Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 44
~*52 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 Helgarblað DV Det smager godt Á Suðurlandsbraut 4a er eitt besta kaffihús bæjarins, nokkuð úr alfaraleið. Það heitir Café Konditori Copenhagen. Þama er eiginlega tvískipt starfsemi. Annars vegar er þetta bakari eða öllu -> heldur konditori þar sem fást einhverj- ar allra bestu kökur í bænum og senni- lega á öllu landinu. Allt er með dönsk- um blæ og eplakökurnar og vínar- brauðin þeirra geta komið fullorðnum karlmanni til að klökkna. Það er alltaf biðröð i bakariinu sem segir sína sögu. í helmingi rýmisins geta gestir síðan sest niður og gætt sér á kræsingum staðarins i fallegu umhverfi undir lista- verkum á veggjum og kertaljósum. Bombugóður espressóbolli kostaði 220 krónur og sendi mig hoppandi út í dag- inn. Úrvalið af meðlæti er allt frá hollu brauðmeti yfir í syndsamlegar kaloriu- bombur. Det smager sgu fandeme godt -ppá Benz-kaffi 4 Stuttgart Kaffihúsarýnir DV var á ferð um Þýskaland fyrir skömmu. Því miður gafst ekki tími til að líta inn á nema eitt kaffihús. Kaffihúsið var í Mercedes Benz-safninu í Stuttgart. Stemningin á kaffihúsinu var skemmtileg og innrétt- ingamar rándýrar - Benzbílar frá upp- hafi og þar af einn Popemobile. Það vakt einnig athygli mína að flestir við- skiptavinimir voru karlmenn sem er líklega eðlilegt þar sem þetta er bíla- safn. Þegar ég pantaði tvöfaldan espressó og jarðarberjaköku gerði ég mér litlar vonir og reiknaði með miðlungsgóðu kaffi. Mér til mikillar ánægju var kaff- ið mjög gott, ilmsterkt og bragðgott. Kakan olli mér aftur á móti vonbrigð- ‘um, hún var of hlaupkend og minnti frekar á berjabúðing en köku. Mér var tjáð að verðið á kaffinu væri í hærri kantinum, eins og gengur og gerist á söfnum. Þrátt fyrir það var kaffið ódýrara en við eigum aö venjast hér á landi, espressóbollinn kostaði 175 krónur og kaka 170 krónur. -Kip Kaffi Fjörður Hafnarfjörður er fallegur bær og sjarmerandi. Það sama má einnig segja um marga Hafnfirðinga. Hins vegar er ekki hægt með góðri samvisku að nota sömu orð um Kaffi Fjörð sem er á annarri hæð í verslunarkjama sem einfaldlega nefnist Fjörður. Staðsetningin býður upp á margt gott, til dæmis er útsýnið yfir höfnina mjög skemmtilegt. Innréttingar staðar- ins em hins vegar ekki fagrar auk þess sem lítill rafmagnsofn var óþarflega há- ''•vær og keppti við Bing Crosby um at- hyglina. Um þessar mundir em jól á Kaffi Firði og einhverjar skreytingar minna á það, til dæmis skreytt jólatré í bland við pottaplöntur. Ég fékk mér dísæta jarðarberjatertu (490 kr.) sem smakkað- ist ágætlega og cappuccino (220 kr.) var pinnig ágætt. En kaffihús er ekki bara ■iaffi... -sm 'Wi*. ,Q. Matarást Elvis Presley Elvis Presley hafði mikil áhrif á rokksöguna og aðdáendur hans supu hveljur í hvert sinn er mjaðmir hans hnikuðust til. Og eins og títt er hafði Elvis ekki aðeins tónlistarleg áhrif á áhorfendur sína heldur einnig á lífsstíl þeirra. Elvis Presley er í mörgu tilliti Ameríka holdi klædd. Gildi hans voru amerisk. Elvis ólst upp í Suðurríkjunum og mótaði það mjög matarsmekk hans þótt hann hafi einnig verið mjög hrifinn af asiskum mat og þá sér- staklega ef svinakjöt var í réttunum. Hann fór oft á austurlenskan stað í Memphis og einnig var austurlenskur matur oft á borð- um við kvik- myndatökur á Hawaii. Að öðru leyti var Elvis ekki gefinn fyrir fram- andi matargerðarlist. Matur móður hans, sem einkenndist af svínakjöti, beikoni, grilluðum kjúkling- um og mikilli heimatilbúinni sósu, stóð hjarta hans næst. Elvis var illa við að matur væri ekki eldaður til fulls; hann vildi steikina „well done“. Á sjötta áratugnum varð Elvis mjög hrif- inn af einum rétti sem margir hafa síðan tengt beint við hann. i&gHnetusmjörs- Pog bananasam- 'O lokan hans er iikannski ekki _ jp'uppflnning hans en hún varð að fSSf einkennisfæði hans. Um þá sam- loku má lesa hér að neðan. matur@dv.is Uppskriftir að eftirlætisréttum Elvis Presley: búið til stífan marengs. Blandið saman við deigið og heilið yflr ananasinn í mótinu. Bakið í 35 mínútur eða þar til kakan flaðrar við snertingu eins og svampur. Látið kökuna kólna í tíu mínútur og skellið henni þá á flnan disk. Elvis Presley var og er konungur rokksins. Tónlist hans er órjúfanlegur hluti vestrænnar dægurmenningar; það er í raun fátt amerískara en Elvis heitinn. Allt sem Elvis kom nálægt er í augum hörðustu aðdáenda hans helgi- dómur. Ótal bækur hafa verið skrifað- ar um hann og lífsstíl hans. Ein þeirra bóka sem ritaðar hafa verið um kóng- inn er „Are You Hungry Tonight?" eft- ir Brendu Arlene Butler en í henni eru birtar uppskriftir að eftirlætisréttum Elvis Presley. I bókinni er meðal ann- ars að flnna uppskriftina og nákvæmar leiðbeiningar við gerð brúðartertunnar sem var á borðum í Las Vegas þann fyrsta maí 1967 þegar Elvis gekk að eiga Priscillu Beaulieu. Eins og gefur að skilja er sú uppskrift nokkrar blaðsíður og verður ekki birt hér. Hins vegar birt- \im við hér uppskriftir að nokkrum af eftirlætisréttum Elvis eins og ostborg- ara, kjúklingi a la Kóngurinn og hinni frægu hnetusmjörssamloku. Steikt hnetusmjörs- og bananasamloka Elvis gerði þessa samloku fræga og hún varð fljótlega hluti af amerískri matargerð. Hann kallaði hana yfirleitt „peanut butter and ‘nanner sandwich" og ást hans á réttinum gerði hann að einkennismat konungsins. Skipti engu máli hvenær sólarhringsins hann varð svangur, hann var alltaf til í þessa sam- loku. 1 lítill þroskaður banani 2 sneiðar franskbrauð 3 msk hnetusmjör 2 msk smjör Setjið bananann í litla skál og merj- ið hann með skeið. Setjið brauðið í brauðrist. Smyrjið hnetusmjörinu á aðra sneiðina og banananum á hina. Leggið sneiðamar saman og setjið á pönnu. Steikið samlokuna í smjörinu þar til hvor hlið verður gullinbrún. Skerið hom í horn og beriö samlokuna fram heita. Ostborgari meö öllu Elvis Presley elskaði hamborgara og allra mest ostborgara. Hvenær sem var á sólarhringnum fór hann út með vin- um sínum til að fá sér borgara og end- aði þá vanalega á Gridiron veitinga- staðnum við Highway 51 í Memphis (sem nú heitir Elvis Presley Bou- levard). 500 g nautahakk 1/4 bolli fínt saxaður laukur 1 tsk. hvítlaukssalt 1 tsk. oregano 1/4 tsk. svartur pipar 4 ostsneiðar 4 hamborgarabrauð salat sinnep majones eða dressing súrsaðar gúrkur sneiddir tómatar sneiddir rauðlaukar Ostborgari með öllu Einrt af eftirlætisréttum kóngsins var ostborgari meö öllu. Ostborgarinn hentar ágætlega í hraöa jólaundirbúningsins. sojasósunni og paprikunni saman við. Minnkið hitann og eldið þar til sósan er orðin heit en sýður ekki. Hrærið hvítvíninu saman við og eldið í eina mínútu. Hawaii og ananas Elvis Prestey var hrifinn af ananastertum. Hitið ofninn upp í 175 gráðim. Bræð- ið 1/3 bolla af smjöri í stóru eldfóstu móti. Takið mótið úr hitanum og hrær- ið púðursykurinn saman við. Takið safann af ananasnum en haldið eftir tveimur matskeiðum af safanum. Setjið ananasinn í blönduna og eitt kirsuber i miðju hverrar sneiðar. Hrærið saman afganginum af smjör- inu og 1/2 bolla af flórsykri. Þeytið eggjarauðurnar, eina tsk. af rifnum sítrónuberki, 1 msk. sítrónusafa og vanilludropunum. Hrærið í annarri skál saman hveiti, lyftidufti og salti. Bætið hveitihrær- ingnum, sýrða rjómanum og safanum af ananasnum saman við eggjablönd- una og hrærið. Þeytið eggjahvíturnar. stðan afgang- inum af flór- sykrin- um út í Bræðið smjörástórri í pönnu. Legg- I ið kjúkling- I inn á pönn- una í einfóldu lagi og steikið á miðlungs- hita í flórar mínútur. Snú- ið öllum stykkjunum við og steikið á sama hátt. Krydd- ið með salti og pipar. Hrær- ið sýrða ijóm- anum, Takið grillið til á hefðbundinn hátt. Blandið saman i skál hakkinu, laukn- um, hvítlaukssaltinu, oregano og svört- um pipar. Hrærið saman og búið til flóra jafnstóra borgara. Grillið í 5-7 mínútur á hvorri hlið eða þar til borgararnir eru velsteiktir. Um það bil tveimur minútum áður en seinni hliðin er fullgrilluð er osturinn settur á. Berið borgarana fram i brauðinu með salati, sinnepi, majonesi eða salat dressingu, súrsuðum gúrkum, tómöt- um og rauðlauk. Ekki má gleyma frönsku kartöílunum sem á að með- höndla á hefðbundinn hátt. Kjúklingur a la Kóngurinn Þegar Elvis rikti í Las Vegas var þetta rétturinn. Hægt var að bera hann fram við rómantíska málsverði og þá var eina lagið sem dugði sem bak- grunnstónlist King of the Whole Wide World. 1 msk. smjör 750 g beinlausar, hamflettar kjúkling- arbringur, skornar í tveggja sentímetra teninga 1/2 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1 1/2 bolli sýrður rjómi 1 tsk. sojasósa 1 tsk. paprika . 2 msk. hvítvín Hitið baunimar, perlulaukinn og sveppina og bætið þeim síðan saman við. Hellið kjúklingablöndunni yfir í eldfast mót. Dreifið parmesanostinum yfir. Setjið undir griilið í ofninum í u.þ.b. flórar mínútur eða þar til réttur- inn hefur tekið ljósbrúnan lit. Ananasterta á hvoHi Elvis Presley kynntist nýjum vídd- um mannllfsins á Hawaii enda fóru blómaskyrtumar honum einkar vel. Og ananasinn. 2/3 bolli smjör 2/3 bolli púðursykur 1 dós ananas 10 kirsuber 3/4 bolli flórsykur 2 egg, aðskilin rifinn börkur og safi úr einni sítrónu 1 tsk. vanilludropar 1 1/2 bolli hveiti 1 3/4 tsk. lyftiduft frosnar grænar baunir perlulaukur sveppir 4 msk. parmesanostur 6 sneiðar franskbrauð, ristaðar og hver skorin í fjóra þríhyrninga 1/4 tsk. salt 1/2 bolli sýrður rjomi Ertu hungruð í kvöld?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.