Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Síða 31
31 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað DV-MYNDIR GVA Afsprengi íslenska siöferöisins „Ég hef ekki hitt raunverulegan Dagbjart," segir Magnús sem er þakklátur vinnuveitendum sínum fyrir einstakt umburöarlyndi og skilning. „Hann er afsprengi íslenska siöferöisins og ég held aö hann sé mjög raunveruteg persóna. Hugmyndir hans eru víöa lifandi þótt þær komi hvergi fram lengur nema í ákveönum þröngum karlahópum. Kvenfyrirlitningin er gott dæmi um þaö; þaö kemur enginn fram í fjölmiölum og talar illa um konur. Ég held þó aö þaö sé mjög algengt í sumum hópum karlmanna. “ Það er allt í lagi að hafa húmor - Magnús Guðmundsson og Sigurvegarinn „Mín mesta gæfa í líflnu er að vera hæfileikalaus. Ég hef aldrei skarað fram úr í nokkru sem álitið er eftirsóknarvert að státa af, hvort sem litið er til líkamlegs atgervis eða andlegrar reisnar. En þegar horft er á það sem almennt er talið til lasta þá ris ég upp úr meðal- mennskunni: er lygnari, feitari, gráðugri og svikuúi en nokkurt þessara aumu meðalmenna sem fæð- ast með afsökunarviprur á smettinu og lifa siðan og drepast án þess að sigra nokkru sinni annað en sig sjálf með þrotlausri sjálfsögun og afneit- un sem hefur aldrei gert neinum manni gott. Baráttan við svokallaða lesti þjónar í mínum huga aðeins einum tilgangi: að auka hlut ann- arra veikleika." Á þessum orðum söguhetjunnar Dagbjarts Þórarins- sonar hefst skáldsagan Sigurvegar- inn eftir Magnús Guðmundsson. Magnús er nýliði í hópi rithöfunda en hefur fengið afar góðar viðtökur gagnrýnenda og lesenda fyrir þessa frumraun sína. Afsprengi íslenska siðferðisisins „Persónan Dagbjartur kviknaði í huga mínum í byrjun janúar," segir Magnús. „Inngangur bókarinnar gefur tóninn fyrir persónuna; er eins konar manifestó Dagbjarts. Helstu eiginleikar hans eru þama, fyrirlitning á menningu og hinu op- inbera og síðast en ekki síst almenn mannfyrirlitning." Þetta gæti virst ansi harður dómur höfundar yfir eigin persónu en Dagbjartur, eða Daddi eins og hann er kallaður, er mjög einlægur í afstöðu sinni til lífs- ins. „Ég hef ekki hitt raunverulegan Dagbjart," segir Magnús. „Hann er afsprengi íslenska siðferðisins og ég held að hann sé mjög raunveruleg persóna. Hugmyndir hans eru víða lifandi þótt þær komi hvergi fram lengur nema í ákveðnum þröngum karlahópum. Kvenfyrirlitningin er gott dæmi um það; það kemur eng- inn fram í fjölmiðlum og talar illa um konur. Ég held þó að það sé mjög algengt í sumum hópum karl- manna.“ Dagbjartslykt af Kaupþingsmálinu Höfundar sem jólabókaflóðið hef- ur hrifið með sér reyna ýmislegt til að ná í björgunarhringi. Þeir troða upp á ótrúlegustu stöðum, gefa ótrú- legasta fólki bækur sínar við ótrú- legustu aðstæður og svo mætti lengi telja. Mismunandi er hvemig höf- undum tekst til við kynningu bóka sinna og hversu langt þeir teygja sig til að ná athyglinni. Eitt eftirminni- legasta almannatengslabragð sög- unnar er þegar amerískur tónlistar- maður gaf út plötu sem bar nafnið Marcel Marceau Greatest Hits. Plat- an var þögn með góðu klappi í lokin enda Marceau frægasti látbragðs- leikari heims á þeim tíma. Platan seldist eins og heitar lummur, komst á Billboard-listann og tónlist- armaðurinn stofnaði útgáfufyrir- tæki fyrir ágóðann. En komum okk- ur að efninu (!) sem er það að skömmu eftir að Sigurvegarinn kom út bárust fréttir úr fjármálaheimin- um að ungur Kaupþingsmaður hefði verið hnepptur í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa gerst helst til gráðugur. Magnús þvertekur fyrir að þetta sé almannatengslabragð í tengslum við bókina en viðurkennir að það sé „Dagbjartslykt af málinu. Þessar fréttir enduróma lífsstíl og manngerð Dagbjarts sem einkennist af botnlausri græðgi". „Hann er svo mikil dula“ Vegna frásagnarmáta bókarinnar sem er fyrstu persónu frásögn Dag- bjarts álíta margir að um sjálfshjálp- arbók sé að ræða. Magnús tekur undir það. „En þótt hún sé lögð upp sem slík veit ég ekki hvort fólk ætti að nota hana á þann hátt. Ég var að lesa upp í fyrirtæki fyrir skömmu og þegar ég hafði lokið mér af kom til mín kona og tjáði mér að hún vildi eignast þessa bók og gefa hana karl- manni sem hún þekkti: „Hann er svo mikil dula. Það vantar allan Dagbjart í hann,“ sagði konan sem vildi herða hann upp.“ Sumir hafa skilið Sigurvegarann sem ádeilu en höfundurinn segist ekki hafa hugsað það þegar hann hamraði á lyklaborðið. „Ég ætlaði ekki að deila á neinn ákveðinn hóp i samfélaginu; það þarf að setja sig á háan hest til þess. Ég vil ekki taka að mér sem höfundur að afhjúpa persónur mínar. Þær eiga að sjá um þaö sjálfar og Dagbjartur sér sjálfur um að afhjúpa siðblindu sína. Og það er til fullt af siðblindum mönn- um.“ Magnús lætur ekkert tækifæri ónýtt í að gera grín að kreddum við- skiptalífsins. „Sumar þumalputta- reglur sem notaðar eru í viö- skiptaumhverfinu og ganga upp í því eru jafnframt ótrúlega hlægileg- ar og heimskulegar þegar þær eru notaðar í öðru samhengi," segir Magnús og nefnir til sögunnar íþróttasálfræði. „Fólk hefur mjög ríka þörf fyrir að tilheyra hópi og eiga sér leiðtoga; sá þarf ekki að vera stórkostlegur andlegm- eða pólitískur leiötogi, getur þess vegna veriö sá sem maður lítur upp til í vinnunni eða í flugmódelklúbbnum. Fólk vill eiga sér hetju. Dagbjartur er hins vegar óvenjulegur að því leyti að hann sjálfur er eina hetjan í lífi hans. „Ég er hetja minna tíma,“ segir Daddi sem telur sig umkringd- an fávitum.“ Milli sendibréfs og samræðu Magnús segir að það hafi blundað djúpt i sér og lengi að skrifa bók. „Það hefur alltaf verið vandlega fal- inn draumur," segir Magnús. „Ég hef skrifað aðeins fyrir sjálfan mig en sleppti mér lausum í bréfasam- skiptum við vinahóp minn á Netinu. Ef maður hefur góðan tíma er gam- an að setjast niður og skrifa bréf með sögum eða litríkum lýsingum. Að þvi leyti er Netið frábær staður og form, mitt á milli sendibréfsins og samræðunnar. Maður er ekkert að hanga yfir þessu og segja fréttir af veðri og færð. Netið er svæði þar sem má leika sér endalaust meö texta og tala illa um vini sina upp í opið geðið á þeim ef svo ber undir. Dagbjartur er að mörgu leyti sprott- inn upp úr því yfirgengilega sem ég hef skrifað á Netinu." íslenskar bókmenntir eru oft mjög settlegar en það verður kannski ekki sagt um sögu Dagbjarts. „ís- lenskar bókmenntir eru að megninu til afskaplega virðulegar. Það er lögð gríðarmikil áhersla á stíl og tungu- mál. Margir hafa hins vegar bent á skort á íslenskum samtímabók- menntum á síðustu árum. Höfundar settlegra bókmennta leita mikið í fortíðina, sögu sína eða þjóðarinnar. Ég hef saknað þess að fá ekki bækur sem tengjast einhveiju sem er að gerast í dag og á morgun. Þess vegna er ég mjög þakklátur Kaupþings- drengnum, eða öllu heldur þakklát- ur þeim sem komu upp um hann.“ Stefnt á nýjan hóp „íslenskar bókmenntir eru stund- um kryddaðar með kímni sem heitir þá í auglýsingum „leiftrandi húmor“. Ég held aö margir séu þvi marki brenndir að vera hræddir við að vera grófir og groddalegir ef þeir vilja vera fyndnir. Fyrir mér þarf það sem er fyndið hvorki að vera hlaðið klámi né ofbeldi. Það er bara spuming um tóninn í textanum. Að- stæðurnar sjá um að gera hluti fyndna ef lesandinn hefur þann húmor. Þegar ég var að skrifa Sigurvegar- ann hugsaði ég um að það væri gam- an að ná til fólks sem les ekki mikið íslenskar bókmenntir. Með fullri viröingu fyrir lesendum og íslensk- um bókmenntum þá er stór hópur íslendinga sem er mjög skemmtileg- ur viðtökuhópur en ekki hefur verið höfðað til. Það er freistandi að sækja þangað." Magnús segist hcifa orðið var við að mjög misjafnt sé hvernig fólk les bókina og meltir. „Viðtökurnar hafa verið góðar en lesturinn greinilega ólíkur. Karlar hlógu upphátt og til- einkuðu sér kjafthátt Dagbjarts en konur hlógu frekar í hljóði og hugs- uðu með sér að það væri fullt af svona mönnum." Magnús og Dagbjartur „Ég bjóst ekki við svona góðri gagnrýni,“ játar Magnús. „Eftir að hafa talað við þá sem lásu bókina í handriti höfðum við smá-áhyggjur af þvi hvernig konur tækju henni. Ég hef verið heppinn að fá mjög hæfa gagnrýnendur sem sjá háðið í persónunni og hugmyndafræðinni þótt þeir hafi tekið ólíkan pól í hæð- ina.“ Magnús hefur verið í dálítið óvenjulegum aðstæðum með Dag- bjart; lenti til dæmis í því um dag- inn í útvarpsviðtali að þurfa ítrekað að neita þvi að vera sjálfur Dagbjart- ur. Og ekki nóg með það: „Eftir að ég las upp á útgáfuhátíð Forlagsins var mér sagt frá því að þrjár ungar konur úr samtökum kenndum við Brieti hefðu staðið upp undir lestr- inum og yfirgefið salinn. Þær hafa líklega hugsað að þarna væri kom- inn vondur maður að henda skít í konur og gerðu engan greinarmun á mér og Dagbjarti. En eins og vel les- inn femínisti sagði við mig þá er þetta nú „svosem allt í lagi. Þær eru ungar og ekki komnar að kaflanum um að húmor sé ókei“. En það er gaman að hrista upp í fólki. Það verður einhver aö vera sár.“ -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.