd- listarsýning Kristbergs Ó. Péturs- sonar en henni lýkur á morgun. Sýningin er án yfirskriftar en Krist- bergur segir að eftir á, þegar hann hafi heyrt athugasemdir sýningar- gesta, hafi honum dottið í hug að heppileg yfirskrift heföi verið: Eng- inn hávaði. Fallegt rými „Framkvæmdastjóri Listasumars, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, kom að máli við mig í fyrra og spurði hvort ég vildi taka þátt í því 2001,“ segir Kristbergur. „Ég tók vel í það og síðan hef ég meira og minna verið að vinna að þessari sýningu og einbeitt mér alfarið aö þvi frá áramótum. Ketilhúsiö er mjög fallegt rými en ég hafði aldrei séð það fyrr en ég setti upp sýning- una. Miðað við þær forsendur geri ég mig ánægðan með útkomuna. Það er eins og rýmið hafi verið út- fært meö verkin til hliðsjónar. Og Kaupvangsstrætiö er góður staður fyrir myndlist." Þegar þessi sýning hefur verið tekin niður flyst hún að nokkru leyti í Safnahúsið í Borgamesi þar sem Kristbergur opnar sýningu fjórtánda júlí. Kristbergur segir lík- legt að sú sýning verði meiri blanda af nýjustu verkunum og þeim eldri. Þegar svona stendur á... „Þegar svona mikið er í deigl- unni þá hef ég þurft að einbeita mér algjörlega að listinni. Þegar svona stendur á er listin mitt aðal- starf. Ég vonast til að selja myndir til að hafa upp í kostnað," segir Kristbergur sem hefur starfað við ýmislegt meðfram listinni, svo sem kennslu, blaðamennsku, hákarls- verkun og löndun. „Undanfarið hefur myndlistin haft yfirhöndina. Það er mjög gott því þá nær maður betri árangri á nokkrum mánuöum en nokkrum árum annars. Þróunin verður mun hraðari." Kristbergur segir að breyting hafi orðið á verkum hans í þessari törn. „Ég breytti vinnuferlinu eigin- lega óvart, sem býður upp á nýja möguleika. Eldri verkin einkennd- ust af því að hver mynd var máluð nánast af fingrum fram, milliliða- laust. Það voru engar skissur og ég vann þar til ég var ánægður með myndina. Ef ég var ekki ánægður lagði ég myndina til hliðar og byrj- aði á annarri. Núna vinn ég myndir í stærra formi og þá er þessi aðferð dálítið glannaleg. Ég hef því bætt við góðri skissuvinnu og útfæri myndimar nákvæmlega. Ég teikna fyrst, mála síðan lítið málverk sem ég stækka svo. Allt ferlið við stóru myndirnar er því fyrir fram ákveð- ið og ef eitthvað fer úrskeiðis þá er það beinlínis slys.“ Hvaö er innblástur „Kannski væri heiðarlegast að segja að ég sækti innblástur í eigin verk,“ segir Kristbergur. „Þau eru að sjálfsögðu sprottin upp úr ákveðnum jarðvegi fyrir utan mig. En annars er ég ekkert að velta mér um of upp úr skilgreiningum. Þegar ég er aö verki á vinnustofunni þá vinn ég eftir tilfinningunni um það hvort mynd virki eða virki ekki. Og ef ég er ánægður með hana þá stend ég við það.“ -sm Eitt lag enn Björgvin Frans og Ragnhildur Gísla- dóttir, sem fer meö annaö aöal- hlutverkiö í sýningunni, taka auka- númer fyrir áhorfendur. Feðgar í fjori Björgvin Frans Gíslason þreytti frumraun sína sem atvinnuleikari í hlutverki Hedwigs. Hér er hann ásamt fööur sínum, Gísla Rúnari Jónssyni, sem enn fremur á heiðurinn aö þýöingu verksins. ----—---------------------------------------------------------.------ Sýningu Kristbergs Ó. Péturssonar í Ketilhúsinu á Akureyri lýkur á morgun: DV-MYNDIR EINAR J. Leikarinn og leikstjórinn Siguröur Sigurjónsson leikari óskar Magnúsi Geir Þóröarsyni, leikstjóra verksins, innilega til hamingju baksviös. Reiða restin Þeir eru ekki frýnilegir meölimir hljómsveitarinnar Reiöu restarinnar en eru þó bestu skinn inn viö beiniö. Myndbartdarýrti Tigerland ★ ★★ Hermaður skaltu veröa Joel Schumacher hefur undanfarin ár ekki beint verið að sinna listrænni þörf sinni. Það þarf að fara aftur til 1993, þegar hann gerði Falling Down, til að finna mynd eftir hann sem er meira en bara fyrir augað. En eftir að hafa séð Tigerland þá dettur manni helst í hug að Schumacher hafi fengið samviskubit og ákveðið að bæta fyrir Batman Forever, Dying Young og íleiri „stórmyndir". Og ef svo er þá tekst honum það vel. Tiger- land er sterk og áhrifamikil kvik- mynd um það hvemig hermenn voru undirbúnir fyrir Vietnam-stríðið árið 1971. Það er ekki laust við að upp í hug- ann komi kvikmynd Stanleys Kubricks, Full Metal Jacket. Tiger- land á margt sameiginlegt með fyrsta klukkutímanum í þeirri mynd. Titill myndarinnar vísar á æfingabúðir sem eiga að líkjast sem mest Vietnam. Þar eru ungir tilvonandi hermenn í Vietnam teknir í æfingar sem eiga að gera þá að hermönnum sem þola allt. Áður hafa þeir verið i æfingabúðum þar sem allt er gert til að lítillækka þá. Aðalpersónan er Bozz, fæddur for- ingi, en er á móti kerfinu og lætur aldrei bugast þó reynt sé að brjóta hann niður. Ungur óþekktur leikari, Coiin Farrell, leikur þessa persónu sem alltaf er til að hjálpa þeim sem eru minni máttar, af miklum krafti, og yrði ég ekki hissa þó þarna væri stjama fædd. Með Tigerland sýnir Schumacher að honum er ekki alls varnað og mættu fleiri hæfileikaríkir leikstjórar í Hollywood taka sér fri frá iðnaðarframleiðslunni og sýna hvað í þeim býr. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Joel Schumacher. Leikarar: Colin Farrell, Matthew Davis, Clifton Collisn jr. og Cole Hauser. Bandaríkin 2001, Lengd: 101 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. Night Flier ★ ★ Fljúgandi vampíra Þær eru orðnar æði margar kvikmyndimar sem gerðar eru eft- ir skáldsögum Stephens Kings. Eru þær allt upp í það að vera meist- araverk á borð við Shawshank Redemptions og Shining niður í óþverra á borð við Pet Cemetery og Graveyard Shift. Ég hafði ekki miklar væntingar þegar The Night Flier var sett í tækið. Hún kom þó þægilega á óvart. Myndin verður aldrei talin meðal hans betri mynda eftir sögum Kings og greinilegt er að stundum er verið að teygja lopann, enda gerð eftir einni smásögu Kings sem birtist í Nightmares and Dreamscapes. í sögunni er King, auk þess að vera aö fjalla um eitt uppáhald- verkefni sitt, blóösugu að gera lítið úr æsifréttamennsku. Aðalpersón- an, blaðamaðurinn Richard Deens, hefur kannski einhvern tímann átt eitthvað gott til en er nú öllum til ama, enda frekur á pláss og gerir lítið úr öðrum blaðamönnum. Þeg- ar fréttist af raðmorðingja sem fer fljúgandi um afskekkta flugvelli og skilur eftir blóðuga slóð fer Deens á vettvang. Fljótlega er þó ljóst að nú ætlar hann sér um of. The Night Flier er ekki gerð fyr- ir mikinn pening og tæknflega séð stendur hún mörgum hryllings- myndum að baki en hún heldur áhorfandanum við efnið og Miguel Ferrer fer vel með aðalhlutverkið (aö vísu eini leikarinn sem stendur sig), ekki mjög geðslegan mann sem á skilið það sem hann fær. -HK Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Mark Pavia. Leikarar: Miguel Ferrer, Julie Entwistle og Dan Monahan. Bandaríkin, 1997. Lengd: 93 mín. Bönnuö börnum inn- an 16 ára. Hedwig fagnað sem hetju - kynskiptingurinn vídförli kominn til íslands Enginn hávaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.