Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Síða 67
75 *
'r
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001
DV
Helgarblað
Jólarósir Snuðru og Tuðru frumsýndar á morgun:
Góðar inn við beinið
Mýkt og
harka
Nú stendur
yfir sýning Ásu
Bjarkar Ólafs-
dóttur, myndlist-
armanns og guö-
fræðinema, á lág-
myndum í safn-
aðarheimili
Laugarnes-
kirkju. Ása
Björk vinnur með mýkt og hörku
sem kemur fram í efnisnotkun ann-
ars vegar og formi hins vegar. Þar
kallast á harka lögmálsins og mildi
fagnaðarerindisins. Verkin eru öll
ný og unnin í steypu og marmara-
steypu. Safnaðarheimilið er opið
þriðjudaga-föstudaga kl. 9-14 og
sunnudaga kl. 11-13 og sýningin
stendur út nóvember.
Óður til
Margir íslenskir krakkar þekkja
þær Snuðru og Tuðru. Þær eru
sögupersónur í bráðskemmtilegum
bókum Iðunnar Steinsdóttur og
svo hafa þær víða stungið sér inn í
skólastofur á undanförnum árum
og sést á sjónvarpsskjánum í með-
förum Möguleikhússins. Nú eru
þær heldur betur komnar í jóla-
stuð því á morgun, sunnudag, ætl-
ar Möguleikhúsið aö frumsýna
nýtt verk, Jólarósir Snuðru og
Tuðru í húsakynnum sínum við
Hlemm. í framhaldi af því verður
flakkað með sýninguna um borg og
bý. Leikstjóri er Bjarni Ingvarsson
og höfundur handrits og söngtexta
er Pétur Eggerz en tónlist er eftir
Vilhjálm Guðjónsson.
Óþekktin borgar sig ekki
„Eins og við er að búast gengur
jólahaldið ekki alveg snurðulaust
þar sem þær Snuðra og Tuðra eru
annars vegar. Þær eru nefnilega
óþekktarormar. Það vill þó Ingi-
björg Stefánsdóttir, sem leikur
Tuðru, ekki alveg skrifa undir.
„Þetta eru skemmtilegar stelpur en
dálítið uppátækjasamar." segir
hún. „Já, og góðar inn við beinið,“
bætir Lára Sveinsdóttir við. Hún
er Snuðra í leikritinu.
Eruð þær nokkuð að kenna
krökkum að vera óþekk?
„Nei, þær gera mistökin fyrir
þau, því þær sjá eftir uppátækjun-
um. Þannig læra böm að óþekktin
borgar sig ekki,“ segir Ingibjörg og
Lára tekur undir það: „Með sínum
prakkarastrikum lenda þær nefni-
lega i vandræðum og það er tals-
verður lærdómur í því. Síðan
koma þeir eldri líka fram og leggja
lífsreglur,“ segir hún. Bjarni leik-
stjóri leggur sitt til málanna í
þessari umræðu: „Fjörugir krakk-
ar em líka stundum stimplaðir
sem óþekkir. Ég hef trú á að flest
böm sjái einhver element í þessu
verki sem þau kannast við. Þær
æfingar sem við höfum haft fyrir
börn hafa að minnsta kosti fallið
vel i kramið.“
Eiginlega maraþon
Ingibjörg kveðst hafa kynnst
Tuðru f öðru leikriti, en Lára er að
byrja leikaraferilinn, enda útskrif-
aðist hún síðastliðið vor. „Þetta er
fyrsta stóra verkefni mitt, „segir
hún og kveðst afar hamingjusöm
með það. Þær tvær bregða sér líka
í hlutverk mömmunnar og
pabbans og Theodóru í næsta húsi
og það eru hraðar skiptingar milli
karaktera. „Þetta er eiginlega
maraþon, enda erum við bullsveitt-
ar þegar sýningunni lýkur,“ segja
þær hlæjandi. -Gun.
Komnar í jólastub
Snuöra og Tuöra lenda í ýmsum vandræöum meö sínum prakkarastrikum.
DV-MYND E.ÖL.
Glerlist í
Gallerí
Reykjavík
Listakonan Ebba Júlíana Lárus-
dóttir opnar stuttsýningu í Gallerí
Reykjavík í dag. Hún hefur lagt
stund á glerlist frá árinu 1988 og
lærði glerbræðslu hjá Chris Ellis og
glerblástur í Portland press studio í
Texas. Hún hefur haldið einka- og
samsýningar, hér heima og erlendis
og verk hennar prýða fjölmargar
stofnanir, svo sem Ráðherrabústað-
inn í Reykjavík, Sparisjóð Hafnar-
fjarðar í Garðabæ og Miðskólann í
Stykkishólmi. Verk hennar eru að-
allega unnin úr flotgleri.
friðar
Listakonurnar Kuregej Alex-
andra og Ingibjörg Hjartardóttir
hafa opnað sýningu í Listasal Man,
Skólavörðustíg 14. Hún ber yfír-
skriftina Biðjum fyrir friði og er
óöur listakvennanna til friðar í
heiminum á viðsjárverðum tímum.
Kuregej sýnir application mynd-
verk og Ingibjörg glerlistaverk.
Myndverkið sem hér sést er eftir
Kuregej og heitir Hvers vegna? Und-
irtitill þess er sóttur í þýðingu
Magnúsar Ásgeirssonar á rúss-
nesku ljóði: „Ó móðir, móðir, móðir,
til hvers fæddist ég?“
Sérsmíðaðir
sturtuklefar
Áttu I vandræðum að fá
sturtuklefa í baðherbergið.
Smíðum sturtuhurðir og
skilrúm eftir þínum þörfum.
Kynningarborð
Borð fyrir vörukynningar.
Hægt að brjóta saman.
Létt og þægilegt í flutningi
Innréttingar
í verslanir
Verslunarinnréttingar úr áli
og gleri, smíðaðar eftir máli
Háborg
ÁL OG PLAST
Skútuvogi 6
Sími 568-7898 Fax 568-0380
Lítil og nett, rtkulega myndskreytt.
...frábær gjöf undir koddann á aðfangadagskvöld!
(sendum í póstkröfu)
JPV UTGAFA
Bræðraborgarstlg 7 • 101 Reykjavlk • Slmi 575 5600 • ]pv@jpv.ls