Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 57 DV Helgarblað Kvennakór Reykjavíkur Kórinn stígur á pall í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Michael Jackson Sagt er aö hann sé í fjár- hagskröggum og hafi þurft aö veö- setja eigur sínar. Michael Jackson: Veðsetti Bítlana Það er mjög umtalað í skemmtanaiðnaðinum að Mich- ael Jackson, konungur poppsins sé í verulegum fjárhagskröggum og sé jafnvel að nálgast hálfgert gjaldþrot. Ný plata með goðinu, Invinvible, er nýlega komin út en hún hefur ekki selst í þeim bílförmum sem menn voru að vonast eftir. Platan var óheyrileg dýr í vinnslu og tók mjög langan tíma að koma henni í verslanir. Sagt er að plötufyrirtækið Sony hafi „lánað“ Jackson nokkra fjárupp- hæð til þess að koma plötunni á koppinn. Hér er verið að ræða um 125 til 150 milljónir punda sem eru vægt sagt stjamfræði- legar upphæðir en pundið er á um 130 krónur íslenskar. Eitt af því sem Jackson á er útgáfuréttur að flestöllum lögum og plötum Bítlanna sem hann festi kaup á þegar betur gekk. Sagt er að Sony hafi tekið veð i þessum gersemum til varnar láninu stóra. Það er fullyrt að enn þurfi að selja nærri milljón eintök af nýju plötunni ef eigi að forða því að Sony hirði Bítlaarf- inn upp í skuldir. Konur syngja - og frumflytja íslenska tóniist Kvennakór Reykjavíkur heldur sína árlegu aðventutónleika í Hall- grimskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 og aftur á þriðjudag kl. 20 en tónleikar þessir hafa verið árlegur viðburður á verkefnaskrá kórsins um árabil. Að þessu sinni er um all- sérstæða tónleika að ræða þar sem kórinn ræðst í að frumflytja nýtt verk eftir Báru Grímsdóttur tón- skáld sem heitir Da Pacem Domini og er verk þetta sérstaklega samið fyrir Kvennakór Reykjavikur. Auk þessa frumflutnings eru hefðbundin jólalög á dagskrá kórs- ins en meðal verkefnanna má nefna Maríukvæði Atla Heimis Sveinsson- ar, Jól, sem einnig er eftir Báru Grimsdóttur og verkið Ceremony of Carols eftir breska tónskáldið Benjamin Britten verður flutt i heild sinni. Monika Abendroth leik- ur með Kvennakórnum á hörpu á þessum tónleikum. Það er Sigrún Þorgeirsdóttir sem stjórnar Kvennakór Reykjavíkur sem er nú á áttunda starfsári en konurnar hófu upp raust sína í jan- úar 1993 og hefur kórinn sem endranær það markmið að efla söngmennt kvenna á öllum aldri og rekur i því augnamiði kórskóla og innan vébanda kórsins er starfrækt- ur sérstakur kór fyrir eldri konur sem heitir Senjóríturnar. Kvennakórinn er stór kór með um 100 konur innanborðs og hefur kórinn lögheimili og varnarþing sitt í sönghúsinu Ými við Skógarhlíð, í sambýli við Karlakór Reykjavíkur. Kvennakórinn er ungur kór sam- anborið við marga aðra en hefur gert garðinn frægan með tónleika- ferðalögum til útlanda í nokkur skipti en kórinn fór á kvennaráð- stefnuna í Ábo í Finnlandi 1994, til Ítalíu vorið 1996 og til Bandaríkj- anna 1999. Kvennakór Reykjavíkur býr sig nú af kappi undir kóra- keppni sem hann hyggst taka þátt í og verður haldin i Oloumu i Tékk- landi á sumri komanda. Þar hyggst kórinn keppa bæði í almennum flokki og í flokki þjóðlagatónlistar. Kvennakór Reykjavíkur hefur staðið fyrir tveimur kvennakóra- mótum á íslandi, fyrst vorið 1996 og síðan í apríl 2000 hélt kórinn nor- rænt kvennakóramót og mótið sóttu 1000 konur af öllu landinu og ná- grannalöndum. 0°/o uextir í allt aá 4 mánuði fyrir korthafa UlSfi Hvað eru Biðgreiðslur? Þú velur hvenær þú byrjar að greiða vöruna. Þú getur beðið í i, 2, 3 eða 4 mánuði - án afborgana og vaxta. Biðgreiðslur lúta annars sömu reglum og raðgreiðslur VISA. Þú velur á milli þess að greiða alla upphæðina með einni greiðslu eða að skipta henni niður á nokkra mánuði eins og um raðgreiðslur væri að ræða. Biðgreiðslur eru vaxtalausar í allt að 4 mánuði. Hámarkslánstími Biðgreiðslna er 36 mánuðir. Lágmarksupphæð kaupa er 15.000 kr. og lágmarksafborgun á mánuði 2.500 kr. V/SA Eftirfarandi verslanir bjóða upp á Biðgreiðslur: euronicsB Heimilistæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.