Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Page 50
58 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 Helgarblað ,'v Harðræði á stúlknaheimili? - hvað gerðist raunverulega á Bjargi á Seltjarnarnesi I>V lllugi skrifar Þaö er hinn haröskeytti blaöamaöur, rithöfundur, skáid og þjóöfélagsrýnir III- ugi Jökulsson sem skrifar ísland I aldanna rás. Greinin „Harðræöi á stúlkna- heimili" er úr öðru bindi bókarinn- ar ísland í aldanna rás 1950-1975 eft- ir Illuga Jökulsson og fleiri höfunda og er hún birt hér með leyfi höfund- ar og JPV-útgáfu. í greininni er sagt frá atburðum sem áttu sér stað árið 1967 á stúlknaheimilinu Bjargi á Seltjarnamesi og vöktu gríðarlega athygli og deilur. Tveimur árum síðar risu aftur upp deilur um mál- ið þegar Þjóðleikhúsið setti upp leikrit Matthiasar Johannessens, „Fjaðrafok", sem var augljóslega byggt á Bjargsmálinu. svonefnda. Við vondan draum íslendingar vöknuðu upp við vondan draum i október þegar ásak- anir komu fram um að á heimili fyr- ir táningsstúlkur í vanda heföi við- gengist slík harðýðgi að helst var talið minna á hinar myrku miðald- ir. Gengu sögur um miskunnarlaus- an aga, barsmiðar, innilokanir fyrir minnstu yfirsjónir, ritskoðun, and- lega kúgun og jafnvel kynferðislega áreitni. Þótt margar sögurnar væru ýktar og sumar staðlausir stafir stóð hitt eftir að á þessu heimili hafði kornung færeysk stúlka verið svipt nýfæddu barni sínu nauöug og það sent til útlanda. Strauk stúlkan þá af heimilinu og í kjölfar þess var farið að skrifa um málið í blöðum. Það var Hjálpræðisherinn sem rak stúlknahæliö á Bjargi á Sel- tjarnarnesi, sem hét i opinberum plöggum „skólaheimili", enda var stúlkunum sem þar voru vistaðar séð fyrir almennri kennslu sem nokkrir guðfræðinemar við Háskóla Islands önnuðust. Herinn hafði byrj- að starfrækslu heimilisins á Bjargi í markvissri tilraun til að fmna sér hlutverk er önnur líknarstarfsemi á hans vegum dróst saman. Lengi hafði skort úrræði fyrir ungar stúlkur sem ýmist lentu á glapstig- um eða gátu ekki dvalist heima hjá sér vegna erfiðra fjölskylduað- stæðna. Fáeinar tilraunir höfðu ver- ið gerðar til að stofna afdrep fyrir slíkar stúlkur en ekki gengið vel. Að frumkvæði Auðar Að frumkvæði Auðar Eirar Vil- hjálmsdóttur varð úr að Herinn reyndi að koma þarna til hjálpar. Hún hafði útskrifast sem guðfræð- ingur árið 1962, var í Hjálpræðis- hernum en starfaði í lögreglunni þar sem hlutverk hennar var að hafa „afskipti af telpum, sem fremja þjófnaði, stúlkum, sem stunda iðju- leysi og illa hegðan, koma illa fram á heimilum sínum, stunda útivist, lauslæti og drykkjuskap eða hvem annan ósóma", eins og hún lýsti því sjálf í Kirkjuritinu. Þessum stúlk- um vildi hún hjálpa og þrátt fyrir nokkrar efasemdir, jafnvel innan Hjálpræðishersins, um að hann væri í stakk búinn til að reka slíkt heimili var afráðið að gera þessa til- raun. Bjargsheimilið var tekið i notkun árið 1965. Markmiðið var að vista þar stúlkur á aldrinum 13-16 ára, skýla þeim fyrir stormum lifsins, veita þeim aga og aðhald og sjá þeim fyrir almennri kennslu, en jafnframt að hjálpa stúlkunum „til að byggja líf sitt og framtíð á bjarg- inu, orði Guðs,“ eins og deildar- stjóri Hjálpræðishersins komst að orði við vígslu heimilisins. Herinn hafði fengið hagstætt lán úr ríkis- sjóði til að koma heimilinu á lagg- irnar og við vígsluna var Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra sér- staklega þakkað fyrir að hafa sýnt málinu áhuga. Starfsmenn á Bjargi voru þrir, allt konur frá Noregi sem störfuðu í Hjálpræðishernum. Anna Oona Hansen var forstöðukona. Til að byrja með virtist allt leika í lyndi en brátt fór að bera á ýmsum vanda- málum. Enda þótt allur gangur væri vitaskuld á því hvers konar stúlkur væru sendar á Bjarg voru sumar þeirra engin lömb að leika við en starfsfólkið hafði ekki hlotið sér- staka menntun eða þjálfun til að fást við erfiða unglinga. Stjóm- skipuleg staða heimilisins var nokk- uð óviss, sem og staða þeirra stúlkna sem þar voru vistaðar. Þær voru ósjálfráða til sextán ára aldurs en ekki reyndist vera öldungis á hreinu hver fór með forræði þeirra meðan þær dvöldust á Bjargi, for- eldrarnir eða forráðamenn heimilis- ins. Ríki í ríkinu Jafnframt olli það vanda að for- ráðamenn á Bjargi litu á heimilið sem langtimavistun þar sem mark- miðið væri kennsla og uppeldi í anda trúar en barnaverndarnefndir vildu einnig fá að nota heimiliö sem skammtímavistun fyrir stúlkur sem þurftu á afdrepi aö halda. Stúlkurn- ar litu að minnsta kosti ekki svo á að þær væru komnar á Bjarg til langframa og þyrftu þvi að undir- gangast þann aga og skyldur sem þar voru í heiðri hafðar. Þær reglur voru i samræmi við reglur sem giltu á sambærilegum heimilum Hersins á Norðurlöndum en voru ekki kynntar hinu opinbera á ís- landi. Því fór brátt svo að í augum þeirra sem gagnrýnir voru á starf- semina á Bjargi virtist heimilið einna helst vera eins og ríki í rík- inu þar sem Hjálpræðisherinn gat farið sínu fram án mikils eftirlits. Ritskoðun og heragi Stúlkurnar sem þar voru vistaðar kvörtuðu sumar sáran undan agan- um sem þar ríkti og foreldrum var ekki öllum vel við að dætur þeirra væru skikkaðar til að undirgangast það hreintrúaruppeldi sem Hjálp- ræðisherinn lagði kapp á þótt þær hefðu lent í vandræðum. Ekki bætti úr skák að Herinn tók þann pól í hæðina að í stað þess að tala hreint út um málin voru stúlkurnar ávítaðar stranglega ef þær kvört- uðu, bréf þeirra út af heimilinu voru ritskoðuð og úr þeim strikað allt sem túlka mátti sem gagnrýni á heimilishaldið og ýmsar hömlur lagðar á heimsóknir aðstandenda. Iðulega fengu stúlkurnar ekki að hitta foreldra sína nema í viðurvist starfsfólks á Bjargi. Herinn taldi þessa ritskoöun rétt- lætanlega því að stúlkurnar væru gjamar á að gefa rangar upplýsing- ar um það sem gerðist á heimilinu. Jafnframt vildu foreldrar oft ekki hafa samvinnu við heimilið og sum- ir þeirra „virðast gleyma erfiðleik- um dætra sinna fljótlega eftir að þær eru komnar að heiman og á skólaheimilið og telja tíðum að stutt vera á skólaheimilinu muni gera þær að gjörbreyttum stúlkum en telja þó oft um leiö að skólaheimilis- dvölin muni hafa [þjjakandi og óæskileg áhrif á dætur þeirra", eins og stjóm heimilisins sagði í bréfi til Barnaverndarráðs snemma i októ- ber árið 1967. Þá hafði gagnrýni á Bjargsheimil- ið smám saman fariö vaxandi og Gísli Gunnarsson kennari, sem hafði rætt við stúlkur sem verið höfðu á Bjargi, hafði safnað saman ýmsum umkvörtunarefnum og lagt fyrir barnaverndaryfirvöld. Gísli kom mjög við sögu þeirrar fær- eysku stúlku sem varð til þess að málefni heimilisins urðu á allra vörum haustið 1967: Fjórtán ára í spennitreyju Marjun Gray hafði verið send til íslands í febrúar árið 1966 en þá var hún fjórtán ára og í slagtogi með töluvert eldri karlmanni sem fram kemur í bók Péturs Péturssonar um Hjálpræðisherinn að hafi hlotið dóm fyrir samvistir sínar með henni. í viðtali við Þjóðviljann 20. október kemur fram aö Marjun Gray hafi verið af mjög trúuðu fólki í Færeyjum og lýsing hennar á við- brögðum ættingja sinna þar eru reyndar engu fegurri en lýsingar hennar á vistinni á Bjargi. „Fjölskyldan" hófst þá handa um að koma telpunni á heimili fyrir vandræðaunglinga, en fyrst var henni komið á spítala þar sem hún var fyrst sett í spennitreyju og lok- uð ein inni í klefa í 5 daga en síðan höfð með dauðvona gömlum konum í stofu.“ Hún lamdi mig Marjun var bamshafandi þegar Seinna bindiö komiö Þetta er forsíöa seinna bindis is- lands í aldanna rás eftir llluga Jök- ulsson en þaö er JPV-útgáfan sem gefur út. hún kom til íslands en hvorki hún sjálf né aðrir vissu af því. Hún kvaðst í viðtalinu hafa fengið mjög slæmar móttökur hjá Önnu Oonu þegar hún tilkynnti henni síðan að hún væri með bami. ,,[H]ún vildi ekki trúa mér, hún lamdi mig, við lentum í slagsmálum og svo sagði hún að ég væri ekki frekar ófrísk en hún sjálf." Rétt er að taka fram að Anna Oona Hansen var ekki kunn að því að vera laus höndin enda þvertók hún seinna fyrir þær barsmíðar sem Marjun lýsti. Hins vegar verð- ur varla sagt að viðbrögð starfs- fólksins á Bjargi við þungun stúlkunnar hafi einkennst af mikilli nærgætni. Hún eignaðist barnið á Fæðingarheimilinu í Reykjavík 6. október 1966 og fór skömmu síðar með það að Bjargi þar sem hún sagði að starfsfólkið hefði sýnt sér kuldalegt viðmót. Móðir Marjunar fór fram á að barniö yrði tekið af henni og sent til Færeyja. Marjun harðneitaði því í fyrstu en sagði að bæði starfsfólk á Bjargi og síðan kvenlögreglan hefðu lagt hart að sér. Hafi „allt [lent] í slagsmálum. Ég rotaðist svolitla stund. Um kvöldið bað ég um að fá bamið en var neitað og svo þorði ég ekki að sofna en stóð alla nóttina á vakt frammi á gangi því ég var svo hrædd um að það yrði farið með það. En forstöðukonan gafst upp á að passa barnið því það grét svo mikið, og svo fékk ég það aftur." Bæði Anna Oona og Auður Eir af- tóku með öllu að þessi lýsing væri einu sinni í námunda við raunveru- leikann. Anna Oona sagði að konur Stúlknahelmilið á Bjargi Hér dvöldu stúlkur sem villst höföu af vegi dyggöarinnar og voru meöhöndl- aöar í anda hreintrúar og strangs aga. Gengu sögur um miskunnarlausan aga, barsmiöar, innilokanir fyrir minnstu yfirsjónir, ritskoðun, andlega kúgun og jafnvel kynferöislega áreitni. Þótt margar sögurnar væru ýktar og sumar staðlausir stafir stóð hitt eftir aö á þessu heimili haföi kornung færeysk stúlka veriö svipt nýfæddu barni sínu nauöug og þaö sent til útlanda. Strauk stúlkan þá og í kjölfar þess var fariö aö skrifa um máliö í blööum. Auöur Eir Vilhjálmsdóttir guöfræðlngur. Hún var fyrsta konan á íslandi sem tók prestsvígslu og hefur átt farsælan feril sem sóknarprestur. Hún haföi frumkvæöi aö stofnun hins umdeilda stúlknaheimilis á Bjargi en þaö var Hjálpræöisherinn sem rak þaö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.