Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 55 ; I>V Helgarblað silkigatan og bamusgardínugatan og komust gestirnir frá íslandi að því að lifið í þessum bæjarhluta Hanoi er vægast sagt mjög forvitnilegt. í Hanoi er llka að finna stjórnsýslubyggingar, byggingar sem Frakkar byggðu á ný- lendutíma sinum auk fjölda vatna. Borgin stendur á bökkum Rauðár Þar er einnig grafhýsi frægasta Víetnama ailra tíma, Ho Chi Minh, og stendur það við jaðar Ba Dinh torgsins þar sem hann flutti hina frægu sjálfstæðisyfir- lýsingu lýðveldisins Víetnams árið 1945 þegar Japanir höfðu gefist upp. Meðal minnihlutahópanna í Sapa Eftir að hafa skoðað fiölda áhuga- verðra staða í Hanoi var haldið á einn fallegasta stað landsins en það er þorp- ið Sapa. Þangað hélt hópurinn með næturlest sem átti það gjaman til að hristast nokkuð hressilega á jámbraut- arteinunum á leið sinni upp í fjöllin. Sapa er við rætur hæsta fjalls Ví- etnams sem heitir Mount Fansipan. Það er 3.143 m á hæð og ekki ýkja langt frá landamærum Kína. Umhverfið í fjöllunum var hreint og beint undurfag- urt og það var ekki erfitt að gleyma sér við að njóta útsýnisins. Það sem var hins vegar áhugaverð- ast við Sapa og nágrenni var að hitta fólkið sem þar býr og sjá fmmstæða lifnaðarhætti þess. Margir þjóðflokkar búa á svæðinu. Má þar nefna H’Mong-, Zay- og Dao-þjóðflokkana sem klæðast allir skrautlegum búningum. Þegar hópurinn fór í gönguferð til Tavan- þorpsins og fleiri þorpa hitti hann fyr- ir konur og stúlkur úr þessum hópum sem vildu ólmar selja ferðamönnunum handverk sem þær höfðu búið til og þar sem um íslendinga var að ræða vora flestir ekki lengi að láta freistast til að kaupa sér eitthvað fallegt. Marg- ar þeirra vom með bömin sín eða systkini í pokum á bakinu og var hópn- um einnig boðið inn á heimili fólks sem var sérstök lífsreynsla. Víða mátti sjá hrísgrjónaakra enda em hrísgrjón eitt af því helsta sem fólkið á þessum slóðum ræktar. Auk þess mátti sjá marga heimamennina bera þungar byrðar upp og niður langa og þrönga stíga í þessum djúpu fjalladölum. sssM Kvöldverður að hætti konunga íslensku feröalangarnir og leiösögumaöur hópsins eftir aö hafa snætt kvöldverö aö hætti konunganna i Hue. Frá vinstri: Þóra Hauksdóttir, Þorsteinn Stígsson, Siguröur Halldórsson, víetnamski leiösögumaöurinn Man, Guölaug Pét- ursdóttir, Þorsteinn Guömundsson og Auöur Hauksdóttir. Framan viö háborðiö eru María Ólafsdóttir og fararstjórinn Ingiveig Gunnarsdóttir. Þrátt fyrir að erfitt væri aö slíta sig frá hinu einstaka umhverfi í Halong varð hópurinn að halda áfram ferð sinn til Hanoi enda ferðalagið líka farið að ■> styttast í annan endann. Þegar þangað kom ákváðu fLestir að halda af stað nið- ur í bæ og fara í innkaupaferð enda ekki á hverjum degi sem hægt er að kaupa spennandi vaming og jólagjafir á eins framandi stað og í verslunargötunum í Hanoi. Hið einstaka núðluþorp Síðasta daginn i Víetnam var ákveðið að fara í áhugaverða skoðunarferð með Guðnýju Helgu og víetnömskum vini hennar sem er sagnfræðingur. Hann fræddi hópinn um ýmislegt úr sögu landsins og var meðal annars farið i sér- kennilegan helli sem er í raun búddamusteri. Þangað flúði Ho Chi Minh þegar loftárásir Bandaríkjamanna á norðurhluta Víetnam stóðu sem hæst og er því lögð sérstök áhersla á að varð- veita staðinn og sögu hans. Eftir það var falleg pagóða skoðuð og því næst var farið í skemmtilegt þorp sem kallast Núðluþorpið þar sem íbúarnir vinna frá þrjú á nóttinni til ellefu á kvöldin allan ársins hring við að búa til núðlur. Sum- ir voru að búa til hráefnið sem notað er til núðlugerðarinnar á meðan aðrir sáu um að baka þær og hengja til þerris. Það var mjög fróðlegt að kynnast þessari heimsfrægu iðn heimamanna og því hversu vinnusamir þeir em við störf sín. Dagurinn og ferðalagið endaði síð- an á lokahófi i hinum fræga pressu- - klúbbi Hanoi-borgar og voru allir sam- mála um að ferðin hefði tekist einstak- lega vel og að það hefði verið einstök lífsreynsla að fá að kynnast eins skemmtilegu og áhugaverðu landi og Vi- etnam, menningu þess og íbúum. -MA Eitt af undrum Asíu Eftir hina einstöku dvöl i fjöllunum var haldið til baka til Hanoi með lest- inni og þaðan var síðan farið að annarri náttúruperlu landsins, Halong-flóa. Hann er talinn vera eitt af undrum Asíu og í honum em mörg ótrúleg listaverk. Eyjamar í flóanum eru alls um 3000 talsins og er landslagið ólýsanlega fag- urt. Þjóðsagan segir að flóinn hafi myndast þegar risadreki féll til jarðar og rófan sveiflaðist til og frá og skar út einstakar kalksteinsmyndanir, bratta kletta og stóra steinboga áður en hann hélt á brott aftur. Hópurinn fór í tvær siglingar á flóanum enda af nógu af taka. í þeirri fyrri fékk hann einnig að bragða á gómsætu sjávarfangi sem veitt hafði verið i flóanum enda er þar víða stundaður fiskiðnaður. Einnig má á nokkmm stöðum sjá húsbáta sem fólk býr í en nú hafa yfirvöld bannað búsetu á þessum slóðum vegna mengunar- hættu og á fólkið þvf engra annarra kosta völ en að flytjast á brott. Panasonic sony Panasonic sony Sérfræðingar í viðgerðum og viðhaldi á Sony og Panasonic tækjum Einholti 2 • sími 552 3150 ( 25 skrefum fyrir ofan DV húsið) TTT DV-MYND ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Hundastelk Eitt afþvi sem sumir Víetnamar boröa en flestir Vesturlandabúar myndu aldrei leggja sér til munns. Matargerð íVíetnam: Fjölbreytileg og framandi Óhætt er að segja að matarmenning Víetnama sé bæði framandi og fjöl- breytileg og er velhlaðið matarborð merki um góða stöðu i samfélaginui Sagt er aö Víetnamar borði allt á fjór- um fótum nema stóla, allt sem flýgur nema flugvélar og allt á tveimur fótum nema menn. Þrátt fyrir að í Víetnam sé að finna rétti sem langflestir Vesturlandabúar myndu aldrei leggja sér til munns, eins og hundakjöt, er þar líka að finna marga einstaklega góða og spennandi rétti. Matargerðin hefur orðið fyrir áhrifum víða að og er mismunandi eft- ir því hvar í landinu maður er staddur. Eitt af því sem sést á hverju einasta matarborði er fiskisósa eða nuoc mam og gegnir hún sama hlutverki og salt gerir hjá okkur. Hver matreiðslumaður hefur sína eigin uppskrift en undirstað- an er chili, límónusafi, hvítlaukur, syk- ur og pipar. Sósan er borðuð með ýms- um réttum. Ferskar kryddjurtir, eins og til að mynda sítrónugras, basilikum, myntu- lauf og steinselja eru mikið notaðar og víða er mikið um ferskt sjávarfang. Ví- etnamar hafa einnig gert ýmsa dýrind- isrétti úr svínakjöti, kjúklingi og nautakjöti. Réttirnir eru líka oft fagur- lega skreyttir með margs konar figúr- um úr grænmeti og ávöxtum. Algengt er að Víetnamar borði hrís- grjón með mat þrisvar á dag en ef þeir fara út að borða er það gjaman núðlu- súpa sem verður fyrir valinu eða pho eins og hún kallast á máli innfæddra. -MA Bók sem hjólpar þér og þínum að takast ó við breytingar Dr. Sptmcer Johnson Hær toK OSTIV4JJ ***** vr4*kvru* m) taiswst Ú t id htvytÍHftiu (iuUur Hall.vtun þyddi £ l V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.