Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 22
22 Helgarblað LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 Saga Dáta og Rúnars Gunnarssonar Dæmda hljómsveitin - aðeins einn eftir á lífi Af öllum þeim hljómsveitum sem komu fram á bítlaárunum komust fáar með tæmar þar sem Hljómar höfðu hælana. Á tímabili hafði þó hljómsveit- in Dátar yfírhöndina. Sveitin gerði tvær 4-laga plötur sem komu henni eft- irminnilega á spjöld íslensku poppsög- unnar. Það em svo ekki sist hin harm- rænu örlög Rúnars Gunnarssonar söngvara og flestra annarra meðlima sem gera Dáta að hljómsveit sem hjúp- uð er dulúð og leyndardómum. Um þetta má lesa í nýrri bók Gunn- ars Lámsar Hjálmarssonar, doktors Gunna, sem heitir: Em ekki allir í stuði - rokk á íslandi. Það er Forlagið sem gefur bókina út. DV birtir hér brot úr kaflanum sem fjallar um Rúnar Gunnarsson og hljómsveitina Dáta sem virtist vera fædd undir óheiilastjömu. Þorsteinn sá sem vitnað er til í kaflabrotinu er að sjálfsögðu Þorsteinn Eggertsson, hirð- skáld óteljandi popphljómsveita á ís- landi, þar á meðal Dátanna. Dátar veröa til Söngvarinn Rúnar Gunnarsson er þekktastur Dáta. Lagasmíðar hans ásamt lögum Gunnars Þórðarsonar em hinn séríslenski bitlaarfur. „Að- dragandinn að stofnun Dáta var nokk- ur sérstæður," sagði Rúnar í viðtali 1968. „Ég frétti í gegnum kunningja minn, að strákur úti i bæ væri að smala í hljómsveit. Þessi strákur var Hilmar Karlsson. Ég gaf mig ffarn en síðan auglýsti stóri bróðir Hilmars eft- ir trommara. Ekki stóð á svörum en að hæfnisprófi loknu var Stefán Jóhanns- son úrskurðaður skástur. Síðan kom Jón Pétur Jónsson bassaleikari inn í myndina, og þar með vora Dátar komnir á kreik. „Stóri bróðir" fékk Þóri Baldursson til að æfa okkur og hann gaf okkur hollar leiðbeiningar og kom okkur á sporið fyrstu mánuðina." „Stóri bróðir" var Þráinn Kristjáns- son, umboðsmaður og veitingamaður, sem hafði rekið djassrekstrarsjón í Tjamarcafé um nokkurt skeiö en sá að djassinn var á hverfanda hveli sem tónlist unga fólksins. Hann hvatti því Hilmar bróður sinn til að stofna hljóm- sveit og tók að sér umboðsmennsku þegar Dátar vom orðnir að veruleika. Dátarnir vora tæplega tvítugir, Rúnar nýorðinn 17 ára þegar hljómsveitin byrjaði. Þráinn stakk upp á „konsepti“; nefndi bandið Dáta og setti meðlimina í matrósafót. Það var þó hugmynd sveitarinnar sjálfrar að hafa stóra mynd af hljómsveitinni framan á trommusettinu - þar sem aðeins sást í þá fyrir neðan mitti. Samkeppnin við Hljóma Árið 1966 stóð veldi Hljóma höllum fæti vegna meiktilrauna þeirra og harðrar R&B tónlistarinnar. Því áttu aðrar sveitir með Dáta i fararbroddi auðvelt með að saxa verulega á forskot Hljóma á ballmarkaðinum. Þorsteinn: „Um sumarið 1966 vom Dátar eiginlega orðnir vinsælli en Hljómar, því Hljómar höfðu hlustað of mikið á Pétur östlund. Þessi fyrsti túr var mjög skemmtilegur og það var all- ur gangur á hlutunum. Við sváfúm stundum í félagsheimilunum sem við vomm að spila í en yflrleitt á helvíti finum gistiheimilum. Þráinn var oft mjálmandi í hótelstjóram að fá gúdd- vill og magnafslátt en svo vom nú hót- elherbergin oftast ekkert notuð. Menn skildu töskumar sínar eftir í þeim en vom svo í partíum úti í bæ fram á morgun, enda var alltaf verulegur þrýstingur utan úr sal að fá okkur í partí. Það var mikið sukkað efth- böll- in. Rúnar var byijaður með Sigrúnu (Jónatansdóttur) og hélt sig alveg frá stelpunum. Það mátti dást að honum fyrir það. Þeir vora nú ekki allir svona trúir sínum eiginkonum og kærastum, án þess að við fóram nánar út í þá sálma. Þó það væri dýrt að hringja á þessum áram hringdi Rúnar reglulega í Sigrúnu. í Alþýðuhúsinu á ísafirði kom einhver stelpa og fór að nudda sér utan í Rúnar á meðan hann var að Sveitastrákur af Snæfellsnesi Rúnar Gunnarsson fæddist 10. mars 1948, gekk í Gagnfræöaskóla Austurbæjar en lauk gagnfræöaprófi frá Staöarstaö. Kassagítar var til á æskuheimilinu og hann lærði vinnu- konugripin ungur af móöur sinni. Á Staðarstaö hittust Rúnar og tveir fé- lagar til að gutla á hljóöfæri og spila bridds en Dátar var fyrsta hljóm- sveitin sem hann var í. Hér gala gaukar. Sextett Ólafs Gauks, með Rúnar innanborös. Rúnar eryst til vinstri. Ólafur sjálfur fyrir miöju ásamt Svanhildi Jakobsdóttur. Sextett Ólafs Gauks var gríöarvinsæll og ekki minnkuöu vinsældirnar þegar unga poppgoöiö gekk til liös viö sveitina. í sjónvarpsþættinum Hérgala gaukar sprellaöi sveit- in og kom fram í alls kyns múnderingum. Rúnar var ásamt Svanhildi Jakobsdóttur í framlínunni og söng meöal annars lagið um Gvend í sjónvarpinu og svo önnur lög úr eigin sarpi. Sum enduöu á smáskífum sextettsins. Á yfirboröinu virtist allt í himnalagi en undir niöri var ógæfan byrjuö aö krauma. Svo hófst suð um að fá „Gvend á eyr- inni“, en Óli Gaukur sagði það ekki vera á prógramminu. Undir lok dans- leiksins sló Rúnar upphafshljóma lags- ins en Óli gaf sveitinni merki um að það yrði ekki tekið. Þá henti Rúnar af sér bassanum og fór af sviðinu." Ólafur var af allt annarri kynslóð en Rúnar og aðrir bítlar. Um álit hans á bítlatónlistinni mátti lesa í Vikunni 1968: „Fyrst í stað fannst mér hún bæði léleg og hávaðasöm. En síðan frambítl- arnir bresku urðu heimsfrægir og meiri kröfur gerðar til þeirra hafa þeir lagast. Kannski hef ég aðlagast bítlamúsíkinni með tímanum. Ég Fyrsta 7 tomma Dáta Þeir töldu plötuna hafa heppnast ágætlega miöaö viö íslenskar aöstæöur og voru ánægðastir meö lagið „Leyndarmál“ sem varð vinsælast. auga á hinum efnilega Rúnari og einn af þeim var Ólafur Gaukur sem vildi yngja upp í hljómsveit sinni. Hann hreppti Rúnar, setti hann á bassa, og fékk annan ungan strák á trommur, Pál Valgeirsson, sem hafði verið í Tempó. Margir töldu þetta vera skref niður á við hjá Rúnari en sjáifur var hann sáttur. „Við voram hættir í Dátum þegar ég fór yfir til Gauksins," sagði hann í Viku-viðtali Andrésar Indriðasonar árið 1968. „Það var eitthvert los á hljómsveitinni og kæruleysi svo við ákváðum að hætta.“ Platan með 14 lögum Oddgeirs kom út sumarið 1968, seldist vel og aðeins seinni LP-plata Hljóma þótti henni fremri í gæðum þegar poppárið var gert upp í árslok. Það fór þó að bera á tónlistarlegum ágreiningi miili Rúnars og Óla. Dr. Gestur Guðmundsson minnist skólaballs á Borginni þar sem sextettinn spilaði: „Ballgestum, sem vora iitlu yngri en Rúnar, þótti Óli Gaukur fremur gamaldags. Við pönt- uðum ítrekað lögin hans Rúnars og fengum „Undarlegt með unga menn.“ mundi segja að 30% af henni væri gott en meiriparturinn lélegur." Álag og kjaftasögur Álagið á Rúnar var gríðarlegt og alls kyns kjaftasögur um hann hringsól- uðu um bæinn. Þótt hann væri súper- stjama með Sextett Ólafs Gauks greip hann fyrsta tækifæri sem gafst til að hætta. Því varð úr að hann gekk í hljómsveitina Tilveru sem var stofnuð vorið 1969. í bandinu vora hálfgerðir afgangsmenn sem komust ekki í súpergrúppumar Trúbrot og Ævin- týri; bassaleikarinn Jóhann Kristjáns- son úr Flowers, Engilbert úr Hljómum og Axel Einarsson sem hafði síðast verið í Persónu. Tilvera þótti lofa góðu og bauðst samningur við Fálkann. Áður en bandið gat skrifað undir, í nóvember 1969, hafði Rúnar þó hætt í hljómsveitinni. Hann fór þá á nokkrar æfmgar með hljómsveitinni Ópus 4, mætti stundum á tónleika hjá öðrum og fékk að grípa í - tók til dæmis i bassann á balli með Náttúru í Glaum- bæ - en hljómsveitarmennsku Rúnars var lokið. Gvendur á eyrinni í þessari ferð fór Rúnar að semja lög. Hann var ekki nema 18 ára gamall en snemma mátti heyra persónulegan stíl. Þorsteinn: „Til að byija með var Rúnar ekki ánægður með sjálfan sig sem söngvara og á böllum vildi hann oft fá mig til að taka nokkur lög. Þetta breyttist allt þegar hann fór að syngja eigin lög. Fyrsta lagið sem Rúnar leyfði mér að heyra var „Gvendur á Eyrinni". Það var í rútu á leiðinni frá Húsavik til Akureyrar. Fyrst fannst manni þetta viðvaningslegt hjá honum en samt var eitthvert kikk í þessu.“ Seinni Dátaplatan var tekin upp í lok aprílmánaðar 1967 og kom út um sumarið. Lagið um Gvend á eyrinni varð strax vinsælt og Dátar héldu út á land. Þorsteinn var aftur með í fór: „Þegar við fóram í seinni túrinn var hljómsveitin orðin verulega þekkt. Þar sem bandið var farið að fá feit djobb var bætt inn manni á orgel, Karli Sig- hvatssyni. Með hann innanborðs vora Dátar alveg dúndurband. Það var í góðri þjálfun og ég held að Kalli hafi kennt hinum mikið. Hann var strax þá orðinn séní á sínu sviði. Hann var alltaf að pæla í taktbreytingum, að spila lög í 5/8 og 7/8 og eitthvað svona. Á þessum tíma var hann eiginlega of sjáífstæður fyrir böndin sem hann var i og því var hann alltaf að skipta um þau.“ Á þessum sumartúr böðuðu Dátar sig í frægðinni. Það var spilað og drakkið og spilað og drukkið. Þótt allt liti út fyrir að ganga hljómsveitinni í hag reyndist stutt í endalok hennar þegar komið var aftur í bæinn. Þorsteinn: „Magnús gítarleikari var alltaf út af fyrir sig. Hann hvarf alltaf strax eftir böll og tók ekkert þátt í partístandinu. Hann kom mér eigin- lega fyrir sjónir eins og geimvera. Hann spilaði eitthvað með Dátum þeg- ar bandið kom í bæinn eftir túrinn en svo stytti hann sér leið yfir móðuna miklu, sá fyrsti af þessum strákum til að fyrirfara sér. Það kom ekki annar gítarleikari." Rúnar fer til Gauksins Þegar Dátar hættu í lok sumars 1967 fór Stefán trommari í hljómsveit Ragga Bjama og Jón Pétur gekk í Roof Tops þar sem bróðir hans, Ari Jóns- son, og fleiri vora fyrir. Margir höfðu syngja. Það var hátt upp á sviðið svo hún þurfti að klifra upp. Það leið dá- góður tími áður en Ingvar bílstjóri og löggan komu og drógu píuna niður. Rúnar varð snemma aðalaðdráttarafl bandsins. Honum fannst það gaman og gekkst upp í því. Hann bjó sér til töffarahlutverk sem hann fór í um leið og hann fór út úr herberginu sínu. Það var þessi töffaraútgáfa af Rúnari sem fólk þekkti. Þar fyrir utan var hann ljúfur strákur sem tranaði sér ekki of mikið fram.“ Rúnar syngur í útvarpssal árið 1966 Á þessum tíma var hann orðinn aðal- stjarnan, ekki bara í Dátum heldur einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. MNtPIKT VI6GÓSS0H SKBIfAB PYRI8 0H6A FÖIKIB Slá DÁTAR í gegn mej sinni fyrstu hljómplötu á uppleiö Margt var skrifaö um hljómsveitina Dáta í blöðin og mikils af þeim vænst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.