Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 32
32
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001
Helgarblað
DV
Gullið í snjónum
- Arngrímur Hermannsson talar um fjársjóði íslenskrar náttúru,
fjallaferðir og ferðaþjónustu
Arngrímur Hermannsson er
starfandi stjómarformaður í fyrir-
tæki sem heitir íslenskar ævintýra-
ferðir. Það varð til fyrir réttu ári
síðan þegar fyrirtæki Amgríms,
Addice eða Addís sameinaðist
þremur öðrum fyrirtækjum sem
sinna afþreyingu í ferðaþjónustu á
vetrum á íslandi. Þetta voru fyrir-
tækin Langjökuil, Vélsleðaleigan
Geysir og Bátafólkið. Amgrímur
lumaði á heitinu íslenskar ævin-
týraferðir eða Iceland Adventure
sem hann notaði til kynningar er-
lendis og það varö heiti hins nýja
fyrirtækis.
Sameiningum fylgja alltaf
ákveðnir byrjunarörðugleikar og í
tilfelli Ævintýraferða birtust þeir í
einhverjum versta vetri sem komið
hefur á íslandi, Snjóleysi og rigning-
ar settu svip sinn á veturinn og í
stað þess að skjótast með farþegana
upp að Hengli þurfti yflrleitt að aka
þeim upp að Langjökli til að komast
í almennilegan snjó.
Samt skilaði fyrirtækið hagnaði
fyrsta árið og tvöfaldaði veltuna
milli ára. Fyrirtækið ræður yfir
25-30 farartækjum af ýmsum stærð-
um og gerðum allt frá ofurjeppum á
axlarháum blöðmdekkjum sem geta
ekið í hvaða snjó sem er, vélsleðum
og snjóbílum yfir í átta hjóla trukka
með húsi þar sem 50 farþegar geta
setið í makindum og upplifað akst-
ur á jökli.
Bækistöðvar Ævintýraferða eru á
tveimur stöðum i Reykjavík með
500 fermetra á hvomm stað og sam-
tals um 30 starfsmenn. Þar fyrir
utan á fyrirtækið fjallaskála og
bækistöðvar á nokkrum stöðum á
hálendinu og lét síðastliðið vor
grafa stærsta snjóhús í heimi sem
var 500 fermetrar og kostaöi slétta
milljón. Með viðamiklu neti undir-
verktaka geta Ævintýraferðir ílutt
300-600 farþega í einu í 25-50 ferð-
um.
Það kom nokkuð flatt upp á ís-
lenska ferðaþjónustu og aðra þegar
Samvinnuferöir-Landsýn urðu
gjaldþrota á dögunum. Eigendur
Ævintýraferða urðu verulega tauga-
óstyrkir því SL var meðal þeirra
stærstu viðskiptavina. Þess vegna
varð það að ráði um miðja vikuna
að Ævintýraferðir keyptu innan-
landsdeild SL af þrotabúinu til þess
að vemda hagsmuni sína þótt það
hefði ekki verið ætlun þeirra að
fara út í stækkun að sinni.
„Við viljum ná til ferðamanna
hvar sem þeir eru og þetta gjaldþrot
SL sem nú kemur upp varð til þess
að við stígum skref sem við hefðum
kannski ekki gert strax.“
Ævintýraferðir eru að tvöfalda
veltuna með kaupunum á Sam-
vinnuferðum-Landsýn og Addi segir
að þetta skref muni eflaust kalla
fram einhverja vaxtarverki hjá fyr-
irtækinu en segist ekki kvíða því.
Veturinn er kjörtími þessa fyrir-
tækis og í mörg ár vom 80% af velt-
unni hjá Addís á vetuma og oft tók
fyrirtækið sér frí á sumrin.
Fjöllin toga
Amgrímur, eða Addi eins og
hann er yfirleitt kallaður, lítur út
eins og maöur sem verður ekki auð-
veldlega kalt enda er hann á heima-
velli í snjónum eins og hver annar
ísbjöm. Hann er óumdeilt frum-
kvöðull á sviði jeppaferða með
ferðamenn um íslenska náttúm að
vetrarlagi og DV settist niður með
honum á heimili hans í Fossvogi og
spurði fyrst hvemig þetta hefði allt
byijað.
„Þetta byrjaði auðvitað allt með
því að ég gekk ungur í Flugbjörgun-
arsveitina og starfaði þar árum
saman og var alltaf á fjöllum. Það
togaði í mig,“ segir Amgrímur.
Fjallaferðir Amgríms vora á
þessum árum áhugamál en ekki at-
vinna. Hann lærði röntgentækni í
„Ég sé fyrir mér ísland
eftir 100 ár þegar við lif-
um öll á landvörslu því
landið verður allt orðið
einn þjóðgarður. Þá verða
allir íslendingar fluttir
til Reykjavíkur og hús-
nœðí á landsbyggðinni
notað sem landvarðabú-
staðir á sumrin og við
verðum á launum hjá
Evrópusambandinu. “
fimm ár og starfaði að námi loknu í
12 ár á röntgendeild Borgarspítal-
ans og var búinn að koma sér býsna
vel fyrir, meðal annars byggja sér
vistlegt einbýlishús í Fossvogi í
þægilegu göngufæri við vinnustað-
inn.
Síðan gerðist það að Ferðaskrif-
stofa íslands lenti í vandræðum
með hóp af fólki sem heimsótti ís-
land að vetrarlagi. Það gerði af-
spymu leiðinlegt veður og ekkert af
því sem hafði verið ráðgert að sýna
fólkinu var sýnilegt. Mönnum
starfsgrein er snjór sama og pening-
ar.“ Þetta ásamt löngun Amgríms
til þess að reyna fyrir sér í feröa-
þjónustu varð síðan til þess að hann
hætti á röntgendeildinni og fór að
vinna hjá innanlandsdeild Úrvals-
Útsýnar. Sú deild gekk ekki vel og
var fljótlega lögð niður og þá ákvað
Amgrimur að fara út i sjálfstæðan
atvinnurekstur á þessu sviði.
Meö einn jeppa og fax
„Þá byrjuðum við héma frammi í
kompu. Ég átti jeppa og við lögðum
í að kaupa faxtæki. Ég fór að bjóða
upp á helgarferðir að vetrarlagi og
þetta fékk góðar undirtektir og fljót-
lega varð það mikið að gera að ég
fór að fá vini mina með I ákstur-
inn.“
í dag veit Addi að vinsælustu
ferðimar eru dagsferðir á Þingvöll,
ferðir sem hafa yfir sér ævintýra-
blæ en eru ekki of langar. En i upp-
hafi vildi hann sníða ferðimar að
þeim ferðamáta sem íslenskir íjalla-
menn voru vanir.
„Ég bjó tfi ferð á Hveravelli sem
átti að standa í tvo daga. Það gáfu
sig fram tveir farþegar sem reynd-
ust vera hjón. Við vildum að sjálf-
sögðu fara ferðina og til að hafa ör-
Hann var alinn upp viö dans
Arngrímur ólst upp í dansskóla og getur enn tekið sporiö ef því er að skipta.
Hér situr hann viö píanóiö sem hann segist samt ekkert kunna aö spiia á.
fannst ómögulegt að láta fólkið dúsa
á hótelherbergjum alla helgina og
einhverjum datt í hug að hringja
bara í Flugbjörgunarsveitina.
Vont veður er góö söluvara
„Við fórum á okkar tækjum og
tólum út úr bænum með þetta fólk í
bijáluðu veðri. Þetta tókst sérlega
vel og ferðamennimir skemmtu sér
konunglega. Þetta vakti hjá mér
hugrenningar um að ef til vill vant-
aði fyrirtæki sem sérhæfði sig í að
fara með fólk I ferðir í vondu veðri
á öraggan máta. Þama held ég að
það hafi runnið upp fyrir mér að
vont veður gæti verið góð söluvara.
Það era allir að selja gott veður en
enginn að selja vont veður. I okkar
yggið á oddinum þá fóram við á
tveimur bUum og höfðum sinn
hvom farþegann. Daginn sem við
fórum var algerlega bijálað veður
og bUar úti um aUt á HeUisheiðinni
og við töföumst talsvert við að
draga þá upp á veg og þess háttar.
Þegar við komum að skUtinu tU
Hveragerðis man ég að farþeginn
minn sagði: Thank God we are in
HveraveUir. Hann hélt að við vær-
um komnir.
Ef ég hefði þá haft þá reynslu sem
ég hef í dag hefði ég sagt já og beygt
inn í þorpið og bókað okkur inn á
Hótel Örk. En við héldum áfram í
bijáluðu veðri og bratumst áfram
og þetta varð hið mesta basl. Ferðin
stóð í nærri því viku og það rétt
slapp að þessir farþegar næðu flug-
rútunni daginn sem þau áttu að
fara. Ég hef aldrei heyrt neitt frá
þessu fólki en ég lærði mikið á
þessu,“ segir Addi og glottir þegar
hann rifjar upp þessa svaðilfor.
Þvert yfir þrjá jökla
Starfið hlóð svo utan á sig en á
þessum árum vora íslendingar að
þreifa sig áfram með snjóakstur á
DV MYNDIR: HILMAR ÞÖR.
Hann er kallaöur Addi
Arngrímur Hermannsson, starfandi stjórnarformaður íslenskra ævintýra-
feröa, eryfirleitt kallaöur Addi. Hann byrjaði starfræksiu fyrirtækisins í einu
herbergi á heimili sínu meö einn jeppa, síma og faxtæki. í dag getur fyrir-
tækiö flutt 600 farþega um fjöll og heiöar í einu á jeppum, snjóbílum,
trukkum og snjósieöum.
stórum dekkjum. Það urðu nokkur
þáttaskil þegar Amgrímur og félag-
ar hans óku á þremur bílum þvert
yfir landiö frá Egilsstöðum niður í
Borgarfjörð þvert yfir þrjá stærstu
jökla landsins, Vatnajökul, Hofsjök-
ul og Langjökul, á aðeins sjö dögum
árið 1987.
„Við gerðum þetta eiginlega til aö
sýna t.d. björgunarsveitunum fram
á að þetta væri hægt en þær stóðu á
þessum árum í dýrum snjóbílakaup-
um sem okkur fundust ekki þjóna
miklum tilgangi." Rúmum tíu áram
áður eða árið 1976 höfðu Amgrímur
og fimm félagar hans farið þessa
sömu leið á gönguskíðum með allan
búnað og vora þá 22 daga á leiðinni.
„Sá leiðangur var töluverð
þrekraun og ég man að ég léttist um
10 kíló í ferðinni. Fyrir 25 árum var
búnaöur allur þyngri og ekki kom-
inn þessi létti þurrmatur sem menn
era með í nesti nú á dögum. Mig
minnir að við höfum verið með
bjúgu og þess háttar mat í nesti en
við vorum matarlitlir þegar við
lögðumst út og þurftum að bíöa
vegna veðurs. Við vorum með 70-80
kíló hver en létum henda niður mat
í Nýjadal á miðri leið. Þetta var
mikið ævintýri."
Vilja hóflegt volk
Þessi vinahópur sem voru ásamt
Amgrími í þessu brautryðjenda-
hlutverki er að stóram hluta að
vinna fyrir Addís eða Ævintýraferð-
ir í dag. Vinaböndin ná alla leið aft-
ur í Flugbjörgunarsveitina fyrir
rúmum 30 árum og Addi segir að
þetta séu þeir menn sem hann
treystir hvað best til að leiða erfiðar
ferðir.
„Stærstur hluti þeirra farþega
sem við erum að flytja vill hóflega
mikið volk. Þetta er oft á tíðum fólk
sem hefur ekki séð snjó áður og
ekki þorandi að kútvelta þvi mjög
mikið í honum. Við erum almennt
ekki með svokallaðar „extreme“-
ferðir en þó kemur það fyrir og þá
köllum við til enn meiri sérfræð-
inga, oftast úr röðum björgunar-
sveitarmanna sem hafa þá þekk-
ingu og það öryggi sem til þarf.“
Addi flutti risajeppa á sýningu til
Hollands þegar árið 1991 í sam-
vinnu við Flugleiðir til að vekja at-
hygli á íslenskum vetrarferðum.
Síðan hefur verið farið á 27 sýning-
ar í 15 löndum.
Einstök vara
„Ofuijeppar og íslensk náttúra er
vara sem er hvergi annars staöar til
Þegar menn eru að reikna
sig til þess að virkjanir
séu hagkvœmar þá virð-
ast þeir aldrei reikna nið-
urrif og skemmdir á nátt-
úrunni inn í dcemið. Eftir
100 ár verða þessar virkj-
anir aðdráttarafl og
vemdaðar sem menning-
arminjar.