Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Side 65

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Side 65
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 73 í: DV Helgarblað Emir Kusturica 47 ára Einn merkilegasti kvikmyndaleikstjóri nútím- ans, Júgóslavinn Emir Kusturica, verður 47 ára í dag. Hann fæddist í Sarajevo. Áður en hann sneri sér að kvikmyndunum lék hann í rokkhljómsveit og starfrækir eina slíka í dag sem kom með hon- um á Kvikmyndahátíð í Reykjavík fyrir tveimur árum þar sem hann var sérstakur gestur. Meöal helstu afreka Kusturica má nefna að myndir hans hafa þrisvar fengið gulipálmann í Feneyjum, einu sinni gullbjöminn í Berlín og einu sinni gullijón- ið í Feneyjum. Nýjasta kvikmynd hans er heim- ildamynd sem heitir Super8 Stories. Christina Applegate þrítug Christina Applegate, sem leikur aðalhlut- verkið í bandaríska gamanmyndaflokknum Jesse, á afmæli á morgun. Applegate, sem er dóttir þekkts plötuframleiðanda, Roberts Applegate, og söng- og leikkonunnar Nancy Pritty, hefur verið viðloðandi skemmtanabrans- ann frá fæöingu og lék fyrst í auglýsingu fimm mánaða gömul. Applegate hafði leikið minni háttar hlutverk í sjónvarpi og kvikmyndum þegar hún fékk stóra tækifærið í sjónvarpsserí- unni Married ... With Children árið 1987. Fyrsta stóra hlutverkið í kvikmynd var í Don’t Tell Mom the Babysitter Is Dead (1991). Stjörnuspá Gildir fyrir sunnudaginn 25. nóvember og mánudaginn 26. nóvember Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): Þetta verður vægast sagt óvenjulegur dagur "f"* hjá þér. Þú ferð í stutt feröalag og kannar alveg nýjar slóðir og hefur virkilega gaman af. Spa mánudagsms: Þú hefur stjómina í þínum hönd- um og það gefur þér mun meiri tækifæri. Þetta er góðir tími til að fást við erfiða einstaklinga. Hrúturinn I21. mars-19. apríl): pá sunn ^Gættu þess að ungviðið fái næga athygli frá þér. Það lítur út fyrir að ein- hver innan fjölskyldunnar séu heldur afskiptir þessa dagana. Spá mánudagsins: Gestakomur og gestir setja mik- inn svip á daginn í dag. Það að umgangast nýtt fólk virkar eins og vítamínsprauta á þig. Tvíburarnir (21. maí-21. iúnii: y^^Hugsaðu um að fá næga —/ / hvíld. Þér hættir til að fara of geyst þegar eitt- hvað spennandi er við að fást. Happatölur þínar eru 7, 9 og 29. Spá mánudagsins: Nýttu þér þau tækifæri sem bjóðast. Þú færð mest út úr þvi að vera inn- an um fólk, sérstaklega er verið er að fást við eitthvað spennandi. Uónið (23. iúli- 22. ágúst): Spa sunnudagsins: f Þetta verður fremur ró- legur dagur hjá þér og þú fagnar því þar sem þér finnst heldur harður snúningur á tilverunni um þessar mundir. Spá manudagsins: Líklegt er að þú munir hafa mjög mikið að gera í dag. Þess vegna skaltu ekki hika við að leita eftir aðstoð til að koma verkefnum frá. Vogin (23. sept.-23. okt.l: Eitthvað sem hefur beöið afgreiðslu í lang- * Jr an tima fær afgreiðslu í dag. Einhver ágreiningur kemur upp varðandi lausn málsins. Spá mánu Ferðalag í dag er ekki líklegt til að heppnast sem skyldi. Hætta er á seinkunum og jafnvel vegvillum. Samkomulag ástvina fer batnandi. Bogmaðurinn (22. nðv.-2l. des.t: SEEi Það er skynsamlegt að láta hendur standa fram : úr ermum fyrri hluta dags. Þú veröur ekki í skapi til að gera mikið þegar líður á daginn. Spa mánudagsins: Mun betur rætist úr þessum degi en þú hafðir þorað að vona. Börn eru í aðalhlutverki og eru þér sannir gleðigjafar. Fiskarnir (19. fRhr.-20. marsi: Spa sunnudagsins: •Ástvinir eiga góðar stundir saman og leggja drög að framtíð- inni. Lífið virðist brosa við þér um þessar mundir. Spá manudagsins: Eitthvað sem kemur þér ekki beint við gæti komið þér til að sýna óþarfa sveigjanleika. Nú er gott að gera áætlanir. Nautið (20. april-20. maí.>: Þeir sem stunda nám finnast þeir þuifa að leggja ansi hart að sér. Geri þeir það uppskera þeir lika góðan árangur. Ef þú ert að huga að breytingum til framfara á heimilinu skaltu láta til skarar skriða innan mánaðar, ann- ars gætu þær gengið treglega. Krabbinn (22. iúni-22. íúií>: Spa sunnudagsins: | Þú ættir að gera eitt- ' hvað þér til skemmtunar í dag þar sem erilsamt hefur verið hjá þér undanfarið. Happatölur þínar eru 7,18 og 28. Spá mánudagsins: Þetta er ekki hagstæður tími fyrir rómantfkina eða ástarmálin yfir- leitt. Flutningum sem hafa staðið fyrir dyrum seinkar. Mevian (23. ágúst-22. sent.l: Spá sunnudagsins: Ef þú þarft að koma p»einhverjum verkefnum ' frá er skynsamlegt að láta hendur standa fram úr erm- um. Kvöldið verður ánægjulegt. Spá mánudagsins: Streita hggur í loftinu fyrri hluta dags. Samt sem áður verður þetta einkar ánægjulegur dagur fyrir þig. Happatölur þínar eru 2,14 og 23. Soorðdrekinn (24. okt -21. nóv.i: I EZEMESm Þér finnst eins og þú sért hafður útundan Hhjá félögum þínum. Er ekki hugsanlegt að þú þurfir að leggja meira til málanna sjálfur? Einhverjir erfiðleikar, sem þú færð ekki ráðið við, gera vart við sig. Réttast væri fyrir þig að slappa af yfir þessu. Stelngeitin (22. des.-19. ian.l: Spá sunnudagsíns: Kannaðu alla mögu- leika áður en þú tekur afstöðu í máli sem gæti haft mikil áhrif á líf sitt. Sjálfs- traust þitt er gott þessa dagana. Spa mánudagsins: Hugmyndir þínar ná ekki fram að ganga, enda ertu kannski óþarf- lega bjartsýnn. Þú ættir að temja þér ögn meira raunsæi. Geirfuglar ekki útdauðir - þeir fljúga á næturnar Öfugt við það haldið hefur verið fram eru geirfuglar ekki útdauðir. Þeir lifa í liki undarlegrar hljóm- sveitar sem starfar ötullega í nætur- lífí Reykjavíkur og viðar. Geirfugl- arnir geta flogið, öndvert við fyrri skoðun vísindamanna, en þeir virð- ast eiga það sameiginlegt með leður- blökum að þeir fljúga einkum á Halldór í ham Leiötogi Geirfuglanna og framlínumaö- ur er hinn sívali Halldór Gylfason ieik- ari, söngvari og grínari af Guös náö. Hann dró ekki af sér á föstudags- kvöldiö frekar en fyrri daginn. næturnar. Aðfaranótt föstudags tóku Geirfuglamir flugið á Kaffi Reykjavík að viðstöddu fjölmenni og fengu sannarlega byr undir báða vængi því áheyrendur tóku þeim bæði af hrifningu og hlýju. DVH1YNDIR HARI Hrifning og hlýja ; Áhorfendur sátu kinn viö kinn á bekkjum Kaffi Reykjavíkur og fylgdust með flugi Geirfugianna og tóku ieik þeirra af hrifningu og hlýju. Og þeir fljúga Geirfuglarnir komnir á loft á Kaffi Reykjavík aöfaranótt föstudagsins. Þeir sýndu þaö og sönnuöu aö þeir geta svo sannarlega flogið. Trabantinn á fleygiferð Ulfurinn við orgeliö Þaö er hinn styngi Úlfur Eldjárn sem fer hamförum á svörtu og hvítu nót- unum í Trabantinum en Úifur leikur á orgel af mikilli hind og fer vaxandi. Einu sinni voru allir Trabanteig- endur á íslandi saman í klúbb sem hét: Skynsemin ræður. Það er erfitt að vera í klúbbi um bíl eins og Trabant og er þessi góði félagsskap- ur nú úr sögunni sem er miður. Hvort skynsemin réð þegar hljómsveitin Trabant var stofnuð er ekki vitað en eflaust hefur löngun til að láta að sér kveða ráðið ferð- inni og það er alls ekki svo galin hugmynd að stofna félag um þessa hljómsveit, en ég veit bara ekki hver á að ráða skynsemin, eða hvað. Trabantinn var ræstur á Kaffi Thomsen á fóstudagskvöldið og það reyndust vera fjölmargir sem voru fúsir til þess að taka sér far með þessum undarlega vagni. Það var taktfastur hávaði og þægilegur í þessum Trabant, rétt eins og þeim gamla, en minni reykur. r*- DV-MYNDIR HARI Sjáöu Trabantinn Áhorfendur fjölmenntu á Kaffi Thomsen til aö fýlgjast meö gangi Trabantsins sem rann á fleygiferð yfir tónlistarlega stokka og steina utan alfaraleiðar. Trabantinn þaninn Þetta er Viöar Hákon, eöa Viddi, á Trabant, eins og aödáendur hljóm- sveitarinnar kalla hann, sem þarna fer fimum fingrum um gítarinn. Þaö var sko enginn tvígengisbragur á þessari spilamennsku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.