Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V Helgi Ellertsson léttist um rúm áttatíu kíló á einu ári: DV-MYNDIR E. Reif sig upp úr sófanum Þaö þarf mikiö átak til aö rífa 180 kílóa líkama upp úr sófanum og breyta um lífsstíl. „Þetta var spurningin um aö drepast eöa ekki,“ segir Helgi Ellertsson sem á rúmu árí hefur losaö sig viö 85 kíló. Hlaupið á Esjuna Eftir tveggja mánaöa veru á Reykjalundi, þar sem Helgi hafði náð mjög góðum árangri, leitaði hann til Elíasar Níelssonar, einka- þjálfara á heilsuræktarstöðinni í toppformi, þar sem hann þjálfar fimm til sex sinnum í viku i um 90 mínútur í senn. „Fyrstu mánuðina byrjaði ég á því að ganga en eftir því sem leið á þjálfunaráætlunina blandaði ég styrktarþjálfun meira inn í. í dag geng ég í um 60 mínútur og lyfti í 30 mínútur. Ég fer vikulega upp á Reykjalund í vigtun og þaö hefur veitt mér mikið aðhald.“ Helgi hefur lengi haft mikið dá- læti á fluguveiði. „I dag nýt ég þess að þramma um móa og mýrlendi í leit að góðum veiöistöðum i stað þess að standa á öndinni í orðsins fyllstu merkingu. Einnig hefur mér opnast sá möguleiki að stunda fjall- göngu og hef gengið á fellin í kring- um Mosfellsbæ og fyrir skemmstu gekk ég með Elíasi á Esjuna á inn- an við klukkutíma. Sú ferð var hluti af þeim markmiðum sem ég setti mér í desember á síðasta ári.“ Meira vatn, meiri hreyfing Helgi starfar sem trésmiður. „Ég vakna rúmlega sex á morgnana og er mættur í vinnu um sjö og skipu- legg daginn," segir Helgi. „Vinnu- dagurinn er langur og erilsamur og reynir mjög á mig líkamlega og and- lega.“ Dæmigerður matseðill hjá Helga er jógúrt eða skyr í morgunmat, ávextir klukkan tíu, jógúrt í hádeg- inu, ávextir í kaffinu og í kvöldmat er heit máltíð, kjúklingur eða fiskur með miklu grænmeti. Helgi leggur einnig sérstaka áherslu á mikilvægi hvildarinnar í þeim árangri sem hann hefur náð. Helgi hefur gert meðvitaðar breytingar á daglegu lífi sínu og fel- ast þær meðal annars í því að hann leggur lengra frá búðum í stað þess að keyra hring eftir hring í leit að stæði nálægt inngangi, hann drekk- ur mun meira af vatni og lítur öðr- um augum á heilsurækt. „Nú les ég utan á umbúðir við kaup á matvæl- um en áður kastaði ég hverju sem var í innkaupakörfuna." Nóvember 2001 Helgi viö æfingar í heilsuræktarstööinni í toppformi þar sem hann hefur æft síöustu misserin. Léttari líkamlega og andlega „Þetta var spurningin um að drepast eða ekki,“ segir Helgi Ell- ertsson sem 1. október 2000 stóð á vigtinni á Vífilsstöðum og horfði á töluna 180 kg. Fjórtán mánuðum og 85 kílóum síðar hitti ég Helga ásamt einkaþjálfara sínum, Elíasi Níelssyni, í Toppformi í íþróttmið- stöðinni við Varmá I Mosfellsbæ. Á sama tíma hefur fituprósenta hans lækkað úr 46% í 26% og er enn á hraðri niðurleiö. Lif Helga hefur því breyst talsvert. hann er léttari i spori og í anda. Bjórinn eina nautnin Helgi er 42 ára og býr með 18 ára gömlum syni sínum í Mosfellsbæ. Hann hafði áður farið í megrun og tók þá af sér 50 kíló. „Fljótlega bætti ég svo aftur á mig 80 kíló- um,“ segir Helgi. „En í dag er ég ekki í megrun. Ég hef breytt um lífsstíl og því er allt önnur hugsjón á bak við þær breytingar sem ég hef gert á mataræði mínu og hreyf- ingu. 1. október í fyrra var ég vægast sagt illa á mig kominn. Ég hafði átt við kæfisvefn að stríða og leitaði hjálpar á Vífilsstöðum. Það sem einkennir kæfisvefn er stöðvun öndunar, hrotur, órólegur svefn, sviti og martraðir. Á Vífilsstöðum var mér gerð grein fyrir þvi að annaðhvort tæki ég á í mínum málum eða leiðin í gröfina styttist verulega. Þá lá leið mín á Reykja- lund og má segja að þar hafi ég fundið leið til að sigrast á vanda- málinu. í stað þess að fara í hefð- bundna megrun breytti ég matar- venjum mínum. Ég er nú mjög meðvitaður um þann fjölda hita- eininga sem ég innbyrði og það sem meira er, ég veit lika hversu mikið ég þarf að hreyfa mig til að brenna þeim.“ Helgi skipuleggur vikuna bæði hvað varðar mataræöi og hreyf- ingu. „Ég útbý matinn fyrir daginn kvöldið áður og minnka þannig líkurnar á því að ég þurfi að grípa i einhvern bita sem gæti sprengt þann hitaeiningafjölda sem ég set mörkin við.“ Mörk Helga eru 1.800-2.200 hita- einingar á dag en áður var hann að innbyrða 6-7.000 hitaeiningar á degi hverjum. „Það eina hitaeiningarika sem ég leyfi mér í dag er bjór,“ segir Helgi, „en ég beiti hálfgerðu bónuskerfi við heimilisstörfin í staðinn: Ef ég ætla að fá mér bjór þríf ég húsið, þvæ bílinn eða slæ garðinn. Húsið, garðurinn og bílinn hafa aldrei litið jafn vel út og núna!“ Agúst 2000 Helgi Ellertsson á leiöinni á Wembley í ágúst 2000 áöur en hann leitaöi aöstoöar á Vífilsstöö- um vegna kæfisvefns. Saman í stríöinu Elías Níelsson hefur veriö einkaþjálfari Helga og stutt hann í breyttum lifnaöarháttum. Þess má geta aö Elías er nálægt þeim kílóa- fjölda sem Helgi er búinn að losna viö á undanförnu ári. Bætir lífi í árin Eins og hefur komið fram þá reyndi Helgi fyrir nokkrum árum að léttast en hafði ekki erindi sem erfiði. „Ég hafði ekki búið mig and- lega undir þann aga og erfiði sem fylgir því að rífa 180 kílóa líkama upp úr sófanum og fara að stunda likamsrækt. Enda fór það svo að ég bætti á mig allri þeirri þyngd sem ég hafði tapað og rúmlega það. í dag haga ég hlutum á annan veg. Ég skipulegg og set mér markmið fyrir mataræði og þjálfun. Ég gef mér tíma frá vinnu til að stunda æfingar og tómstundir en það gerði ég ekki áður. En umfram allt nýt ég þess að vera til og tek einn dag og eitt skref í einu í áttina að takmarkinu." Helgi og Elías, þjálfari hans, eru sammála um að í breytingar á mataræði þurfi að vera varanlegar og skyndilausnir og megrunarkúrar séu fjarri því að vera góð lausn. Sér- staklega vara þeir við því að taka fitu, kolvetni eða prótín eitt og sér út úr mataræðinu, en það er vinsælt í ýmsum kúrum um þessar mundir. Og kjörorð félaganna eru skýr: „Þjálfun bætir árum við lífið og lífi í árin.“ -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.