Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 10 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, slmi: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Treystu mér í sömu viku og hagsmunaaðilar verzlunar voru að lýsa dálæti sínu á siðareglum, sem þeir hafa sett um samskipti sín, úrskurðaði samkeppnisráð þessa aðila í háar sektir fyrir brot á lögum um slik samskipti. Þetta segir okkur, að siðareglurnar séu ímynd en ekki innihald. Hvenær sem voldugir aðilar i þjóðfélaginu eru sakaðir um pukur og leynimakk, setja þeir upp heilagra manna vandlætingarsvip og segja: Treystu mér. Gildir þá einu, hvort rætt er um leynilegar fjárreiður stjórnmálaflokka eða leynikostnað rikisins vegna einkavinavæðingar. Hagsmunaaðilar peninga og valda reyna yfirleitt að andæfa, þegar aukið er gegnsæi í viðskiptum og stjórn- málum. Þeir vilja heldur, að almenningur sýni valdastofn- unum þjóðfélagsins blint traust. En reynslan sýnir því miður, að ekki eru forsendur fyrir því. Gegnsæið er ein af meginstoðum vestræns lýðræðis, enda greinilega betri en blindan sem forsenda fyrir trausti. Ef spilin liggja á borðinu, er tilgangslitið að reyna að hafa falda ása uppi í erminni. Traustið skapast þá af opnum leikreglum, sem eru öllum sýnilegar. Fyrir ári voru Samkeppnisráði gefnar tennur. Ráðið fékk heimild til að beita háum sektum við brotum á sam- keppnislögum. Núna er ráðið byrjað að beita hinum ný- fengnu tönnum gegn ólöglegu samráði um síma- og gagna- flutning og um dreifingu á geisladiskum. Sektirnar voru þó smámunir í samanburði við yfirhaln- mguna, sem Landssíminn fékk í texta úrskurðarins. Þar stóð beinlínis, að ráðamenn fyrirtækisins hafi margsinnis misnotað markaðsráðandi stöðu þess, sem þýðir á lög- reglumáli, að þeir hafi sýnt eindreginn brotavilja. Endurtekin brot Landssímans á samkeppnislögum gefa skýra mynd af islenzkri einkavæðingu, sem byrjaði með bifreiðaeftirlitinu og endaði með símanum. Hún felur í sér, að völdum aðilum er afhent einokun, sem breytist i hlutafélagsform, en heldur áfram að vera einokun. íslenzk stjórnvöld hafa gegn vilja sínum neyðst til að þýða evrópskar reglugerðir um gegnsæi og samkeppni og gera að íslenzkum lögum. Þannig hafa verið stigin skref til að koma böndum á fjármálamarkaðinn og um sam- skipti kaupenda og seljenda innan verzlunarinnar. Spurningin er bara, hvort dugir að beita síbrotamenn háum sektum. Er ekki meira samræmi í að dæma slíka menn á Litla-Hraun eins og síbrotamenn á öðrum sviðum afbrota? Að minnsta kosti virðast sumir ráðamenn Lands- símans vera hinir dreissugustu eftir dóminn. Færst hefur í vöxt hjá voldugum mönnum hér heima sem erlendis að bera höfuðið hátt og reyna með markaðs- setningu að búa til ímynd, sem er óháð veruleikanum og oft fjarri honum, jafnvel andstæð. Reynt er að fela veru- leikann og markaðssetja ímyndina sem igildi hans. Þannig fjölyrða ráðamenn lyfjarisa heimsins um, að gíf- urlegur kostnaður fari i að þróa ný lyf, þegar sannleikur- inn er þvert á móti sá, að gífurlegur kostnaður fer í að markaðssetja ný lyf með góðu og illu, þar á meðal með mútum og fölsuðum niðurstöðum rannsókna. Venjulegir menn hafa sem neytendur og kjósendur litla þekkingu til að sjá bolabrögðin, sem þeir eru beittir af að- ilunum, sem valdið hafa og peningana. Með samevrópsk- um reglum um aukið gegnsæi í þjóðfélaginu er verið að andæfa gegn sífellt betri vopnum hinna sterku. Réttur Samkeppnisráðs til að beita sektum gegn sam- keppnishömlum risanna er lítið, en brýnt skref í barátt- unni við þá, sem brosa ljúft og segja: Treystu mér. Jónas Kristjánsson JCW Vélknúinn snjóblástur Jónas Haraldsson aöstoöarritstjóri Veturinn í fyrra var snjóléttur og svo hefur veriö i stórum drátt- um í minni heimabyggð undanfar- in ár. Því kom snjórinn nú mér í opna skjöldu og það svona snemma. Og ekki nóg með það. Það snjóaði dag eftir dag án þess að hlánaði. Snjórinn hlóðst því upp. Ekki að mér sé illa við snjó. Umhverfið verður fallegra að vetri til ef þokkalega snjóar, börnin gleðjast og fara út að leika sér i stað þess að hanga inni, Hvít jörð, samfara þokkalegu veðri, kallar líka á þá fullorðnu i göngutúr, skíðagöngu eða viðlíka hollustu. Vandinn er bara heimilisstéttin mín og bílastæðið. Af nokkrum myndarskap, að mér fannst, lagöi ég stéttina sjálfur. Sanngjarnara væri kannski að segja að við hjón- in hefðum lagt hana. Ég sléttaði undirlagið og rétti konunni hell- urnar. Hún er lagnari og útsjónar- samari en ég. Auk þess fannst mér þetta öryggisatriði ef skekkja kæmi í lögnina. Hún væri þá ekki mér að kenna. Svo varð þó alls ekki. Stéttin varð slétt og fín og skekkjur að minnsta kosti ekki stærri en svo að við tækjum eftir þeim. konan ekki ánægð með þennan aumingjaskap en lét gott heita. Þetta var á vordögum og langt til næsta vetrar. Ég var því kátur við lögnina og feginn að sleppa við að púsla óþekkum plastslöngum ofan i sandlag og reyna að tengja þær með einhverjum hætti við hita- kerfi hússins. Ég viðurkenni það nú að þetta voru mistök og ég veit að mín bíð- ur einhvern vordaginn að rífa upp stéttina og leggja hitalögnina. Lík- legra þykir mér þó að ég fái mann til þess. Mér hefur ekki farið fram í pípulögnum. Ég er aðeins látinn vita af því, þegar mikið snjóar, að gott væri að hafa bræðslukerfi og um leið minntur á hver hafi ráðið þegar hitalögninni var sleppt. Það er sem sagt mitt hlutverk að moka og hreinsa stéttina og vamir mínar eru litlar, frómt frá sagt. Vandinn er þó sá sami og áður. Hafi ég ekki nennt að leggja hitalögnina á sínum tíma nenni ég enn síður að moka stéttina. Því er ég hlynntur snjóléttum vetrum. Næsta morgun vottaði ekki fyr- ir mokstri mínum kvöldið áður. „Þú verður að moka aftur, elskan mín,“ sagði konan þegar við klöngruðumst yfir ruðningana. Mér sýndist glott á vörum hennar þegar hún horfði yfir til granna okkar. Þeir gengu í röðum á þurr- um hellum til bíla sinna, gott ef ekki allir á dönsku skónum. Það snjóaði allan þann dag. Ég neitaði að moka um kvöldið. „Ég skal tala við hann pabba,“ sagði konan næsta morgun. Við sluppum óbrotin að bílnum og skófum af honum snjóinn í sam- einingu. „Þú veist Mistökin viöurkennd Deilumálið varðandi lögnina var bara eitt og þó tæpast ágrein- ingur á þeim tíma. Konan vildi hitalögn undir stéttina. Ég var í raun sammála henni um kosti hit- ans langar vetramætur. Tvennt kom þó í veg fyrir framkvæmdir af minni hálfu. í fyrsta lagi vorum við blönk eftir að hafa komið okk- ur upp húsinu. Það var þó ekki að- alatriðið enda efni i slíka hitalögn ekki tiltakanlega dýrt. Það sem réð úrslitum var að ég hvorki kunni né nennti að leggja hitalögn undir stétt. Mér skilst á öllum ná- grönnum mínum að þetta sé ekk- ert mál en þetta óx mér í augum. Við lögðum þvi stéttina án hita- lagnarinnar. Innra með sér var Tól til ails „Mokaðu nú svo við komumst heim tröðina án þess að stórslasa okkur,“ sagði konan þegar snjóað hafði samfleytt í þrjá sólarhringa og enn var nóvember. „Það þýðir ekki neitt,“ sagði ég, „þú sérð það sjálf að það snjóar strax í farið. „Má ég í allri vinsemd benda þér á svolítið," sagði konan og gjóaði augunum að þremur nágrannalóð- um. Þar blöstu við þurrar og hreinar gangstéttarhellur, líkt og á sumardegi. Bræðslukerfi grann- anna unnu sitt verk. Ég hunskað- ist út með skófl- una. h Klósettpappírsklipping Björn Þorláksson blaöamaður verja til auglýsinga eru að sama skapi í tilvistarhættu og afleiðingin er að aðeins hinir stærstu lifi af. Ekki endilega þeir hæfustu. Jólabókaflóðið hefur sjaldan eða aldrei verið umfangsmeira og er víst að margir höfundar og útgef- endur eru á tauginni í þeim harða slag sem í vændum er. í fréttum liðinnar viku hefur komið fram að salan fer ágætlega af stað en þó er allsendis ótímabært að spá fyrir um lyktirnar. Vonandi verða marg- ar bækur keyptar enda fátt snjall- ara en að staldra við í svartasta skammdeginu og velta fyrir sér spurningum sem nútímamaðurinn gefur sér annars lítinn tíma til að fást við. Góðar bækur lifa um aldur og ævi i hjörtum lesandans og auðga sálina. Hins vegar er ljóst að framboðið er mikið og munu margir verða undir í slagnum. Sumir því miður að ósekju. Bækur sem enga athygli fá eru líklegar til að týnast í auglýs- ingagosinu og er ekki alltaf spurt um gæði. Stóru forlögin verja mikl- um fjármunum til kynningar á verkum höfunda sinna og virðast dæmi um að bókaútgáfur hafi koll- keyrt sig beinlínis í því harða striði. Þeir sem litlu fjármagni Ekki áhættunnar virði Þegar framhaldsskólanemandi þreytir próf og útskrifast með ágæt- iseinkunn eru honum allir vegir færir í frekara nám. Þegar háskæl- ingur stendur sig vel á lokaprófi má fullvíst telja að hann fái góða stöðu á atvinnumarkaði. Þegar arkitekt hannar snjalla byggingu eru góðar likur á að hann muni fá einhvers konar stöðuhækkun. En þegar rithöfundar senda frá sér áralanga vinnu er það tilviljun háð hvort aðstæður skapi þeim braut- argengi. Þekkt er aö nýir rithöfundar hafa fengið þau svör hjá stærri for- lögum að þrátt fyrir ótvíræð gæði handrits sé áhættan við útgáfu of mikil til að menn þori. Útgáfustjór- ar hafa á sama tíma sagt aö ef ein- hver „stóru höfundanna" kæmi með nákvæmlega eins handrit, væri hins vegar sjálfgefið að selja bókina í þúsundum eintaka. For- lögin segja óvarlegt að veðja á unga fola þegar reyndari veðhlaupahest- ar komist alltaf í mark. Kynning óþekktra höfunda er tímafrek og kostnaðarsöm. Hið litla svigrúm út- gefenda verður til þess að sumir komast aldrei á prent sem þó ættu fullt erindi á ritvöllinn. Þáttur stórmarkaöa Þannig eru viðskiptaöflin farin að ritstýra listinni sem aldrei fyrr og ekki skánaði ástandið eftir að stórmarkaðirnir fóru að selja bæk- ur og þá einkum bara vinsælustu titlana. Eðlilegt er að íslendingar vilji kaupa listverk á sem bestu verði en á sama tíma og þörfin fyr- ir lítil og meðalstór fyrirtæki hefur aldrei verið meiri, samkvæmt ráða- mönum þjóðarinnar, skýtur skökku við að örfáir markaðsráð- andi aðilar skuli vera á góðri leið með að útrýma sérverslunum, þ.e.a.s. bókabúðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.