Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Qupperneq 49
57 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBKR 2001 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Blaðamenn á þönum Hér kemur Jónas Haratdsson færandi hendi á ritstjórnina, ásamt Hauki Helgasyni ntstjórnarfulltrúa, meö glóövolg blöö frá prentsmiðju Morgunblaösins. tveggja; blöðin hefðu hvorugt verið í bráðri hættu og ekki útlit fyrir að annað hvort þeirra hætti að koma út vegna fjárhagsörðugleika. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur var stjórn- arformaður Reykjaprents og var sama sinnis um ágæti samrunans. Dagblöðin í Reykjavík sáu að þessi sameining var stórfrétt en höfðu líka áhyggjur af því að flokkspólitískir leiðarar Ellerts Schram, sem þá var tiltölulega ný- hættur á þingi, mundu tröllríða hinu nýja blaði. Þær áhyggjur reyndust óþarfar. „Ég var með pólitískan stimpil á mér og flokks- bundinn sem ritstjóri Vísis. Þetta var hins vegar ekki málgagn Sjálf- stæðisflokksins. Ég hafði svigrúm til að lýsa skoðunum mínum á mínum flokki eins og öðrum, kost- um og göllum. Þetta var aldrei vandamál, hvorki þá né síðar,“ segir Ellert B. Schram í dag, en hann var ritstjóri í 15 ár. „Það urðu engir árekstrar milli okkar ritstjóranna, Jónas var fær og reyndur blaðamaður og kunni vel til verka. Þó að ég kæmi úr annarri átt gekk samstarf okkar vel. Ég held að sameiningin hafi verið skynsamleg." DV hefur dafnað vel á þessum tveim áratugum og blaðið stöðugt í fararbroddi i fréttamennsku og þjónustu við lesendur. Upp á síðkastið hafa lesendur fundið fyr- ir nýjum fjörtökum í blaðinu. Kyn- slóðir koma og fara, veröldin breytist og blöðin með. -JBP Blaöamenn mætast Viö innganginn í Síöumúla 14 - Herbert Guðmundsson aö ftytja alit sitt yfir á númer 12 en Franzisca Gunnarsdóttir fer frá Dagbiaöinu yfir á skrifstofur Vís- is. Gat var rofiö á vegginn milli biaöanna daginn eftir. DV-MYND BRINK Aöstoöarritstjórar minnast tímamóta Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson, aöstoöarritstjórar DV, minnast tímamótanna þegar Dagblaöiö og Vísir sameinuöust undir merki DV aöfaranótt fimmtudagsins 26. nóvember 1981. Nóvembernótt - eftir Jónas Haraldsson „Hittu okkur á ritstjórninni í kvöld, klukkan eilefu," sagði rit- stjórinn. Ég kinkaði kolli en spurði einskis. Hann var þannig í framan. Ætli hann sé að hætta, karlinn, hugsaði ég með mér á heimleið- inni. Þetta var ekki venjulegt, svo mikið vissi ég þótt blaðamennsku- árin væru ekki nema fjögur. Ég var með blaðið, leysti frétta- stjórann af. Hann var að spóka sig á víðum lendum Bandaríkjanna. Það var tíðindalítið, gúrka. Því hafði ung varaskeifan nokkrar áhyggjur af næsta degi. Það var óþarfi. Frétt morgundagsins var búin til í Síðumúlanum þessa nótt. Ritstjórinn var ekki hættur, fjarri því, en hann var ekki lengur einn i brúnni. Þeir tóku á móti okkur á skörinni á númer 12, Jónas og Ellert. Þeir voru gengnir í eina sæng og létu eins og ekkert væri sjálfsagðara. Búum til blað, nýtt blað, það var dagskipunin, raunar næturskipun þeirra fáu sem tóku til starfa í skjóli nætur. Vinnsla síðdegisblað- anna beggja var langt komin. Þau biðu aðeins morgunfréttanna, lög- reglufrétta og erlendra tíðinda. Við tók undarlegt starf, varla blaða- mennska heldur púsl. Frágengnum síðum úr báðum blöðum var raðað saman með sitt hvorri leturgerð og útliti. Blað næsta dags var óvenju- legt en þaö skúbbaði. Það bar í sér gen foreldranna. Einhver sagöi bastarður en það átti eftir að fríkka. Kjálkinn seig á blaðamönnum beggja þegar þeir mættu í morg- unsárið. Það var myrkur úti en undarleg birta í augum nætur- hrafnanna. Jónas Haraldsson var aðstoðar- fréttastjóri Dagblaðsins þegar Dag- blaðið og Vísir voru sameinuð 1981. Hann er nú aðstoðarritstjóri DV. Borkjamlnn Þaö var táknræn athöfn þegar boraö var í gegnum vegginn sem skildi Dagblaöiö og Vísi í Síöumúlanum. Novembermorgunn - eftir Sigmund Erni Rúnarsson Þennan nóvembermorgun var veður stillt og milt. Og fáir um borð í leið 6 upp Háaleitið. Þegar gengið var yfir melana ofan Síðumúla sáust ljós í hvftu húsalengjunni sem var óvenjulegt svona snemma morg- uns. En hugurinn var ekki við ljós- ið heldur strimilinn sem beið í Reuters-tromlunni. Þaðan var að hafa allar heimsins fréttir þessa nýja dags. Kaffið bragðaðist eins og vana- lega, stamt á tungu. Sest var í bás- inn, fingur stroknir og að svo búnu var Brotherinn barinn duglega. Þeg- ar nokkuð var komið inn í léttar snaranir um skærur á milli Tyrkja og Kúrda á landamærunum við íran var klappað hóflega á grannar axi- irnar. Stillt rödd ritstjórans heyrð- ist segja þessum óbreytta bláða- manni að óþarft væri að skrifa meir að sinni; blaðið væri búið! Og gott betur, það væri í prentun! I nokkrar sekúndur var hugsað til þess hvort ritstjórinn væri með ráði, en þaðan svo haldið yfir í fleiri snaranir á heimsins vonsku: Belfast, Beirút og Breshnev lasinn. Blaðamönnum er ekki tamt að sitja við hljóðar ritvélar. Og enn kom rit- stjórinn, bað þennan sama unga blaðamann að láta náðarsamlegast af skrifunum; þetta þýddi ekkert, blaðið væri búið! Alveg! Skrýtið, vissulega. En þegar horft var um öxl, út básinn og inn eftir gangi var ekki annað að sjá en starfsmenn aðrir tækju deginum Sf létt. Kveikt var í rettu og spurt si sona hvað væri á seyði og menn litu forviða á unga manninn: Hva, hef- urðu ekki heyrt það? Sigmundur Ernir Rúnarsson var blaðamaður á Vísi þegar Dagblaðið og Vísir voru sameinuð 1981. ^ Hann er nú aðstoðarritstjóri DV.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.