Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Side 20
20 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 Helgarblað DVWNDIR SIF GUNNARSDÖTTIR Margar keilur á lofti Einn íslensku þátttakendanna sýnir listir sínar í keiluvarpi sem er tilraun til aö þýöa ensku sögnina aö „jöggla“ en þaö er þessi íþrótt venjulega kölluö. Þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir DV á listahátíð unglinga í Karlstad þar sem sá ekki vín á nokkrum manni Unglingar skemmta sér Fararstjóri íslensku unglinganna, Árni Guömundsson, til hægri ásamt Andra Ómarssyni. Dagana 10.—11. ágúst var ég svo stálheppin að vera stödd í Karlstad í Svíþjóð. Það var ekki bærinn sjálfur sem slíkur sem gerði mig svo glaöa heldur það að ná að upplifa síðustu daga listahátíðar- innar Ung i Norden. Áður en ég varð þessarar gleði aðnjótandi hafði ég ekki minnstu hugmynd um hvað það var sem ég var að fara að sjá, ég vissi nafnsins vegna að þetta hlaut að tengj- ast norrænum unglingum á einhvern hátt, og þótti þaö ekkert afskaplega spennandi, en hversu stór þessi lista- hátíð var, eða hversu frábærlega skemmtileg hafði ég ekki hugmynd um. Hvað þá að mig grunaði hvað unglingar nú á tímum eru botnlaust skapandi og sniðugir. Ung i Norden er listahátíð sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og var haldin í þriðja skiptið í ár. Fyr- ir tveimur árum var hún í Finnlandi og fyrir fjórum árum í Noregi. í ár tók ráðherranefndin þá ákvörðun að hafa hátíðina ekki lengur á tveggja ára fresti heldur þriggja, en það er þó skömminni skárra en að leggja hana niður eins og jafnvel stóð til. Árið 2004 verður hún þvi haldin í fjórða sinn og þá í Danmörku. Allir saman nú Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíma heyrt af þessari hátíð áður, en ís- lenskir unglingar hafa tekið þátt í henni í öll skiptin og mér er sagt af fastagestum hátíðarinnar að fyrri há- tíðir hafi veriö stórskemmtilegar líka. Löndin sem tóku þátt í henni í ár voru Álandseyjar, Danmörk, Finn- land, Færeyjar, Grænland, ísland, Lappland, Noregur og Svíþjóð. Frá þessum níu löndum voru saman- komnir í Karlstad tæplega 300 ung- lingar, á aldrinum 14-20 ára, frá þriðjudeginum 7. ágúst til sunnudags- ins 12. ágúst. Öll bjuggu þau, borðuðu og unnu í Sundsta-skólanum í útjaðri bæjarins, og í fimm mínútna fjarlægð frá skólanum var búiö að slá upp sirkustjaldi þar sem unglingarnir tróðu upp á kvöldin. Einnig komu þau fram á sviði í miðbæ Karlstad, bæjar- búum til ómældrar ánægju. Að sjálfsögðu voru mismargir ung- lingar frá hverju landi enda misdýrt að koma þeim á staðinn, en allir krakkar fá ferðina og uppihaldið frítt. Þannig voru flestir frá Svíþjóð en líka voru margir hópar frá Noregi og Finn- landi. Færri voru frá hinum löndun- um sex en það var líka misjafnt eftir löndum hvernig unglingarnir sem fengu að taka þátt voru valdir. Hæfileikarnir blómstra í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi voru haldnar hæfileikakeppnir víðs vegar um sveitir og borgir landsíns, og þeir unglingar sem báru sigur úr býtum í þeim voru sendir af stað til Karlstad. Þetta er vel við hæfi því eins og Ámi Guðmundsson, fararstjóri íslenska hópsins, sagði þá er Ung i Norden lík- ast því að vera Norðurlandamót ung- linga í listum og menningu. Frá þess- um löndum komu ótal, ótal, ótal marg- ar hljómsveitir, og ég staðhæfi hér með að rokk er langvinsælast meðal norrænna unglinga og hip-hop sleikir á þvi hælana. Ég hef sennilega heyrt minn kvóta af sænsku þungarokki þessa helgi og get varla á mig bætt af hip-hoppi. Að vísu vora alltaf svo ansi flinkir dans- arar með hip-hop-hljómsveitunum, sætir strákar sem fóru að því er virt- ist að tilefnislausu úr að ofan, og það bætti heilmikið úr skák. Söngur, gleði og gaman En það heyrðist líka í öðrum tón- listarstefnum, til dæmis spilaði ungur norskur strákur, Erlend Os, á flygil eins og hvert annað undrabarn, fyrst klassík sem helst líktist Tsjajkovskí (allar svoleiðis upplýsingar voru af skornum skammti) og síðan My funny Valentine eftir Rodgers & Hart, af- skaplega blíðlega og fallega. Á eftir honum komu Mc Rebells með lagið Biky Biky Bobo Bey og ætti enginn að vera í vafa um hvers lags tónlist það var. í rokkinu báru fjór- menningar frá Álandseyjum af, hljóm- sveitin Midnight Fire með lagið Tillbaka. Þetta var mjög Zeppelinleg hljómsveit, bæði í útliti og innihaldi, og glettilega góð í þokkabót. Ekki spillti fyrir að þetta voru allt síðhærð- ar stelpur með skipt í miöju og í skræpóttum blúnduskyrtum! (Hitt at- riðið frá Álandseyjum var danshópur- inn Free is fine - líka stelpur, kannski eru álanskir strákar ekki mjög list- rænir). Stelpurnar voru annars lítið áberandi í tónlistarflutningi, nema í söng, en þeim mun meira áberandi í dansi og leiklist. Perudanskt og fínt í Danmörku, íslandi og Færeyjum voru ekki haldnar neinar hæfileika- keppnir, þar sáu æskulýðssamtök um að velja listfenga unglinga til að taka þátt í Ung i Norden. Frá Danmörku kom atriðið Let’s get together með rúmlega 30 þátttakendum, jafnmörg- um perudönskum og nýbúum. Sjálf sá ég ekki þessa sýningu en mér er sagt að hún hafi verið afar meðvituð um hiö fjölmenningarlega þjóðfélag og þrangin pólitískri rétthugsun. Frá Færeyjum kom afskaplega þjóð- leg og ansi skemmtileg leiksýning, Nykurs visa. Þar var sagt frá ástum og örlögum stúlku og nykurs, dansað- ur vikivaki og sungið og hvaðeina. Sara fjöllistakona Frá íslandi kom hópurinn www.iceland.cold með samnefnt at- riði, blöndu af dansi, tónlist og leiklist - sem sagt einn allsherjar performans. Þau voru svo flott að ég var gráti næst af þjóðarstolti og óþolandi það sem eftir lifði kvölds því mér fannst eng- inn standast samanburð við landann. Hópurinn var skipaður 19 ungling- um frá Hafnarfirði, Akureyri og ísa- firði en það var Æskulýðs- og tóm- stundaráð Hafnarfjaröar sem sá um skipulagningu íslenska atriðisins að þessu sinni. Allir íslensku ungling- arnir voru valdir vegna þess að þau höfðu verið virk í ýmiss konar lista- og menningarstarfsemi. Höfundur at- riðisins og leikstjóri var Sara Guð- mundsdóttir, íjöllistakona og söng- kona hljómsveitarinnar Lhooq, og á hún sem og krakkarnir allir hrós skil- ið. Það var mál manna og ekki ein- ungis þjóðremba í mér að íslenska at- riðiö hefði verið alveg sérstaklega fag- mannlegt og flott. Það hófst á landa- fundi og lauk á söng og undirleik ung- menna í íslenskum búningum, en á milli höfðu áhorfendur meðal annars séð áhrifaríkan dans með prik, „eld- gos“ og rímur kveðnar á nýstárlegan og drepfyndinn hátt. Það sem gerði íslenska atriðið frá- brugðið flestum öðrum (nema kannski nokkrum fmnskum atriðum) var að það var húmor í því. Það ein- kenndi mörg atriðin hversu alvarlega hinir ungu listamenn tóku sjálfa sig og list sína - sem er hið besta mál en þá er líka afskaplega frelsandi að fá að hlæja upphátt og innilega eins og gert var að meðferðinni á „Afi minn fór á honum Rauð“. Þeir sem skildu ekki kveðskapinn hlógu meira að segja lika. Meira „jojk“ Það sem gerði þessi kvöld í sirkus- tjaldinu líka svo eftirminnileg var einskær gleði bæði þátttakenda og áhorfenda yfir öllu sem fram fór. Það var alveg sama hver kom fram á svið, hvað hann hafði fyrir stafni og hvort hann gerði það vel eða illa (oftast vel) þá var klappað og stappað og æpt á meira. Þetta var sérstaklega áberandi þegar ung kona frá Lapplandi steig á svið í þjóðbúningi lands síns og fór að syngja eða ,jojka“. Þessi tegund af söng líkist helst blöndu af rímnakveð- skap og jóðli. Stúlkan hafði sáralitla rödd sem titraði óskaplega og fór hvað eftir annað út af laginu á meðan hún roðnaði. En áhorfendur tóku henni fagnandi, klöppuðu og píptu og það endaði með tveim aukalögum og rödd- in styrktist með hverju laginu. Ég sem hafði setið og fundist aumingja stúlkan pínlega léleg hitnaði öll að innan af gleði fyrir hennar hönd. Hún haföi fengið sínar 15 mínútur. Allir í smiöju Það þyrfti meira pláss en þessa síðu til að nefna öll þau frábæru at- riði í tónlist, dansi, ljóölist og leik- list sem ég varð vitni að þessa tvo daga (þó hafði ég misst af tveimur kvöldum) og heimatilbúnu atriðin segja heldur ekki nema hálfa sög- una. Allir þátttakendur höfðu valið sér listsmiðju til að taka þátt í áður en þau fóru að heiman þannig að fjóra morgna æfðu allir mismun- andi listgreinar með nýjum félögum og vinum frá hinum og þessum löndum undir leiðsögn leiðbeinanda sem var fagmaður á sínu sviði. Hægt var að velja djassdans (aðal- lega stelpur), breikdans (mest strák- ar), rappsöng, stáltrommuspil, sirkuslistir, söngleikjasöng, ljós- myndun, ljóðlist, fatahönnun, leik- list, leikhúsfórðun, Capoeira - sem er brasilísk bardagalist og ýmislegt fleira. Allar þessar smiðjur voru í skólanum þar sem krakkarnir bjuggu, og var bæði fróölegt og skemmtilegt að ganga um skólann fyrir hádegið og detta inn í hvern ævintýraheiminn á fætur öðrum. Eftir að hafa æft í smiðjunum fjóra morgna fóru allir niður í mið- bæ Karlstad á laugardeginum sem var markaðsdagur og tróðu upp á „Stóra torginu", á þar til gerðu sviði. Það var náttúrlega bara ótrú- legt sem leiðbeinendum og þátttak- endum hafði tekist að ná á þessum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.