Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Síða 19
19
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001
1>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Elskhugar á ströndinni
Jón Laxdal leikari og Vaclav Jaros
ballettdansari á ströndinni viö
Warnemunde í mars 1961.
Jón er búsettur í Sviss
þar sem hann rékur sitt
eigið leikhús. Hann býr í
undarlegri stórfjölskyldu
því hann er elskhugi
tengdaföður síns, œtt-
leiddi barnabarn hans og
nú er sonur í vœndum.
máli en árið 1961 kynntist hann
tékkneskum ballettdansara, Vaclav
Jaros, sem starfaði við Ríkisleik-
húsið í Rostock í Austur-Þýska-
landi. Með þeim tókust góðar ástir
en leiðir skildu þegar austur-þýsk
yfirvöld ráku Vaclav úr landi og aft-
ur heim til Tékklands þar sem hann
var hnepptur í fangelsi.
Þeir félagar og elskhugar hittust
ekki aftur fyrr en 1964 þegar Jón
Laxdal ferðaðist til Tékklands. Þá
varð honum það nokkurt áfall að
komast að því að Vaclav var kvænt-
ur og átti litla dóttur, Katerinu að
nafni.
Þeir tóku þó aftur upp samband
sitt og Vaclav flutti vestur fyrir
járntjald og fékk að lokum samning
við óperuna í Zúrich þar sem Jón
starfaði við Schauspielhaus.
Svo líður tíminn og 1985 eignast
Jón Laxdal sitt eigið leikhús í
Kaiserstuhl í Sviss og þar búa þeir
saman, hann og Vaclav, í sátt og
samlyndi en Vaclav lagði ballett-
skóna á hilluna eftir slys á fæti.
Öldruð móðir hans ílutti til þeirra
frá Tékklandi og lést á heimili
þeirra.
Ekki einföld fjölskylda
Það næsta sem gerist í sögu þess-
arar litlu en sérstæðu fjölskyldu er
að Katerina, dóttir Vaclavs, leitar
ásjár föður síns en lítið samband
hafði verið milli þeirra feðgina eftir
að Vaclav hvarf úr landi og skildi
við eiginkonu sína. Hún var fangi í
óhamingjusömu hjónabandi í Tékk-
landi og vildi gjarnan komast til
Sviss. Hún flýði því að lokum til
Vaclavs og Jóns með unga dóttur
sína, Katerinku og dvaldi á heimili
þeirra nokkur misseri þar til skiln-
aður var um garð genginn. En hvað
gerðist svo? Látum Jón segja frá:
„Samkvæmt svissneskum lögum
er útlendingum óheimill aðgangur
að vinnumarkaðnum, auk þess sem
dvalarleyfisheimildir eru takmark-
aðar. Það kom sér vel að ég var
ókvæntur svo ég bað um hönd Ka-
terinu og ættleiddi dótturina. Þarna
vorum við nú öll orðin ein fjöl-
skylda og Vaclav, lífsforunautur
minn, orðinn tengdafaðir minn,
dótturdóttir hans orðin dóttir mín.
Svona flókin fjölskyldumál þættu
lygileg í skáldsögu en svona er nú
veruleikinn stundum.
Mér féll strax sérlega vel við Ka-
terinu, þessa fögru, kyrrlátu konu
sem geislar af greind og innri reisn
og átti að baki hrikalegan hreinsun-
areld en átti þó annað skilið. Ég
vildi bæta henni upp það and-
streymi sem hún hafði orðið að þola
í 25 ár. Þetta hefur allt tekist farsæl-
Feögarnir
Jón Laxdai eldri með son sinn og nafna, 15 mánaöa aö aldri.
lega enginn vegur, fyrr en nú að við
blasir sú ánægjulega staðreynd að
samkvæmt ósk okkar allra er Kater-
ina þunguð og við hlökkum öll gíf-
urlega til þegar barn hennar og
Jóns fæðist. Við vitum að það verð-
ur drengur og hann verður sonur
okkar allra.
Við spilum nú þegar fyrir hann
Mozart og vögguljóð og það er eins
og hann bíði eftir sinni aftantónlist
því ef þetta dregst fer hann að
ókyrrast á sínum stað og róast ekki
fyrr en tónlistin hljómar og nær til
hans.“
Eins og nærri má geta hefur þessi
fjölskyldumynd vakið nokkurt um-
tal i hinu strangkatólska þorpi
Kaiserstuhl sem í eru aðeins 400
íbúar svo þar þekkja allir næstum
alla. Um þetta segir Vaclav að lok-
um:
„Guð minn góður og barn í vænd-
um, hvílíkt og annað eins. Það var
svo sem nógu slæmt fyrir, tveir
menn og ein kona, svei bara.
En hví skyldum við ergja okkur
yfir skoðunum annarra sem velta
vöngum yfir okkar einkamálum?
Við þrjú fórum óvenjulegar leiðir,
ekki tilneydd heldur af því að við
viljum það og látum ekki þvinga
okkur til eins né neins. Við höfum
orðið að þola sitthvað, við höfum
fengið bréf, jafnvel borist hótanir.
Slíkt hefur engin áhrif á okkar
elskulega fjölskyldulíf, við göngum
okkar veg, troðum engum um tær
og kássumst ekki upp á annarra
jússur."
lega, feðginakærleikurinn er mikill
og gagnkvæm ást hennar og þeirrar
litlu er einlæg og yndisleg. Stundum
sitja feðginin uppi heilu næturnar
og spjalla saman á tékknesku. Þau
bera saman minningar sínar og
reynslu frá þeim tíma sem þau voru
aðskilin. Á meðan leik ég mér við
þá litlu, sólargeislann minn. Ég tel
mig standa mig bara vel í föðurhlut-
verkinu og ég er stoltur af því.
Við vinnum sameiginlega og af
fullum skilningi á því að hér er ver-
ið að byggja upp nýjan, kannski
heldur óvenjulegan fjölskyldu-
kjarna. En fyrir utan einkalífið, sem
er í dag í þeim farvegi sem ég heit-
ast gæti óskað mér, vinnum við
saman að fjölskyldurekna leikhús-
inu okkar. Katerina tekur á móti
gestunum og vísar þeim til sætis.
Vaclav er með lítinn bar svo fólk
geti fengið sér hressingu og sú litla
er búin að vera stórleikkona siðan
hún var 5 ára gömul. Fyrsta hlut-
verkið hennar var Louison, dóttirin
í ímyndunarveikinni eftir Moliére
og hún stóð sig frábærlega. Leikhús-
gestir stóðu upp og klöppuðu af
hrifningu yfir þessu litla barni sem
hafði misst barnatennurnar sínar
og ekki enn þá fengið aðrar í stað-
inn.“
Sonur í vændum
En það er eðlilegt að fjölskyldur
stækki og dafni og það gerir þessi
litla en óvenjulega fjölskylda líka.
Við grípum að lokum niður í síðasta
kafla bókarinnar og nú er það
Vaclav sambýlismaður Jóns og fað-
ir Katerinu sem hefur orðið.
„Við Jón hefðum óskað okkur að
eignast barn en til þess var náttúr-
Ur Brekkukotsannál
Jón Laxdal sem Garðar Hóim, Árni Árnason í bakgrunni sem Álfgrímur og
Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona sem fröken Gúðmúnsen.
4\LJOS
rjLJós
w LJÓS
LJOSINNI
IHJARTA
tSINNI
Leitaðu
ráða hjá
Antoni
Anton ráögóöi: Það borgar sig að huga timanlega að útiseríum,
Sá getur þú gripið tækifærið þegar veðrið er gott - þú þarft
eldur ekki að stinga í samband fyrr en þú vilt!
j S Nt yNNfNC
Endalaust úrval af jólaseríum, jólaljósum, aðventuljósum og
jólaljósaskreytingum fyrir unga sem aldna og í öllum verðflokkum,
Kvenféíag BreióhoJtssóknar
selur kaffi og ijómavófflur
laugaraag og stmnudag
GARÐHEIMAR
Heimur skemmtilegra hugmynda og hluta
Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sími: 540 33 00 • www.gardheimar.is
efni fyrir aðventukransinn og
gntuskreytingar - hvergi meira
** ( ^^Sýn^ennsla laugardag og sunnudag.
AÐVENTULJOS!!!
Verð frá 990,- kr.
INNISERIUR!!!
t.d. 20 Ijósa 250,- kr.
UTISERIUR!!!
t.d. 40 Ijósa 950,- kr.
A laugardag
og sunnudag:
Ekta italskur is!
Krakkarnir fá ispinna!
í HEIMSÓKN
Á laugardag kl. 15.
Kiðlingarnir kynna
nýjan geisiadisk!!