Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Side 28
28 Helgarblað LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 I>V Vigdís Grímsdóttir skrifar um mann sem varð ástfanginn af mynd og fór yfir hálfan hnöttinn í leit að fyrirsætunni: Mennirnir finna alltaf það sem þeir leita að „Eg hef aldrei haldiö aö ég væri þannlg manneskja aö allir kynnu vlð þaö sem ég geröi." en ég þekki til hans og sagan hans var rétt aö mér fyrir löngu. Ég hef geymt hana síðan og hún hefur vaxiö með mér. Þegar ég var komin út úr Þögninni þá gat leið- in ekki legið nema í eina átt. Og mig langar til að fylgja hans fólki áfram, það er svo stór hluti af mér ennþá að ég hvorki get né vil loka á það.“ - Eiga þá allar persónur bókar- innar lifandi fyrirmyndir? „Mjög margar." „Ég hef bara ekki þannig höfuö aö þaö taki viö hugmyndum ofan úr skýjunum." verið tekið afar vel, bæði hér heima og erlendis, þú hefur fengið öll helstu bókmenntaverðlaun ... „Ja, þær hafa nú verið umdeild- ar,“ maldar Vigdís í móinn. - Já, þær hafa vakið andstæðar tilflnningar, kannski einkum síð- asta bókin þín. „Það kom mér ekki á óvart,“ segir Vigdís. „Ég hef aldrei haldið að ég væri þannig manneskja að aliir kynnu við það sem ég gerði. Þó hefur mig auðvitað oft langað til að gera öllum til geðs, en skyn- semin segir mér að ég veröi aldrei þannig. Ég verð ekki hissa þó að fólk kunni ekki við bækurnar mínar en ég verð stundum hissa á hvað fólk getur verið agressíft. En ég verð líka hissa á hvað fólk er gott. Ég fæ ekki bara skot - ég fæ líka blóm og ávexti! Þannig er líf- ið.“ Keppnismórallinn nýr? - Hvað viltu segja að lokum um stöðu íslenskra bókmennta á líð- andi stund? „Er ekki ægilega gaman í ís- lenskum bókmenntum núna?“ spyr Vigdís á móti. „Mér finnst það. Ofsalega margt að gerast, eins og alltaf. Það er nú svo ein- kennilegt. Ég er að vísu ekki „Mað- ur er bara að reyna að miðla ákveðnum sannleika.“ - Bókunum þínum hefur Vigdís Grímsdóttir er handhafi Menningarverð- launa DV í bókmenntum. Þau hlaut hún í febrúar sl. fyrir skáldsöguna Þögnina sem kom út fyrir ári. Þögn- in er mikil bók og máttug en ekki neinn skemmtilest- ur, til þess sökkvir hún sér of djúpt ofan í sjúkt sálar- líf. í ár gefur Vigdís út bók sem getur vel flokkast und- ir skemmtilestur; marg- falda ástarsögu meö óvœntum endi sem hún nefnir Frá Ijósi til Ijóss og kemur út hjá Iöunni. Utan á bókinni er einstaklega vel heppnaö málverk eftir Línu Rut Wilberg af stúlku sem fœrist inn í Ijósið og sem dýpkar söguna á sinn hátt. sem hryggjast í sögulok geta glaðst yfir því að þeir fá að líkind- um að hitta þetta fólk aft- DV-MYNDIR BRINK Vigdís Grímsdóttir rithöfundur Líöur aldrei betur en þegar hún er að skrifa, ráöskast um í sinum eigin heimi. blaðinu fyrir ári sagðist hún loka ákveðnu skeiði með Þögninni - tímabili sem hún kallar „rauða tímabilið“. „Já, ég hef fundið mér nýja leið í þessari sögu. Það er komin ný öld og nýtt tímabil í skrifum mín- um.“ - Og hvað sérðu í þessu nýja tímabili? „Ljósið," segir Vigdís og brosir skelmislega. „Tímabilið sem ég er að kveðja hófst á Kaldaljósi og lýk- ur með nýju bókinni - um leið og hún er byrjun á nýju tímabili." - Hvemig kom þessi saga til þín? „Þetta er sönn saga - um mann sem varð ást- fanginn af mynd og setur sér það mark- mið að finna konuna á myndinni. Og hann fann það sem hann leitaði að. Mennirnir finna alltaf það sem þeir leita að. Ég hef ekki hitt þennan mann - Er það svo með bækurnar þín- ar yfirleitt? „Já, mun meira en ég hef kært mig um að segja frá. Maður fær hugmynd að grind úr veruleikan- um og vinnur utan um hana. Eða þannig vinn ég. Þvi ég hef bara ekki þannig höfuð að það taki við hugmyndum ofan úr skýjunum!" segir Vigdís og togar í svart háriö. - Eru þér þá sagðar sögur eða er þetta fólk sem þú þekkir? „Bæði og. Ég fæ sendingar frá fólki sem segir mér sögu sína og biður mig að koma henni á fram- færi. En þetta eru ekki hermisög- ur. Ég spinn minn skáldskap utan um sannan kjarna.“ Ekki erfitt aö skrifa - Hvað er erfiðast við að skrifa skáldsögur? Nú er frásagnarháttur þinn breytilegur frá bók til bókar - ertu álltaf viss um það strax hvemig eigi að segja söguna? „Efnið gerjast alltaf lengi innra með mér áður en ég byrja að skrifa," segir Vigdís, „og eftir að ég byrja að skrifa finnst mér ekkert erfitt. Stundum skrifar maður sögur frá byrj- un til enda, stundum út frá miðjunni, en ekkert af því er erfitt. Þetta gerist svo mik- ið af sjálfu sér. Mér líður aldrei betur en þegar ég er að skrifa, ráðskast um í mínum eigin heimi sem ég hef fengið meira og minna að láni frá öðr- um!“ - En þegar þú ert með í hönd- unum mannleg örlög eins og líf ísbjargar eða per- sónu eins og Lindu ömmu í Þögninni... „Sannleikurinn er aldrei erfiður," segir skáldið og sit- ur við sinn keip. „Þaö lifa margir í lygi og blekkingu í veruleikanum ..." öldruð en ég man ekki eftir nein- um tíma þegar ekki var gerjun í íslenskum bókmenntum. Eina nýj- ungin er þessi fótboltastemning. Keppnismórallinn. Var hann kannski alltaf? Mér finnst ekki gott að bókmenntimar verði ein- . hvers konar fótbolti. Það er hættu- legt. Rithöfundar eiga ekki að vera í leðjuslag, þeir eiga að vera kunningjar. Manni verður að þykja vænt um sínar samtíma- bókmenntir og samtímahöf- unda.“ - Ekki þó alla? „Jújú, alla,“ segir Vigdís einarðlega. „Ég er ekki endilega hrifin af þeim öllum. En mér þykir vænt um að fólk skuli fást við skriftir og skáldskap af því það skiptir máli.“ -SA Vigdís hefur verið meistari í þvi að skrifa um hið illa þannig að það verði áferðarfagurt og virðist jafnvel gott. Oft tekur lesanda langan tíma að átta sig vegna þess hvem- ig frásagnarhátturinn blekk- ir og breiðir yfir. Hún hefur sjaldan leyft okkur að slaka á heldur verður lesandi að vinna stöðugt alla bókina í gegn, hugsa, lesa milli lín- anna, lesa á móti textanum. En ekki virðast vera margar dökkar hliðar á lífinu í nýju bókinni - og þó lifir aðalper- sónan í blekkingu eins og svo margar persónm- Vigdís- ar. „Það lifa margir í lygi og blekkingu í veruleikanum," segir hún og brosir óræðu brosi, „en þeim getur liðið vel með það. Og það þarf jafnvel ekkert að vera svo slæmt þegar leyndarmálið kemst upp. Stúlkan Rósa í Frá ljósi til Ijóss er svo góð og yndisleg manneskja að hún tekur sinni uppgötvun áreiðanlega betur en ýmsar aðrar persónur í bókunum mínum.“ Sönn saga Frá ljósi til ljóss er kannski upphaf á þríleik, þannig að þeir ur - og aftur. Og þessi bók er ólík fyrri bókum höf- undar, það viðurkennir Vigdís. I við- tali hér í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.