Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 Helgarblað I>V Svikull fjármálaráðgjafi X George Balos gekk vel sem fjár- málaráögjafi og græddi morö fjár en hann var veikur á siöferöissvellinu. viðskiptavina sinna. En aldrei eins mikið og hann gaf fyrirheit um. Arðinn greiddi hann af fé nýrra fórnarlamba sem ekki var neinn hörgull á. Oft fór svo að þeir sem hann sendi greiöslutékka létu upp- hæðirnar renna aftur til fyrirtækis Balos til enn frekari ávöxtunar. Skuldaskil Uppgangstimi Commodities International var á árunum 1995-1997. Þá var sannkallað góðæri á fjármálamörkuðum sem margir héldu að aldrei myndi enda. En brátt fór að kreppa aö spilaborginni sem Balos raðaði upp. Viðskiptavin- ir hættu að fá arðinn greiddan og fór að gruna margt og brátt kom í ljós að margir þeirra höfðu tapað al- eigunni. Fjármálaeftirlitið komst í spilið og ekki leið á löngu þar til gef- in var út handtökuskipun á George Balos. En þegar til kom var hann sloppinn úr landi. Langt var frá því að eigur hans dygðu fyrir skuldum, enda var hann siyngari að hafa fé út úr öörum en að borga fyrir það sem hann keypti. Balos hélt til London en átti þar engum vinum að mæta. Þarna þvældist hann um blankur og ráð- þrota og gekk engan veginn að koma undir sig fótunum á nýjan leik, enda voru tímamir að breytast og hillti undir lok góðæris verö- bréfaviðskiptanna. Að lokum gaf hann sig fram við sendinefnd Ástralíu í London og var sendur til heimalands síns og stung- ið þar umsvifalaust í fangelsi. Ákærur gegn honum voru í 46 lið- um og var hann sakaður um að hafa svikið út sem svarar um 300 milljón- um króna. Fómarlömb hans voru miklu fleiri og upphæðimar hærri en þetta dugði til að dæma svikar- ann í 10 ára fangelsi og var dómur- inn kveðinn upp árið 2000. Listakonan Sharon Davson trúði varla sínum eigin eyrum þegar nýi ijárfestingaráögjafinn hennar út- skýrði leynda dóma hlutabréfavið- skiptanna á þann veg að hún fann að hann áleit hana ekki hreinan fá- vita. Og það sem meira var, hún skildi hvað maðurinn var að segja og það vakti traust hennar á honum enn frekar. George Balos bauð listakonunni í hádegisverð á Hilton-hótelinu í Sid- ney og kynnti henni starfsemi íjár- málafyrirtækis síns, Commodites International, sem skráð var í sjálf- stjórnarríkinu Melchizedek. Hún var 48 ára göm ul og nýorðin ekkja. Hún erfði álitlega upphæð eftir mann sinn og ætlaöi nú að ávaxta fé sitt vel og lifa áhyggjulitlu lífi. Dav- son var tilvalið fórnarlamb fjár- málaráðgjafans. Hún bar ekkert skynbragö á hlutabréfamarkaðinn en hlustaði með athygli á Balos þeg- ar hann útskýrði fyrir henni hvern- ig hann ætlaði að ávaxta fé hennar. Hún átti að fá 16% af upphæðinni fjórum sinnum á ári. Sjálfur hélt ráðgjafinn sig ríkmannlega, átti stórt hús og nokkra bíla, þar á meðal tvo Rolis Royce, Hann sagði ekkjunni að hann hefði eign- ast nær 200 millj- ónir króna þegar hann var 22 ára gamall. Svona var hann slyngur í viðskiptum á unga aldri. Síðan ávaxtaði hann fé sitt á snilldarlegan hátt og tók að sér að ávaxta fé fyrir útvalda viðskiptavini. Hann kall- aði þá „fjölskylduna". Litið fór fyrir fyrirtækinu, enda fékk ekki hver sem er að leggja peninga í það til að fá ríkulega ávöxtun. Við- skiptum fjármálaráð- gjafans og listakonunnar lauk með því að hún afhenti honum allt sparfé sitt og beið svo eftir að fá arðinn inn á bankareikninginn sinn fjórum sinnum á ári. Davson var ekki ein um að vera dálítið hissa á auðlegð fjármálajöf- ursins. Foreldrar hans og aðrir sem til þekktu skildu lítið í hvernig hann hófst upp úr nánast engu. Hann hóf nám í læknisfræði en gafst fljótlega upp. Faðir hans hjálp- aði þá til að stofna lítið fyrirtæki, sem keypti og seldi handrit, en það fór á hausinn. Þá var hann styrktur til að nema lög en gafst upp á því áður en árið var liðið. Foreldrarnir voru orðnir leiðir á að sjá fyrir syni sínum en um hrið starfaði hann í bókbandsfyrirtæki fóður síns í Sid- ney. Því nennti hann ekki til lengd- ar. Þá fór hann í fasteignabrask og veðsetti fyrirtæki fööur síns fyrir útgjöldum. Hann tók rífleg lán og EfiMEM II gekk vel á uppgangsárunuml981 til 1984 en þá reið niðursveifla yfir við- skiptalífið og varð Balos lýstur gjaldþrota. Næstu árin lét hann sér leiðast í skrifstofu fjölskyldufyrir- tækisins. Góöæri lukkuriddaranna En það líf átti ekki við hann og þá datt honum það snjallræði í hug að leika kaupsýslumann á framabraut. Árið 1995 var uppsveifla í efnahags- lífinu og allir voru fullir bjartsýni og miklar fréttir bárust af skyndi- legum og öruggum gróða þeirra sem spiluðu dátt í hlutabréfalottóinu. Balos stofnaði fyrirtæki sitt og stað- setti það á ímyndaðri eyju einhvers staðar á sunnanverðu Kyrrahafi. Hann hafði lag á að velja auðveld fómarlömb og narra þau til að láta sig ávaxta sparifé. Yfirleitt var það sæmilega efnað fólk sem trúði hon- um fyrir eigum sínum. Viðskipta- vinirnir vom ekki vellauðugir og þekktu litið til fjármálaumsvifa. Honum áskotnaðist mikið fé með Heimili fjarmalajofursms þegar veldi hans var hvaö mest. Hann átti einnig marga dýra bíla og feröaöist í Concorde-þotum. Innsigli tilbúnS fríríkisins þar sem fjármáiafyrirtæki svikar- ans var skráö. þessu móti og eyddi þvi umsvifa- laust. Hann keypti dýr hús og bíla, flaug í þotum yfir hljóð- hraða, leigði rándýrar stúkur á íþrótta- völlum og hegðaði sér yfirleitt eins og hann vissi ekki aura sinna tal. Hann vakti enga sérstaka athygli í fjármála- heiminum því að á uppgangsárun- um voru margir lukkuriddarar á sveimi og bjartsýnir fjármálaráð- gjafar bulluðu í Ástralíu sem víöar í alla tOtæka fjölmiðla um allan auð- inn sem vex á peningatrjánum sem gróðursett eru í fjármálafyrirtækj- um. Fjármálajöfurinn vissi sem var að því meira sem hann laug þeim mun fleiri treystu honum til að ávaxta eigur sínar. Framkoma hans og sannfæringarkraftur bar öll merki hins farsæla fjármálamanns. Allt nánasta umhverfi ráðgjafans var á sömu bókina lært. Bæklingar og bréfsefni á finasta pappír blekkti marga sem einnig hrifust af kvöld- veröarboðunum sem hann hélt verðandi viðskiptavinum á dýrustu veitingastöðum borgarinnar. Þarna var á ferð maður að skapi þeirra sem líka langaði til að hagnast á góðæri uppsveiflunnar og sihækk- andi verðs á hlutabréfum. Auönuleysinginn haföi fundið sér hlutverk sem hann kunni vel; að svíkja og blekkja. Þegar upp var staðið kom í ljós að hann hafði haft vel á annan milljarð króna upp úr lyginni og ósvífninni. Um 300 manns trúðu honum fyrir sparifé sínu eða tóku lán til að fá honum fé til að ávaxta. Svikamyllan Tveir starfsmenn voru í þjónustu fjármálafyrirtækisins og var þeirra starf einvörðungu að finna fórnar- lömb sem líkleg voru til að láta blekkjast og áttu fé í handraðanum. Á sínum uppgangsferli fór hann oft til London og New York og flaug helst ekki í öðrum farartækjum en Concorde sem er flugvél hinn ríku og athyglissjúku. Hann var einnig tíður gestur í spilavítum og tapaði þar morð fjár. Fyrirtækið á Melchizedekeyju var ekki annað en heimasíða á Net- inu en nafnið á fríríkinu er sótt i Biblíuna og skjaldarmerkið er álíka tilbúningur og eyjan sjálf. Þótt Hann hafði lag á að velja auðveld fórnarlömb og narra þau til að láta sig ávaxta sparifé. Yfirleitt var það sœmilega efnað fólk sem trúði honum fyrir eigum sínum. Við- skiptavinirnir voru ekki vellauðugir og þekktu lít- ið til fjármálaumsvifa. Honum áskotnaðist mik- ið fé með þessu móti og eyddi því umsvifalaust. Hann keypti dýr hús og bíla, flaug í þotum yfir hljóðhraða, leigði rándýr- ar stúkur á íþróttavöll- um og hegðaði sér yfir- leitt eins og hann vissi ekki aura sinna tal. Ann Western er meöal þeirra sem bitu á agniö sem fjármálaráögjafinn beitti fyrir auötrúa fóik sem langaöi til aö ávaxta fé sitt á vinsælan hátt. Hún tapaöi öllu sínu sparifé, sem hún ættaöi aö njóta á efri árum, eða nær 20 milljónum króna. Balos væri haldinn mikilmennsku- brjálæði fjármálaráögjafans og hegðaði sér eins og hann hefði heiminn í höndum sér var hann ekki alvitlaus fremur en þeir sem vita hve auðblekkt fólk er þegar gróðavonin er annars vegar. Til að halda svikamyllunni gangandi greiddi hann nokkurn arð fyrst í stað til að vekja ekki grunsemdir Furður fortíðar Barn myrt til aö endurfæðast Lítil takmörk eru fyrir því hvert trúgirni fólks og ranghugmyndir geta leitt það. Það er erfitt að setja sig í spor fólksins sem myrti tíu ára gamla stúlku til þess að láta hana endurfæðast á einhvern dularfullan og óútskýrðan hátt. Illvirkið var framið í Colorado í Bandaríkjum 18. apríl árið 2000 eða fyrir tæpu einu ári. 70 mínútna dauðastríð barnsins var tekið upp á myndband sem síð- ar var notað i réttarhöldum yfir morðingjunum. Átti aö endurfæöast Candace Newmaker var myrt á hryllilegan hátt til þess aö endur- fæöast sem þó gekk ekki eftir. Candace Newmaker var kjörbarn konu sem yfirvöldin treystu fyrir barninu eftir að það var tekið frá móður sinni vegna vanrækslu. En af einhverjum orsökum langaði konuna til að eiga dóttur sína alein og því var nýrri fæðingu komið um kring. Par sem fékkst við skrítnar kúnstir á trúarlegum grunni tók að sér að sjá um endurfæðinguna. Á myndbandinu var allri athöfninni til skila haldið. Stúlkan var lögð í rúm sem hlaðið var koddum. Kjör- móðirin lagðist ofan á stúlkuna og lék sitt hlutverk i fæðingunni en parið sem sá um kraftaverkið lék sitt hlutverk með tilþrifum. Barniö bað sér miskunnar aftur og aftur og sagði stúlkan ítrekað að hún væri að kafna. Hún ældi nokkrum sinnum en fullorðna fólk- ið lék sin hlutverk án nokkurrar hluttekningar. Verðandi móðir æpti og veinaði eins og hún væri að fæða en óþverramanneskjurnar sem stjómuðu athöfninni sögðu berum orðum að stúlkan yrði að deyja fyrst svo að hún gæti endurfæðst sem einkabarn móður sinnar. Fyrri hlutinn var efndur. Eftir sjötiu mínútna misþyrmingar dó stúlkan og var dánarorsökin köfn- un. En endurfæðingin gekk ekki eft- ir og kjörmóöirin var nú barnlaus. Svo ótrúlegt sem það kann að virðast kom glöggt fram á mynd- bandinu að stúlkunni var skipað að deyja svo að hún gæti fæðst á ný og konuvesalingurinn, sem hélt sig vera að fæða barn, stundi og kvein- aði eins og eðlileg fæðing stæði yfir. Þetta óhugnanlega mál komst upp og fannst lík stúlkunnar daginn eft- ir í rúminu þar sem hún lét lífið. Lögreglan fékk myndbandið í hend- ur og þurfti ekki fleiri sönnunar- gögn um einhvern óhugnanlegasta glæp sem framinn hefur verið i Colorado-ríki. Refsigleðf Athygli vakti þegar þýskur kaup- sýslumaður var dæmdur til dauða í Teheran fyrir að hafa mök við múslímakonu. Síðar sáu yfirvöldin að sér og var dómnum breytt og var sá seki kaghýddur fyrir glæp sinn. En bersyndugu konunni var engin miskunn sýnd. Japanar hengdir Tveir Japanar voru dæmdir til að hengjast fyrir að dreifa eiturefninu serin í neöanjarðarstöð í Tokyo. Tólf manns dóu og hundruð biðu varanlegt heilsutjón. Tveir félagar þeirra voru dæmdir í lifstíðarfang- elsi. Þetta voru með verstu hermd- arverkum sem framin hafa verið í Japan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.