Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 11 Skoðun „Þú veist það, “ hélt kon- an áfram, “að hann pabbi á tól til alls. Ég held að hann hafi keypt snjóblás- ara um daginn. Þú œttir að prófa hann. Þú hengir apparatið bara á þig og það blœs snjónum burtu. Það er mun léttara en að moka. “ það,“ hélt konan áfram, „að hann pabbi á tól til alls. Ég held að hann hafi keypt snjóblásara um daginn. Þú ættir að prófa hann. Þú hengir apparatið bara á þig og það blæs snjónum burtu. Það er mun léttara en að moka.“ „Vantar þig snjóblásarann?" sagði tengdapabbi. Hann var i símanum korteri síðar. Konan hafði ekki látið sitja við orðin tóm. „Það er ekki nema sjálf- sagt,“ hélt tengdafaðir minn áfram, „þetta er galdratæki. Þú hengir þetta á axlirnar á þér, gengur rólega áfram og blæst snjónum burtu. Þetta er eins og að drekka vatn. Þú nærð í tækið þegar þú vilt, það er í bílskúrnum.“ Stöng meö mótor Það var enginn heima hjá tengdaforeldrum mínum þegar ég sótti undratækið siðdegis en ég gekk að því í skúrnum. Þar beið það þegjandi og hljóða- laúst, stöng með mótor, handfangi og bandi til að bregða yfir öxl, til þjónustu reiðubúið. Ég var nokkuð spenntur þegar heim kom. Mér til undrunar kom ég tækinu strax í gang. Það var nokkuð hávaðasamt enda með bensínmótor. Mér hefur alltaf gengið brösulega með slíkan vél- búnað. Ég var því galvaskur þeg- ar ég lagði af stað með snjóblásar- ann frá húsinu, fram stéttina og yfir á bílaplanið. Nóg var af snjónum til að blása. Liðinn var tími snjóskóflunnar og skítt með allar snjóbræðslur. Þetta var karlmannleg vinna. Grannar mínir voru að tínast heim þegar ég hóf aðgerðir. Þeir stöldruðu við á þurrum stéttum sínum þegar þeir heyrðu í tæk- inu. Allir hafa þeir lúmskt gaman af véldrifnu dóti og vildu vita hvað væri á seyði. Ég lét sem ég sæi þá ekki þar sem þeir stóðu á blankskónum og hélt áfram með urrandi tækið. Adrenalínið ólg- aði í blóðinu. Minn tími var kom- inn. Gallinn var bara sá að það gerðist ekki neitt. Ég gekk rólega áfram eins og tengdapabbi hafði lagt fyrir, mótorinn gekk og tæk- ið snerist en það blés engum snjó. Það rótaði aðeins í efsta snjólag- inu. Ég fór nokkra hringi, árang- urslaust. Grannarnir biðu enn og horfðu á mig-í forundran. Það var þá sem konan mín kom á bílnum, beygði svo snarlega sem unnt var inn á stæðið hjá okkur, greip undir handlegginn á mér og teymdi mig inn. Tækið var enn í gangi og grannarnir á sama stað. „Pabbi var að hringja í mig,“ sagði hún andstutt þegar við komumst í skjól. „Það er ekki von að þetta gangi hjá þér. Þú náðir í sláttuorfið hans. Blásar- inn bíður enn óhreyfður í skúrn- um.“ ^HMgp Næsta skref hjá forráða- mönnum stórmarkað- anna verður e.t.v. að bjóða upp á klippingu, skóviðgerðir og úrsmíð á milli matvörurekka. Skósmiðir vinna störf sín af natni líkt og úrsmiðir, hárgreiðslufólk og fleiri. Við viljum leyfa þeim að lifa áfram í eigin hreiðrum og líka kaupmanninum á horninu sem þó er í útrýmingarhættu. Næsta skref hjá forráðamönnum stórmarkað- anna verður e.t.v. að bjóða upp á klippingu, skóviðgerðir og úrsmíði á milli matvörurekka. Eflaust væri indælt að eiga kost á ódýrri klipp- ingu í miðjum klósettpappírsstafl- anum. Máttur gagnrýnenda Kunningi ofanritaðs haslaði sér völl sem höfundur fyrir skömmu og fékk afar lofsamlegan dóm hjá landsþekktum krítíker. Bók hans fór að seljast og hamingjuóskirnar streymdu að. Gallinn var hins vegar sá að enginn óskaði honum til ham- ingju með bókina sjálfa heldur bara gagnrýnina. Þessi kapítuli tengist fyrrnefnd- um tímaskorti nútímamannsins, þar sem máttur gagnrýnenda verð- ur sífellt meiri. Sjónvarpsgagnrýni er t.d. í eðli sínu yfirborðskennd og ómarkviss vegna hins knappa forms en margir grípa augnablikið og láta eina konu eða karl um að hugsa fyr- ir heila þjóð. Krítikerar standa sig með örfáum undantekningum með prýði en ís- land er lítið land og getur t.d. kunn- ingsskapur skapað óhlutlæga stemningu. Slíkt gerist sennilega ómeðvitað sem þó breytir ekki því að örstutt lofgjörð getur selt þúsund bækur en neikvæð setning slær af möguleika höfundar á að afla for- lagi sínu tekna. Og enginn hefur efni á að gefa út slíkan höfund nema einu sinni. Kannski er rétt að láta sér ekki nægja að staldra við yfir bókunum sem landsmenn munu leggja sér til sálar á jólunum. Mögulega er líka rétt að staldra við yfir því markaðs- landslagi sem virðist stríða gegn frjálsri og óháðri listsköpun. Yfir eymdardal ■ \ Það virðist lítil uppstytta í vond- um tíðindum hjá Samfylkingunni þessa dagana. Eflaust hefur frétt um 16% fylgi við flokkinn í nýrri Gallupkönnun komið sem köld vatnsgusa framan í samfylkingar- menn um land allt - svona rétt þeg- ar þeir héldu að þeir væru að ná taktinum á ný. ítrekuð tíðindi af slöku gengi í könnunum eru vissu- lega til þess fallin að skrúfa niður eldmóð flokksmanna sjálfra auk þess sem kjósendur fara að trúa því - alveg óháð því hver raunveruleik- inn er - að þarna hljóti að vera eitt- hvað meira en lítið að. Og málið er óneitanlega orðið alvarlegt þegar hugrenningatengslin eru slík að Samfylkingin kemur upp í hugann þegar jólasálmurinn fallegi „Sjá himins opnast hlið“ er sunginn nú á aðventunni. Það er svo auðvelt að sjá fyrir sér að flokksmenn hljóti að bíða eins og hirðingjarnir í hagan- um eftir því að heilagt englalið komi freslandi úr fagnaðarins sal, með boðun blíða og blessun, sem lýsa skal yfir þennan nöturlega eymdardal. En hin pólitísku jól jafn- aðarmanna láta hins vegar bíða eft- ir sér. Huggun harmi gegn Það er þó ekki þar með sagt að gangan um eymdardalinn verði eilíf og í þvi felst vissulega huggun fyrir Samfylkinguna að þegar fylgið sem mældist í könnuninni er greint nið- ur kemur í ljós að það var merkjan- lega minna fyrir landsfundinn en það var eftir hann og ef marka má frétt um þetta á vefsíðu flokksins gefur það tilefni til að ætla að flokk- urinn sé þrátt fyrir allt eitthvað að rétta úr kútnum. Ótrúlegt er þó að að hin pólitísku kratajól muni koma það snemma að þau falli saman við jól grísku rétttrúnaðarkirkjunnar, en það er enn langt til alþingiskosn- inga og margt getur gerst þangað til. Verri samningsstaða Þessi eymdardalsganga Samfylk- ingarinnar ætti hins vegar að hafa nokkur áhrif inn í borgarstjórnar- málin og samstarfið um Reykjavík- urlistann. Þar hafa einhverjir sam- fylkingarmenn verið uppi með efa- semdir um að þeirra hlutur sé nægj- anlega veglegur miðað við hlut sam- starfsflokkanna, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Samkvæmt þvi samkomulagi sem liggur fyrir og er búið að liggja fyrir nokkuð lengi er skiptingin sú að Samfylkingin fær þrjá af 7 fulltrúum sem til skiptanna eru milli flokkanna þriggja, en hin- ir flokkarnir fá tvo. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir er í þessum samn- ingum í áttunda sæti sem stórlax utan kvóta. Til að vega upp mis- ræmið í fulltrúafjölda fengu fram- sóknarmenn fyrsta val í nefndir, en Vinstri grænir verða með forseta borgarstjórnar. Ljóst er að Samfylk- ingin - eða öllu heldur þeir einstak- lingar sem eru óánægðir með þenn- an samning - eiga mun erfiðara með að gera kröfur um enn aukinn hlut á meðan ekki blæs byrlegar en þetta I könnunum. Jól hjá Vg Þess utan hlýtur það að vera áhyggjuefni fyrir samstarfsflokka Samfylkingarinnar í Reykjavíkur- listanum - sérstaklega þó náttúrlega Vinstri græna sem öfugt við Kastró, sem frestaði jólunum, eru löngu byrjaðir á sínu pólitíska jólahaldi - ef vörumerki Samfylkingarinnar fer að verða á einhvern hátt yfirgnæf- andi í R-lista-samstarfinu. Því hlýt- ur þessi niðurstaða hjá Gallup að flýta fyrir því að Reykjavíkurlistinn loki þessum samstarfssamningamál- um og fólk snúi bökum saman, sem er auðvitað fyrir löngu orðið tíma- bært hjá því. Á sama tíma og Reykja- víkurlistinn er að draga að sér athygli fyrir að ganga ekki frá samstarfs- málum sínum virðist að- alkeppinauturinn um borgina, Sjálfstœðisflokk- urinn, á góðri leið með að finna leiðina út úr þeim táradal sem hann hefur ráfað um síðustu tvö kjörtímabil. Leiðtoga- prófkjör, þar sem leið- togamál flokksins eru út- kljáð með afgerandi hœtti í eitt skipti fyrir öll, er komið á dagskrá. Út úr táradalnum? Á sama tíma og Reykjavikurlist- inn er að draga að sér athygli fyrir að ganga ekki frá samstarfsmálum sínum virðist aðalkeppinauturinn um borgina, Sjálfstæðisflokkurinn, á góðri leið með að finna leiðina út úr þeim táradal sem hann hefur ráf- að um síðustu tvö kjörtímabil. Leið- togaprófkjör, þar sem leiðtogamál flokksins eru útkljáð með afgerandi hætti í eitt skipti fyrir öll, er komið á dagskrá og mun eiga talsverðan hljómgrunn hjá stjórn fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík. Samkvæmt þessari aðferð verður aðeins próf- kjör um efsta sætið, en sigurvegar- inn mun hins vegar raða á listann ásamt kjörnefnd. Þessi aðferð hefur þann kost að höggva beint að rótum vanda flokksins í borginni - þ.e. að það kemur fram leiðtogi með skýrt umboð og lista sem er í vissum skilningi skjólstæðingar þessa for- ingja. Búast má við mun hreinni línum með þessari aðferð, en ef við- haft væri almennt prófkjör þar sem margir eru um hituna og kannski ekki áberandi munur milli manna. Eitt af vandamálum Ingu Jónu Þórðardóttur er að hún hefur ekki haft afgerandi umboð frá flokknum sem leiðtogi og í siðasta prófkjöri var hún með innan við 20% í fyrsta sæti. Leiðtogaprófkjör í frétt í DV í vikunni kom líka fram að bæði Inga Jóna og Júlíus Vífill Ingvarsson eru hlynnt próf- kjörsleiðinni - hvort heldur sem væri almennu prókjöri eða leiðtoga- prófkjöri - og Júlíus beinlínis tók fram að uppstilling á lista í stöð- unni í dag væri óraunhæf. Önnur hugsanleg foringjaefni munu vera svipaðrar skoðunar, nema náttúr- lega Björn Bjarnason sem enn hefur ekkert geflð upp um fyrirætlanir sinar. Það verður hins vegar að telj- ast frekar ólíklegt að Björn Bjarna- son fari að slást við Ingu Jónu, Júl- íus Vífll og Eyþór Arnalds og hugs- anlega einhverja fleiri í leiðtoga- prófkjöri. Sú ákvörðun ein og sér að gamalreyndur og farsæll ráðherra væri hugsanlega tilbúinn til að snúa við blaðinu og flytja sig yfir í sveitarstjórnarmál þykir róttæk og gengur því aðeins upp að eining væri um að kalla hann til aðstoðar. Að hann færi að slást við núverandi borgarfullrúa um leiðtogasætið í blóðugu prófkjöri er mjög ósenni- legt. Þetta hljóta auðvitað bæði Inga Jóna og Júlíus Vífill að sjá í hendi sér, og andstaða þeirra við uppstill- ingu fær þannig nýja vídd - að vinna í leiðinni gegn því að Björn verði kallaður til. Úthverfaframboð En það eru fleiri hliðar á þessum framboðsmálum og ein þeirra bank- aði upp á í fjölmiðlum í vikunni. Sérstakt úthverfaframboð, að undir- lagi íbúasamtaka Grafarvogs, er í undirbúningi þótt það sé e.t.v. ekki langt komið. Framboðið er sagt beinast gegn „101-stefnu“ borgaryf- irvalda og hvort sem slík óánægja á rétt á sér eða ekki þá verður ekki framhjá því horft að hún er fyrir hendi. Það út af fyrir sig er alvar- legt mál fyrir Reykajvíkurlistann, sem væntanlega þarf að bregðast við þessu með einhverjum hætti. En þó að þetta sé vont mál fyrir borgar- stjórnarmeirihlutann og ákveðinn áfellisdómur yfir stjórn hans, þá er þetta í raun jafnvel enn meiri áfell- isdómur yfir Sjálfstæðisflokknum. Stjómarandstaða sem hvorki virð- ist skynja óánægju með störf stjórn- armeirihlutans, né ná að virkja hana inn í sinn flokk er satt að segja ekki trúverðug. Það er ekki eins og þau mál sem talsmenn úthverfa- framboðs eru að bera fram geti ekki fallið að grundvallarsjónarmiðum sjálfstæðismanna, þvert á móti eru þetta mál sem báðar fylkingar ættu að geta beitt sér fyrir. Sjálfstæðis- menn hafa því, ekki síður en Reyka- jvíkurlistinn, verk að vinna á þess- um vígstöðvum. Tvísýnt Ýmislegt bendir því til þess nú þegar að kosningabaráttan i Reykja- vík muni reynast tvísýnni nú en síðast, og var hún þó tvísýn þá! Reykjavíkurlistinn þarf að standa af sér gagnrýni úthverfanna um leið og hann tekst á við Sjálfstæðisflokk sem hugsanlega verður kominn út úr táradal forustumálanna. Borgar- stjórinn og hans fólk þarf því að halda vel á spilunum ef það ætlar ekki að lenda inni í eymdardal stjórnarandstöðu Reykjavíkurborg- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.