Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Side 48
56
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV
Nótt eina í lok nóvember áriö 1981 gerðust þau stórtíðindi í íslenskri fjölmiðlun að síðdegisblöðin Dagblaðið og Vísir sameinuðust:
Nóttin þegar DV fæddist
Hart blaðastríð var háð á dag-
blaðamarkaöinum í tveim samliggj-
andi og áfostum iðnaðarhúsum við
Síðumúla í Reykjavík á áttunda ára-
tugnum og fram á þann níunda. Vís-
ir, elsta blað landsins, og Dagblaðið
- DB, sem var eins konar afsprengi
Visis, höfðu keppt um fréttirnar í
rúm 6 ár og má fullyrða að almenn-
ir blaðalesendur höfðu nokkurt
gaman af að gera samanburð á þess-
um hressilegu blöðum. Bæði stát-
uðu af hæfum og metnaðarfullum
blaðamönnum sem aldrei gáfu
þumlung eftir í starfi sínu og kunnu
því illa að missa af frétt. Blöðin
voru skemmtileg aflestrar og sala
þeirra með miklum ágætum. Á
mánudaginn eru liðin tuttugu ár
síðan blöðin tvö sameinuðu krafta
sína og til varð DV.
Það var að morgni fimmtudagsins
26. nóvember 1981 sem það barst út
til almennings á öldum ljósvakans
að keppinautarnir tveir heföu fallist
i faðma nóttina áður. Þetta kom á
óvart því milli blaðanna og starfs-
manna þeirra höfðu ekki verið
miklir kærleikar. En Vísir og DB
voru nú orðin að einu síðdegisblaði
sem í fyrstu kallaðist Dagblaðið og
Vísir. Stríðinu var lokið - DV var
orðiö til.
Keppinautar sameinast
Blaðamenn sem mættu til verka
eldsnemma þennan morgun, fyrst
iþróttafréttamenn og fréttamenn í
erlendum fréttum, áttu varla orð til
að lýsa þeirri miklu frétt sem blasti
við þeim á vinnustaðnum - tvö síð-
degisblöð voru orðin að einu blaði -
keppinautar orðnir samherjar. Blað
dagsins var að mestu tilbúið í prent-
smiðju og verkefni morgunsins með
nokkuð óvenjulegum hætti. Ljóst
var að breytingar yrðu á högum
starfsmanna allra deilda hins nýja
útgáfufyrirtækis, Frjálsrar fjölmiðl-
unar hf. Menn ræddu við yfirmenn
sína og voru boðnir velkomnir á
nýtt blað.
Fréttamenn í fréttum
Þeir sem tóku þátt í næturstarf-
inu voru hvattir til að láta ekki leka
út hvað var að gerast. En um morg-
uninn, þegar blaðamenn tóku að
hringja út eftir fréttum, var óhjá-
kvæmilegt að kynna blaðið: „Þetta
er á Dagblaðinu og Vísi,“ sagði
Kristján Már Unnarsson, ungur
fréttamaður nýja blaðsins, þegar
hann hringdi í Karphúsið til að ná í
frétt af gangi samningaviðræðna
sem þar voru í gangi. Þetta snerist
upp í að Kristján Már þurfti aö
segja fréttimar en verkfallið féll í
skuggann um sinn.
Eitt blaö úr tveim
Táknræn mynd sem Gunnar V. Andrésson tók og notuö var á jótakort nýja
biaösins. Taurullan gamia á Árbæjarsafninu sýnir hvernig eitt biaö veröur til
úr tveimur.
En Jónas sagði mér í stuttu máli að
búið væri að sameina blöðin. Hann
sagði mér að vinna áfram eins og
ekkert hefði í skorist. Ég var varla
vaknaður; það tók mig nokkrar
mínútur að átta mig á þessu. Sam-
starfsmennirnir voru líka eins og
spurningarmerki," sagði Kristján
Már Unnarsson, fyrrverandi sjón-
varpsfréttamaður á Stöð 2. Hann
segist hafa grun um að yfirmenn
blaðanna hafi ekki síður verið
hissa, sameiningunni var skellt svo
snögglega á.
Ritstjórar vissu seint um
sameininguna
„Þetta bar mjög óvænt upp. í
raun og veru hafði ég enga vit-
neskju um að þetta stæði til fyrr en
daginn fyrir breytinguna. Þetta var
dramatískur tími og það þurfti að
vinna að þessari breytingu sólar-
hringinn út, hanna blaðið upp á
nýtt, ákveða efnið, ákveða verka-
skiptingu og það þurfti að brjóta
vegginn milli blaðanna," sagði Ell-
ert B. Scram sem var ritstjóri Visis
á þessum tíma. „í rauninni vissi
enginn um þetta utan þeir sem réðu
ferðinni, við ritstjóramir einhvem
tíma seinnipart dagsins, og við
þurftum að halda eftir því fólki sem
þurfti að koma verkinu áleiðis um
kvöldið og nóttina og fram á morg-
un. Við Jónas Kristjánsson hittumst
heima hjá honum og fórum yfir smá
atriði jafnt sem stór í allri þessari
framkvæmd."
„Ég kom fimm mínútur yfir átta
upp á ritstjórnina og var kallaður
inn til Jónasar ritstjóra. Ég bjóst
við að fá bágt fyrir að vera of seinn.
DAGBIAÐIÐ&VÍSm
Dígblðdiö og Visir reriti eítt:
ogstærra
blað á markaðinn
Fyrsta forsíöan
Á fimmtudagsmorgni iá fyrir prentaö
nýtt blaö meö blaöhausnum Dag-
blaöiö & Vísir. Forsíöan er tileinkuö
sameiningunni og á mynd Bjarnleifs
má sjá „hressa menn eftir samein-
ingu“, Jónas Haraldsson, Svein Þor-
móösson Ijósmyndara, Ellert B.
Schram, Magnús Ólafsson út-
litsteiknara, Sæmund Guövinsson,
Jónas Kristjánsson og Hilmar
Karisson.
Ný ritstjórn á nýju blaöi
Hiuti af ritstjórn Dagblaösins og Vísis, DV, kemur saman í svoköiluöum „potti" Vísismegin í Síöumúlanum aö morgni
fimmtudagsins 26. nóvember. Lengst til hægri á myndinni er Ellert B. Schram, ritstjóri frá Vísi, honum á hægri hönd
er Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaösins, síöan Bjarnleifur Bjarnleifsson Ijósmyndari (DB), Axel Ammendrup blaöa-
maöur (V), Jóhanna Sigþórsdóttir blaðamaöur (V), Jóhanna Birgisdóttir blaöamaöur (DB), Sigmundur Ernir Rúnarsson
blaðamaöur (V), úti í horninu sér í Kristján Má Unnarsson blaöamann (DB) og Franziscu Gunnarsdóttur blaðamann
(DB). Þá kemur Jónas Haraldsson aöstoöarfréttastjóri (DB), Gunnar Andrésson Ijósmyndari (V) og Herbert
Guömundsson blaöamaöur (V).
Sæmundur Guðvinsson var
fréttastjóri á Vísi. Hann segir að
þeir Heklubræður, Ingimundur og
Sigfús, sem voru meðal eigenda að
Reykjaprenti hf. sem gaf út Vísi,
hafi komið um kvöldið á ritstjóm-
ina og sagt hvað til stæði. Indriði G.
Þorsteinsson stjórnarformaður
hefði áður spurt hann hvar yrði
hægt að ná í hann um kvöldið. Síð-
ar hefði Ellert ritstjóri beðið sig að
vera í námunda við símann. Um
kvöldið var mannskapurinn ræstur
út til verka - það átti að gefa út nýtt
dagblað.
Viöræður í verkfalli
Tvö síðdegisblöð í Reykjavík
þótti kannski fullmikið af því góða
að sumra mati og reyndar þótti
mörgum blaðakostur landsins í
heild sinni nokkuð stórvaxinn. Sex
dagblöð komu út í Reykjavík um
þessar mundir þegar Alþýðublaðið,
Tíminn og Þjóðviljinn komu á
morgnana ásamt Morgunblaðinu.
Þó var það svo að hvorugt síðdegis-
blaðanna var í dauöanum vegna
peningaleysis. Forystumenn blað-
anna vissu hins vegar að fram und-
an var mikil og dýr tæknibylting,
tölvutæknin, sem óhjákvæmilegt
var aö takast á við. Um þetta leyti
Sögulegt gat
Aðfaranótt fimmtudagsins var
sem sé unnið hörðum höndum af
dágóðum hópi manna að samein-
ingunni í húsakynnum Dagblaðsins
í Síðumúla 12 - það var býsna flók-
ið mál að skipuleggja störf tveggja
ritstjóma, fella þær saman í eina og
búa til nýtt blað úr tveim. Útkoman
fyrsta daginn var að sjálfsögðu tals-
vert skondin: Vísissíður og DB-sið-
ur í bland; útlit sem vissulega var
ekki til fyrirmyndar en átti auðvit-
að eftir að batna næstu daga og vik-
ur. Múrbrotsmenn mættu á laugar-
dagsmorgni til að opna milli blað-
anna í Síðumúla 12 og 14 og þar
með var komið sögulegt gat milli
fyrri keppinauta.
Jónas Haraldsson, aðstoðarrit-
stjóri DV, mætti síðla kvölds til
fundar við nafna sinn, Kristjáns-
son, og hitti þá jafnframt fyrir Ell-
ert B. Schram, ritstjóra úr herbúð-
um Vísismanna. Þá kom i ljós
hvers kyns var. Ritstjórarnir töluðu
um sameininguna sem hinn sjálf-
sagða hlut.
Um nóttina var fyrsta tölublaðið
af Dagblaðinu og Vísi búið til og
sent í pressuna: stórt blað, blanda
beggja blaðanna. Hilmar Karlsson
blaðamaður var útlitsteiknari Dag-
Óli haföi varla undan
Dagblaöiö & Vísir vakti verulega athygli og Óli blaöasali haföi varla undan.
Þarna eru Gunnar Sigurösson, starfsmaöur Sameinaöa, starfsmaöur á póst-
húsinu og borgarfulltrúinn Sjöfn Sigurbjörnsdóttir aö fá blaöiö viö
Reykjavíkurapótek.
börðu blaðamenn ritvélar og aðeins
hluti þeirra var með rafmagnsvél-
ar. Dagblaðið hafði forystu í sam-
keppni blaðanna og gaf út 26-27
þúsund eintök daglega undir stjóm
Sveins R. Eyjólfssonar útgáfustjóra.
Hörður Einarsson, sem var fram-
kvæmdastjóri Vísis, segir Vísi hafa
verið aðeins minna en DB en mikið
hefði dregið saman með þeim.
Tildrög þess að Vísir og DB sam-
einuðust þessa örlaganótt voru þau
að blöðin voru komin úr enn einu
prentaraverkfallinu, tíu daga verk-
falli, sem virkilega reyndi á útgáfu-
félögin. Einmitt í verkfallsátökun-
um gafst forráðamönnum blaðanna
færi á að ræða saman og slíðra
sverðin. Hörður Einarsson tekur
ekki alveg fyrir það að hugmyndin
hafi komið upp fyrr. Rætt var um
að vinna saman að útgáfu öflugs
blaðs. Þetta blað varð til tveim dög-
um eftir að verkfallið leystist. Á
miönætti var gengið frá samein-
ingu blaðanna tveggja i blað sem
bar nafnið Dagblaðið og Vísir. Það
nafn prýddi forsíðuna þar til 20. júlí
1982, þegar DV kom á forsíðuna
fyrsta sinni. Sú skammstöfun hafði
verið notuð og var meðal annars á
baksíðu blaðsins. I blaðhausnum
var getið árganga beggja blaðanna,
71. árgangur Vísis og 7. árgangur
DB, og er svo gert enn. Gömlu blöð-
in lifa því sjálfstæðu lífi í DV enn
þann dag í dag.
Útgefandi Dagblaðsins og Vísis,
DV, var hlutafélagið Frjáls fjölmiðl-
un og hlutaféð 10 milljónir króna,
sem var talsvert fé.
blaðsins en Magnús Ólafsson, leikar-
inn góðkunni og markvörður í FH,
teiknaði útlit Visis og var við vinnu
þessa nótt. Hilmar var boðaður til
fundar af Jónasi Kristjánssyni á
miðvikudagskvöldið. Dagblaðsmeg-
in í húsinu voru þá mættir ritstjór-
ar blaðanna: Páll Stefánsson, auglýs-
ingastjóri Vísis, Ingólfur Steinsson,
auglýsingastjóri DB, Jónas Haralds-
son, Sæmundur Guðvinsson, Jó-
hannes Reykdal, tæknistjóri DB, út-
litsteiknaramir tveir og fleiri.
Hilmar Karlsson var við vinnu
fimmtudagsnóttina og allan næsta
dag, aðfaranótt föstudags og fram á
laugardagsmorgun. „Ég var orðinn
nokkuð þreyttur undir lokin en lét
mig hafa það. Ég man að sjónvarpið
var á staðnum þegar bormenn fóru í
gegnum vegginn milli blaðanna. Þá
fannst mér að sameiningin væri full-
komnuð," sagði Hilmar. Jón Sig-
urðsson, núverandi framleiðslu-
stjóri DV, stóð vaktina jafnlengi og
hafði í ýmsu að snúast, meðal ann-
ars að innheimta umbrotnar siður
Vísis og segja upp samningi við
Blaðaprent sem þessa nótt missti
flugið og varð eftir þetta ekki það
öfluga prentfyrirtæki sem það hafði
verið.
Áhyggjur og umhyggja
pólitísku pressunnar
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DB
og nú annar ritstjóra DV ásamt Óla
Birni Kárasyni, sagði í blaðaviðtöl-
um árið 1981 að sameiningin kæmi
ekki til af bágum fjárhag blaðanna
tveggja; blöðin hefðu hvorugt verið í