Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Qupperneq 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 DV REUTER-MYND Perluvinir í Moskvu George Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, og Vladimír Pútín Rúss- landsforseti ræddu nánari tengsl bandaiagsins og Rússa í Moskvu í gær. Báöir eru mjög áhusasamir. Rússar og NATO keppast um ást- arjátningarnar Vladimlr Pútin Rússlandsforseti sagöi framkvæmdastjóra NATO í gær að Rússar heföu jafnmikinn áhuga og bandalagið á að efla vin- áttuböndin. Pútin sagði aftur á móti að Rússar hefðu engan áhuga á að ganga i NATO, né heldur vildu þeir fá neitunarvald um starfsemi þess. George Robertson NATO-stjóri, sem var í Moskvu í gær til við- ræöna við ráðamenn, sagði að bandalagið og Rússar myndu nú skoða breskar tillögur sem miða að því að Rússar geti rætt ákveðna þætti öryggismála við aðildarlönd NATO á jafnréttisgrundvelli. Rúss- ar hafi lengi barist fyrir þvi. Tony Blair lofar og prísar allt sem evrópskt er Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofaði og prísaði allt sem evrópskt er í tímamótaræðu sem hann hélt við háskólann í Birming- ham í gærmorgun. Hann sagði að Bretar gætu ekki lengur setið hjá garði og" upphófust þegar miklar vangaveltur um að aðild að sameig- inlegri mynt ESB væri á næsta leiti. í ræðu sinni taldi Blair upp kosti þess að tengjast öðrum ríkjum ESB nánari böndum og sagði jafnframt frá þvi sem Bretar hefðu misst af á umliðnum áratugum. Þótt Blair sé hrifinn af mynt- bandalagi ESB gæti hann átt í miklu basli með að sannfæra al- menning sem er mjög andvígur því að leggja niður pundið. Hogni Hoydal Færeyski sjálfstæöisforkólfurinn hef- ur áhuga á bandalagi viö græn- lensku fulltrúana á danska þinginu. Frændur vinna saman í þinginu Fulltrúar Færeyinga og Græn- lendinga á danska þinginu hafa í hyggju að mynda formlegt bandalag til að auka áhrif sín, meðal annars í sj álfstj órnarmálunum. Hogni Hoydal, sjálfstæðismála- ráðherra Færeyja sem var kjörinn á danska þingið í kosningunum á þriðjudag, hefur sett sig í samband við grænlensku fulltrúana og munu þeir hittast í Danmörku í næstu viku til að kanna hvort þeir geti ekki komið sér saman um stefnu. Annar grænlensku fulltrúanna vill sjálfstæði Grænlands en hinn vill áfram vera í sambandi við Dani. Talibönum í Kunduz boðið að gefast upp: Stuttar fréttir Fresturinn rennur út síðdegis í dag Norðurbandalagið sagðist hafa gert hlé á árásum sínum á borgina Kunduz í norðurhluta Afganistans í gær til að gefa talibönum sem þar verjast meiri tíma til að gefast upp. Árásirnar munu þó halda áfram síð- degis í dag, hafi ekkert gerst. „Viðræður eru í gangi. Ef þær bera ekki árangur verða frekari átök. En Kunduz er enn undir stjórn talibana," sagði Abdullah Abdullah, utanríkisráðherra Norð- urbandalagsins, í viðtali við frétta- mann Reuters í gær. Bandarískar B-52 vélar héldu áfram sprengjuárásum sínum á Kunduz þar sem talið er að fimmtán þúsund talibanar og erlendir víga- menn, hliðhollir hryðjuverkamann- inum Osama bin Laden, sitji sem fastast. Ýmis teikn voru á lofti i gær um að brestir væru komnir i samstöðu andstæðinga talibana og bárust fréttir af deilum milli ættbálka. REUTER-MYND Við víglínuna Hermaöur Noröurbandaiagsins situr viö víglínuna í Konduz-héraöi í norö- urhluta Afganistans. Norðurbandalaginu hefur orðið mjög ágengt í baráttunni við tali- bana að undanförnu, meðal annars vegna stöðugra loftárása Banda- ríkjamanna sem vilja refsa talibön- um fyrir að skjóta skjólshúsi yfir bin Laden. Hann er grunaður um að hafa staðið fyrir hryðjuverkaárás- unum á Bandaríkin í september. Stjómarerindrekar vinna nú baki brotnu að því að undirbúa fund ætt- bálka frá Afganistan í Bonn i Þýska- landi á mánudag þar sem ræða á framtíðarstjórn landsins. Talibanar fá ekki að senda fulltrúa sína á fundinn. Misvísandi fréttir bárust frá Afganistan í gær um hvar Omar, andlegur leiðtogi talibana, væri nið- ur kominn. Pakistanskur embættis- maður sagði að hann hefði farið frá Kandahar, höfuðvígi talibana, og látið öðrum eftir stjórn þar. Af- gönsk fréttastofa sagði aftur á móti að hann væri enn í borginni. REUTER-MYND Jólasveinar kíkja í búöarglugga Jólasveinum er ekki sama hvernig þeir klæöast, eins og dæmin sanna. Þessir tveir sveinkar sáust fyrir utan virta herrafataverslun á Fimmtu tröö í New York í gær aö skoöa varninginn í glugganum. Hvort þeir fá hefðbundinn klæön- aö sinn hjá Brooks-bræörum skal hins vegar ósagt látiö. Annars starfa jólasveinar þessir fyrir góðgerðarsamtök sem leggja heimilislausum í New York og nærsveitum lið. Sjálfsagt veitir ekki af á þessum síöustu og verstu tímum. ísraelsmenn hvattir til að koma í veg fyrir pyntingar Nefnd á vegum Sameinuðu þjóð- anna sem berst gegn pyntingum hvatti stjórnvöld í ísrael í gær til að koma í veg fyrir pyntingar á palest- ínskum fóngum, eins og margsinnis hefur verið staðhæft að þau stundi. Nefndarmennirnir, tíu óháðir sér- fræðingar, lýstu yfir skilningi sín- um á áhyggjum ísraelsmanna vegna uppreisnar Palestínumanna en sögðu jafnframt að ekkert réttlætti pyntingar. Palestínskur táningur lét lífið í gær i átökum sem brutust út á Gaza eftir útför fimm drengja sem létust af völdum dulbúinnar sprengju Isra- ela, að því er palstínsk stjórnvöld halda fram. Þá sögðu palestínskir embættis- menn að tveir liðsmenn Fatah, sam- taka Yassers Arafats, heföu týnt lífi í sprengingu nærri Vesturbakka- borginni Nablus í gær. Rúmlega þrjátíu þúsund Palest- REUTER-MYND Róstur viö útför Palestínumenn bera lík eins fimm drengja sem ísraeiar eru sakaöir um aö hafa myrt í flóttamannabúðunum Khan Younis á Gaza á fimmtudag. Til átaka kom eftir útförina í gær. ínumenn voru við útför drengjanna fimm, sem voru á aldrinum sjö til fjórtán ára. Þeir voru drepnir í Khan Younis flóttamannabúðunum á fimmtudag. Margir hvöttu til að piltanna yrði hefnt. Embættismenn kröfðust þess að alþjóðleg rannsókn yrði gerð á því sem þeir kölluðu morð á saklausum börnum. Óttast er að þessi síðasta alda of- beldis muni grafa undan tilraunum bandarískra stjórnvalda til að koma á vopnahléi milli Palestínumanna og ísraela. Bandarísk sendinefnd er væntanleg til ísraels um helgina og hefjast viðræður á mánudag. Binyamin Ben-Eliezer, land- varnaráðherra ísraels, lýsti í gær yfir hryggð sinni vegna drápsins á drengjunum fimm á fimmtudag og sagði aö veriö væri að kanna orsak- ir sprengingarinnar sem varð þeim að aldurtila. Danir gagnrýndir enn Anders Fogh Rasmussen, verð- andi forsætisráð- herra Danmerkur, og aðrir danskir stjórnmálamenn hafa mátt þola vax- andi illt umtal í virtum erlendum fjölmiðlum um þingkosningarnar í vikunni og kosningabaráttuna. Út- lendingar hafa furðað sig á því mikla útlendingahatri sem hefur komið upp á yfirborðið í Danaveldi. Ófarir Giistrup að kenna Framfaraflokkurinn á sér ekki neina framtíð i dönskum stjórnmál- um, svo er stofnanda flokksins, Mogens Glistrup, fyrir að þakka, segir einn leiðtoga flokksins á Jót- landi. Flokknum vegnaði mjög illa í sveitarstjórnarkosningunum sem voru haldnar á þriðjudag. Milosevic ákærður enn Saksóknarar við stríðsglæpadóm- stólinn í Haag hafa ákært Slobodan Milosevic, fyrrum Júgóslaviufor- seta, fyrir þjóðarmorð í Bosníu. Þetta er þriðja og alvarlegasta ákær- an á hendur Milosevic. Dæmdir fyrir smygl Héraðsdómur í Árósum dæmdi i gær fimm manns til fangelsisvistar fyrir að smygla um 80 konum frá Eystrasaltslöndunum til Danmerk- ur til að stunda vændi. við frostmark Louis Michel, utan- ríkisráðherra Belgíu, sagði í gær að sam- skipti Evrópusam- bandsins við Simbabve væru á af- ar viðkvæmu stigi eftir árangurslausar viðræður sendinefnd- ar ESB við Mugabe forseta um um- deildan brottrekstur hvítra bænda af jörðum sínum. Ópíumræktendur kátir Ópíumbændur í austurhluta Afganistans eru kátir yfir að tali- banar hafa verið hraktir frá völdum því nú geta þeir aftur farið að rækta ópíumplöntur. Slapp með skrekkinn Fimmtán ára dönsk skólastúlka slapp með skrekkinn þegar hún var sýknuð fyrir rétti í gær fyrir að hafa af stráksskap sent vini sínum bréf með hvítu dufti þegar miltis- brandsfáriö stóð sem hæst. Mál á hendur Sharon §Sex Palestinu- menn hafa, með vís- an í umdeild belg- ísk lög um stríðs- glæpi, lagt fram kæru á hendur Ariel Sharon, for- sætisráðherra ísra- els. Palestínumenn- irnir saka Sharon um glæpi gegn mannkyni, að því er lögmaður þeirra greindi frá í gær. Þetta er þriðja svona lögsóknin á hendur ísraelska forsætisráðherranum. Chirac hitti Schröder Chirac Frakklandsforseti og Schröder Þýskalandskanslari sögðu í gær að þeir væru staðráðnir í að stækkun ESB til austurs færi fram samkvæmt áætlun. Samskipti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.