Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Page 52
60 Helgarblað LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 DV Fjallavinaklúbburinn Kári á Kilimanjaro: Ungir menn á uppleiö Það tók þá einungis fimm daga aó ganga á Kilimanjaro. „Flestir sem eitthvaö geta hreyft sig geta fariö þar uþþ. Fjalliö er í raun skemmtilegur valkostur fyrir þá sem hafa gaman af labbi. “ Gagnlegar upplýsingar: Á leiðinni á f jallið Ganga á Kilimanjaro: Leiðsögu- maður og leyfi kostar á bilinu 650-850 USD. Gott er að lesa t.d. Trekking in East Africa (Lonely Planet). Flúðasiglingar (River Rafting): Nile River Explorers e-mail: raft- ing@starcom.co.ug kostnaður er 65 USD fyrir daginn. Ferðast um Afríku: Borgar Þor- steinsson hjá Rover Expedition www.roverexpedition.com. Einnig er gott að lesa bókina East Africa (Lon- ely Planet). Ferðasagan í myndum á vef fjallavinafélagsins www.mounta- infriends.com. Kyrrsetufólki þykir oft einkennileg sú þörf sumra í hópi fuUorðins fólks að verða sífellt að trampa um fjöll og fim- indi eða aka þar um á vel útbúnum jeppum. Og ekki nóg með það að þetta fólk vilji helst ekki ganga í láréttu plani, það má helst ekki ganga sama slóðann tvisvar. Harðlínumenn í hópi kyrrsetufólks er því ráðið frá því að kynna sér Fjallavinafélagið Kára (heimasíðan er www.mountainfri- ends.com) sem hefur á þriggja ára ferli sínum látið sig gossa niður gljúfur og klifið Mont Blanc og Kilimanjaro auk fjölda fjalla hér á íslandi. Hnjúkar, vindur og landvörður Á ferðalögum Kára hér innanlands hefur hópurinn verið allt að fjörutíu manns en í þeim tveimur ferðum sem famar hafa verið út fyrir landsteinana hafa fjórir menn borið hróður Kára: Haraldur Teitsson, Haukur Hlíðkvist Ómarsson, Haukur Parelíus og Skúli Haukur Skúlason. Þetta byrjaði allt með siglingu niður Dimmugljúfúr í júní 1999. Heimildar- mynd var gerð um affekið og sýnd á Stöð 2 á nýársdag 2000. í kringum þennan leiðangur var hóað i marga hrausta menn sem var treystandi til að ganga snöfurmannlega til verka. „Þama varð til góður kjami öflugs ferðafólks," segja félagamir, „sem varð að Fjallavinafélaginu sem kennt er við Kára“. Með nafninu Kári er vísað til Kárahnjúka, vindsins „og þá spillti ekki fyrir að nafni félagsins er Kári Kristjánsson landvöröur." Fiallavina- félagið er fyrst og fremst áhugamanna- félag um íslenska náttúm og upplifun hennar. „Þótt við höfum farið nokkrar ferðir erlendis þá ferðumst við nú langmest hér heima, enda löngu búnir að sjá það að ísland er einstakt.“ Ekki erfltt fjall Haraldur, Haukur, Haukur og Skúli Haukur em nýlega komnir úr þriggja vikna leiðangri til Afríku þar sem þeir gengu meðal annars á hæsta fjall álf- unnar, Kilimanjaro, sem margir kann- ast eflaust við úr samfélagsfræði úr grunnskóla. „Það hefur slatti farið þama upp,“ segja þeir, „Agnar Kofoed- Hansen fór þar fyrstur en síðan hafa margir íslendingar fylgt í kjölfarið." Venjulega tekur 7-8 daga að fara á fjallið, allt eftir leiðarvali og formi hvers og eins. Varðandi ferðalög til Afríku er rétt að hafa í huga að vera snemma á ferðinni með að panta flug því verðið hækkar jafnt og þétt eftir því sem dregur nær brottfór. „Við tók- um þetta á fimm dögum til að spara tíma og peninga," segja fjórmenning- amir ansi brattir, „og Haraldur öm kom svo sömu leið og við stuttu siðar. Þá vomm við að skoða dýralífið." Göngumennimir lentu ekki í nein- um háska í ferðinni sem orð er á ger- Eitt leiöir af ööru Þegar einum toþþi er náö er hugaö aö þeim næsta. „ Viö vorum ekki fyrr lent- ir I Afríku en fariö var aö plana næstu ferö sem verður til Suöur-Ameríku. Um leiö og maöur nær einhveiju markmiöi veröur annað aö koma í staöinn. “ andi. „Kilimanjaro er ekki erfitt fjall," segja þeir. „Flestir sem eitthvað geta hreyft sig geta farið þar upp. Fjallið er í raun skemmtilegur valkostur fyrir þá sem hafa gaman af labbi. Margir sem ganga á fjallið drífa sig heim þegar nið- ur er komið en það er upplifunin af Afríku sem stendur eftir þegar ferð- inni er lokið, miklu frekar en þetta blessaða fjall." Górillur og hermenn Islendingar virðast vera alls staðar á jarðarkringlunni. Og það á líka við t nánd viö górillur Dýralífiö er aö mati þeirra þaö eftirminnilegasta úr feröinni. Þeir fóru meöal annars inn í hiö stríöshrjáöa land Rúanda til aö komast í tæri viö fjallagórill- ur. Þar fóru þeir upp í fjöllin í fylgd vopnaöra hérmanna því skógarnir eru morandi í skæruliöum. Magnaö útsýni Útsýniö af Kilimanjaro var engu líkt. um rætur Kilimanjaro því þar fundu fjórmenningarnir íslendinginn Borgar Þorsteinsson sem stendur fyrir Rover Expeditions (www.roverex- peditions.com) og segja þeir hann hafa gert ferðina eftirminnilegri en ella. „Borgar hefur búið í Afríku í nokkur ... með þessum ósköpum gerðir Og af hverju em menn að þessu? „Jú,“ segja þeir, „maður verður að hafa einhver verkefni; eitthvað til að hella sér út í. Við vorum ekki fyrr lent- ir í Afríku en farið var að plana næstu ferð sem verður til Suður-Ameríku. Um leið og maður nær einhverju markmiði verður annað að koma í staðinn." Og það verður ekki aftur snúið, þeir verða að uppgötva eitthvað nýtt og takast á við stærri verkefni. „Við verðum að sætta okkur við að vera með þessum ósköpum gerðir og lifa samkvæmt því.“ -sm Á toppnum Þaö tók félagana fimm daga að komast á topþ Kilimanjaro. ár. Hann rúntar með túrista eins og þeir séu ekki túristar. Hann veit af ótrúlegustu stöðum sem manni hefði aldrei dottið í hug að fara á. Við vor- um mjög heppnir að kynnast þeim manni.“ Dýralifið er aö mati þeirra það eftir- minnilegasta úr ferðinni. Þeir komust meðal annars á einkalandareign þar sem túristum er boðið að aka í gegn og horfa á dýrin úr bílum sínum. Fyrir tilstilli Borgars varð fór þeirra frá- brugðin fór annarra ferðamanna því þeir fengu að gista i garðinum innan um ljón, hýenur og fleiri þarlendar dýrategundir og fara í nætursafarí uppi á þaki Land Roversins með kast- ara, sem var stórkostleg upplifun. Þeir fóru einnig inn í hið striðs- hrjáða land Rúanda til að komast í tæri við fjallagórillur. Þar fóru þeir upp í fjöllin í fylgd vopnaðra her- manna því skógamir eru morandi í skæruliðum. „Það voru hermenn alls staðar, maður leit aldrei svo í kringum sig að maður sæi ekki hermann." Adrenalínflæðið náði þó hámarki í flúðasiglingu niður upptök Nflar við Viktoríuvatn í Úganda. „Það var hrein gleði að rafta þama niður. Áin er svo hlý, djúp og vatnsmikil að það var eng- in hætta þótt við værum oftar úr bátn- um en í honum. Fyrir adrenalínfíkla er þetta jú eitt af aðalsmerkjum flúða- siglinga, við fórum í gegnum fjórar flúðir sem era af stærðargráðunni 5 en til gamans má geta að Hvítá er af stærðargráðunni 2 og Jökulsá eystri 3.“ Á þessum stað ætlar Úgandastjóm að virkja og því stefhir allt í að allar helstu flúðimar og fjörið hverfi í upp- stöðulón og því er hver að verða síðast- ur að flúðasigla upptök Nílar. „Þetta er einkennileg árátta stjómvalda, hvort sem er í Afríku eða á íslandi, að reyna drekkja náttúraperlum fyrir kílóvött í stað þess að horfa til ferðamanna.“ Kilimanjaro er ekki erfitt fjall

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.