Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 4
Fréttir LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 r>v Innflutningur bifreiða dregst saman um 45% á milli ára: Tekjutapi ríkisins mætt með hækkun gjalda „Ef viö lítum á tölur um tekjur ríkisins af bifreiðakaupum þá sjá- um viö glögglega áhrif samdráttar- ins í innflutningi á nýjum bifreiö- um milli áranna 1999 og 2001. Við sjáum líka að menn hafa verið aö stórauka notkunarskatt- ana. Þrátt fyrir allan þann mikla samdrátt á inn- flutningi bifreiða sem talinn er þýða tekjurýrnum fyrir ríkið upp á tæpa þrjá millj- aröa þá tapar ríkið ekki heldur bætir sér það upp með tekjum á öðrum sviðum sem tengjast m.a. notkun bifreiöanna," segir Runólf- ur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. í „bandormi" ríkisstjórnarinn- ar, sem ræddur var á Alþingi í gær, er gert ráð fyrir 10% hækkun bifreiðagjalda sem þýðir, nái til- lagan fram að ganga, að tekjur rík- isins af bifreiðagjöldum á árinu verða 2.915 milljarðar króna og hækka um 404 milljónir milli ára. Eins og fram kemur í grafi námu þessi gjöld 970 milljónum króna árið 1990 og hafa hækkað nánast reglulega síðan. Tekjur ríkisins af bifreiðum hafa hækkað geysilega á einum áratug. Árið 1990 voru þær 13,2 milljarðar, áriö 1995 18,6 milljarð- ar og hæstar voru þær árið 2000, samtals 30 milljarðar (samkvæmt áætlun). Á sama tíu ára tímabili hækkuöu tekjur af notkun bifreiða úr 8,5 milljörðum árið 1990 í 11,2 milljarða árið 2000. „Álögurnar hafa veriö að aukast jafnt og þétt og á 10 ára tímabili hækkuðu tekjur hins opinbera um 17 milljarða á ársgrundvelli sem er auðvitað langt umfram verð- lagsþróun. Allan þennan áratug hafa setið í forsæti menn sem hafa haft að leiðarljósi „báknið burt“ og „drögum úr sköttum" þannig að þetta virkar undarlega. En því verður ekki á móti mælt að það hefur verið í gangi sú viðleitni að klípa sifellt meira og meira af al- menningi vegna bifreiða. Það vek- ur auðvitað athygli og m.a. vegna þess að við höfum enga valkosti á móti. Við vitum það að bíllinn er nauðsynlegt tæki, hann er alls enginn lúxus, allra síst í dreifðu byggðunum þar sem það er undir hverjum og einum að koma sér á milli staða vegna þess að það er ekki boðið upp á neina aðra mögu- leika í samgöngum," segir Runólf- ur. Hann segir greinilegt að yfir- völd líti á bílinn sem „auðveldan skattstofn" vegna þess að hann sé tæki sem fólk verði aö nota. „Það er ljóst að þegar fólk þarf að skera niður þá kemur það fljótlega fram í samdrætti á endurnýjun og kaup- um á bílum. Notkun bíla er hins vegar með því ailra síðasta sem fólk sker niður og er meira að segja byrjað að skera niður matar- útgjöld áður en að því kemur. Þetta er einfaldlega vegna þess hversu nauðsynlegur bíllinn er,“ segir Runólfur Ólafsson. -gk 18.000 r 16.000 14.000 - 12.000 Tekjur ríkissjóðs af notkun bifreiöa 18.762 17.891 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 MiQjarðar 16210 8.509 9.565 ^946 “105*8 1L567 12261 13.400 14273“M-733 1 '<« 'S 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 Tekjur ríkissjóðs af bifreiðakaupum 10.820 --- g253 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 Þús. ndija. 7.727 5.557 6295 3270- 4.634 | 4.057 3.980 3 590 Mm 5.523 2.650 JJ 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 Efri-byggðaframboð var undirbúið fyrir áratug en fór ekki af stað: Úthverfaframboð á sér forvera - borgarstjórastarfið ekki kvenmannsverk, segir Ásgeir Hannes Úthverfaframboð Einstaklingar í íbúasamtökum Grafarvogs standa nú að und/rbúningi hverfaframboðs. K j ararannsókn: Kaupmáttur dag- vinnu rýrnaði um 0,3 prósent Dagvinnulaun fólks á almenn- um vinnumarkaöi hafa hækkað að meðaltali um 7,6% frá 3. árs- fjóröungi í fyrra fram til 3. árs- fjórðungs í ár. Þetta kemur fram í nýjum niðurstöðum launakönnun- ar kjararannsóknarnefndar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 8,0%. Samkvæmt því rýrnaði kaupmáttur dag- vinnulauna að meðaltali um 0,3% eftir að hafa hækkað óslitið frá niðurstöðum 1. ársíjórðungs 2000. Launahækkun flestra starfsstétta var á bilinu 5,8% til 8,8%. Laun kvenna hækkuðu um 7,9% en karla um 7,3%. Laun á höfuðborg- arsvæði hækkuðu um 8,7% en laun utan höfuðborgarsvæðis um 6,1%. Nýir kjarasamningar tóku gildi fyrri hluta ársins 2000 fyrir flesta launamenn á almennum vinnu- markaði en nokkrir kjarasamn- ingar voru gerðir síðar á árinu. Kjarasamningar kváðu almennt á um 3% áfangahækkun 1. janúar 2001 auk sérstakrar hækkunar á launatöxtum. Á timabilinu frá 3. ársfjórðungi 2000 til 3. ársfjórð- ungs 2001 fengu því flestir launa- menn á almennum vinnumarkaði eina hækkun samkvæmt kjara- samningum. Launabreytingar eru mældar fyrir tæplega 6.500 einstaklinga sem voru í úrtaki nefndarinnar bæði á 3. ársfjórðungi 2000 og 3. ársfjóröungi 2001. Úthverfaframboöið sem nú er í und- irbúningi að frumkvæði einstaklinga í íbúasamtökum Grafarvogs er ekki fyrsta framboðið af þessu tagi sem rætt er um i Reykjavík. Á árunum í kringum 1990 var til umræðu að ýta af stað sérstöku efri- byggðaframboði, sem svipar um margt til þess út- hverfaframboðs sem nú er á dag- skrá. Aðalhvata- maðurinn að efri- byggpaframboðinu var Ásgeir Hannes Eiríksson og sagð- ist hann í samtali við DV í gær ekki sjá betur en menn væru nánast að taka kópíu af því sem hann og fleiri voru að gera fyrir tíu árum. Ásgeir Hannes sagði að á sín- um tíma hafi menn verið komnir svo langt að ákveða nafn á framboðið og listabókstaf, sem hafi verið Reykjavík- urlistinn og listabókstafurinn átti að vera R. „Aðrir tóku svo bæði nafnið og stafinn sem við höfðum verið að vinna með,“ segir Ásgeir. Hann segir það ekki skrýtið að svona framboð komi fram, því full þörf sé á slíku og kveðst aðspurður reiðubúinn til að taka þátt í kosningastarfinu, enda kunni hann sitthvað fyrir sér í þeirri vinnu. „Reyndar held ég að stór hluti borg- arbúa myndi kjósa hvað sem er í dag, og ég tala ekki um ef það væri karl- maður í framboði. Það eitt og sér tel ég að gæti skilað mörg þúsund at- kvæðum," segir Ásgeir. Hann segir að sem betur fer sé ákveðin karlremba enn til í þjóðfélaginu og fjöldi manns líti einfaldlega ekki á borgarstjóra- starfiö sem kvenmannsverk. Um hugmyndafræði hverfafram- boðs segir Ásgeir aðalatriðið að flokk- arnir geti ekki lengur skammtað fólki frambjóðendur heldur fái frambjóð- endur að spretta upp sjálfir. „Síðan er það náttúrlega sú sýn að fólkið geti tekið á sínum eigin málum eftir sín- um þörfum, en ekki eftir þörfum flokks eða borgarstjórnarlista sem er með einhverja gróna hagsmuni hér og þar,“ segir Ásgeir Hannes Ehíksson sem var hvatamaður að efri-byggða- lista fyrir áratug. -BG Asgeir Hannes Eiríksson. Sólarga ■ -^LjíitlLW REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 15.36 14.56 Sólarupprás á morgun 11.05 11.17 Síðdegisflóð 12.31 17.04 Árdegisflóð á morgun 01.19 04.52 Suðlæg átl og úrkomulítift Suölæg átt, 8 til 15 m/s og úrkomu- lítið í kvöld. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig. Veðrið á Rignir sunnanlands Á sunnudag veröur suölæg átt, 8 til 13 m/s og rigning sunnan- og vest- anlands. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig. 1 Veðríð Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur ^ ^ Hiti 5° Hiti 5° Hiti 5° til 10° tii 8° til 10° Vindur: Vindur: Vindur: 8-13m/» 5-10 5-10™/* 4 4 Su&læg átt, 8 til 13 m/s og rigning sunnan- og vestanlands. Su&vestan átt og stöku skúrir, elnk- um sunnan- og vestantll. Kölnar. Sunnanátt, áfram vætu- samt og hlýtt í veftrl. «7 1 í m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 f ■■ AKUREYRI skýjaö 2 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK rigning 3 EGILSSTAÐIR rigning 7 KIRKJUBÆJARKL. skúrir 3 KEFLAVÍK rigning 3 RAUFARHÖFN skýjað 3 REYKJAVÍK rigning 4 STÓRHÖFÐI rigning 6 BERGEN skýjað -3 HELSINKI alskýjaö 4 KAUPMANNAHÖFN þokuruöningur 2 ÓSLÓ skýjaö -3 STOKKHÓLMUR þokumóöa 3 ÞÓRSHÖFN rigning 11 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö -3 ALGARVE þokumóöa 16 AMSTERDAM léttskýjað 8 BARCELONA léttskýjaö 15 BERLÍN súld 5 CHICAGO léttskýjaö 2 DUBLIN skýjaö 14 HALIFAX léttskýjaö 7 FRANKFURT léttskýjað 5 HAMBORG léttskýjað 4 JAN MAYEN skýjaö 2 LONDON skýjaö 10 LÚXEMBORG léttskýjaö 5 MALLORCA skýjaö 17 MONTREAL skýjaö 13 NARSSARSSUAQ heiöskírt -19 NEWYORK alskýjaö 12 ORLANDO léttskýjaö 18 PARÍS léttskýjaö 8 VÍN skúrir 8 WASHINGTON alskýjaö 12 WINNIPEG alskýjaö 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.