Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 Helgarblað J árnsmiðurinn gekk af göflunum Stakk úr sér augað Hann lýsti atburðum af stillingu við réttarhaldið og meðal annars því að hann hefði gengið svo hart fram í að stinga ungbamið að sveðjan hefði bogn- að og hann hefði þurft að rétta hana á staðnum. Jámsmiðurinn var úrskurðaður í geðrannsókn undir umsjá Helga Tómas- sonar geðlæknis og í skýrslu hans segir meðal annars: ..var þegar frá bamæsku sérsinna, stíflundaður og fálátur og hefur máski nokkru ráðið þar um líkamslýti til augnanna. Hann aðhylltist snemma frekar öfgafullar skoðanir og var þar á öndverðum meiði við heimili sitt og fjarlægðist það því enn meira. Hann byrjaði að drekka, varð fyrir vonbrigð- um. í hysterísku geðveikiskasti veitir hann sér óviljandi áverka svo líkams- lýti hans verða enn meiri. Það dregur úr starfsmöguleikum hans og starfslöng- un hans og hann einangrast enn meira. Fýrri vini vill hann lítið umgangast. Drykkjuskapur, lögbrot og einstæðings- skapur var orðið hlutskipti hans en fá- læti og stundum hysterísk frekjuköst einkenndu framferði hans.“ Helgi kemst að þeirri niðurstöðu í út- tekt sinni á jámsmiðnum að hann hafi verið algáður á undan og eftir að hann vann verkið og hann hafi vitað hvað hann var að gera og haft ógeð á því. Bendi það til þess að ekki hafi verið um æði frávita manns að ræða né morðsýki kaldrifjaðs glæpamanns eða misþyrm- ingar. Síðan segir Helgi: „Afbrot hans virðist mér ekki hvata- bragð eða skammhlaupaverk geðveiks manns, heldur vanhugsað örþrifaráð til sjálfsbjargar hjá þrásinna manni er hef- ur horn í síðu þjóðfélagsins - örþrifaráð svipaðs eðlis og sefasjúk viðbrögð van- mátta einstaklinga." Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu í september 1949 að jámsmiður- inn væri ekki sakhæfur en dæma bæri hann í gæslu á viðeigandi hæli. Á Litla-Hrauni í tuttugu ár Jámsmiðurinn var síðan fluttur á Litla Hraun og þar dvaldi hann til ævi- loka í ágúst 1969. I minningar- grein um hann sem birt er í nýútkominni bók eftir Hluga Jökulsson, Is- land i aldanna rás, kemur fram að hann hafi orðið fyrir því slysi að missa ann- að augað sem lesa má i úttekt Helga Tómassonar að hann hafi sjálfur valdið. Þar kemur einnig fram að jámsmiðurinn lagði ofúr- kapp á það á yngri áram að kynna sér kenningar Marx og Len- ins og stundaði sjálfsnám i mörgum greinum, bæði eðlisfræði og tungumálum, auk þess að vera fram- arlega i félagsstörfum fyrir hönd jám- smiða. Þetta ofurkapp telur höfundur minningargreinarinnar að hafi valdið geðveilum hans. Vann að eilífðarvél Vettvangur harmleiksins Hér viö Háteigsvegirm í braggahverfi vestan viö Stýrimannaskóiann geröist ótrúlegur harmleikur voriö 1947 þeg- ar einbúi sem átti viö geöræn vandamál aö stríöa gekk berserksgang og myrti ungbarn meö sveöju og særöi systur þess og móöur mikiö. - myrti ungbarn með sveðju og særði systur þess og móður alvarlega Það er vorkvöld í Reykjavík og árið er 1947, nánar tiltekið 3. maí. Það era tvö ár síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk og Reykjavík er iðandi borg í öram vexti og uppbyggingu. Hekla er að gjósa þennan dag og þetta á eftir að verða eitt stærsta gos aldarinnar. Sjáanlegar leifar hernáms Breta og Bandaríkjamanna era braggahverfi hér og þar um borgina, troðfull af fólki eins og allar íbúðarhæfar kytrar hvar sem þær fmnast. Eitt slíkt er á holtinu vest- an við Sjómannaskólann við Háteigsveg og þar era óhugnanlegir hlutir í þann veginn að gerast þetta friðsæla laugar- dagskvöld. Járnsmiöurinn í skúrnum I útjaðri braggahverfisins bjó sér- kennilegur einbúi í ólögulegum bára- járnsskúr. Hann var jámsmiður að mennt, 37 ára gamall þegar þeir atburð- ir gerðust sem hér verður lýst. Hann hafði starfað sem slíkur en geðrænir kviilar hröktu hann úr starfi og þegar hér var komið sögu hafði hann dvalist á Kleppsspítala en var útskrifaður fyrir allnokkra og leitaði skjóls í þessum skúr við Háteigsveginn. Jámsmiðurinn var ekki aldæla þvi hann hafði á flmmtán ára tímabili kom- ist tólf sinnum i kast við lögin en oftast fyrir smáafbrot eins og stuld á gasmæli, innbrot í sumarbústað og ölvun á al- mannafæri. Þetta umrædda laugardagskvöld kom jámsmiðurinn gangandi frá skúr sínum og gekk rakleiöis að skála númer eitt í braggahverfmu. Þar bjuggu ung hjón með tvær dætur sínar, aðra tæplega tveggja ára og hina átta ára. Heimilis- faðirinn var farinn til vinnu en hann starfaði við trésmíði. Þaö skal ekki verða mikið eftir af þér Jámsmiðurinn hélt í hendi sér stórri mcíbi'íb' sveðju eða saxi. Hann gekk inn í íbúð hjónanna þar sem dætumar tvær vora einar, sú átta ára gætti þeirrar ómálga en móðir þeirra var við störf í þvotta- húsi í sérbyggingu rétt við braggann. Jámsmiðurinn brá þegar sveðjunni og lagði til bamanna með henni, mörgum stungum. Hann réð komabarn- inu þegar bana ___ en þegar hann - öTliW MN«liW M sneri sér að átta ára stúlkunni komst hún undan alblóðug eftir mörg stungusár og flúði til móð- ur sinnar í þvotta- húsinu. Móðurinni brá - heiftarlega þegar dóttir hennar kom alblóðug og grát- andi og á hæla henn- ar árásarmaðurinn í morðæði sem beindi orðum sínum til móður- innar og sagði: „Það skal ekki verða mikið eftir af þér.“ Hann beindi þegar árásum sínum að móður- inni og lagði til hennar nokkram sinnum með sax- inu en hún varðist snöfur- lega og náði að hanga i vinstri hendi árásarmanns- ins sem var örvhentur. Ávarpaði hún nú morðingj- ann og sagði: „Guð hjálpi þér maður, hvað ertu að gera.“ Hann svaraði að bragði: „Það þýðir lítið að biðja Guð að hjálpa sér.“ Að lokum tókst henni að losa sig úr þessum banvænu faðmlögum og komast til fólks í næstu skálum og gera viðvart. Dreif þegar að nokkra aðra íbúa sem handtóku jámsmiðinn og afvopnuðu hann án þess að hann sýndi mikla mót- spyrnu. Hringt var á lögreglu og sjúkra- bil sem fluttu árásarmanninn á lög- reglustöð en móður og dóttur mikið særðar á sjúkra- hús. Þar lágu þær i rúman mánuð en náðu sér að mestu eftir sárin en kornabamið lést. «0. K f&Lq #UtO 'iUh „f? Fvt\tsagn'‘(J>'®^ygii og ÞVI, vars^Íbiaðanr^ Mikinn óhug setti að þeim fjölmörgu íbúum braggahverfísins sem urðu beint og óbeint vitni að þessum atburðum og ekki siður vakti þessi atburður umtal í Reykjávík og blöðin skýrðu ítarlega frá atvikum og reyndar svo að Þjóðviljinn sá ástæðu til að setja ofan i við stéttarbræður sína. 1 Skýli morðingjans / þessu skýli bjó moröinginn einn og bar hann fyrir réttinum aö einsemd heföi sótt mjög á sig í skúrnum og hann hefði hugsað sem svo aö meö því aö fremja morö kæmist hann aö minnsta kosti undir manna hendur. En hvað gekk morðingjanum til? Jámsmiðurinn skýrði svo frá fyrir dómi að hann hefði verið allsgáður þeg- ar þetta gerðist en skyndilega hafl runn- ið á sig æði og hann stokkið upp, gripið saxið eða sveðjuna sem hann hafði fund- ið í skálarústum í nágrenninu og haldið út með þeim ásetningi að vinna ein- hvetjum mein. Hann kvaðst ekki hafa vitað að börn yrðu á vegi hans og ekki kvaðst hann heldur eiga neitt sökótt við íbúa skálans. Það var þó vitað að faðir dætranna hafði haft einhver afskipti af honum áður, meðal annars kvartað við lögregluna og talið stafa hættu af ógn- andi framferði járnsmiðsins i bragga- hveríinu en í blöðum var fullyrt að hann hefði meðal annars hótað börnum í hverfmu lífláti af litlu eða engu tilefni. Hann kvaðst hafa verið mjög ein- mana í kofa sínum, misst allt samband við fólk og hugsað sem svo að lögreglan yrði þó að minnsta kosti að hirða hann ef hann gerðist morðingi. Jámsmiðurinn er sagður hafa náð fullum bata á Litla-Hrauni og helgað sig í vaxandi mæli sjáifsnámi í vísindum af ýmsu tagi og hann hafi „sér til gamans" glímt árum saman við það verkefni að smíða eilífðarvél. Þjóðviljinn segir að hann hafi skilið eftir sig urmul hug- mynda, teikninga og útreikninga sem vert væri að gefa gaum. Síðan segir: „Þá era margar hugmyndir hans ókannaöar í þessu sambandi, bæði vegna fjárskorts hans og hinna vondu starfsskilyröa. Fallorkutilraunir í loft- tómi eða vökva gat hann aldrei gert. Að tilraunum hans gerðu grunnhyggnir gys og því tók hann jafnan með kímni og skemmtilegum tilsvörum, svo að glysungurinn óskaði gjaman að hann hefði látið kyrrt liggja." Líklegt verður að telja að fáir hafi dvalið lengur á Litla-Hrauni en hinn ógæfusami járnsmiður en á þessum áram vora ekki önnur úrræði til að vista geðsjúka afbrotamenn. PÁÁ 1978 Verðbólgan vekur heimsathygli Síðla árs 1978 birtist á baksíðu Dagblaðsins frétt sem höfð er eftir New York Times. „íslendingar berj- ast við verðbólg- una og ótt- ast að bíða óbætanlegt tjón,“ sagði í forsíöu- fyrirsögn blaðsins og i fréttinni var tíundað að íslendingar borguðu einn ís með tékka og þeir gætu selt tveggja ára ryðgaða bíla sfna á tvö- földu því verði sem þeir keyptu þá á. „Landlægt kvalræði þjóðarinnar, kuldi, stormur og eldgos, virðist viðráðanlegt í samanburði við verðbólguna," sagði Times og bætti við að mikil eftirspm'n væri eftir neysluvörum og þannig væru ís- lendingar e.t.v. að „bæta sér upp erfiða veðráttu“. ____ „íslendingar óttast’ óbætanlegt tjón af# ■'öldum i Víð viljum léttmjólk „Léttmjólkur er varla að vænta á næstunni,“ sagði í Dagblaðinu 1 nóvember fyrir 23 árum, en þar Léttmjólkin varla f bráð var greint frá blaðamannafundi sem haldinn var í Mjólkursamsöl- unni, hvar kom fram að enn væri óleyst vandamál hvað iéttmjólkin ætti að kosta og hvað ætti að gera við alla þá fitu sem afgangs yrði við vinnslu á henni. Ef hafin yrði framleiðsla léttmjólkur stækkaði „smjörfjalbö“ um 3 -5 þúsund tonn á ári. Forráðamenn Mjólkursam- sölunnar töldu að ekki yrði hægt að selja léttmjólk fyrir minna verð en venjulega mjólk við sömu skil- yrði. Travoltafárið Árið 1978 fengu íslensk ung- menni ekki á heilum sér tekið og voru, eftir þvl sem Dagblaöið greindi frá, Imrjwn Travoto tínt eykstmoð *gí heltekin Tra- volta-æði. „Nainið er John Tra- volta, 23 ára gamall og margmillj- óneri af þvi að leika í tveimur kvik- myndum, Saturday Night Fever og Grease. Þessar myndir hafa dáleitt unglinga um allan heim.“ Þetta eru orð að sönnu vegna þess að þessar vikur er fjallað mikið um Travolta og fárið i kringmn hann í blaðinu. Ungur drengur sló í gegn með Tra- volta-dans sem hann lærði í Amer- iku, Grease var frumsýnd um jóla- leytið og olli sviptingum í hártisku ungmennanna og gömul rokklög urðu skyndilega alls ekkert svo hallærisleg lengur. Óþolandi rauðsokkur Á baksíðu Dagblaðsins birtist frétt imi Tónabæjarhátíð rauð- sokka, sem var haldin í nóvember 1978 og var „öll- um opin - ekki síðm- karl- mönn- um“. Um- ræður um málefni bama vora á dagskrá og fluttir leikþættir og upplestrar, auk þess sem áður óþekktar skáld- konur létu frá sér heyra. í fréttinni segir m.a. „Af hverju fá allir karl- menn æðisglampa í augun af heift þegar minnst er á rauðsokkur? Og af hverju stynja svo margar konur: „Jesús minn, ég þoli þær ekki“, þegar þessar baráttukonur eru nefndar á nafn?“ og í lokin kemst fréttamaður að niðurstöðu: „Kannski er skýringin á öfgafull- um viðbrögðum einmitt sú að rauð- sokkur beita sér fyrir jafnrétti á heimilum og vinnumarkaöi og ganga þannig í berhögg við eld- gamlar hefðir.“ -þhs HtU RAUDSOKK- . URÓÞOLANDI iTÁÍ\‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.