Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Side 8
8
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001
Útlönd
REUTER-MYND
Má ekki biöjast fyrir
ísraelskir hermenn stöðva fulloröinn
Palestínumann sem vildi komast inn
i at-Aqsa moskuna í Jerúsalem til aö
biöjast fyrir í gær.
ísraelar hvattir
til að stöðva
sprengjuárásir
Mary Robinson, mannréttinda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti
ísraelsk stjórnvöld í gær til að láta
af sprengjuárásum sínum á Vestur-
bakkann og Gaza og hleypa alþjóð-
legum eftirlitsmönnum inn á heima-
stjórnarsvæði Palestínumanna.
„Ég hef áhyggjur af sprengjuárás-
unum á Gaza og Vesturbakkann
sem hafa orðið óbreyttum borgur-
um að bana og hrætt líftóruna úr
fólki,“ sagði Robinson á fundi með
fréttamönnum.
Háttsettir ísraelskir og palest-
ínskir embættismenn hittust í gær
á fundi með sendimanni Banda-
ríkjastjórnar til að reyna að koma á
vopnahléi í átökunum.
Kreppan Færey-
ingum að kenna
Richard Mikkelsen, fyrrum for-
maður í nefnd sem rannsakaði fjár-
mál Færeyja á tíunda áratug síð-
ustu aldar, segir í nýrri bók sem
hann hefur skrifað að Færeyingar
sjálfir hafi átt sök á bankakrepp-
unni svokölluðu, þegar bankakerfl
Færeyja hrundi nánast til grunna
og mikill fjöldi manna flúði land.
Mikkelsen segir að þótt ýmsir
Færeyingar hafi reynt að sá efa um
aðstoðina frá Danmörku hafi það
raunar verið sú hjálp sem varð til
þess að Færeyingar réttu jafnfljótt
úr kútnum og raun bar vitni.
Fjölmiðlar, bæði danskir og fær-
eyskir, fá á baukinn i bókinni.
Mikkelsen segir til dæmis að hinir
færeysku hafi fjallað meira um per-
sónur í tengslum við bankamálið en
um málið sjálft. Þá staðfestir hann
að sjálfstæðishreyfmgin hafi fengið
byr í seglin í kjölfarið.
REUTER-MYND
I flóttamannabúöum
Vonast er til aö afganskir flóttamenn
farí aö snúa aftur heim á næstunni.
Flóttafólk kann
að snúa heim
Hugsanlegt er talið að fall
Kandahar, síðasta vígis talibana í
Afganistans, verði til þess að ein-
hverjir fjögurra milljóna flótta-
manna snúi aftur til síns heima.
„Það er ljóst að það verður gríðar-
legt átak að hjálpa öllu þessu fólki,“
sagði Kamel Morjane, aðstoðarfor-
stjóri flóttamannahjálpar Samein-
uðu þjóðanna, á fundi með frétta-
mönnum í afgönsku höfuðborginni
Kabúl í gær.
Morjane sagði aö hvergi í heimin-
um væri flóttamannavandamálið al-
varlegra en í Afganistan um þessar
mundir.
x>v
Talibanar búnir að gefast upp í Kandahar:
Múlla Ómar og bin
Laden eru horfnir
Talibanar yfirgáfu síðasta vigi
sitt í Kandahar í suðurhluta
Afganistans í gær eftir látlausar
loftárásir Bandaríkjamanna i marg-
ar vikur.
Vonir Bandaríkjamanna og and-
stæðinga talibana um að hafa hend-
ur í hári múlla Ómars, leiðtoga tali-
bana, urðu hins vegar aö engu þar
sem hann var hvergi að finna í
Kandahar. Að sögn hefur enginn
hugmynd um hvert leiðtoginn hefur
getað farið.
Hersveitir andstæðinga talibana
sögöust í gær hafa náð helstu bæki-
stöðvum hryðjuverkamannsins
Osama bin Ladens í hinum hrjóstr-
ugu Toga Bora fjöllum í austurhluta
Afganistans. Hann var þó hvergi
þar að finna.
Bandarískir landgönguliðar á eftir-
litsferð um eyðimörkina skammt frá
Kandahar drápu sjö óvini í fyrri-nótt
í fyrstu átökum sínum síðan þeir
Kandahar er fallin
Síöasta vígi talibana í Afganistan er
fallið og veldi þeirra hruniö. Leiðtogi
þeirra, múlla Ómar, hefur hins vegar
gufaö upp og enginn veit um hann.
lögðu undir sig flugvelli þar um slóð-
ir fyrir nærri tveimur vikum.
Hamid Karzai, verðandi forsætis-
ráðherra bráðabirgðastjórnar
Afganistans, samdi við talibana í
Kandahar um að þeir myndu láta
vopn sín af hendi. Einn helsti
bandamaður Karzais meðal pastúna
sagði hins vegar að gallar væru á
samningnum þar sem Karzai hefði
ekki ráðfært sig við neinn.
Khalid Pashtoon, talsmaður fyrr-
um landstjóra í Kandahar, sagði í
samtali við Reuters-fréttastofuna í
gær að algjör ringulreið ríkti í borg-
innik, barist væri á götum úti og
gripdeildir væru stundaðar.
Karzai sagði í samtali við Reuters
í gær að draga yrði múlla Ómar fyr-
ir rétt þar sem hann hefði látið síð-
asta tækifæri sitt til að hafna
hryðjuverkum og fordæma bin
Laden sér úr greipum ganga. Al-
mennir talibanar fá sakaruppgjöf.
REUTER-MYND
Passaö upp á evruna
Þungvopnaöur lögregluþjónn gætir þess aö allt farí eins og til er ætlast við flutning á nýjum evruöseöium í Nice í
Frakkiandi. í kjölfar nokkurra vopnaöra rána aö undanförnu hefur öll öryggisgæsla viö flutninga á evru-seölum í Miö-
jaröarhafsborginni veriö hert til mikilla muna. Evran veröur tekin upp í tólf löndum ESB um áramótin.
Sophie Wessex miður sín eftir barnsmissinn:
Vonar að þau Játvarður fái
fleiri tækifæri til barneigna
Eiginkona yngsta sonar Elísabet-
ar Englandsdrottningar er mjög nið-
urdregin eftir að eyða varð utan-
legsfóstri sem hún gekk með.
Sophie, greifynja af Wessex, sagði
i yfirlýsingu sem hún sendi frá sér
að þau Játvarður prins gerðu sér
engu að siður vonir um að eignast
fjölskyldu.
„Ég er að sjálfsögðu mjög döpur
en þessu var ekki ætlað aö verða aö
veruleika. En það munu gefast önn-
ur tækifæri," sagöi Sophie í yfirlýs-
ingunni í gær.
Sophie var flutt í skyndingu með
þyrlu á sjúkrahús í London á
fimmtudag eftir að uppgötvaðist að
hún væri með utanlegsfóstur. Hún
gekkst þegar í stað undir aðgerð þar
sem fóstrinu var eytt.
„Þetta er um það bil þaö erfiðasta
sem nokkur getur gengið i gegn
um,“ sagði Játvarður prins og bar
REUTERMYND
Játvaröur og Sophie
Játvaröur prins á Englandi og Sophie
kona hans á glööum degi í Noregi.
mikið lof á starfsfólk sjúkrahúss
Játvarðs konungs sjöunda þar sem
Marcus Setchell, konunglegur kven-
sjúkdómalæknir, framkvæmdi að-
gerðina.
Játvarður sagði að Sophie, sem er
36 ára, fyndi enn til og að svo myndi
verða í nokkra daga til viðbótar.
Læknar segja að líkurnar á því að
konur deyi af völdum mikilla blæð-
inga vegna sprungins utanlegsfóst-
urs séu um áttatíu prósent.
Líkurnar á því að Sophie takist
að geta barn á náttúrulegan hátt eru
taldar hafa minnkað til muna þar
sem hugsanlegt er að eggjaleiðari
hennar hafi orðið fyrir óbætanlegu
tjóni vegna utanlegsfóstursins.
Glasafrjóvgim er þá alltaf valkostur
í þeirri stöðu.
Sophie sagði nýlega í viðtali að
hún þráði mikið að eignast barn,
helst eitt af hvoru kyni.
Hogni ekki í nefnd
Hogni Hoydal,
ráðherra sjálfstæð-
ismála í Færeyjum,
situr ekki í neinni
nefnd danska þings-
ins þar sem hann er
annar fulltrúi Fær-
eyinga, enda mun
hann ekki hafa sóst
eftir því. Hinn færeyski þingmaður-
inn, Lisbeth L. Petersen, er hins
vegar í þremur nefndum, þar á með-
al Færeyjanefndinni svokölluðu og
utanríkismálanefnd.
Danir til í að framselja
Samkvæmt nýju lagafrumvarpi
munu dönsk stjórnvöld framselja
danska ríkisborgara til annarra
landa ESB fyrir gróf aíbrot í tengsl-
um við hryðjuverk. Hingað til hafa
danskir borgarar aðeins verið fram-
seldir til annarra Norðurlanda.
Berlusconi gagnrýndur
Silvio Berlusconi, forsætisráð-
herra Ítalíu, var harðlega gagnrýnd-
ur í gær fyrir að hafa komið í veg
fyrir innleiðingu handtökuheimilda
innan alls ESB í baráttunni gegn
hryðjuverkum. Talið er að laga-
vandræði hans sjálfs hafi átt sinn
þátt í afstöðu ítölsku stjórnarinnar.
Big Ben þagnaði í gær
Bjöllurnar í þeirri frægu klukku
Big Ben í London þögnuðu í nokkr-
ar klukkustundir í gær á meðan við-
haldsvinna við þær fór fram.
Kratar ekki með
Mogens Lykke-
toft, þingmaður
danskra jafnaðar-
manna, sagði í
danska þinginu á
fimmtudag að
flokkurinn myndi
ekki standa að sam-
komulagi við
Danska þjóöarflokkinn um nýja
stefnu gagnvart útlendingum í Dan-
mörku. Anders Fogh forsætisráð-
herra hefur þó ekki gefið upp alla
von um breiða samstöðu flokkanna.
Vill átak gegn glæpum
F.W. de Klerk, síðasti hvíti forseti
Suður-Afríku, hvatti í gær til alls-
herjarbaráttu gegn glæpum i land-
inu eftir að hann hafði sótt minn-
ingarathöfn um fyrrum eiginkonu
sína sem var myrt í vikunni.
Ný stjórn á Grænlandi
Ný heimastjórn
Siumut- og Atassut-
flokkanna, undir
forystu Jonathans
Motzfeldts, var
mynduð á Græn-
landi í gær. Þegar
stjórnin hafði verið
kynnt var boðað til
aukafundar grænlenska þingsins
þar sem fráfarandi stjórn lét af völd-
um og hin nýja tók við.
Meirihluti á Sri Lanka
Helsti stjórnarandstöðuflokkur
Sri Lanka og bandamenn hans
fengu meirihluta atkvæða í þing-
kosningunum á Sri Lanka.
Ekki stöðvað I Sellafíeld
Umhverfísverndarsinnum mis-
tókst í gær að koma í veg fyrir
stækkun kjarnorkuendurvinnslu-
stöðvarinnar í Sellafield á Englandi
þegar dómstóll hafnaöi kröfum
þeirra þar um.