Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Side 33
33
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001
X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað
■ ■ ['l i'TiRi Ai iTd
Umsjón
Ragnar ingi
Aðalstelnsson
Án var mærin
undirkjóls
Vlsur þær sem hagyrðingar á ís-
landi hafa verið að leika sér að að
setja saman gegnum tíðina eru al-
veg ótrúlega misjafnar að innihaldi
og formi. Ég ætla að láta vera að
fullyrða um gæðin; það er nefnilega
afstætt hvað er góð vísa. Þar ræður
smekkur fólks og hann er eins mis-
jafn og mennirnir eru margir.
Og ekki eru þær allar gáfulegar
en skemmtilegar fyrir því. Eftirfar-
andi vísa er eignuð Tómasi Guð-
mundssyni:
Hárin mér á höfði rísa,
er hugsa ég um kærleik þinn.
Þetta er annars ágæt vísa,
einkum seinni parturinn.
Vísur hafa haft ýmiss konar hlut-
verki að gegna í samfélaginu. Nota-
gildi þeirra var ótvírætt fyrr á tím-
um þegar fólk varð að leggja á
minnið það sem í dag er hægt að
fmna í alls kyns uppsláttarritum.
Þá urðu til svokallaðar minnisvís-
ur. Sem dæmi um þekktar minnis-
vísur má nefna þessar tvær sem
hljóða þannig í endurgerð Þórarins
Eldjárns:
A Á B D, Ð E É
F G H I, í J K.
L M N O, Ó og P
eiga þar að standa hjá.
R S T U, Ú V næst
X Y Ý, svo Þ Æ Ö.
íslenskt stafróf er hér læst
í erindi þessi skrítin tvö.
Kerskni er eitt af því sem fylgir
vísnagerðinni. Islendingar hafa
alltaf haft gaman af kersknisvísum,
tviræðum og pínulítið ósvifnum. Til
er vísa eftir Sigurgeir Hilmar, leik-
ara og kennara, sem hljóðar þannig,
myndræn vísa sem þarfnast ekki
skýringa:
Án var mærin undirkjóls,
örlaði hvergi á fati.
Laugarvörður Lýsuhóls
lá á skráargati.
Og til eru níðvísur, gerðar í þeim
tilgangi einum að niðurlægja and-
stæðinginn. Einna frægast allra níð-
skálda var Bólu-Hjálmar. Hann orti
um mann sem hann átti í orðaskaki
við:
Þú ert Bergur kostaklúr,
kafinn hneisugreinum,
fúinn mergur örgum úr
artarleysisbeinum.
Þessi vísa er innrimuð af mikilli
kúnst, 2. bragliður 1. og 3. línu ann-
ars vegar og 2. og 4. línu hins vegar,
ríma saman.
Sumar vísur koma beint að hand-
an gegnum drauma eða einhvers
konar önnur dulræn tengsl. Þannig
segir sagan (sjá þjóðsagnasafnið Að
vestan) að eftirfarandi vísa hafi ver-
ið kveðin við Hjört nokkurn Jóns-
son á Gilsbakka. Þetta var á þeim
tíma þegar bændur áttu líf sitt und-
ir því að eiga nóg hey handa kind-
unum til að þær lifðu af veturinn.
Ef féð féll fór fólkið gjarnan sömu
leið.
Snjóa-vors á vökunóttum
voða fyrir hugann ber.
Fellishljóð í tómum tóttum
tryllir þann sem heylaus er.
í þjóðsögum má lesa fjölda frá-
sagna af kraftaskáldum eða ákvæða-
skáldum. Drauga-Brandur, öðru
nafni Galdra-Brandur, varð svo
þreyttur á mývarginum við Mývatn
eitthvert sumarið að hann orti:
Gylfi hæða galvaskan
gefi vind á landnorðan
með óveðri magnaðan
mývarginn svo drepi hann.
Ekki var að sökum að spyrja að
samstundis rak á norðanveður með
þvílíku frosti og kafaldi þama um
mitt sumar að fé fennti og króknaði
og tvær konur urðu úti. En mývarg-
urinn hvarf.
ria@ismennt.is
Ingibjörg Haraldsdóttir.
„Manneskja á mínum aldri, sem hefur
reynt aö fylgjast meö því sem gerst hef-
ur í heiminum undanfarna áratugi, og
þá sérstaklega síöastliöin tíu tuttugu ár,
getur ekki látiö eins og ekkert hafi
breyst. Margt af því sem viö trúöum á í
gamla daga hefur misst gildi sitt."
lensku. Þetta var honum slíkt hjartans
mál að ég gat ekki annað en hlýtt hon-
um. Hann hafði samband við Tran-
strömer sem tók þessu vel og sendi
mér ljóðabækurnar sínar auk nokk-
urra nýrri ljóða, óútgefmna. Ég settist
niður og las og svo fór ég að þýða.
Ljóðin hans höfðuðu mjög sterkt til
mín og þegar upp var staðið fannst
mér þetta hið ljúfasta verkefni.“
Ingibjörg er að vinna að ljóðabók en
síðasta ljóðabók hennar, Höfuð kon-
unnar, kom út árið 1995. Hún er einnig
að skrifa minningabók um bernsku
sína, en það verður fyrsta prósabók
hennar. „Mér hefur ekki gengið nógu
vel að skrifa prósa,“ segir hún. „Áður
en ég veit af er ég farin að stytta og út-
rýma orðum sem mér þykja óþörf.
Þegar upp er staðið er textinn ónýtur
vegna þess að hann er eins og beina-
grind. Ekki ljóð. Ekki prósi. Kannski
endar þetta með því að ég skelli þess-
um tveimur verkefnum saman i eina
ljóðabók."
Pólitíkin var
byltingarrómantík
Ingibjörg var um árabil formaður
Vináttufélags íslands og Kúbu, starf-
aði í Rauðsokkahreyfingunni og var
virk í pólitískri baráttu á vinstri
væng. Þegar hún er spurð hvort hún
sé enn jafn pólitísk og á árum áður
segir hún: „Tímarnir hafa breyst mik-
ið og svo breytist maður sjálfur. Ég er
alin upp við hugsjónir verkalýðsbar-
áttu, herstöðvaandstöðu og sósíalisma.
Sjálfsagt leit ég á mig sem pólitíska en
ég hef aldrei haft neinn sérstakan
áhuga á íslenskri flokkapólitík. Síð-
ustu árin hef ég verið að hugsa um
það hvort þessi pólitík mín hafi ekki
Sterkt og
gefandi samband
/ viðtali við Kolbrúnu
Bergþórsdóttur ræðir
Ingibjörg Haraldsdóttir,
skdld og þýðandi, um
vinnubrögð þýðandans,
skáldskap og pólitík.
Ingibjörg Haraldsdóttir, ljóðskáld og
þýðandi, fékk á dögunum verðlaun
Jónasar Hallgrímssonar á degi ís-
lenskrar tungu fyrir þýðingarstörf sín.
„Það er hátíðarblær yfir því að fá slik
verðlaun," segir Ingibjörg. „Mjög
skemmtilegt. Manni líður vel á sál-
inni.“
Ingibjörg hefur verið afkastamikill
þýðandi og er þekkt fyrir vandvirkni
sína. Hún segir að það sé tvennt sem
þýðandi verði að hafa að leiðarljósi
við störf sín: „Trúnaður við höfundinn
er mikilvægur, þýðandinn verður að
orða hugsun hans og leitast við að
halda stíl hans. Um leið er mikilvægt
að þýöandinn haldi trúnaði við ís-
lenska tungu, þannig aö þýðingarbrag-
ur sé ekki á verkinu. Þetta eru þau
markmið sem ég hef í huga þegar ég
þýði.“
Krefjandi starf þýöandans
Þegar Ingibjörg er spurð hvort
henni þyki starf þýðandans vanmetið
svarar hún: „Bæði og. Það er vanmet-
ið að því leyti að það er ekki nógu vel
borgað. En þegar vel tekst til með þýð-
ingar þá fá þýðendur hrós. Þeir bestu
fá lika sitt rými í bókmenntasögunni,
þar er þeirra getið. Starf þýðandans er
í mörgum tilvikum erfitt og krefjandi.
Maður þarf að hafa tíma til að vanda
sig, en því miður er raunin sú að þvi
meira sem maður vandar sig því
minna fær maður borgað, vegna þess
að það er greitt fyrir örkina. Af þeim
sökum freistast margir til að þýða
alltof mikið og hratt og ná ekki þeim
árangri sem þeir gætu náð með meiri
yfirlegu og vandaðri vinnubrögðum."
Það eru mörg einkennileg göt í þýð-
ingarsögu landsins og margir afburða
höfundar sem íslenskir lesendur geta
ekki nálgast öðruvísi en á erlendum
málum. Ingibjörg segir þó að staðan sé
mun betri nú en áður fyrr. „Síðustu
árin hafa komið þýðingar sem voru
löngu tímabærar og fengur er að.
Bókaútgefendur hafa miklu meiri
áhuga á þýðingum núna en þeir höfðu
áður en Þýðingarsjóður kom til. En
það er nokkuð erfitt við þetta að eiga.
Fyrst þarf að vera fyrir hendi góður
þýðandi úr viðkomandi máli og svo
þarf hann að hafa aðgang að útgefanda
sem hefur áhuga á að sinna þeim mál-
heimi sem þýðandinn hefur vald á.
Þetta samspil er ekki alltaf fyrir
hendi.“
Ætlaöi að verða kvik-
myndaleikstjóri
Sem ung kona ætlaöi Ingibjörg sér
að verða kvikmyndaleikstjóri og leik-
stýra myndum fyrir börn. í því skyni
fór hún til Moskvu áriö 1963 til að
læra kvikmyndagerð. „Ég gerði mér
óraunsæjar og skrýtnar hugmyndir
um framtíðina þegar ég var í þessu
kvikmyndanámi. Námið nýttist mér
ekki á þann hátt sem ég hélt að það
myndi gera. Síðan fór ég til Kúbu, fór
að vinna i leikhúsi, var aðstoðarleik-
stjóri og þar nýttist námið mér. Það
nýttist mér líka þegar ég kom heim og
skrifaði kvikmyndagagnrýni í Þjóð-
vOjann. Aðallega hefur þetta nám þó
nýst mér sem rússnesku- og bók-
menntanám. Það var mikill skóli að
búa í Moskvu og tala rússnesku á
hverjum degi í sex ár.“
Ingibjörg hefur þýtt fjölda bók-
menntaverka úr rússnesku. Þekktust
er hún fyrir Dostojevskí-þýðingar sín-
ar, en hún hefur þýtt öll frægustu verk
hans á íslensku. Hún segir að það sé
ein bók hans sem sig langi sérstaklega
til að þýða. Það er Fjárhættuspilarinn
og hana ætlar hún að þýða einhvern
tíma í framtíðinni. „Mér þykir vænt
um margar þýðingar mínar, eins og til
dæmis á verkum Tsjekhovs og Búlga-
kovs en ég held að Dostojevskí sé efst-
ur á blaði hjá mér. Það er svo margt
að gerast í bókum hans. Höfundurinn
er alvitur en það eru margar hliðar á
honum. Maður er alltaf í sterku og gef-
andi sambandi við hann.“
Skipað að þýða Tranströmer
Þetta árið þýðir Ingibjörg ekki úr
rússnesku heldur úr sænsku. Það er
ljóðabókin Sorgargondóll og fleiri ljóð
eftir Tomas Tranströmer. „Það hvarfl-
aði ekki að mér að ég ætti eftir að
þýða úr sænsku. Ég kann hana eins og
fólk af minni kynslóð kann Norður-
landamálin og hef notað hana talsvert
í tímans rás, en ég er ekki mikill
sænskufræðingur,“ segir Ingibjörg.
Það var ungverskur þýðandi Ingi-
bjargar sem kynnti hana fyrir ljóðum
Tranströmers. Hann var að þýða ljóð
Ingibjargar á sama tíma og hann vann
að þýðingu á ljóðum Tranströmers.
„Meðan hann var að þýða ljóð mín
vorum við í tölvupósts- og símasam-
bandi og hann var að bera undir mig
eitt og annað. Allt í einu fékk hann þá
hugmynd að ég væri rétta manneskjan
til að þýða Sorgargondólinn á ís-
verið einhvers konar rómantík; bylt-
ingarrómantík sem átti mjög vel við
árin sem ég var á Kúbu, og kannski
hvergi annars staðar. Samt er þetta
ekki alveg svona einfalt vegna þess að
ég starfaði í Rauðsokkahreyfingunni
og þar vorum við vitaskuld
kvennapólitískar. Það sem ég er að
segja þér er að ég get varla talist vera
ílokkspólitískur íslendingur og hefði
örugglega aldrei farið á þing.“
Finnst þér pólitík eiga heima í skáld-
skap?
„Það fer alveg eftir því hvernig hún
er i skáldskapnum. Ég held að talsvert
af mínum skáldskap flokkist undir það
að vera pólitískur á einhvem hátt, en
samt hefur mér aldrei tekist að yrkja
baráttuljóð. Ég reyndi það hér áður
fyrr, en það tókst ekki. Manneskja á
mínum aldri, sem hefur reynt að fylgj-
ast með því sem gerst hefur í heimin-
um undanfama áratugi, og þá sérstak-
lega síðastliðin tíu tuttugu ár, getur
ekki látið eins og ekkert hafi breyst.
Margt af því sem við trúðum á í gamla
daga hefur misst gildi sitt.“
Finnst þér þaó erfltt?
„Nei. Það þýðir ekkert að velta sér
upp úr slíku, mannkynssagan verður
að hafa sinn gang. En þótt tímarnir
breytist er ekki þar með sagt að hug-
sjónin um betri og réttlátari heim sé
endanlega dauð, hún á örugglega eftir
að skjóta upp kollinum á ný.“
Lokaspumingin er sú hvort ekki sé
erfitt að lifa af ritstörfum á íslandi:
„Ég var svo heppin i fyrra að fá
þriggja ára starfslaun, þannig að ég
hef þær fóstu tekjur. Svo fær maður
borgað fyrir verk sín. Þetta bjargast.
Maður lifir engu kóngalifi en það er
allt í lagi. Þetta er það verksvið sem ég
valdi mér og ég sé ekki eftir því.“