Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 27
LAUGARDAGIJR 24. NÓVEMBER 2001 DV 27 Helgarblað legu sjúkdómanna. Hvers konar sjúkdómur er þunglyndi? Þunglyndi er í besta falli sálarþjófur og í versta falli sálarmorðingi. En það eru ýms- ar leiðir færar til þess að koma þeim arma þjófi og morðingja undir lás og slá þar sem hann á heima. Margir eru þeirrar skoðunar að við sem þjáumst af þunglyndi séum í rauninni lítið annað en letingjar og mannleysur. Félagatal þung- lyndisklúbbsins ætti að nægja til þess að afsanna þá kenningu og kannanir sýna að yfir 70% þeirra sem haldnir eru sjúkdómnum eru í fullu starfi. Sumir eru á lyfjum og/eða í ein- hvers konar læknismeðferð, aðrir bíta á jaxlinn og staulast í gegnum lífið í sárri andlegri vanlíðan. Með nýjum lyfjum og þróuðum sálfræði- meðferðum ætti hver og einn að geta fundið aðferð við sitt hæfi til þess að losna úr klóm þunglyndis- ins. Hér segir frá leiðinni sem ég valdi og ferðalaginu sem ég tókst á hendur til þess að öðlast bata. Það var óvenjulegt og farartækið var mjög ólíkt öðrum farartækjum. Leiðin lá um eigin huga og sál og farkosturinn var köflóttur stóll sem staðsettur var í læknastofu númer ijörutíu og sex í Domus Medica. Ef himnaríki er til á jörðu er það í hjarta þess sem kynnist því að vera veikur og öðlast aftur bata. Líklega er við hæfi að hefja þessa frásögn árið 1976 þegar sumarnóttin fyrir utan stofugluggann minn var óvenju falleg. En það skipti engu máli. Gott ferðaveður aukaatriði Gott ferðaveður er aukaatriði þegar lagt er upp í síðustu ferðina. Á þessari stundu beindist athygli mín að vatnsglasinu og pilluboxun- um á stofuborðinu. í næsta herbergi sváfu eiginmaður minn og fallega sex ára dóttir mín, og höfðu ekki hugmynd um hvað ég ætlaði að gera. Þótt ég væri aðeins tuttugu og sex ára hafði ég komist að þeirri niðurstöðu að það besta sem ég gæti gert fyrir þau væri að hverfa héðan. Mánuðina á undan hafði ég drukkið í mig dánartilkynningar í Morgun- blaðinu og lesið minningargreinar af mikilli áfergju. Öfundað þá sem fengu að deyja og undrast sorg þeirra sem eftir lifðu. íhugað klass- íska staðhæfingu minningargrein- anna um konuna sem bjó manni sínum gott heimili og reyndist börn- um sínum góð móðir. Ég vissi að í mínu tilfelli voru það gróf ósann- indi. Lokaorð greinanna áftu betur við. Þau töluðu til mín, hátt og skýrt, og sannfærðu mig um rétt- mæti ákvörðunar minnar: „Drottinn gefi dánum ró og hin- um líkn sem lifa.“ Dofinn var þægilegur Ég gaf mér góðan tíma til þess að gleypa pillurnar. Líkt og ég vildi teygja á þessum síðustu augnablik- um ævinnar. Mér leið vel, ég var haldin undarlegri eftirvæntingu og tilhlökkun. Hyldjúpt myrkrið í sál- inni, sektarkenndin, skömmin, van- máttarkenndin og einmanaleikinn myndu brátt heyra sögunni til. Það eina sem var erfitt á þessari stundu var að hugsa til dóttur minnar. Ég neitaði mér um að standa upp og virða hana fyrir mér i síðasta sinn. Það var erfitt að kyngja öllum þess- um pillum. Á vélrænan hátt hélt ég áfram. Kyngdi pillu, drakk vatn, kúgaðist. Dofinn sem fylgdi var þægilegur. Hann blandaðist vel blý- þungri, koldimmri þreytunni. Bráð- um væri öllu lokið. Hvað fær unga konu í blóma lífs- ins til að taka svo hræðilega ákvörð- un? Líklega er hægt að lýsa því með einu orði: Örvænting. Ef eitt hundr- að þunglyndissjúklingar lýstu líðan sinni kæmu fram eitt hundrað mis- munandi svör því að hver og einn skynjar þunglyndi sem sitt einka- helvíti og á sinn eigin hátt. Svarta holan Margir hafa reynt að lýsa þessu helvíti með orðum þótt það sé í rauninni illmögulegt. Einhvern tím- ann las ég frásögn eftir karlmann heldur. Það er þvi algengt að fólk sé þunglynt án þess að nokkur hafi vit- neskju um það, hvorki hinn sjúki né hans nánustu. Þannig var því farið í mínu til- felli. Þegar ég vaknaði upp eftir sjálfsvígstilraunina fann ég hönd halda í mína og taldi að nú væri verið að leiða mig inn um hlið himnaríkis. En ég vissi að ég væri enn hérna megin landamæranna þegar ég opnaði augun og horfði beint í augun á pabba mínum. Úr augum hans las ég sársauka og spurninguna sem líklega allir for- eldrar spyrja sjálfa sig við slíkar að- stæður: „Hvað gerði ég rangt?“ Ég var of máttfarin til þess að segja honum hvað mér þætti vænt um hann og þakka honum fyrir að sitja hjá mér. Hann vissi ekki frek- ar en aðrir í fjölskyldunni hvernig mér leið. Að ég væri orðin þreytt á því að vera í sífelldri varnarstöðu gagnvart umhverfinu, að ég liíði í stöðugum ótta, að ég þyrði ekki að vera ein og þyrði heldur ekki að vera með öðrum. Að ég lifði í heimi sem væri eins og kolsvört hola og ég gæti aðeins einstöku sinnum kíkt upp úr henni og séð glitta i sólskinið fyrir utan en mér væri kippt þaðan jafnharðan aftur. Höndin hans pabba veitti mér löngu gleymda öryggiskennd. Ég átti erfitt með að halda augun- um opnum og ennþá erfiðara með að hugsa. En þarna, á milli svefns og vöku, áttaði ég mig á því að ég var ekki ein í heiminum. Ég hafði barist ein og ekki viljað trúa nein- um fyrir vanlíðan minni. Um leið og svefninn sótti á mig þrýsti ég hönd pabba. Ég hét því í huganum að hann skyldi aldrei aftur sjá mig í þessu ástandi. Ég áttaði mig á því að ég hafði gert rangt gagnvart öll- um þeim sem mér þótti vænt um. Staðreyndin er sú að til þess að koma í veg fyrir fordóma og alvar- lega fylgifiska þeirra er mikilvægt fyrir sjúklinginn og fjölskyldu hans að geta talað um þunglyndiö á opin- skáan og einlægan hátt. Til þess að bæta fyrir brot mitt ákvað ég að hefja ferðina löngu til bata. Það var viturlegasta og besta ákvörðun sem ég hef nokkru sinni tekið. sjúkdómnum deyja af eigin völdum og eflaust eru þeir miklu, miklu fleiri sem gæla við hugmyndina. Séð úr svartri holu er sjálfsvíg vænlegasta leiðin til þess að losna úr klóm sjúkdómsins. En valkost- irnir eru svo miklu fleiri og allir svo miklu betri. Mér heppnaðist sem betur fer ekki að binda enda á líf mitt og sú tilraun opnaði augu mín fyrir því að þunglyndi er sjúk- dómur en ekki sjálfskaparvíti. Hvað gerir maður sem haldinn er líkamlegum sjúkdómum? Auðvitað fer hann beina leið til læknis. En fordómarnir gagnvart geðrænum sjúkdómum torvelda mönnum leið- ina til geölæknis eða sálfræðings. Þess vegna velja margir hálfgerða Krýsuvíkurleið sem oft og tíðum liggur beint í kirkjugarðinn. Hvernig er hægt að tilheyra stórri, samheldinni fjölskyldu og leyna hana þessum hættulega sjúk- dómi? Það er leikur einn. Ein ástæðan er sú að hægt er að leyna þunglyndi með líkamlegum sjúk- dómum. Það er hægt að fela þung- lyndi með höfuðverk, bakverk, magaverk, hægðatregðu, síþreytu, svefntruflunum, andnauð og ótal fleiri líkamlegum einkennum. Við reynum að klæða sjúkdóminn í virðulegri, auðskiljanlegri og rétt- lætanlegri búning. Falinn sjúkdómur Fyrir um einni öld sagði góður maður eitthvað á þessa leið: Sorg sem ekki fær útrás í tárum kemur út tárunum á líffærum okkar. For- dómarnir sem fylgja þunglyndinu eftir eins og svartur skuggi gera mun auðveldara að viðurkenna höf- uðverk en að við sjáum ekki út úr augum fyrir svartri þoku. Þess vegna tekst svo mörgum þunglynd- issjúklingum að falla fyrir eigin hendi og skilja þá sem næstir þeim standa eftir í sárum með ótal brenn- andi spurningar á vörum. Fordóm- arnir valda því að fólk veit lítið sem ekkert um þennan sjúkdóm og gerir sér litla grein fyrir líðan þess sjúka. Það þarf heldur ekki feluleik til. Margir skilja ekki af hverju þessi mikla og alvarlega vanlíðan stafar. Við höfum það okkur til afsökunar að margir læknar átta sig ekki á því Helviti í hjartanu Ég er leikmaður þegar kemur að kenningum um þunglyndi. Reynsl- an gerir mér kieift að taka undir orð þess sem sagði: Ef helvíti er til á jörðu er það að finna í hjarta þunglynds manns. Það eru vissu- lega orð að sönnu. En einu megum Þórunn Stefánsdóttir Hún hefur sýnt mikinn kjark með því að skrifa opinskáa bók um baráttu sína við þunglyndi árum saman. sem sagðist hafa legið grátandi vegna þess að hann þorði ekki að fara fram úr rúminu. Áður en hann varð þunglyndur haföi hann stund- að fallhlífarstökk og ekki látið sig muna um að stökkva út úr flugvél í fimm þúsund feta hæð. Rithöfund- urinn William Styron lýsir því í bók sinni, Darkness Visible, hvernig grár hryllingur þunglyndisins taki á sig mynd líkamlegrar þjáningar sem á einhvern dularfullan hátt sé gjörsamlega á skjön við raunveru- leikann. Sársaukann sé engan veg- inn hægt að skýra á raunhæfan hátt eins og þegar um beinbrot er að ræða. Margir klúbbfélaganna hafa þannig reynt að lýsa einkennum þunglyndisins og jafnvel gefið því nafn, ef til vill í þeirri von að þeir sem næstir þeim standa skilji betur það ástand sem nefnist þung- lyndiskast. Shakespeare kallaði það „of stóran skammt af dapurleika (too much sadness), William Styron líkti ástandinu við „öskrgndi óveð- ur í heilanum (the howling tempest in the brain) og Churchill kaÚaði þunglyndi sitt „svarta hundinn". Ég kallaði þunglyndi mitt „svörtu hol- una“. Goðsögnin segir að þeir sem ekki séu færir um að klifra upp úr þess- um tilfinningalega forarpytti á eigin spýtur séu einfaldlega ekki nógu sterkir sem einstaklingar. En þung- lyndi hefur ekkert með persónu- leika að gera. Þunglyndi er einfaldlega sjúk- dómur, verri en margur annar. Ég leyfi mér aö kalla þann einstakling veikan sem haldinn er stöðugum dapurleika, hefur enga ánægju af því sem áður veitti honum gleði, hefur óhemjumikla eða alls enga matarlyst, getur annaðhvort alls ekki sofið eða sefur allan sólar- hringinn, er máttvana og þreyttur, hefur stöðuga sektarkennd, finnst hann einskis virði, á bágt með að einbeita sér og hugsar stöðugt um dauðann. Allt eru þetta einkenni þunglyndis og myndi margur frekar vilja fá vægt nýrnasteinakast. við ekki gleyma. Það er líka hægt að snúa þeim við og segja: Ef himna- ríki er til á jörðu er það í hjarta þess sem kynnist því að vera veikur og öðlast aftur bata. Ég er hvorki fyrsti né síðasti þunglyndissjúkling- urinn sem reynir að binda enda á líf sitt. Sjálfsmorð er algengur fylgifiskur þunglyndis og lýsir það ef til vill best hve sjúkdómurinn er alvarleg- ur. Fjölmargir þeirra sem þjást af Verið velkomin Kaffiveitingar Afmælisveisla í Ástund dagana 22.- 24. nóv. nk. Allar vörur með 25% afslætti* ásamt fjölmörgum sértilboðum. Kynnum nýjan Ástundarhnakk, 25% afmælisafsláttur.** Kynnum dýrasta hnakk á íslandi. Afmælisútgáfa í örfáum eintökum. ÁSTUflD Náttúrulegur lífsstíll *Gildir aðeins 22.- 24. nóv. y'' eða á meðan birgðir endast. **Einungis er 25% afsláttur af nýja Ástundarhnakknum en ekki af öðrum 25% afsláttur af öilum vörum Ástundarhnökkum. auk fjölmargra sértilboða. auk fjölmargra sértilboða. Háaleitisbraut 68 • Sími: 568 4240 • Fax: 568 4396 • e-mail: astund@mmedia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.