Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001
Helgarblað ____________________________________________________________________________________DV
Smáþjóðin sem baðaði sig í ljóma Alexanders fær heimsókn:
Nató sendir hermenn
á Balkanskaga á ný
Atlantshafsbandalagið ákvað á
miðvikudag að senda hersveitir á
Balkanskaga í þriðja skiptið. Til-
gangurinn nú er að afvopna al-
banska skæruliða í Makedóníu með
þeirra samþykki. Hermenn Nató
munu ekki gera annað en að taka
við vopnum úr höndum skærulið-
anna sem.eiga að koma sjálfir með
þau á afvopnunarstöðvar á yfirráða-
svæðum þeirra. Stjórnvöld í
Makedóníu lýstu aðild Nató að frið-
arferlinu í landinu sem mikilvægu
skrefi. Slavneski meirihlutinn í
landinu virðist hins vegar ósam-
mála ríkisstjórninni og sér ekki
fram á árangur af veru fjölþjóðlegs
herliðs i landinu. Undir kraumar
hatur slava á albanska minnihlut-
anum, sem hefur átt undir högg að
sækja í götuóeirðum og skærum i
sumar. Nató-hermennirnir hætta
sér út i púðurtunnu sem þarf ekki
mikinn neista til að verða ófriðar-
bál.
Barist um réttindi þjóðar
Albönsku uppreisnarmennirnir
segjast hafa gripið til vopna til að
ná fram auknum réttindum fyrir al-
banska þjóðarbrotið i landinu. Þar
með talin er aukin aðild Albana að
lögreglusveitum og viðurkenning
albönsku sem opinbers máls.
Talið er að tæpur þriðjungur íbúa
Makedóníu sé af albönsku bergi
brotinn. Harðlega er þó deilt um
þann fjölda og heyrast tölur allt nið-
ur í 20 prósent. Makedónía er 25
þúsund ferkílómetrar að flatarmáli,
fjórðungur af stærð íslands. I land-
inu búa 2 milljónir manna, um
þriðjungur, ýmist Albanar eða
Tyrkir, eru múslímar og afgangur-
inn hluti grísk-kaþólsku kirkjunn-
ar. Þarna er því um aö ræða klofn-
ingu íbúa ríkisins í tvennt, hvað
varðar tungumál, þjóðerni, sögu og
trú.
Smáríki baðar sig í nostalgiu
Nafnið Makedónía var afar um-
deilt þegar landið fékk sjálfstæði ár-
ið 1992. Það er fengið frá samnefndu
fornu konungsríki sem sigraði
Persaveldi þegar Alexander mikli
tók upp vopn á 3. öld fyrir Krist.
Nútímaríkið Makedónía liggur á
vesturhluta foma konungsríkisins
en eystri hlutinn er undir Grikkj-
um. Þeir lögðust harkalega gegn því
að nafnið yrði notað, enda heitir
hérað í Grikklandi sama nafni.
Eftir að veldi Alexanders hrundi
komst Makedónía undir Rómaveldi.
Því næst var landið hluti af
Býsanska keisaradæminu, og í kjöl-
far sigurs ottómanskra Tyrkja árið
1389 fylgdu fimm alda yfirráð keis-
aradæmis Ottómana. Árið 1918 varð
Makedónía hluti Júgóslavíu og und-
ir forsæti kommúnistaleiðtogans
Jósefs Titós fékk landið sjálfstjórn
árið 1946. Síðan þá hafa Makedónar
ræktað menningu sína og sjálfs-
mynd af kappi. í þeirri þróun hefur
albanski minnihlutinn orðið undir,
eins og óhentugur aðskotahlutur í
hinu nýja ríki. Staða Makedóníu
sem smáríki á Balkanskaga gerir
Makedónum lífsnauðsynlegt að
rækta upp skýra sjálfsmynd. í
kringum litlu Makedóníu eru ríki
sem nefnd hafa verið úlfamir fjórir:
Serbia, Búlgaría, Albania og Grikk-
land. Öll þessi ríki þyrstir í yfirráð
í Makedóníu og eru auk þess sögu-
legir óvinir landsins. Það skilur
milli feigs og ófeigs fyrir nýja ríkið
að lenda ekki í tilvistarkreppu, og
að tryggja samheldni ríkisins. Al-
banski minnihlutinn er því litinn
hornauga af slavneska meirihlutan-
um, sem sakar þjóðarbrotið um
tregðu við að samblandast
makedónskri menningu. Af þeim
sökum reynist Boris Trajkovski,
slavneskum forseta Makedóníu,
mjög erfitt að gangast við kröfum
Albana um sérstök réttindi þeim til
handa og viðurkenningu á tungu-
máli þeirra.
Kröfur Albana uppfylltar
Með nýju friðarsamkomulagi
milli Makedóniuhers og albanskra
uppreisnarmanna hefur slavneski
meirihlutinn sumpart horfst í augu
við blákaldar staðreyndir. Upp und-
ir þriðjungur landsmanna eru Al-
banar og þjóðernislega einsleitt ríki
Makedóna er ekki orðið að veru-
leika. Friðarsamkomulagið sem
leiddi til komu herliðs Nató felst í
því að Albanar fá takmörkuð rétt-
indi sem þjóðarbrot. Tungumál
þeirra verður gert opinbert og á
þeim svæðum sem Albanar eru
meira en 20 prósent íbúanna má
nota tungumál þeirra í opinberum
stofnunum. Áður hafði albanskan
enga opinbera stöðu í Makedóníu. í
öðru lagi verður albönsku uppreisn-
armönnunum veitt sakaruppgjöf. Þá
verður hlutfall Albana í lögreglu-
sveitum landsins aukið úr 5 pró-
sentum í 25 prósent. Loks hefur ver-
ið samþykkt að minnka miðstýring-
una frá höfuðborginni Skopje og
færa aukið vald heim i hérað til
staðbundinna yfirvalda.
Allt þetta veltur á því skilyrði að
albanskir uppreisnarmenn afvopn-
ist, og þar kemur 3500 manna fjöl-
þjóðlegt herlið Nató inn í myndina.
Táknræn afvopnun
Nató hefur sett sér 30 daga
tímaramma til að taka við vopnum
úr höndum albanskra uppreisnar-
manna. Fyrst fer í hönd aðlögunar-
timi sem lýkur í síðasta lagi eftir 12
daga. Fyrst þá verður byrjaö að telja
niður 30 dagana. Þetta þykir gagn-
rýnendum skammur timi og þeir
spyrja sig hvað muni gerast ef ekki
hefur tekist að safna saman nógu
mörgum vopnum þegar tíminn
rennur út. Ekki má þó líta fram hjá
því að Natóherirnir munu eyða
samanlagt rúmum 6 vikum í
Makedóníu, og margt getur farið úr-
skeiðis í samskiptum deiluaðila á
þeim tíma.
Uppreisnarmenn og Makedóníu-
stjórn eru tvísaga um íjölda þeirra
vopna sem þeir fyrmefndu eiga.
Þeir segjast ætla að skila inn tvö
þúsund vopnum í hendur Natólið-
anna. Þetta er að mati ríkisstjórnar-
innar allt of lítið. Þau segja þá búa
yfir allt að 85 þúsund vopnum. Önn-
ur leið fyrir skæruliðana til að forð-
ast raunverulega afvopnun er að
skila inn gömlu vopnunum sínum
og fela afganginn. Ef það bregst
munu þeir varla eiga í miklum erf-
iðleikum með að útvega sér vopn úr
vopnaforðabúrinu á Balkanskagan-
um.
George Robertson, framkvæmda-
stjóri Nató, neitar að tjá sig um
hversu mörgum vopnum bandalag-
ið vonast til að ná af skæruliðunum.
„Heildaríjöldi vopnanna verður að
vera í raunsæju magni og gæðum
og hafa yfir sér trúveröugleika,"
sagði Robertson.
Það telst ljóst að afvopnunin verð-
ur fyrst og fremst táknræn sönnun
þess að uppreisnarmennirnir vilji
frið. Hún getur ekki tryggt friðinn,
þar sem það er í hendi Albananna
að skila inn vopnunum og þeir hafa
næg úrræði til að halda vopnum
sínum þrátt fyrir afhendingu vopna
upp að vissu marki. Atlantshafs-
bandalagiö er í táknrænni för í
Makedóníu og sýnir deiluaðilum
siðferðilegan stuðning.
Bretland leiðir
Leiðandi í afvopnunarverkefni
Nató eru Bretar, en þeir senda
rúma 1800 hermenn af 3500. Aðrar
þjóðir sem senda hermenn á vett-
vang eru Frakkar, ítalir, Kanada-
menn, Tékkar, Þjóðverjar, Ungverj-
ar, Hollendingar, Spánverjar, Tyrk-
ir, Grikkir og Norðmenn.
Bandaríkjamenn hyggjast ekki
senda hermenn á vettvang, heldur ein-
ungis sérfræðinga sem þegar eru stað-
settir á Balkanskaganum. Þetta er i
anda stefnu George W. Bush Banda-
rikjaforseta um að draga saman í
verkefnum og ítökum hersins erlend-
is. Eitt kosningaloforða hans fyrir for-
setakosningarnar á síðasta ári var að
senda ekki hermenn á Balkanskagann.
Blendin viöbrögö
Ákvörðun Nató að koma til
Makedóníu var misjafnlega tekið.
Stríöandi fylkingar lýstu yfir ánægju
sinni á meðan slavneskur almenning-
ur lýsti vantrú. Makedónar eru marg-
ir andvígir Nató og öðrum alþjóða-
stofnunum, eins og birtist glögglega i
götuóeirðum i sumar þar sem almenn-
ingur rústaði alþjóðlegar veitinga-
staðakeðjur og stofnanir. Vesturlönd
ýttu Makedóníu út i að taka við 230
þúsund albönskum flóttamönnum frá
Kosovo árið 1999, en margir þeirra
hafa tekið þátt í uppreisn Albana í
landinu síðan.
Mörgum slövum þykir líklegt að
Nató muni hirða þau vopn sem ekki
verða falin og fara svo. Eftir brottför-
ina falli allt í sama farveg og áður.
Rússar segja Nató hafa tekið á herð-
ar sér mikla ábyrgð með afvopnunar-
leiðangrinum til Makedóníu. Vladimir
Pútín forseti segist efast stórlega um
að Nató takist markmið sitt að af-
vopna skæruliðana. Hann hitti Tra-
jkovski Makedóníuforseta í úkraínsku
höfuðborginni Kiev á fimmtudag. Tra-
jkovski var á ferð í Úkraínu að biðja
þarlend stjómvöld um að halda áfram
vopnasölu til Makedóníu. Svo virðist
því sem ekki allir í Makedóníu séu á
því að grafa striðsöxina.
Þjóðemissinnaðir Makedónar, sem
horfa glampandi augum á glæsta for-
tíð ríkisins, eiga margir erfltt með að
sætta sig við aukna viðurkenningu á
albanska minnihlutanum. í þá 6 mán-
uði sem átökin í landinu hafa staðið
yfir hefur almenningur að mestu hald-
ið sig blessunarlega frá átökunum.
Ótti umheimsins snýst um að aukinn
þungi færist á átökin og algert borg-
arastríð brjótist út. Þetta gæti gerst
með því að öryggissveitir stjórnarinn-
ar beiti aukinni hörku í að brjóta nið-
ur uppreisnina, með þeim afleiðingum
að almennir albanskir borgarar drag-
ist inn í átökin. Þá væri flóttamanna-
straumur Albana til nágrannarikj-
anna óumflýjanlegur. í versta falli
gætu nágrannaríkin dregist inn í átök-
in og tendrað upp í Balkanskaganum á
ný. Þetta er það sem Nató-ríkin vilja
forðast með sínum takmörkuðu að-
ferðum.
Heimildir: BBC, CNN og Reuter.
Utsýnið yfir Tetovo
Tveir albanskir uppreisnarmenn viröa fyrir sér útsýniö yfir Tetovo, óopin-
berra höfuöborg Makedóníualbana.
Fjör í Makedóníu
Þessari bresku stúlku þótti gaman aö koma til Makedóníu á fimmtudag-
inn. Nató segist ekki ætla aö vera lengur en 6 vikur samanlagt.