Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Page 58
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001
DV
Helgarblað
Yfirleitt er mikill afgangur af
kalkúni vegna þess hversu kjötmik-
ill hann er. Hægt er að elda sér-
staka rétti úr afgöngunum, eða hita
upp sósu og fyllingu og borða kjöt-
ið kalt. Kalkúnakjötið hentar t.d.
mjög vel í austurlenska rétti og
sem álegg á brauð. í raun er það
aðeins ímyndaraflið sem takmark-
ar möguleikana. Enn ein ástæða
fyrir vinsældum kalkúnsins er að
hið milda bragð kjötsins fer vel
með alls konar kryddblöndum og
eldunaraðferðum. Það er jöfnum
höndum notað sem álegg í samlok-
ur og sem aðaluppistaðan í sterk-
krydduðum austurlenskum réttum.
Perlan
Kaffið sem ég fékk í kaffiteriunni
í Perlunni er líklega það allra versta
sem ég hef á ævinni fengið á veit-
ingahúsi. Espressóið var hræðilegt
og ég get einna helst ímyndað mér
að það hafi verið gömul og þunn
uppáhelling sem hefur verið hituð
upp í örbylgjuofni. Þar að auki var
verðið á kaffinu hlægilega hátt, eða
fjögur hundruð krónur fyrir tvöfald-
an espressó!
Kökuborðið í kaffiteríunni lítur
vel út en þvi miður stóð hindberja-
ostakakan ekki undir væntingum.
Það vantaöi í hana allan ferskleika
þrátt fyrir að hún liti út fyrir að
vera ný. Verðið á kökunni var fjög-
ur hundruð krónur sem verður að
teljast innan hóflegra marka sé kak-
an í lagi.
Mér finnst hræðilegt til þess að
hugsa að ekki skuli vera hægt að setj-
ast niður í Perlunni og fá sér í það
minnsta kaffi sem er drekkandi og
njóta útsýnisins yfir Reykjavík. -Kip
kalkúnum í fyrsta skipti. Villta kalkúna var
þá að finna í ýmsum hlutum Bandaríkjanna,
Mexíkó og Kanada. Á meginlandi Evr-
ópu varð kalkúnn fljótt mjög vinsæll
matur og að sjálfsögðu einnig meðal
landnemanna í Ameríku. Kalkúnar
gegna þó ekki aðeins mikilvægu
hlutverki í sögu Bandaríkjanna
vegna þess hve gómsætir þeir eru
og matarmiklir, heldur var
íjaðraskraut indíána að
mestu leyti fengið úr
Forðabúri þeirra.
Það tók síðan tæpar
flórar aldir að kalkún-
ar kæmust alla leið til
íslands því aðeins eru
liðin nokkur ár frá
því að kalkúnarækt
hófst hér á landi..
Kaffihúsið í Hafnarhúsinu
Ein magnaðasta bygging sem ég
stíg fæti inn i er Listasafn Reykja-
víkur í Hafnarhúsinu. Arkitektúr-
inn er með þeim hætti að það er
magískt að koma þar inn. Á annarri
hæð safnsins er að finna kaffihús
þar sem fólk getur, eftir áhugavert
trítl um sali safnsins þar sem Erró
er i hávegum hafður, sest niður og
fengið sér drykki, kökur, bökur eða
súpur.
Ég fékk mér að þessu sinni
súkkulaðitertu og kaffi latte. Þetta
var boldangskaka með miklu magni
af rjóma í meðfylgjandi íláti, Kaffið
var gott í fallegu glasi. Kakan var
mjúk, safarík, bragðmikil og mjög
góð þótt ekki sé ástæða til að ráða
neinn af dögum til að komast yfir
hana. En toppurinn við staðinn er
frábært útsýni yfir höfnina, Esjuna
og sjómenn á vappi. -sm
Því míður lokað
Eitt af þvi sem gerir góða heim-
sókn á listasafn fullkomna er að
setjast að loknu rápi niður á kaffi-
húsi og skiptast á meintum gáfuleg-
um skoðunum við samferðamenn
sína. öll góð listasöfn luma á nota-
legu kaffihúsi sem stundum er há-
punktur heimsóknarinnar.
Til þessa hefur Listasafn íslands
við Fríkirkjuveg ekki verið nein
undantekning. Þar er smekklega
innréttuð káffistofa á efstu hæð þar
sem útsýni er yfir Tjömina og Skot-
húsveg ög hægt að glugga í tímarit
og bækur um list meðan dropinn er
sopinn. Þarna hef ég fengið mjög
gott kaffi og stundum frábærar kök-
ur og þarna fékk ég eitt sinn
franska súkkulaðiköku sem var svo
góð að mér sortnaði fyrir augum.
Nú er þetta fyrir bí því þegar mig
bar að dyrum kaffistofunnar á
þriðjudag hafandi eigrað um fyrir
framan ofurfleka Gunnlaugs
Schevings, sem þekja veggi safnsins
um þessar mundir, var lokað. Það
verður víst svo fram til áramóta og
er spamaði borið við. Þetta gengur
ekki. Listasafnið verður að opna aft-
ur strax. -PÁÁ
Johann G. Jóhannesson, yfirmatreiöslumaöur Carpe Diem
„Kalkúnninn er spennandi hráefni sem íslendinga hungrar í aö reyna á þessum árstíma. “
Kalkúnasalat Italiano
400 g kalkúnaafgangar
1/2 dl sólþurrkaðir tómatar
1/2 dl svartar ólífur
2 msk. kapers
2 dl melóna, smátt skorin
1 dl salthnetur
2 msk. balsamic edik
Ber með sér
1 glas fetaostur í kryddlegi
1 dl ólífuolía
1 rauð paprika í strimlum
1 tsk. nýmulinn svartur pipar
Kalkúnn
verðri N-Amer-
íku og nærist á
fræjum, hnetum
og smádýrum.
Hann er rækt-
aður víða um
Þakkargjörðardagurinn er fjórði fimmtu-
dagur í nóvember. Hann hefur verið frídagur
í Bandaríkjunum frá árinu 1863, en hann var
upphaflega haldinn hátiðlegur 1621 af píla-
grímsfeðrunum til að þakka fyrstu uppsker-
una. Þakkargjörðardagurinn er einnig hald-
inn hátíðlegur í Kanada annan mánudag í
október. Á þakkargjörðardaginn þykir alger-
lega ómissandi að borða kalkún með sér-
stakri fyllingu, góðri sósu og jafnvel böku í
eftirrétt.
Kalkúnninn, sem heitir Meleagris gall-
opavo upp á latínu, er fugl af fasanaætt sem
lifir villtur í skóg- og kjarrlendi í sunnan-
heim og verður
fullvaxinn allt að 20 kg á
þyngd. Kalkúnskjöt
er hvítt og létt
en þykir ögn
grófara en
kjúklinga-
kjöt þó að
það sé ámóta
spennandi í
matreiðslu.
Þegar Evrópumenn
fóru að venja komur sínar til
Ameríku á 15. og 16. öld kynntust þeir
hátíðarljóma
Jóhann G. Jóhannesson, yfirmat-
reiðslumeistari á Carpe Diem, segir
að kalkúnn sé snilldarhráefni og
einkum og sér i lagi ef hægt er að fá
hann ferskan, þótt frosinn sé
kalkúnninn líka gott hráefni til
matargerðar. Endalaust sé hægt að
prófa sig áfram með girnilegar upp-
skriftir. Jóhann segist sjálfur hafa
eldaö kalkún heima hjá sér um jól
og áramót hin síðari ár og telur að
það sé að færast í vöxt meðal íslend-
inga. Margar fyrirspumir hafi líka
borist á Carpe Diem um hvort þakk-
argjörðarhátíðarmatur sé þar á
borðum. Fólki finnist kalkúnninn
spennandi matur sem beri með sér
hátíðarljóma og það vilji gjarnan
prófa hann á þessum árstíma. Jó-
hann féllst á að láta lesendum DV í
té þessa ljúffengu
uppskrift af fyllt-
um kalkúnsbring-
um, en í fylling-
imni eru m.a. ólíf-
ur og sólþurrkaðir
tómatar.
Byrjið á því að
fylla bringuna (sjá
fyllingu) með því
að gera gat í miðj-
una endilangt. Síð-
an er fyllingin sett
i sprautupoka og
sprautað í bring-
una (magn fer eftir
smekk). Brúnið
bringuna á hvort’i
hlið og kryddið
með salti og pipar,
síðan er bringan
bökuð í ofni á
180°C í ca 25-35
mín. (fer eftir
stærð).
Fylling og aöferö
100 g ferskt spínat, 60 g sólþurrk-
aðir tómatar, 50 g svartar ólífur, 40
g kryddfetaostur, V2 dl sýrður
rjómi, salt og pipar.
1. Látið spínatið
sjóðandi vatn í
u.þ.b. 2 mínútur
2. Tómatamir,
ólífurnar og feta-
osturinn er sett 1
matvinnsluvél og
maukað nokkuð
gróft, síðan er spínat-
inu og sýrðum rjóma
bætt í og það maukað
með.
3. Smakkað til með salti og pip-
ar og sett í sprautupoka.
Rífið kalkúnaafgangana niður
og skerið sólþurrkuðu tómatana í
strimla. Blandið öllu saman í skál
og hrærið í þar til allt hráefn-
ið hefur samlagast vel.
(Af kalkunn.is)
Kryddjurtakartöflur
og aöferö
6 stk. sætar kartöflur (sweet pota-
tos), 30 g smjör, 1/4 dl rjómi, ferskt
timian, ferskt estragon, salt og pip-
1. Sjóðið kartöflumar í u.þ.b. 25
mínútur
2. Setjið í skál
3. Bætið smjörinu og rjómanum
út í og maukið gróft, t.d. með sleif.
4.Smakkið
til með salti og
pipar, timian og
estragoni
Sósa og aðferö
100 g rauðlaukur, 3 dl kjúklinga-
soð (eða vatn), 60 g smjör, kjúklinga-
kraftur, púrtvin, salt og pipar
1. Rauðlaukurinn er fínt saxaður
og svitaður í potti á lágum hita
2. Púrtvínið sett út i og látið sjóða
aðeins niður
3. Kjúklingasoöið sett saman við
og smakkað til með kjúklingakrafti
og salti og pipar og að endingu er
smjörið sett út i sósuna.
Næringargildi
Steiktur kalkúnn
Efnainnihald í hundrað grömmum er:
Hitaeiningar: 243
Kolvetni: 0 g
Prótein: 27 g
Fita: 14 g
Kólesteról: 91 mg
Sódíum: 73 mg