Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Síða 18
18
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________r>V
Þaó er stór dagur í Noregi í
dag. Krónprinsinn, Hákon
Magnús Haraldsson, gengur
upp aö altarinu í Dómkirkjunni í
Ósló til aó kvongast sinni heittelsk-
uöu, Mette-Marit Tjessem Höiby,
einstœðri móður frá Kristiansand.
Flestir Norðmenn gleójast með krón-
prinsinum og brúói hans en þó er
langt frá því aó allir séu meó sól í
hjarta. Tilvonandi drottning er
nefnilega ekki með blátt blóö í
œöum, frekar en Sonja, núverandi
drottning. íhaldssamar og konungs-
hollar sálir hafa því lengi þráö aó
eignast alvöruprinsessu.
Lífshlaup Mette-Marit raskar
líka ró margra Norðmanna. Hún er
dóttir blaðamanns og húsmóður
sem slitu samvistum fyrir löngu.
Eins og flest börn varð Mette-Marit
augasteinn foreldra sinna, óx og
dafnaði allt þar til hún varð að
glæsilegri stúlku á táningsárum
sínum. Það þarf sterk bein til að
þola athygli og áður en varði hrúg-
uðust óveðurský yfir höfði hennar
og svelgur hópsálarinnar togaði
fast í hana. Mette-Marit missteig
sig á hinum þrönga vegi dyggð-
anna og hefur ekki alla tið lifað í
sátt og samlyndi við venjur og
hefðir sem ríkja í samfélagi lög-
hlýðinna og siðaðra borgara þjóð-
félagsins. í sjónvarpsviðtali á mið-
vikudaginn var spjallaði Mette-
Marit grátklökk í fyrsta sinn opin-
berlega um sitt fyrra líf. Þar viður-
kenndi hún að hafa gert ýmislegt
sem engan veginn hæfir verðandi
drottnmgu. Hún sagðist núorðið
iðrast gerða sinna sem orðið hefðu
sér æðidýrkeyptar þegar til kast-
anna kom.
House-party og E-pillan
Hákon prins hitti heitmey sína í
fyrsta sinn á Qvark-tónlistarhátíð-
inni í Kristiansand fyrir rúmlega
tveimur árum. Þeim varð strax vel
til vina og áður en langt leið tókust
með þeim ástir. Þegar norska þjóðin
komst á snoðir um vafasama fortíð
og félagsskap vinkonu prinsins tóku
flestir andköf og fæstum hugnaðist
ráðahagur ríkisarfans. Það spurðist
fljótt út að stúlkan frá Kristiansand
væri einstæð móðir og það þótti
ekki konungbomum kærasta sam-
boðið. Ekki bætti úr skák að faðir
Mariusar, sonar Mette-Marit, var
smáglæpamaður sem ámóta oft sat í
steininum og í sjónvarpskróknum
heima hjá sér. Þjóðin gat ekki hugs-
að sér framtíðardrottningu sína í
þeirri stöðu, á afmælisdegi Maríus-
ar litla, að þurfa jafnvel að sækja
bamsföður sinn í fangelsið eða und-
irheimana þegar honum væri boðið
í afmælisveislu til hallarinnar. Það
spurðist líka fljótt út að þrátt fyrir
fagurt útlit væri Mette-Marit sjálf
ekkert annað en úlfur i sauðargæru.
Hún var þekkt í undirheimunum,
stundaði svokölluð reif-partí af
miklum dugnaði og bruddi E-töflur
eins og fermingarbömin tópas.
Ofan á allt annað óttast tilvon-
andi þegnar hennar að það gæti orð-
ið hættulegt konungdæminu ef slúð-
urblöðin færu að birta gamlar og
óþægilegar Ijósmyndir ásamt því að
einkamyndbönd, með drottninguna
í aðalhlutverki og ekki ætluð við-
kvæmum sálum, kæmust í dreif-
ingu. Sú umræða komst reyndar aft-
ur í hámæli eftir aö prinsessan
jánkaði því í viðtali í vikunni að
slíkt myndefni gæti jafnvel verið í
geymslu hjá óvönduðu fólki.
Upp með lýöveldiö?
Afstaða norsku þjóðarinnar til
sambands Hákonar og Mette-Marit
skiptist strax í tvennt. Yngri kyn-
slóðin taldi sambandið mjög jákvætt
fyrir Hákon ríkisarfa og bera alþýð-
leik hans fagurt vitni. Hann er
prins fólksins en ekki aðalsins. Aðr-
ir, einkum fólk sem komið var vel
yfir fertugt og þaðan af eldra, voru
einkar ósáttir við ástandið í höll-
inni og sögðu allt stefna í að næsta
drottning Noregs yrði undirheima-
drottning sem þjóðin gæti á engan
hátt sætt sig við.
Það er stór dagur í Noregi í dag.
Hákon Magnús Haraldsson gengur upp að altarinu í Dómkirkjunni í Ósló til kvongast sinni heittelskuðu, Mette-Marit Tjessem Höiby, einstæðri móður
frá Kristiansand. Flestir Norömenn gleðjast með krónprinsinum og brúði hans en þó er langt frá því að allir séu með sól í hjarta. Tilvonandi drottning
er nefnilega ekki með blátt blóð í æðum, frekar en Sonja, núverandi drottning.
Brúðkaupið:
Prinsinn giftist
einstæðri móður
- Mette-Marit Tjessem Höiby gengur að eiga
Hákon Magnús Haraldsson ríkisarfa
Hingaö og ekkl lengra
Þegar Hákon og Mette-Marit birt-
ust svo á sjónvarpsskjánum síðast-
liðinn vetur og opinberuðu trúlofun
sína keyrði hin neikvæða umræða
um þverbak. Nú fannst mörgum nóg
komið af því góða og heimtuðu að
Haraldur kóngur tæki í taumana.
Samkvæmt norskum lögum getur
rikisarfinn ekki fest ráð sitt nema
konungurinn samþykki ráðahag-
inn. Og til eru þeir, m.a. aldnir
stjórnmálamenn og fyrrverandi for-
sætisráðherra, sem óskuðu eftir
umræðum á stórþinginu um ráða-
hag prinsins. í þeirri stöðu sem upp
var komin í höllinni var bent á að
konungurinn væri skyldugur til að
leita ráða hjá hinum unga forsætis-
ráðherrra, Jens Stoltenberg, um
hvort samband prinsins við undir-
heimadrottninguna væri þjóðinni
samboðin. Forsætisráðherrann er
nefnilega sá sem á síðasta orðið um
hjónaband ríkisarfans. Nafnið,
Mette-Marit, var meira að segja
talið henni til vansa því ekkert
drottningarlegt væri við það.
Raddir urðu nú háværari en
nokkru sinni áður um aö tímabært
væri aö leggja konungdæmið niöur
og gera landið að lýðveldi.
Það var ekki eingöngu sauðsvart-
ur almúginn sem lýsti vanþóknun
sinni á vali Hákonar prins á lífs-
fórunauti sínum. Ragnhildur
prinsessa, systir Haralds konungs,
lýsti í viðtali efasemdum sínum um
ráðahag frænda síns og taldi hann
ekki konungsríkinu til framdráttar.
Meira að segja Sonja drottning,
móðir Hákonar, sagði í viðtali sl.
miðvikudag að í upphafi, áður en
hún kynntist „fröken Höiby“ per-
sónulega, hefði andrúmsloftið í höll-
inni við Drammensveien 1 verið
veriö ansi þvingað. Hún leyndi því
aldrei að hún var ekki í hópi þeirra
sem samglöddust syni hennar.
Kóngurinn var öllu jákvæðari því
hann var algerlega hlutlaus og
sýndi frjálslyndi sitt í verki með því
að benda á rétt einstaklingsins til að
velja sér lífsförunaut.
í stað þess að búa í höllinni, eða á
konungssetrinu í Asker, kaus Há-
kon að leigja sér íbúð í miðborg
Óslóar. Það voru hæg heimatökin á
leigumarkaðinum því prinsessan,
systir hans, Marta Louísa, sem ætíð
hefur verið mesti stuðningsmaður
prinsins, átti ágætis íbúö á Ul-
IÞad spurðist líka fljótt
út að þrátt jyrir fag-
urt útlit vœri Mette-
Marit sjálf ekkert
annað en úlfur í
sauðargœru. Hún var
þekkt x undirheimun-
um, stundaði svoköll-
uð reif-partí af mikl-
um dugnaði og bruddi
E-töflur eins og ferm-
ingarbömin tópas.
levaalsveginum sem hún vildi
gjarnan leigja bróður sínum og unn-
ustu hans. Þar búa þau nú.
Öskubuska Ijóslifandi
í dag endurlifir norska þjóðin æv-
intýrið um Öskubusku. Því lengra
sem liðið hefur á árið 2001 hefur
Mette-Marit Tjessem Höiby orðið
vinsælli meðal þjóðar sinnar. Hún
hefur lært að semja sig aö siðum
hirðarinnar sýndi glæsileika sinn á
svölum hallarinnar á þjóðhátíðar-
daginn, 17. maí, þar sem hún stóð í
fjóra klukkutíma og veifaði til þegn-
anna sem gengu fram hjá og hylltu
konungsfjölskylduna. Þó urðu
nokkrir til að gagnrýna hatt hennar
sem þótti skýla of miklu af andlit-
inu og eins þótti hún ekki eins lipur
í hægri úlnliðnum og drottningin í
veifinu.
Mette-Marit hefur líka náð hylli
tengdamóður sinnar sem nú segir
hana hið besta konuefni til handa
Hákoni. Þá hefur Maríus litli unnið
stóran hlut í hjarta drottningarinn-
ar, sem og konungsfjölskyldunnar
allrar. Er skemmst að minnast þess
að á köldu vetrarkvöldi sl. vetur
horfði þjóðin tárvot á drottningu
sína leika við litla drenginn á ís-
bjarnarfeldinum framan við arininn
í vetrarbústað konungsins. Aðrir í
ijölskyldunni horfðu brosandi á for-
vitið barnið hlýða drottningunni
yfir bjamdýrafræðina.
Strax í morgunsárið er búist við
því að fólk streymi í hundruðþús-
undatali niður í miðbæ til að fagna
og í þeirri von að sjá brúðarparið
aka eftir Karls Jóhannsgötu á leið
frá dómkirkjunni til hallarinnar eft-
ir að biskupinn í Ósló, Gunnar
Stálseth, hefur gefið parið saman.
Mette-Marit hefur unnið hylli
langstærsta hluta norsku þjóðarinn-
ar með glæsilegri framkomu sinni.
Ekkert í fari prinsessunnar er þjóð-
inni óviðkomandi og síðustu daga
hefur umræðan um brúðarkjól
prinsessunnar verið fólki töm á
tungu. Ekkert er nógu fint handa
Mette-Marit í dag.
Þá verður kátt í höllinni
Síðdegis verður svo brúðkaups-
veislan i nýuppgerðum sölum hall-
arinnar sem meðal annars skarta
listaverkum frá íslensku þjóðinni.
Veislugestir koma víða að úr heim-
inum: kóngar og drottningar, prins-
ar og prinsessur, furstar og furst-
ynjur og að sjálfsögðu forseti vor,
Ólafur Ragnar, ásamt nokkrum al-
mennum borgurum sem fengið hafa
sérstakt boð um að fá að taka þátt í
hinni konunglegu brúðkaupsveislu.
Sá gestur sem lengst beið með að til-
kynna komu sína var Karl Breta-
prins sem verður fulltrúi íjölskyldu
sinnar. Eftir sjálfa matarveisluna
verður gleðinni haldið áfram og
stiginn dans langt fram eftir nóttu
við undirleik konunglegrar dans-
hljómsveitar.
Ósló er ekki eini bærinn í Nor-
egi sem skrýðist hátíðarbúningi í
dag. í Kristiansand, fæðingarbæ
Mette-Marit, er líka öllu tjaldað til.
íbúarnir fagna því að þeir hafa eign-
ast prinsessu. í tilefni brúðkaupsins
hefur tíu borgurum bæjarins, völd-
um af bæjarstjóranum, verið boðið
til búðkaupsveislunnar til að gleðj-
ast með sveitunga sínum. Þá hefur
lúðrasveit barnaskólans sem
prinsessan gekk í fengið boð um að
leika fyrir skrúðgöngunni sem
gengur á eftir vagni brúðhjónanna.
Það ætti því öllum að vera ljóst
orðið að norska þjóðin fagnar ríkis-
arfa sínum og konuefni hans á brúð-
kaupsdegi þeirra. Hákon prins og
Mette-Marit, verðandi drottning,
eru elskuð af þjóð sinni og það að
verðleikum, svo vitnað sé í bisk-
upinn í Ósló.
DV, Ósló: Guðni Ölversson