Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 Fréttir I>V Ytri-Njarðvíkursókn í hart vegna yfirtöku Innri-Njarðvíkursóknar á eigin fjármálum: Ráku kórinn, organist- ann og meðhjálparann - meðhjálparinn endurráðinn en kórinn og prestur talast ekki við Sr. Þorvaldur Karl Helgason Mikil óeining er uppi á milli sókn- amefnda Ytri- og Innri- Njarövíkur- kirkna. Rak sókn- arnefnd Ytri- Njarðvíkurkirkju kórinn, organist- ann og meðhjálp- arann í kjölfar bréfaskrifta nýrr- ar sóknarnefndar Innri-Njarðvíkurkirkju. Meðhjálp- arinn hefur þó verið endurráðinn, en algjört samstarfsslit virðist vera á milli sóknarnefndanna. Þá er einnig svo komið, samkvæmt upplýsingum DV, að félagar sam- eiginlegs kirkjukórs safnaðanna sem stofnaður var fyrir 6 árum og séra Baldur Rafn Sigurðsson sókn- arprestur talast vart við í mess- um. Séra Þorvaldur Karl Helgason, núverandi biskupsritari, lét af starfi sóknarprests Njarðvíkinga í mars 1992 er sr. Baldur tók við embættinu. í samtali við DV sagð- ist sr. Þorvaldur hafa heyrt af ein- hverjum vanda þar suöur frá. Hann hafi þó engin afskipti haft þar af málum síðan hann hætti, enda hafi formlegt erindi ekki borist um málið til Biskupsstofu. Séra Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur Njarðvíkinga, sagði í samtali við DV í gær að í sumar hefði komið ný sóknarnefnd í Innri-Njarðvík. Með henni hafi verið teknar upp nýjar áherslur. „Söfnuðirnir eru sjálfstæðir og hafa sinn ákvörðunarrétt," sagði séra Baldur og kvaðst halda sig utan við samskiptavanda sem kom þar upp í sumar. „Ég skipti mér ekkert af þessu og er prestur í báð- um söfnuðunum." Hann þvertók fyrir að samskiptavandamál væru á milli sín og kórfélaga. „Ég hef messað í Innri-Njarðvík og kórinn syngur þar. Svo er verið að ganga frá ráðningu nýs fólks í Ytri-Njarö- vík,“ sagði séra Baldur. Stjórn Ytri-Njarövíkursóknar hefur um árabil séð um fjárreiður og greiðslur vegna sóknarstarfs- ins í Innri-Njarðvíkursókn. Þótti æði viöamikiö fyrir gjaldkerann í Ytri-Njarðvík að sjá um þetta fyr- Ytri-Njarövíkurklrkja samþykki sóknarnefnd að segja upp hlutdeild Ytri-Njarðvíkursókn- ar í ráðningarsamningi viö Steinar organista og Þóri, meðhjálpara og kirkjuvörð, frá og með 1. septem- ber með þriggja mánaða uppsagn- arfresti. Samþykkir sóknarnefndin líka að standa fyrir stofnun kirkjukórs við Ytri-Njarðvíkur- kirkju frá og með 1. desember 2001. Þá er samþykkt að auglýsa 60% stöðu organista og 70% stöðu með- hjálpara og kirkjuvaröar. Sóknarnefnd Innri-Njarðvíkur- sóknar svaraði bréflega 8. ágúst vegna þessara hörðu viöbragða og segir um misskilning að ræða. Ástæða samrekstrarslita hafi verið kvartanir endurskoðanda kirkj- ir nágrannasóknina endurgjalds- laust. í sumar var skipt um alla sóknarnefnd í Innri-Njarðvíkur- sókn. Var þá ákveðið að létta byrðinni af gjaldkeranum í Ytri- Njarðvík og gjaldkeri Innri-Njarð- víkursóknar tæki við allri fjárum- sýslu þeirrar kirkju. Bílastyrkur prestsins afnuminn Þann 31. júlí sendi sóknarnefnd- in nýja sr. Baldri bréf, þar sem til- kynnt var að hætt yrði greiðslum á bílastyrk til prestsins; „fyrir ótilteknar og óumbeðnar ferðir i þágu safnaðameðlima", eins og segir orðrétt í bréfinu. Taldi sókn- arnefnd einungis skylt að greiða útlagðan kostnaði af ferðum sem sóknarnefnd óskaði sérstaklega eftir. Krafist bókhaldsgagna Sama dag ritaði Erlingur J. Leifsson gjaldkeri kollega sínum Nínu Magnúsdóttur, gjaldkera Ytri-Njarðvíkursóknar, bréf. Þar segir að Innri-Njarvíkursókn sjái framvegis um fjármál sín. Þá fer Erlingur þess á leit að Nína af- hendi honum öll gögn sem til- heyra Innri-Njarðvíkursókn. Sóknarnefndarformaður Ytri- Njarðvíkurkirkju, Leifur A. ísaks- son, sendi 3. ágúst Jóni A. Brynj- ólfssyni, formanni Innri-Njarðvík- ursóknar, svar við þessum bréfa- skriftum. Þar kom fram að á fundi sóknarnefndar Ytri-Njarðvíkur- sóknar 2. ágúst hafi verið fjallað um samrekstrarslitin. Harmar sóknamefndin ákvörðun sóknar- nefndar Innri-Njarðvíkursóknar. Síðan er lýst mjög harkalegum viðbrögðum við þessum sam- skiptaslitum: Kórinn, organistlnn og meöhjálparinn reknlr „Þessi ákvörðun sóknarnefndar Innri-Njarövíkursóknar mun valda því að segja þarf upp ráðn- ingasamningum við Steinar Guð- mundsson organista og Þórir Jónsson, meðhjálpara og kirkju- vörð. Þá er einsýnt að leggja þarf niður sameiginlegan kirkjukór safnaöanna." Síðan segir að af þessum sökum innri-Njarðvíkurkirkja unnar sem ekki gat gert upp reikn- inga kirkjunnar þar sem hann fékk ekki aðgang að upplýsingum frá Ytri-Njarðviktn-sókn. í bréfinu óskaði sóknamefndin síðan eftir fundi 13. ágúst. Sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkur- sóknar svaraði bréflega 10. ágúst og sagðist þar ekki sjá neina ástæðu til að funda frekar um mál- ið. Að sögn sóknarprests sótti með- hjálparinn um að nýju hjá Ytri- Njarðvikurkirkju og hefur verið gengið frá endurráðningu hans. Málefni organista er í skoðun. Ekki náðist í prófast Suðumesja- manna, Gunnar Kristinsson á Reynivöllum, en hann mun vera erlendis. -HKr. E-pillumál á Akureyri: Sibrotamaður dæmdur - en er á réttri leið Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvítugan Akureyring í 40.000 króna sekt vegna fíkniefna- brots. Maðurinn var með 5 e-töflur í vörslu sinni í bifreið sinni þegar lög- reglan handtók hann á gatnamótum Gránufélagsgötu og Glerárgötu á Ak- ureyri fyrr í ár. Fyrir það var hann ákærður og játaði sakargiftir. Samkvæmt vottorði sakaskrár rík- isins gekkst ákærði þrívegis undir sáttargjörðir á árunum 1998 til 1999 fyrir brot gegn umferðarlögum og fikniefnalöggjöf. Þann 1. júní 1999 var ákærði dæmdur í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið í 3 ár auk sektar, fyrir brot á ávana- og fíkni- efnalöggjöf og 244. gr. almennra hegn- ingarlaga. Eftir það hefur ákærði hlotið 5 refsidóma, einu sinni fyrir brot gegn umferðarlögum og fjórum sinnum fyrir brot gegn ávana- og flkniefnalöggjöf, síðast 25. júní sl. Var refsing ákærða í öllum tilvikum tiltekin sem sekt, utan einu sinni er ákærða var ekki gerð sérstök refsing vegna hegningaraukaáhrifa. Héraösdómur Norðurlands „Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að ákærði var með í vörslum sínum afar hættulegt fikni- efni, sem er til þess fallið að valda umtalsverðu og varanlegu heilsutjóni einstaklinga, þ. á m. minnistapi. Fyrir liggur að þrátt fyr- ir ungan aldur hefur ákærði verið háður fikniefnum um nokkurra ára skeiö og hlotið refsidóma vegna neyslu sinnar líkt og að ofan var rakið. Ákærði fór hins vegar í flkniefna- meðferð sl. vor og virðist hann ekki hafa fallið til fyrra horfs og hefur nú fasta atvinnu. Þegar litið er til alls þessa, ský- lausrar játningar ákærða, við alla meðferð málsins, svo og áður- greindra hegningaraukaáhrifa, þyk- ir refsing hans eftir atvikum nú hæfilega ákveðin 40.000 kr. sekt til ríkissjóðs og skal 8 daga fangelsi koma í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja,“ segir í dómi Héraðsdóms. -BÞ Umsjón: Höröur Kristjánsson netfang: hkrist@dv.is Pétur niðurskurður Pétur Blöndal, hinn skeleggi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að menn fari nú að bretta upp ermar og hamla gegn útþenslu ríkiskerfis- ins. Bendir hann á að mörg frystihús hafi fækkað starfs- mönnum um helm- ing til að skera nið- ur til móts við auk-1 inn launakostnað. í I heita pottinum þykir mönnum nú morgun-1 ljóst að Pétur verði seint kallaður til ráðgjafar hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Með þrautseigju hafi tekist að efla velferðarkerfi lands- manna sem m.a. hafi leitt til fjölgun- ar ríkisstarfsmanna. Þeir eru nú um 20 þúsund talsins. Ef hugmyndir Pét- urs Blöndals ganga eftir þurfa Ög- mundur Jónasson og félagar í BSRB að sjá á eftir 10 þúsund félagsgjalda- greiðendum. Sagt er að ríkisstarfs- menn hafi nú sæmt Pétur viðurnefn- inu „niðurskurður“... Mætti standa hróðugur Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra var ekki alveg viss um það á dögunum hvort honum bæri að svara fyrirspurnum þingmanna út í hörgul varðandi sölu ríkisjarða. Sendi Guðni því Davíð Oddsyni, stýrimanni ríkis- stjórnarinnar lítið bréf. Þar vildi Guðni fá fóðurlega ráðlegg- ingu um hvað hann mætti segja eða ekki segja um ein- staka þætti í sölu ríkisjarða. Þykir pottveijum þetta nokkuð skondið í ljósi þess að sala ríkisjarða er ekkert annað en emkavæöing. Slík einka- væðing hefur hvergi verið meiri en í kjördæmi landbúnaðarráðherra á Suðurlandi. Því ætti Guðni aö standa hróðugur og miðla upplýsing- um í gríð og erg á báðar hendur í stað oröaskaks og upplýsinga- skömmtunar til Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur í þingsölum... í sauðalitunum Nú er borðleggjandi að afnotagjöld Ríkisútvarpsins verða hækkuð tU að mæta að einhverju leyti buUandi haUarekstri. Aðrar neyðarráðstafanir hafa ekki flogið hátt, nema harkalegur I niðurskuröur hjá I landshlutaútvarps-1 stöðvum. Vekur því I nokkra furðu að Björn Bjarnason skuli ekki hafa gripið fegins hendi bráðgóða 1 tiUögu Kolbrúnar Halldórsdóttur, formanns Útvarpsráðs, frá því í haust. Lagöi hún til að Sjónvarpið tæki á ný upp sjónvarpslausa fimmtu- daga. Fólk gæti þá væntanlega gert eitthvað uppbyggUegra en að glápa á imbann. Pottverjar vUja bæta um bet- ur og leggja til aö skrúfað verði fyrir litaútsendingar og einungis sent út i gömlu góöu sauðalitunum. Ekki þykir þó að svo stöddu rétt að fara að ráð- um afganskra talibana og banna sjón- varpsgláp með öllu... Berfættur til Rómar Mjög hefur verið rætt um glímu biskups og Karls Steinars Guðna- sonar út af prestsvali í Kaupmanna- höfn. Horfði svo um tíma að Karl myndi neita að borga helmingsþátt- töku Trygginga- stofnunar rikisins í kostnaöi við rekstur á prestinum. Um síð- ir varð Karl þó að lúta biskupsvaldi. Minnast pottverjar að í íslendingasögum er þess getið að baldnir höfðingar urðu að lúta biskupsvaldi. Jafnvel þurftu þeir að ganga berfættir til Rómar. Af þessu tilefni fæddist þessi vísa: Biskup, hefur boó og völd. Blíólega hann tónar. Bágt vœri, aö teyma breyskan höld, - berfœttan, til Rómar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.