Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 Helgarblað DV Hjónin Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson eru ham- ingjusamlega gift og frum- buröur þeirra leit nýlega dagsins ljós. Afkvæmið heitir Algjört frelsi og er bamabók sem Auður skrifar og Þórarinn myndskreytir. „Fyrir tveimur árum, þegar við vorum í tilhugalífmu, var ég að vinna á Fókusi og Tóti á visir.is og okkur vantaði tylliástæðu til að vera alltaf að tala saman, eins og algengt er með fólk í tilhugalífinu. Þá fengum við þessa frábæru hug- mynd að skrifa saman barnabók og skiptumst á tölvupósti með hug- myndum þegar lítið var að gera,“ segir Auður. „Upphaflega hugmyndin var sú að stelpa væri á fleygiferð um ger- vallt þjóðfélagið aö leita aö pabba sínum og hitti marga og misjafna karaktera á sinni leið. Við vildum sýna hvað heimurinn væri flókinn en jafnframt skemmtilegur fyrir eina litla stelpu. Á þessu stigi var þó ekki ljóst hvort úr þessu yrði bók, margar af persónunum urðu upphaflega til sem margmiðlunar- efni, en við höföum uppi stór áform sem við hurfum fljótlega frá og héldum okkur viö bókina." Veröld bókarinnar er Reykjavík nútímans, með sinni Kringlumenn- ingu, hlutabréfa- og tískufári, er ekki fullmikið töfraraunsæi að hafa talandi hund í bókinni? „Nei, við vildum einmitt staðsetja töfrana í raunveruleikanum. Gjarn- an eru búnar til sér töfraveraldir fyrir böm - eða sögumar látnar ger- ast í fortíðinni. Það er svo gaman að nota nútímann og koma auga á furð- umar í honum eða búa þær til. í Al- gjöru frelsi talar hundurinn Lubbi - og meira að segja mjög góða ís- lensku!" Ofsóknarkennd blaðamannsins Verkaskiptingu á heimilum em allir fyrir löngu hættir aö spyrja út í en hvemig var verkaskiptingin við vinnslu bókarinnar? „Fyrst skrifaði ég söguna og Tóti teiknaði karakterana,“ segir Auður. „Hann kom samt líka með hugmynd- ir að persónum og samræðum og ég skipti mér af myndunum. „Auður var til dæmis á þessum tíma að kljást við afleiðingamar af sínum skrifum og hugmyndin aö blaðamanninum í bókinni varð til út frá því,“ segn: Tóti og hlær. „Þetta var þessi venjulega blaða- mannaofsóknarkennd - sem er vel þekktur sjúkdómur," segir Auður. „Ég kom einu sinni heim og hafði labbað Laugaveginn en mér þótti all- ir líta mig illu auga, af einhverjum ástæðum. Tóti hripaði þetta strax niður - og svo þegar ég var að skrifa söguna nýtti ég mér hugmyndina." Auður segir að það hafi gengið á ýmsu i samstarfmu þó að þau hjón séu blessunarlega gift. „Stundum áttu persónumar sér fyrirmyndir og stundum lögðum við saman drögin að þyí hvemig mynd- in ætti að líta út. Ég var t.a.m. alls ekki sátt við fyrstu útgáfuna að að- alsöguhetjunni Tinnu. Tóti hafði teiknað hana í kerlingarkápu, sem mér var sérlega uppsigað við. Ég bað hann að gera svo vel að teikna hana öðmvísi - en hann var ekki á þeim buxunum. Þetta varð hjóna- deila í nokkra daga.“ - Einhverjum lesanda fannst Tinna merkilega lík Auði í útliti. Er eitthvað tU í því? „Aðalpersónan er auðvitað byggð á þeim tveimur konum sem ég um- gengst mest - konunni minni og dótt- ur. Það er engin tUvUjun að Tinna skuli hafa einhvern svip frá þeim,“ segir Tóti en neitar þegar hann er spurður hvort hann sjálfur sé ekki einhvers staðar í bókiimi. „Þú gætir nú samt verið fyrirmyndin að Lubba,“ segir Auður þá með skelmis- glotti og á þá við hnellna hundinn sem talar svo fjári góða íslensku. „Það eru annars flestar myndir i bókinni sem fólk leggur djúpa merk- ingu í,“ segir Tóti. „Ég hef heyrt að myndin af stjómmálamanninum hafi verið send mUli stjómmálamanna í tölvupósti vegna þess að það sé út- breidd skoðun að hann eigi sér ein- hverja fyrirmynd í veruleikanum." Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson Fínu jólafötin, kjólarnir og sportsokkarnir eru á undanhaldi og í staöinn komin Spice Girls/Britney Spears tísk- an, þar sem stílaö er inn á kynþokka kvenna. Litlar stelpur eru klæddar eins og fullorðnar konur, í magaþolum og háum hælum og manni finnst þaö hálfnöturlegt. Litlar stelpur mega vera með bumbu - segja Auður og Þórarinn sem hafa skrifað bók um súkkulaðifíkilinn Tlnnu trassa Britney Spears-tískan Vondi káUinn er tískulögga sem gerir aðalpersónunum marga skrá- veifuna. Hvemig kviknaði sú hug- mynd? „Þetta var mér mikið hjartans mál,“ segir Auður. „Kveikjan að hugmyndinni var umfjöllun sem birtist í Fókus þegar ég var að vinna þar. Þetta var grein sem ég var mjög ósátt við að yrði skrifuð, en hún gekk út á það aö fá svokaU- aðar tískulöggur til þess að leggja mat á vegfarendur í miðbæ Reykja- víkur. Þar komu fram frasar eins og: „Þessi kaupir greinilega fötin sín í Hagkaupi“ og ýmsar niðrandi athugasemdir um útlit og klæða- burð fólks. Eftir að blaðiö kom út var okkur bent á að ein þessara manneskja hefði verið mjög veik fyrir og alls ekki mátt við slíkri nið- urlægingu. Ég lenti í því að svara fyrir blaðið og tók það mjög nærri mér.“ Finnst ykkur þeim viðhorfum að allir verði að tolla í tískunni haldið að börnum? Nú hefur maður heyrt af eineltistilfellum vegna þess að börn eiga ekki fót i réttu merkjun- um... „Þetta er tíðarandinn. Fínu jóla- fötin, kjólarnir og sportsokkarnir eru á undanhaldi og í staðinn kom- in Spice Girls/Britney Spears-tísk- an þar sem stílaö er inn á kyn- þokka kvenna. Litlar stelpur eru klæddar eins og fullorðnar konur, í magabolum og háum hæl- um, og manni finnst það hálf- nöturlegt." „Annars nær innræt- ingin ekki alls staðar í gegn,“ segir Auður, kát. „Ég var að labba í Smára- lind um daginn með Dóru Lenu systur minni og Nönnu vinkonu hennar. Þær áttu peninga sem þær ætluðu að kaupa sér eitthvað fyrir og mér þóttu vangaveltur þeirra orðnar full tima- frekar. Ég spurði því hvort þær vildu ekki fara í Body Shop og kaupa sér eitthvað sætt. Þær svöruöu mér þá fullum hálsi „Við erum ennþá krakkar og höfum fullan rétt á því. Við höf- um engan áhuga á því að vera einhverjar skvísur!" Mér þótti vænt um aö heyra þetta. En það þarf karakter til þess að fara gegn tíðarandanum." Hjónin segja aö það séu mannréttindi aö fá að líta út eins og manni sýnist án þess að fá bágt fyrir. „Litlar stelp- ur mega vera með bumbu,“ eins og segir í bókinni. i Tinna ve- fengir allt Sá sem reddar málunum er blaða- maður? „Já, blaðamenn geta líka verið góð- ir,“ segja hjónin eins og á því leiki einhver vafi. Blaða- maðurinn er heldur kunnuglegur - irftoá hann sér fyrirmynd? „Já,“ viðurkenna þau m kinnroðalaust, „En einnig ' ^er útlit persónunnar byggt á goðsögninni um hinn erkitýpiska blaðamann. Hann er horaður, með langt andlit og meinlætalegur. Blaðamenn mega aldrei vera litlir og þybbnir með skalla,“ segir Tóti og hlær. En per- sónan Afi unglingur - eruð þið að gera grín að gömlu fólki? „Nei, hann er mjög ýkt dæmi um fólk sem ekki vex upp úr tískustöölunum og þarf alltaf aö tolla í tískunni. Vill alltaf vera tvítugt og alltaf „vera með,“ segir Blaöamaöurinn góöi Blaöamenn mega aldrei vera þybbnir meö skalla. Tinna trassi og Afi unglingur Hvort þeirra hefur meiri karakter? Tóti og sýpur sposkur á kaffinu. Auður og Tóti segja að viðtökurn- ar hafi verið mjög góðar. Dóm- urinn i Mogga var enda já- kvæður og fyrirsögn dómsins hér í DV hvorki meira né minna en Algjört æði. „Við höfum heyrt um mæður sem hafa lesið bókina fyrir börn sin og grátið úr hlátri en líka aðrar mæður sem skildu ekki alveg skensið. En við værum van- þakklát ef við segðum annað en að okkur hefði ver- vel tekið. Okkur þótti mikið hrós þegar einn lesandi bókar- innar sagði að við værum með bókinni að ala upp gagnrýna hugsun í börnum. Tinna tekur líka engu sem sjálfsögðum hlut heldur vefeng- ir allt. Það er að okkar mati nauð- synlegt." Krakkavefurinn trassi.is hefur verið opnaður í tengslum við bók- ina og honum er „ritstýrt" af aðal- persónunum. Tóti og Áuður segja þó að hann sé aðskilið fyrirbæri. „Vefurinn er íjölmiðill fyrir krakka og á að vera umræðugrund- völlur fyrir börn sem á sér fram- haldslíf eftir jólabókaflóðið. Krakka- fréttir og gagnrýni, krakkaupp- skriftir. Við erum ekki með tölvu- leiki, heldur ætlumst viö til þess að börnin skiptist á upplýsingum og taki þátt í umræðu. Það er svo mik- ill leikur í því að taka þátt í aö skapa.“ Að sögn Tóta hefur verið stórt gat á þessum markaði og aðsóknin á vefinn farið fram úr öllum vonum. Þau segjast líka luma á óhemju af efni sem smátt og smátt verður komið inn á vefinn. „Við fengum frábært bréf frá 11 ára strák í gær þar sem hann gagnrýnir barna- bókaumfjöllun í fjölmiölum. „Eig- um við að dæma bækurnar út frá kápunni, eða hvað?“ „Þetta gefur til- efni til að ætla að vefurinn sé aö þjóna tilgangi sínum," segja Auður og Tóti, brosandi út að eyrum. -þhs Bubbi Morthens er meðal vin- sælustu tónlistarmanna þjóðarinn- ar en hann er einnig orðhvass þjóðfélagsrýnir sem óhikaö segir þjóð sinni til syndanna. Hann hef- ur nú fengið að kenna á þeim eig- inleikum sínum en Ríkisútvarpið hefur ákveðið að rjúfa 16 ára hefð og senda ekki beint út frá árlegum Þorláksmessutónleikum Bubba. Ástæðan er sitthvað sem Bubbi sagði um nafnkennda menn í sam- félaginu á sams konar tónleikum fyrir ári. Sérstaklega þótti mönn- um stungin tólg með þeim ummæl- um sem hann viðhafði um doktor Hannes Hólmstein Gissurarson en umræðuefnið var kjaftasögur í víð- um skilningi þess orðs og fjallaði Bubbi jöfnum hönd- um um þá sem koma á fót kjaftasög- um og þá sem verða fyrir barðinu á þeim. Fullt nafn: Ásbjörn Kristinsson Morthens. Fæðingardagur og ár: 6 júní 1956. Maki: Brynja Gunnarsdóttir. Böm: Þrjú. Bifreið: Er á leiðinni til landsins. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að vera með fjölskyldunni og að veiða lax og silung. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Rífast. Uppáhaldsmatur: Rjúpa. En ég vil bara borða hana einu sinni á ári. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og lítil kók í gleri. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Muhammed Alí í kring- um 1963 var bestur allra. Ertu hlynntur eða andvíg- ur ríkis- stjóminni? Bæði og. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Jesúm. Uppáhaldsleikari: Charlie Chaplin. Uppáhaldsleikkona: Þær eru margar. Uppáhaldstónlistarmaður: Rottweiler-hundar þykja mér góðir um þessar mundir en Bob Dylan er og verður minn uppáhaldstónlistar- maður. Uppáhaldsbók: Nýja testamentið og Góði dátinn Svejk. Uppáhaldsstjómmálamaður: Fidel Castro. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Gosi. Eftirlætissjónvarpsefni: Box og veiðiþættir. Á hvaða útvarpsstöð hlustarðu helst? Rás eitt og Rás tvö. Stefnirðu að ein- hverju sér- stöku í framtíð- inni? Að veröa ekki bannaður á fleiri útvarpsstöðvum. Hvað óttastu mest? Sjálfan mig. Hvaða eftirmæli viltu fá? Hann var sjálfum sér samkvæm- ur erwmesti gallagripur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.