Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Síða 35
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001
DV
35
Helgarblað
við hann á fömum vegi.“
- Hittirðu konungsfjölskylduna
oft?
„Kannski ekki oft. En við hitt-
umst reglulega nokkrum sinnum á
ári. Við hittumst á jólunum og í af-
mælum og svo kannski við einstök
önnur tækifæri. Jólaboðin eru
mjög skemmtileg og notalegar sam-
verustundir. Viö verðum til dæmis
með konungsfjölskyldunni núna á
jólunum á Konungssetrinu uppi á
Holmen Kollen. Við hlökkum að
sjálfsögðu til þess.“
Jól með konungsfjölskyld-
unni
- Lýstu fyrir okkur jólaboði með
konungsfjölskyldunni.
„Þau eru nákvæmlega eins og
hjá flestum fjölskyldum. Við göng-
um í kringum jólatréð og allir
syngja. Það eina sem er kannski
svolítið öðruvisi er að prinsessa
Marta Louise er betri söngkona en
gengur og gerist meðal almenn-
ings. Hún hefur nefnilega sungið í
„gospelkór". Það getur því verið
erfltt að fylgja henni í söngnum.
Síðan er sest að borðum og þá er
framreiddur heimsins besti
möndlugrautur. Það er eitthvað
það besta sem ég veit um.“
- Eru systkinin Hákon og Marta
Louise bæði feiknavinsæl meðal
þjóðarinnar þrátt fyrir að vera
ansi ólík?
„Þau eiga það sameiginlegt að
vera einstaklega einlægar mann-
eskjur. Hákon er mjög alvörugef-
inn hversdaglega en er síðan mjög
skemmtilegur í samræðum. Þá
leikur hann á als oddi. Marta Lou-
ise er aftur á móti mjög glaðlynd
og hörkudugleg stelpa. Það er alltaf
eitthvert fjör í kringum hana.“
Metta Marit einstök stúlka
- Það hefur ekki verið mikil
lognmolla kringum konungsfjöl-
skylduna síðasta hálfa annað árið.
Ekki hefur farið hjá því að fjöl-
skyldan, og þið sem standið henni
nær, hafi orðið áþreifanlega vör
við kjaftaganginn og jafnvel árásir
á Mette Marit eftir að ljóst varð að
hún stóð í sambandi við Hákon
prins?
„Nei, nei. Auðvitaö urðum við
vör við það eins og allir I landinu.
En við ræddum þetta aldrei neitt
sérstaklega. Maður hugsaði að
sjálfsögðu oft til hennar og reyndi
að setja sig í hennar spor og sjá
fyrir hvernig ég sjálf brygðist við
undir svona álagi. Þegar við hitt-
um Mette Marit spjölluðum við
bara um daginn og veginn reynd-
um aö láta henni líða vel í návist
okkar. Að sjálfsögðu hughreystum
við hana þar fyrir utan, ekki bara
út af árásunum í blöðunum heldur
vegna þess hlutverks sem hennar
beið sem krónprinsessa. En kon-
ungsfjölskyldan er mjög samhent
og þau stóðu vel við bakið á Mette
Marit allan tímann. Hún er einstök
stúlka, sérstaklega elskuleg og ég
held að allir geti nú séð hve sterk
hún í raun er eftir aö hafa farið
brosandi í gegnum þetta erflða
tímabil."
Ævintýrabrúðkaupið
- Þú varst í brúðkaupi aldarinn-
ar I Noregi þegar Hákon krónprins
og Mette Marit voru gefin saman.
Það eitt hlýtur að vera ævintýri
fyrir íslenska stúlku að vera boðin
í konunglegt brúðkaup.
„Að sjálfsögðu var þetta mikið
ævintýri. Ég á aldrei eftir að lenda
í slíku brúðkaupi aftur. Ekki nema
ég verði svo eldgömul að ég verði
við brúðkaup barnanna þeirra. En
það var ekki bara sjálf vígslan í
kirkjunni sem var skemmtileg.
Það var óskaplega gaman að sjá
alla sem þarna voru saman komn-
ir i veislunni á eftir. Þarna voru
kóngar og drottningar og aðrir
þjóðhöfðingjar ásamt fólki af al-
múgaættum. Þessu var öllu bland-
að saman og raðað til sætis af mik-
illi skipulagningu, þannig að allir
gætu haft það sem best í veisl-
unni.“
- Þannig að þú hefur skemmt
þér með öllum þjóðhöfðingjum álf-
unnar á einu bretti?
„Já, já. Það var mikið af sliku
fólki í veislunni. Ég fékk tækifæri
til að heilsa upp á forseta íslands,
Ólaf Ragnar Grímsson, og heit-
konu hans. Það fannst mér mjög
skemmtilegt. Mér fannst Dorrit
miklu glæsilegri og fallegri í raun-
veruleikanum en á myndum og
það var gaman að heyra að hún er
að læra að tala íslensku. Við töluð-
um saman á móðurmálinu mínu.“
Hrifnari af Grænlandi
- En þú hefur sjálfsagt spjallað
viö fleiri þjóðhöföingja en Ólaf
Ragnar. Þú verður að svala for-
vitni okkar um hver fyrirmenni þú
áttir orðastað við?
„Ég hitti Friörik, prins í Dan-
mörku. Hann var svaramaður Há-
konar í brúðkaupinu. Hann sagði
mér að hann heföi verið á íslandi.
Hann lét mjög vel af skemmtanalíf-
inu í Reykjavík og sagði mér góðar
sögur af því. En það var ekki jafn
skemmtilegt fyrir mig, íslending-
inn, að heyra allt sem hann sagði
því hann sagði að sér litist betur á
Grænland en Island. En hann lét
mjög vel af íslandi og talaði já-
kvætt um landið. Honum finnst
bara Grænland vera „toppurinn!".
Svo hitti ég prinsessumar frá Sví-
þjóð. Þær eru mjög viðkunnanleg-
ar stúlkur, hlýjar og skemmtilegar
að tala við. Annars er maður ekk-
ert að tala við alla sem maður hitt-
ir í svona veislum. Maður bara rétt
heilsar upp á fólk.“
- Einhvern veginn finnst manni
að það sé mikill vinskapur á milli
konungsbarnanna hérna í ná-
grannalöndunum. Eru einhver
tengsl á milli þeirra fyrir utan
svona opinberar athafnir?
„Já, það er það. Það eru mjög
náin tengsl og vinskapur á milli
prinsanna og prinsessanna. Þau
hittast reglulega og eru þá nánast
eins og ein fjölskylda.
- Þegar þú hugsar til baka, til
brúðkaupsins. Hvað fannst þér þá
standa upp úr á þessum stóra degi?
„Það er aðallega tvennt sem
verður mér minnisstætt. í fyrsta
lagi þegar að sjálfri giftingunni
kom í kirkjunni og biskupinn
spurði Mette Marit hvort hún vildi
eiga Hákon fyrir eiginmann. Um
leið og hún hafði svarað, ,já“, þá
heyrðust fagnaðarlætin í þeim sem
biðu fyrir utan kirkjuna. Þar voru
mörg þúsund manns sem fylgdust
með athöfninni í hátalarakerfi sem
var fest utan á kirkjuna og það var
bara eins og væri verið að fagna
einhverri poppstjörnu á tónleikum
eða marki í fótbolta um leið og jáið
heyrðist. Maður fann þá svo vel
hvernig Norðmenn fögnuðu Mettu
Marit og samglöddust henni eftir
allt sem hún hafði gengið í gegn-
um. Það fór óneitanlega tilfinn-
ingastraumur í gegnum mann þá.
Svo veröur það líka alltaf minnis-
stætt þegar við ókum eftir Karl Jo-
hann, frá kirkjunni til hallarinnar,
að sjá allt fólkið sem var mætt með
fram götunni og fagnaði með fán-
um, ekki bara brúðhjónunum og
konungsfjölskyldunni heldur
hverjum einasta gesti sem kom út
úr kirkjunni og ók til haUarinnar.
Þetta er ógleymanlegt."
Alexander hrifinn
af Islandi
- Þú sagðir mér áðan að þú gæt-
ir varla hugsað þér að flytja aftur
til íslands í bráð en að maðurinn
þinn heföi kannski meiri áhuga á
íslandi en þú sjálf?
„ Alexander er mjög hrifinn af ís-
landi og getur vel hugsað sér að
búa þar. En það er alveg rétt að ég
er ekkert á leiðinni heim, að
minnsta kosti ekki alveg á næst-
unni. En við reynum að taka okk-
ur gott frí einu sinni á ári og ferö-
umst þá til íslands. Við sendum
gjaman bOinn á undan okkur með
skipi og ferðumst svo um allt land-
ið. Við förum mikið upp á hálend-
ið og keyrum þar um. Það er ís-
lenska náttúran sem heillar Alex-
ander og það svo mikiö að hann
gæti vel hugsað sér að búa á ís-
landi og starfa að ferðamálum."
-GÞÖ
Alexander Ferner.
Þessi aöalborni tengdasonur íslands er afar hrifinn af landi og þjóö og hefur
aö sögn Margrétar lýst yfir áhuga sínum á aö fiytja til ísiands.
1?
Michael Jackson
Honum gengur
ekki vel aö selja
nýju plötuna og
Michael Jackson:
Ræður ekki við
Britney
Það eru ekki auð-1
veldir dagar hjá fyrr-
um undrabarninu
Michael Jackson
þessa dagana. Hann
er nýlega búinn að
gefa út hina lang-
þráðu nýju plötu |
sína, Invincible, sem
þýðir reyndar ósigr-
andi. Jackson hefur
ef til vill reiknað með
því að heimsbyggðin hefur ekki roö viö
gervöll myndi Britney Spears.
skokka út í búð og “
kaupa diskinn en sú hefur ekki orðið
raunin. Salan hefur verið dræm fram að
þessu og enn hefur platan ekki komist i
efsta sæti vinsældalista. Britney Spears
er að gefa út nýja plötu um þessar
mundir og hún veður langt fram úr
poppgoðinu með sölutölum sínum.
Eins og það sé ekki nóg náði Jackson
fyrstu vikuna eftir útkomu plötunnar
ekki að selja nema helming á við það
sem systir hans, Janet Jackson, seldi
þegar hennar plata kom út. Þær fréttir
að Jackson hefði lokað sig inni og verið
síðan fluttur á sjúkrahús vegna ótta við
að vera sýktur af miltisbrandi reyndust
ekki vekja jákvæða athygli á söngvaran-
um sem er fyrir rómaður vegna sótt-
hræðslu sinnar og hefur varla sést
grímulaus á almannafæri í nokkur ár.
Það sem gerir talsmönnum Jackson
erfitt fyrir að segja þessar fréttir upp-
spuna frá rótum er að heimildarmaður
fjölmiðla er vinur Jacksons, Uri Geller,
en það vakti heimsathygli þegar
Jackson var svaramaður í brúðkaupi
Gellers i fyrra.
Robert Downey jr:
Þurr með nýja
kærustu
Hinn frægi leik-
ari, Robert Downey
jr, var mikið í frétt-
um í sumar þegar
honum var ekiö
koldópuðum nánast
beint af tökustað í
lögregluvernd í
meðferð vegna
stjórnlausrar kóka- Robert Downey
ínfiknar. Nú er Hann er ekki
hægt að segja gleði- bara kominn úr
tíðindi af framgangi meöferö heidur
þeirra mála því Ro- hefur hann eign-
bert er kominn aft- ast nýja kærustu.
ur úr vel heppnaöri ————
meðferð, skráþurr og skýr í kollinum.
Hann hefur ekki setið alveg auðum
höndum því heyrst hefur að hann sé
búinn að fastna sér nýja kærustu. Sú
starfar sem blaðafulltrúi og heitir
Kristy Bauer Jordan. Það þarf all-
nokkra bjartsýni til þess að takast á
við verkefni eins og Downey því hann
hefur farið í margar meðferðir um
dagana sem engar hafa borið varan-
legan árangur.
ÍSHERRANN
eftir Jennifer Niven
Árið 1913 stóð landkönnuðurinn Vilhjálmur Stefánsson
fyrir metnaðarfullum leiðangri norður í íshaf, 17. júní
það ár lagði skipið Karluk upp frá Kanada. Sex vikum
síðar var heimsskautsveturinn skollinn á, skipið teppt
í ís og leiðangursstjórinn á bak og burt.
í fimm mánuði hraktist skipið um Norður-íshafið áður
en það brotnaði og sökk. Áhöfn og leiðangursmenn
urðu þar með skipreika á ísnum um miðjan vetur og
við tóku ótrúlegir hrakningar þar sem innsta eðli hvers
ogeins sýndi sig.
Með því að nýta sér dagbækur skipbrotsmannanna
hefur Jennifer Niven tekist að endurskapa atburðarrás
þessa afdrifaríka leiðangurs og örvæntingarfullar
tilraunir skipbrotsmanna til að komast heim úr auðnum
norðursins. Þeir sem komumst lífs af urðu aldrei samir.
Þessi kynngimagnaða mannraunasaga lætur engan
ósnortinn.
ULliIiH
PP FORLAG