Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 I>V Fréttir Smiðshöggiö rekið á umbreytingu á Kaupfélagi Eyfirðinga: KEA verður KEA og Kaldbakur Fulltrúafundur Kaupfélags Ey- firðinga hefur nú samþykkt sam- hljóða samþykktir fyrir Kaupfélag Eyfirðinga - sam- vinnufélag. Þar með er tekið síð- asta formlega skrefið i þeim miklu breyting- um sem átt hafa sér stað á KEA á undanfomum ámm. Frá og með áramótum mun Kaupfélag Eyfirðinga skiptast annars vegar í hreint samvinnufélag og hins vegar fjárfestingafélag um eignasafn KEA. í hinum nýstaðfestu samþykktum Kaupfélags Eyfirðinga svf. kemur fram aö tilgangur félagsins verði að vinna að hagsmunum félagsmanna og efla búsetu á félagssvæðinu. Þetta á m.a. að gerast með því að ávaxta eignir KEA og ráðstafa arði Jóhannes Geir Sigurgeirsson. til félagsmanna og til eflingar at- vinnu- og mannlífi á félagssvæðinu. Félagið mun hafa frumkvæði að því að stofna til fjárfestinga og nýsköp- unar I atvinnurekstri á félagssvæð- inu og kalla eftir samstarfi við opin- bera aðila, fyrirtæki, Qárfesta og einstaklinga í því skyni að efla at- vinnulíf. Loks mun félagið leita eft- ir hagstæðum viðskiptasamningum fyrir félagsmenn sína. Ákveðið hefur verið að eignar- haldsfélag KEA, sem heldur utan um hlutabréfa- og verðbréfaeignir félagsins, fái nafnið Kaldbakur hf. - fjárfestingafélag. Þetta var upplýst á fulltrúafundinum og er þar með ljóst að frá og með næstu áramótum verða starfandi annars vegar Kaup- félag Eyfirðinga - samvinnufélag og hins vegar Kaldbakur hf. - fjárfest- ingarfélag. Stjómarformaður í báð- um þessum félögum verður, þar til breytingar eru um garð gengnar, Jó- hannes Geir Sigurgeirsson. -BG Kaupfélag Eyfiröinga Ákveöiö hefur veriö aö eignarhaldsfélag KEA, sem heldur utan um hlutabréfa- og veröbréfaeignir félagsins, fái nafniö Kaldbakur hf. - Ijárfestingafélag. Stúdentaráð HÍ: Hörð mótmæli Stúdentaráö Háskóla íslands hef- ur sent frá sér hörð mótmæli vegria 30 prósenta hækkunar á innritunar- gjöldum sem boðuð hefur verið í niðurskurðartiflögum ríkisstjórnar- innar. í samþykkt stjómar Stúdentaráðs segir m.a. að menntamálaráðherra hafi ekki lagt fram nein rök fyrir þeirri 7.500 króna hækkun sem boð- uð sé, en aðeins vísað í almennar verðlagshækkanir. Aðeins séu liðin tvö ár síðan upphæð innritunar- gjalda hafi verið ákvörðuð í lögum. Verðlag hafi ekki hækkað um 30 prósent á þeim tima. Lögum sam- kvæmt megi innritunargjöld aðeins standa undir kostnaði við skrán- ingu nemenda og meðhöndlun þeirra upplýsinga. Upphæö innrit- unargjalda eigi að byggja á mati á þeim kostnaði sem hljótist af skrán- ingu nemenda, en ekki vera geð- þóttaákvörðun stjómvalda. -JSS Menntamálaráðuneytið úrskurðar um skyldur foreldra: Ekki skylda að starfa í foreldranefndum - en skylt að starfrækja foreldraráð við grunnskóla Menntamálaráðuneytið hefur fellt úrskurð um að foreldri eða for- sjáraðili skólabams sé ekki skyld- ugur til að starfa í nefndum for- eldrafélaganna hjá grunnskólum. Ráðuneytið fefldi þennan úrskurð eftir að hafa fengið senda fyrirspum um málið. Ráðuneytið vísar til laga um grunnskóla þar sem kveðið er á um að stofna skuli samtök foreldra viö skólann til að styðja viö skóla- starfið og efla tengsl heimilis og skóla. Einnig er þar vísað til þess að stofna beri foreldraráð sem í sitji þrjú foreldri sem ekki séu starfs- menn skólans. Einnig er vísaö til aðalnámsskrár um aö samstarf heimilis og skóla skuli byggjast á gagnkvæmri virðingu, trausti, sam- ábyrgð og gagnkvæmri upplýsinga- Foreldraráö Skylt er aö hafa foreldraráö í grunn- skólum, segir í úrskuröi mennta- málaráöuneytisins. miðlun. í ljósi þessa segir ráðuneyt- ið ljóst að skylt sé að stofna og starf- rækja foreldraráð í skólum og for- eldrar geti stofnaö foreldrasamtök við sinn skóla. „Að mati ráðuneytis- ins er hins vegar ekki hægt aö skylda tiltekna foreldra til þátttöku í starfi samtaka foreldra við grunn- skóla, hvorki í stjómum, nefndum eða ráðum. Foreldrar eiga að velja fulltrúa í foreldraráð og til þátttöku í starfi samtaka foreldra með lýðræðisleg- um hætti, sbr. svör við ýmsum fyr- irspurnum sem birt hafa veriö á vef ráðuneytisins. Ráðuneytið telur mikilvægt að foreldraráð við grunn- skóla séu virk og að starfsemi sam- taka foreldra sé öflug, m.a. til að unnt sé að ná þeim markmiðum sem sett eru í aðalnámskrá grunn- skóla um samstarf heimila og skóla,“ segir í úrskuröinum. Meirihluti útvarpsráös hyggst ekki óska eftir að fá að borga afnotagjöld RÚV: Ekkert Ijótt við þetta - segir Anna K. Gunnarsdóttir. Tek ekki þátt í svona bröndurum, segir varaformaðurinn Gissur Pétursson Tek ekki þátt í bröndurum. „Ég tek ekki þátt i svona brönd- urum,“ segir Giss- ur Pétursson, fúfl- trúi Framsóknar- flokks í útvarps- ráði. Fulltrúar stjómarflokkanna i útvarpsráði gefa lítið fýrir útspil þeirra Marðar Ámasonar og Önnu Kristínar Gunnardóttur, fulltrúa Samfylkingar í útvarpsráði, sem hafa óskað eftir því að greiða - líkt og allur þorri landsmanna - fyrir afoot sín af Ríkisútvarpinu. Þau lögðu fram formlega ósk um þetta á útvarps- ráösfundi nýverið. Ekki er skýr laga- heimild fyrir þessum fríðindum út- varpsráðsmanna. - Kristín Halldórs- dóttir, sem situr fýrir VG í útvarps- ráði, óskaði eftir því þegar hún tók sæti í ráðinu á sínum tima að vera undanþegin þessum fríðindum þegar Kristín Halldórsdóttir Lítiö fyrir undan- þágur. Þórunn Gestsdóttir Skiþtir ekki miklu máli. Gunnlaugur S. Gunnlaugsson Slæ mig ekki til riddara. Anna K. Gunnarsdóttir Ekkert Ijótt viö þetta. henni var bent á hún ætti rétt á þeim. „Ég er lítið fyrir undanþágur,“ segir Kristín. Þórunn Gestsdóttir, útvarpsráðsfúll- trúi Sjálfstæðisflokks, segir fríðindin eins konar ábót á laun útvarpsráðsfufl- trúa, sem fá um 25 þús. kr. á mánuði fýrir tvo fundi. Hún segir upphæðina hafa verið óbreytta til fjölda ára, rætt hafi verið um að hækka hana en ekk- ert orðið úr því. Um fríðindi frá afriota- gjöldunum segir Þómnn að þau nemi samanlagt 27 þús. kr. á ári og af upp- hæðinni sé greiddur 39% skattur. Það saxist því á þau laun sem útvarpsráðs- fulltrúar hafi. „Mér fmnst það ekki skipta miklu máli hvort að við njótum þessara fríðinda eða ekki. Það er virö- ingarvert að fólk vilji vera sjálfu sér samkvæmt og geri ég ráð fyrir að fúll- trúar stjómarandstöðunnar séu í sama takti á öðrum vettvangi," sagði Þór- unn. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, segist í samtali við DV ekki háfa leitt hugann að því hvort hann myndi afsala sér þessum fríðindum. „Ef svo verður mun ég að minnsta kosti ekki slá mig til riddara á því. Mér finnst þetta ekki vera vera stóra málið í rekstri Ríkisútvarpsins um þessar mundir," segir Gunnlaugur. Anna K. Gunnarsdóttir, þriðji út- varpsráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks, kveðst ekki vera með á pjónunum að óska eftir því að greiða afiiotagjöldin. „Ég veit ekki betur en þetta sé hluti af okkar launum og af þessum fríðindum greiðum við skatta. Það er ekkert ljótt við þetta,“ sagði Anna. „Ég tek ekki þátt í svona vinsælda- leik,“ segir Gissur Pétursson, fulltrúi Framsóknarflokks í útvarpsráði. Hann segir sér ekki vera fast í hendi að vilja njóta þessara fríðinda, þótt séu í sjálfu sér ágæt. „Mér finnst þessi ósk fulltrúa Samfylkingarinnar popúlismi. Ég er ekki í pólitík og þarf ekki að fiska at- kvæði með þessum hætti.“ -sbs Umsjón: Höröur Kristjánsson netfang: hkrist@dv.is í bæjarpólitíkina? Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar á Suður- landi, er að flytja í Kópavoginn eins og fram hefur komið á EIR-síðu DV. Hún seldi sem , kunnugt er hús sitt á Stokkseyri | fyrir skömmu. heita pottinum I velta menn fyrir sér hvort þetta boði | einhver pólitísk tíð-1 indi. Margrét hefur verið litt í sviðsljós-' inu síðan Össur Skarphéðinsson tók við formennskunni i flokknum. í vor verða hins vegar bæjarstjórnarkosn- ingar og þá á Samfylkingin við of- urefli sjálfstæðis- og framsóknar- manna að etja í Kópavoginum. Hefur því heyrst að þar á bæ þætti ekki ónýtt að fá reyndan þingmann til að setjast við stýrið í slagnum við fram- sóknaríhaldið... Original sæti Á Seljanesi í Reykhólasveit, rétt hjá Bjarkalundi, bjó Magnús Jóns- son ásamt fjölskyldu sinni og synin- um Stefáni Hafþóri. Stebbi hefur lítt við kvenfólk verið kenndur, eins og segir í íjórða bindi 101 vestfirsk þjóð- saga. Hann er þeim mun meiri áhugamaður um fornbíla. Fyrir nokkrum árum fengu Seljanesfeðgar sér gervihnattadisk og gátu þá horft á tugi sjónvarpsstöðva, m.a. með bláum myndum og dökkbláum. Er Dagný húsfreyja brá sér suður notuðu feðgamir tækifærið og buðu nokkrum karimönnum að kíkja á efn- ið. Þar á meðal bræðrunum Unn- steini og Guðmundi á Grund og Jóni sjóliðsforingja Sveinssyni í Miðhúsum. í einni myndinni var afar íjörug og blautleg uppáferð í aftursæt- inu á gömlum Rússajeppa. Sátu menn með standpínu og horfðu með áfergju á myndina, Þá kallar Stefán upp úr eins manns hljóði: - „Strákar sjáiði, það eru original sæti í honum ...!“ Hættir aö éta kjöt Einn mesti heimildarmaður norð- ari Alpafjalla hefur verið rekinn úr heitá pottinum fyrir lífstíð. Ástæðan er4ú að hann hélt því fram fullum fetúm í gær að Ari. Teitsson, formaður I Bændasamtaka ís-1 lands, hefði áhyggj- ur af því að íslend-1 ingar væru hættir að éta kjöt. Þetta er tóm della því Ari hefur alls engar áhyggjur i þessa • veru, enda stýfi Islendingar nú í sig kjöt sem aldrei fyrr. Kjötfjöll eru fyr- ir löngu horfin eins og gamla góöa smjörfjallið sem nú er vart annað en ómerkileg þúfa. Sagt er að Ari hvetji því fremur en letji bændur til að kreista meira út úr framleiðslu sinni- Hann líti þar sérstaklega til Indriða bónda Aðalsteinssonar á Skjaldfónn við Djúp sem skilar ár hvert þyngri dilkum í sláturhús en nokkur annar. Eru hrútlömbin hans sögö jafnast á við hálfstálpuð naut - Guðjón bak við tjöldin? Sagt er frá því í blaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum að Guðjón Hjör- leifsson bæjarstjóri hyggist láta af embætti bæjarstjóra í vor eftir 12 ára setu i þeim stól. Muni hann taka við sem umboðs- i fSfl maður Sjóvár-Al- f. ■> *t jjl mennra í Vest- mannaeyjum. í Vestmannaeyjum þykir mörgum mun sennilegra að sagan um umboðsmanns- starf Guðjóns sé hálfgert plat. Horfa menn þar til þeirrar miklu gjár sem myndaðist er Árni Johnsen hvarf af þingi. Þar vanti skeleggan mann í Árna stað og fáir séu þar líklegri en sjálfur Guðjón, sem nú þykist ætla á bak við hin pólitísku tjöld ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.