Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Page 24
24 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Herbert Guömundsson, pílagrímur og söngvari „Þegar ég er aö spila fyrir unga fólkiö í dag sýnist mér þaö vera aö mestu leyti eins og unga fólkið var áöur nema tískan er önnur. Mín gæfa var sú aö vera einn af fyrstu tónlistarmönnum á íslandi sem geröi danstónlist, þaö er sú tónlist sem unga fólkiö vill heyra. “ Pílagrímur og poppari - Herbert Guðmundsson syngur, selur og kyrjar Herbert Guðmundsson söngvari hefur ferðast meira en margir aðrir. Hann hefur farið land úr landi, oftar kringum ísland en nokkur annar og reikað úr einu starfi í annað. Hann hefur gefið út átta diska með tónlist sinni og segist hafa fundið jarðsamband með því að syngja á íslensku. Er hann flakkari eða píla- grímur? Herbert Guömundsson byrjaði að syngja 12 ára gamall í skólahljómsveit- um i Laugalækjarskóla þegar hann var unglingur. Hann er nú að gefa út áttunda geisladiskinn með tónlist sinni en sé allt talið spannar ferill hans um 30 ár í popptónlist. Herbert er umtalaður sölumað- ur sem seldi bækur og nú líftrygg- ingar og auglýsingar i meira mæli en aðrir geta. Hann hefur verið til sjós, rekið ísbúð í Svíþjóð og unn- ið mýmörg verkamannastörf sem til falla og segir með stolti að hann sé sjálfmenntaður í öllu sem hann hefur gert, líka í tónlistinni. Herbert var lengi til sjós í Vest- mannaeyjum á sínum yngri árum og þar búa tveir landsfrægir bræð- ur hans, Siggi Gúmm, sem var for- maður Hrekkjalómafélagsins, og Raggi rakari. Ég settist niður með Herbert á Hótel Borg og hann sagði mér sitt- hvað um feril sinn og lifsviðhorf. Hann er afskaplega einlægur mað- ur og opinskár og sennilega verð- ur það stundum til þess að menn misskilja hann. Frægur á einni nóttu Herbert var lengi utan við skærasta sviðsljósið í íslenskri popptónlist, stóð aldrei í skini þess nema stutta stund í einu og hvarf svo löngum stundum. Hann var í framlinu þekktra hljómsveita eins og Pelican, Tilveru og Eikar en oft- ast utan þess tima sem sveitirnar nutu hvað mestra vinsælda. Þetta breyttist nánast á einni nóttu árið 1994 þegar hann gaf út plötu sem hét Dawn of the Human Revolution eða Dögun byltingarinn- ar. Á henni var lagið Can’t Walk Away. Það varö stærsti smellur Herberts og sjálfur líkir hann því við storm. „Það varð allt vitlaust," segir hann. „Allir vildu fá mig til að syngja og þarna fannst mér ég fá þá viður- kenningu sem ég hafði lengi þráð. Með þessu lagi sýndi ég að ég gat þetta vel. Þetta lag hefur gert það að verkum að ég lifi. í dag er ég að skemmta kynslóð sem var eins árs þegar lagið kom út og þau fíla lagið alveg í tætlur.“ Á nýjum diski Herberts, sem heit- ir Ný spor, á íslenskri tungu kveöur við svolítið nýjan tón en þar er Her- bert í fyrsta sinn að syngja á ís- lensku allt sem hann gerir. „Ég fékk ungt skáld, Huga Gutt- ormsson frá Egilsstöðum, sem hefur gefið út tvær ljóðabækur, til að gera texta fyrir mig og einnig Friðrik Sturluson í Sálinni. Ég vildi ekki fá einhverja, „mig langar upp á þig“- texta heldur texta sem hefðu eitt- hvað að segja.“ Stígur ný spor Herbert segir að diskurinn, sem inniheldur sex ný lög og fimm eldri lög endurgerð, kallist á við safndisk sem hann gaf út fyrir fáum árum og heitir Faith og innihélt öll bestu lög Herberts á ensku. Herbert gefur út diskinn sjálfur eins og alla aðra diska sina. Hann segist gera það fyrst og fremst til að tryggja listræn yfirráð sín en ekki síður til að halda utan um fjárhags- hliðina. „Ég hef verið svo gæfusamur að selja alltaf upp í kostnað, 2800-3000 eintök. Ég fæ síðan fjölda verkefna i kjölfarið þannig að diskarnir gefa í raun meira af sér en söluna. Ég hef núna, eins og alltaf, lagt allt í þetta. Ég ætla næsta miðviku- dag að halda veglega útgáfutónleika í Islensku óperunni. Þar verða allir hljóðfæraleikarar sem komu fram á plötunni, bakraddir, strengjasveit úr Sinfóníunni, sérstakt ljósasjó og RÚV tekur allan konsertinn upp, bæði hljóð og mynd. Þetta verður stórkostlegt og er jafnframt í fyrsta skipti sem ég leyfi mér að halda svona veglega útgáfutónleika." Með svuntuna í Norrköping Árið 1996 var Herbert að vinna í ísbúð sinni við Drottninggatan í Norrköping þegar hann fékk upp- hringingu frá íslandi. Ungir piltar í Versiunarskólanum höfðu stofn- að aðdáendaklúbb Herberts Guð- mundssonar, HG-klúbbinn, og vildu fá hann heim til syngja á árshátið skólans. Herbert tók af sér svuntuna og flaug heim og sú heimkoma varð upphafið að því sem kalla má endurkomu hans i íslenskt tónlistarlíf. Síðan hafa verið stofnaðir fleiri aðdáenda- klúbbar í framhaldsskólum og nú síðast í Danmörku. Herbert vill taka fram að hann hafi ekkert hcift meö stofnun þessara klúbba að gera, heldur hafi þetta verið alger- lega sjálfsprottið framtak ungra manna og kvenna. „Síðan ég átti mína endurkomu 1996 hef ég verið að syngja fyrst og fremst fyrir unga fólkið og syng á samkomum í flestum menntaskól- um borgarinnar en þar eru dans- leikir kenndir við áttunda áratug- inn mjög vinsælir. Þetta gerir það að verkum að maður finnur að það er eitthvert vit í því sem maður er að gera og þetta gleður manns hjarta." Þrír menn ráða öllu Eitt það mikilvægasta sem tón- listarmaður hefur til þess að koma tónlist sinni á framfæri i kjölfar út- gáfu eru útvarpsstöðvar. Herbert segist vera með lög af sínum nýja diski i A-spilun á Rás 2 sem þýðir að lagið er spilaö nokkrum sinnum á dag. Sama daginn og þetta viðtal fer fram birtist í dagblöðum grein eftir kollega Herberts, Bubba Morthens, þar sem hann segir að íslensk tón- list sé kerfisbundið útilokuð á Bylgj- unni. Er þetta rétt? „Þetta er því miður rétt. Mér finnst sorglegt hvemig það eru þrír menn sem ráða því hvaða tónlist er spiluð á Bylgjunni. Ef einhverjum þeirra fellur ekki við mína tónlist eða fllar mig ekki persónulega þá fæ ég enga spilun og verð að sætta mig við það.“ Samkvæmt bestu heimildum DV er þetta þriggja manna ráð semn Herbert vísar til skipað þeim Bjama Arasyni söngvara, Ágústi Héðins- syni og ívari Guðmundssyni. Bylgjan er skrímsli „Ég er sniðgenginn á Bylgjunni algerlega en Útvarp Saga og Rás 2 hafa sinnt minni plötu mjög vel. Ég get ekki betur heyrt en að Skífu- menn séu hundóánægðir með það hvað þeirra plötur eru lítið spilaðar. í ljósi þess að Jón Ólafsson á bæði Bylgjuna og Skifuna finnst mér Bylgjan vera eins og skrimsli sem hefur snúist gegn eiganda sínum. Þetta er mjög asnalegt ástand þótt það sé áreiðanlega sniðugt að vera að spila tónlist eftir sjálfan sig með sjálfum sér allan daginn." Herbert reynir að útskýra fyrir mér hvernig grípandi lag eigi að hljóma, lag sem eigi skilið að kom- ast í A-spilun á góðum útvarps- stöðvum. Hann syngur hástöfum nokkur tóndæmi af nýja diskinum svo gengilbeinurnar á Borginni hrökkva í kút en Herbert færist i aukana eins og allir skemmtikraftar sem fá áheyrn. Líf miðaldra poppara Herbert segir að lif miðaldra Herbert segist vera útl í kuldanum á vissum stöðum. „Ég er sniögenginn á Bylgfunni alger- lega en Útvarþ Saga og Rás 2 hafa sinnt minni plötu mjög vel. Ég get ekki betur heyrt en aö Skífumenn séu hundóánægöir meö þaö hvaö þeirra þlötur eru lítiö sþilaöar. í Ijósi þess aö Jón Ólafsson á bæöi Bylgj- una og Skífuna finnst mér Bylgjan vera eins og skrímsli sem he fur snú- ist gegn eiganda sínum. “ poppara sé rólegt og reglusamt og ekki eins mikil óregla og áður hafi tíðkast. „Ég er svo mikill meðalhófsmað- ur að ég get vel fengið mér vínglas af og til án þess að þaö sé vanda- mál. Ég kynntist flestum vímugjöf- um sem eru í boði hér á árum áður en þeir tímar eru liðnir. Þeg- ar ég er að spila fyrir unga fólkið i dag sýnist mér það vera að mestu leyti eins og unga fólkið var áður nema tískan er önnur. Mín gæfa var sú að vera einn af fyrstu tón- listamönnum á íslandi sem gerði danstónlist, það er sú tónlist sem unga fólkið vill heyra. Dr. Gunni jarðaði mig Herbert segir að það versta sem komið geti fyrir einherja í tónlist, eins og hann er, sé að fá vonda og illa grundaða dóma. „Þegar ég gaf út Hollywood- diskinn fyrir nokkrum árum þá jarðaði dr. Gunni mig í gagnrýni sinni og rakkaði mig niður per- sónulega en var ekkert að íjalla um plötuna sjálfa. Þá tók Bubbi upp hanskann fyrir mig í útvarp- inu og það hafði sín áhrif á það að ég ákvað að fara að syngja á ís- lensku. Það vill verða í þessu litla landi að menn eru að fjalla um persón- una frekar en tónlistina." Herbert er 47 ára gamall sjálf- menntaður tónlistarmaður. Hvert stefnir hann með sína tónlist og hvar sér hann sig i lífinu eftir 10-20 ár? Hebbi og Tina „Hefurðu séð Tinu Turner? Hún er 63 ára gömul og hún er búddisti. Ég hef alltaf litið á mig sem Her- bert Guðmundsson og ég geri tón- list af því að mér flnnst gaman að því. Ég sé mig i svipuöum sporum eftir 10-20 ár. Ég vil halda áfram að ná sambandi við fólk gegnum tónlistina. Ég ferðast um allt land og þekki landsbyggðina betur en margir aðrir og sæki þangað orku mína. Ég verð eirðarlaus ef ég ferðast ekki reglulega.“ - En ertu flakkari eða pílagrím- ur? „Ég verð sennilega að segja að ég sé pílagrímur því fólk hefur miklu meiri tíma úti á landi en í Reykja- vík og ég fæ oft meiri tíma til að segja fólki frá búddismanum en ég kyrja alltaf á hverjum degi. Þannig er ég alltaf að útbreiða fagnaðarer- indið, hvort sem ég er að syngja eða selja.“ PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.