Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001
Helgarblað
DV
Pastúnaforinginn Hamid Karzai leiðir bráðabirgðastjórn Afganistans:
Jafnvígur á jakka-
fötin og vefjarhött
„Hafiði nokkurn tíma heyrt sáran
mann tala svona? Heimurinn í
kringum mig er mjög svo friðsam-
legur.“
Pastúnaforinginn Hamid Karzai,
sem var kjörinn leiðtogi nýrrar
bráðabirgðastjórnar í Afganistan á
samningafundum fylkinga og þjóð-
arbrota landsins í Þýskalandi í vik-
unni, var brattur þegar breska sjón-
varpsstöðin Rás 4 náði símasam-
bandi við hann á miðvikudags-
kvöld. Hann hafði þá særst lítillega
þegar sprengja úr bandarískri her-
flugvél lenti fyrir mistök óþægilega
nærri bandarískum hermönnum og
bandamönnum þeirra við borgina
Kandahar í sunnanverðu Afganist-
an.
„Það sem kom fyrir mig skiptir
ekki máli,“ sagði hann við blaða-
mann Washington Post. „Það sem
máli skiptir er verkefnið sem fram
undan er, að gera Afganistan aftur
að góðu landi og losa það við
hry ðj uverkamenn. “
Samkunda öldunganna
Karzai verður líka að vera bratt-
ur því næstu sex mánuðina, eða á
meðan bráðabrigðastjórn hans situr
við völd, bíða hans gríðarleg verk-
efni við uppbyggingarstarf í
Afganistan eftir áratugalöng átök.
Sérstök nefnd verður sett á lagg-
irnar til að undirbúa svokallaða
loya jirga, eða hefðbundna sam-
kundu öldungaráðs ættbálkanna. Sú
samkunda mun síðan kjósa nýja
stjórn sem verður við völd í tvö ár i
mesta lagi, þar til kosningar verða
haldnar.
Norðurbandalagið, bræðingur
þjóðarbrotanna í norðanverðu
Afganistan, sem nú ræður yfir höf-
uðborginni Kabúl fær sautján af
þrjátíu ráðherraembættum í bráða-
birgðastjórninni, þar á meðal þrjú
valdamestu ráðuneytin.
Karzai sagði í viðtali við breska
útvarpið BBC á miðvikudag að
hann útilokaði ekki að fyrrum leið-
togar talibanahreyfingarinnar
fengju eitthvert hlutverk í stjórn
landsins, ef afganska þjóðin vildi þá
á annað borð. Hann var hins vegar
ekki jafnmildilegur í garð erlendu
hryðjuverkamannanna sem hafa
barist með talibönum. Þá menn yrði
að reka úr landi og draga þá fyrir
lög og rétt.
Burt með hryðjuverkamenn
„Erlendir hryðjuverkamenn, sem
hafa gert Afganistan að bækistöð
sinni, hafa kallað ómældar hörm-
ungar yfir afgönsku þjóðina og land
mitt. Þeir verða að yfirgefa landið
og draga verður þá fyrir rétt,“ sagði
Karzai þegar hann var spurður um
Osama bin Laden, hryðjuverkafor-
ingjann frá Sádi-Arabíu, sem grun-
aður er um að hafa skipulagt árás-
imar á New York og Washington í
Leiötogi bráöabirgöastjórnar Afganistans
Hamid Karzai, foringi áhrifamikils ættbálks pastúna, fær þaö erfiöa verk-
efni aö leiöa bráöabirgöastjórn sem á aö fara meö völdin í Afganistan
næstu sex mánuöina.
september og sem hefur haldið til í
Afganistan undanfarin ár sem sér-
stakur gestur talibana.
Tedrykkja með öldungum
Hamid Karzai þykir óvenjuhæfur
til að leiða bráðabirgðastjórnina
sem til stendur að taki formlega við
völdum í Afganistan þann 22. des-
ember næstkomandi, tveimur dög-
um fyrir 44 ára afmæli hans. Hann
er jafnafslappaður og eðlilegur
hvort heldur hann er með vefjar-
höttinn á höfðinu að ræða við öld-
Cuðlaugur
Bergmundsson
blaðamaður
Erlent fréttaljós
ungana yfir glasi af grænu tei eða í
jakkafötum með bindi að ræða al-
þjóðamál á reiprennandi ensku.
Stundum er hann meira að segja í
tvíhnepptum bleiserjakka yfir hefð-
bundinni afganskri mussu.
Þessir eiginleikar Karzais urðu
til þess að fulltrúar í viðræðunum í
Þýskalandi féllust á hann í leiðtoga-
REUTER-MYND
Bróöir nýja leiötogans
Ahmad Karzai, bróöir leiötoga bráöabirgöastjórnarinnar í Afganistan, ræö-
ir viö ættarhöföingjann Abdul Raman Janabi á fundi sem haldinn var i
Quetta i Pakistan fyrir stuttu. Þar var skoraö á múlla Ómar, leiötoga tali-
bana, aö gefast upp og hlifa þjóöinni viö frekari bardögum.
sætið þótt hann væri sjálfur viðs-
fjarri þar sem hann var önnum kaf-
inn á vígvellinum við Kandahar.
Hamid Karzai er fæddur á að-
fangadag jóla árið 1957. Hann ólst
upp í Kandahar og Kabúl þar sem
faðir hans var forseti þingsins.
Hann stundaði háskólanám á Ind-
landi og náði sér í tvær háskóla-
gráður.
Karzai fæddist inn í Popalzai-ætt-
flokkinn, einn hinn áhrifamesta i
sunnanverðu Afganistan og sem
hefur verið nátengdur konungsveld-
inu. Karzai stýrir þeim ættbálki nú,
hávaxinn maður með grásprengt
skegg og hárið farið að þynnast á
hvirflinum. Hann þykir hófsamur í
skoðunum um trúmál og er hlynnt-
ur auknum réttindum kvenna.
í stríðinu gegn sovéska hernum á
níunda áratug síðustu aldar vann
Karzai meðal annars að því að fjár-
magna og vopnbúa bardagamenn af
ættflokki sínum. Hann gegndi síðan
starfi aðstoðarutanríkisráðherra á
árunum 1992 til 1994, eftir að sov-
éski herinn hafði verið hrakinn úr
landi. Drjúgan hluta níunda áratug-
arins dvaldi Karzai hins vegar í
Bandaríkjunum þar sem fjölskylda
hans rak fjölda afganskra veitinga-
staða í borgum eins og Chicago, San
Francisco, Boston og Baltimore.
Kom eins og kallaður
Andstæðingar talibana áttu i
mestu vandræðum um tíma þar sem
enginn leiðtogi pastúna, stærsta
þjóðarbrotsins, var í augsýn.
Pastúnar litu oft svo á að talibanar
stæðu vörð um hagsmuni pastúna
gegn minnihlutaþjóðarbrotunum í
norðanverðu landinu.
Karzai kom svo eins og kallaður
til að fylla í skarðið þann 8. október
síðastliðinn, daginn eftir að Banda-
ríkjamenn hófu loftárásir sínar á
Afganistan til að hrekja talibana frá
völdum og til að uppræta hryðju-
verkasamtök Osama bin Ladens.
Þann dag hélt hann inn í sunnan-
vert landið til að fá ættflokka
pashtúna til að snúast gegn tali-
banastjórninni. Talibanar höfðu
veður af þessum leiðangri Karzais
og sendu hersveitir á eftir honum.
Bandarískar herþyrlur munu þá
hafa komið Karzai til bjargar og
flutt hann burt, þótt hann beri sjálf-
ur á móti því.
Karzai hefur verið í reglulegu
sambandi við stuðningsmenn sína
og blaðamenn erlendis frá því hann
hélt inn i Afganistan í október.
Hann ræddi meðal annars við
fréttamenn um gervihnattarsíma
við upphaf fundahaldanna í Þýska-
landi sem hann langaði til að sækja
sem einn úr sendinefnd fyrrum kon-
ungs landsins.
„Þessi fundur er leiðin til bjarg-
ar,“ sagði hann. „Við erum ein þjóð,
ein menningarheild. Við erum sam-
einaðir, ekki sundraðir. Við trúum
allir á íslam, en íslam umburðar-
lyndis."
Ahmed Rashid, sérfræðingur um
málefni Afganistans, sagði frétta-
manni Reuters að Karzai væri sam-
mála þremur helstu leiðtogum
Norðurbandalagsins, þeim Yunis
Qanuni, Mohammad Fahim og
Abdullah Abdullah, um að þörf
væri á að koma á þingræði í land-
inu, í stað þess að reiða sig á stríðs-
herrana eins og gert hefur verið
fram að þessu.
Hin dulda hönd
Þegar talibanar fóru að láta til sín
taka í Kandahar árið 1994 þekkti
Karzai marga leiðtoga þeirra frá því
í stríðinu gegn sovéska hernum og
hann studdi viðleitni þeirra til að
binda enda á skálmöldina sem ríkti
þar á þeim tíma.
Ekki leið þó á löngu áður en
Karzai fór að taka eftir ókunnum
andlitum á fundum sem hann sótti,
þöglum mönnum sem hann kallaði
„hina duldu hönd pakistönsku
leyniþjónustunnar“. Hann sagði
fljótlega skilið við hreyfingu tali-
bana og sagði að pakistanskir og ar-
abískir öfgamenn stjómuðu þar öllu
á bak við tjöldin.
„Þessir arabar eru í Afganistan
til að læra að skjóta," sagði Karzai
eftir að hann fór að gagnrýna tali-
bana opinberlega. „Þeir læra að
skjóta á lifandi skotmörk og þessi
lifandi skotmörk eru afganska þjóð-
in, börnin okkar og konur. Við vilj-
um að þeir fari burt.“
Karzai og faðir hans, Abdul Ahad
Karzai, fyrrum öldungadeildarþing-
maður, hófu herferð gegn talibönum
árið 1997 frá bækistöðvum sínum í
Quetta i Pakistan þar sem þeir voru
í útlegð. Qetta er sú borg í Pakistan
sem er næst Kandahar.
Faðir Karzais var síðan myrtur í
júli 1999. Vopnaðir menn sátu fyrir
honum þegar hann var á leið heim
frá kvöldbænum í moskunni. Morð-
ingjarnir náðust ekki en víst þykir
að þeir hafi verið á snærum tali-
banastjórnarinnar.
í kjölfar morðsins varð Karzai
enn hatrammari andstæðingur tali-
bana en áður og hann strengdi þess
heit að koma stjóm þeirra á kné.
Hauslaus geit
Enn eitt er það í fari Karzais sem
gengur í augun á þeim sem annt er
um forna siði, nefnilega dálæti hans
á þjóðaríþrótt Afgana sem kallast
buzkashi. Það er átakamikill leikur
þar sem menn á hestum berjast um
að ná til sin höfuðlausri geit.
Undir lok september sagði Karzai
við fréttamann Reuters að hann
dreymdi um að sá dagur kæmi að
Afganar gætu haldið frjálsa loya
jirga, hefðbundna samkundu öld-
unganna, og haldið síðan upp á það
með trylltum buzkashi-leik.
„Það væri gaman að sjá það,“
sagði Hamid Karzai með löngunar-
tón í röddinni. Ef allt fer eins og að
er stefnt verður honum væntanlega
að ósk sinni áður en langt um líður.
Byggt á efni frá Reuters, Was-
hington Post, Ritzau, BBC, CNN,
AP og AFP.
WŒEm
nrúi
25 létust í árásum í Israel
Alls létust 25
manns og um 200
særðust í tveimur
sjálfsmorðsárásum
!~| Hamas-skæruliða á
óbreytta borgara í
ísrael um síðustu
helgi. Fyrri árásin
var gerð í verslun-
armiðstöð í Jerúsal-
em þar sem 12 lét-
ust og vel á annað hundrað manns
slösuðust þegar tveir Hamas-skærulið-
ar sprengdu sig í loft upp. Seinni
sprengingin varð í strætisvagni í ísra-
elsku hafnarborginni Haifa en þar fór-
ust 15 og um 40 særðust. Skömmu síð-
ar komust tveir vopnaðir Palestínu-
menn inn í landnemabyggð gyðinga á
Gazasvæðinu og skutu einn til bana og
særðu fimm.
Tímamótasamkomulag
Þjóðarbrot og fylkingar í Afganist-
an, sem funduðu í Bonn í Þýskalandi,
komust á þriðjudaginn að tímamóta-
samkomulagi um myndun þjóðstjórnar
til að taka við af talibönum. Stjórnin
verður undir forsæti pashtúnaforingj-
ans Hamids Karzais og verður við völd
í sex mánuði eða þar til fyrrum kon-
ungur Afganistans hefur kallað saman
hefðbundið ættflokkaráð, eða „loya
jirga“. Ráðinu er ætlað að mynda und-
irbúningsstjórn sem taka mun við af
þjóðstjórninni og fara með völd þar til
eftir fyrirhugaðar kosningar sem
verða innan tveggja ára.
Stríð gegn hryðjuverkum
Eftir sjálfs-
morðsárásirnar í
ísrael um síðustu
helgi hafa þarlend
stjórnvöld sagt
hryðjuverkum
stríð á hendur. I
kjölfarið hóf ísra-
elski herinn
sprengjuárásir á
palestínsk skot-
mörk og stóðu þær með litlum hléum
fram á þriðjudag. Árásunum var aðal-
lega beint að bækistöðvum lögregluen
einnig var gerð árás á þyrluflugskýli
Yassers Arafats þar sem þyrlufloti
hans var eyðilagður.
Eftir sprengjuárásirnar réðust ísra-
elskar skriðdrekasveitir inn í bæinn
Nablus og einnig Ramallah á Vestur-
bakkanum þar sem sprengjuflaug var
skotið að aðalbækistöð Yassers Arafats
án þess að hann sakaði.
Uppgjöf í Kandahar
Hersveitir talibana í Kandahar sam-
þykktu á fimmtudaginn að gefast upp
fyrir andstæðingum sínum og afhenda
vopn sín. Það var nýskipaður leiðtogi
nýrrar þjóðstjórnar Afganistans,
Hamid Karzai, sem fundaði með tali-
bönum og fékk þá til að samþykkja
uppgjöf og sagði hann að æðstu foringj-
ar þeirra yrðu afhentir alþjóðlegum
dómstólum, reyndust þeir sekir.
Vigi talibana í Tora Bora mun
einnig hafa fallið í gær en aö sögn tal-
manns Norðurbandalagsins hefur ekk-
ert sést til bin Ladens og hætt við að
hann hafl lætt sér í burtu.
Þrír Bandaríkjamenn féllu
Þrír bandarískir
sérsveitarmenn
féllu á miðvikudag-
inn þegar sprengja
frá flugvél banda-
ríska hersins missti
marks á átakasvæð-
inu í nágrenni
Kandahar í suður-
hluta Afganistans. Þar að auki særðust
um 20 aðrir sérsveitarmenn, auk þess
sem fimm hermenn andstæðinga tali-
bana létust og fjöldi annarra særðist.
Kani í liði talibana
Tvítugur Bandaríkjamaður, sem
barðist með hersveitum talibana, var
meðal þeirra sem lifði af blóðuga
fangauppreisn í virki nærri Mazar-i-S-
harif. Hann segist hafa fallið fyrir
kenningum talibanahreyfingarinnar.
Maðurinn, sem heitir John Walker,
stundaði nám í íslömskum fræðum í
Pakistan en segist hafa farið yfir til
Afganistans til að hjálpa talibönum að
koma á laggirnar „hreinu íslömsku
ríki“.