Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 58
66 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 Tilvera I>V Jólagaman BorgarleiRhúsið býður upp á jóladagskrá fyrir börn og fleira fólk í jólaskapi á nýja sviðinu bæði í dag og á morgun kl. 17. Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir koma í heimsókn og að auki syngur Edda Heiðrún Backman og Sigrún Edda Bjömsdóttir les um hana Bólu. Opnanir GJÖRNINGAR Á HLEMMI Kl. 17 opn ar Gjörningaklúbburinn sýningu í gall- erí@hlemmur.is, Þverholti 5. SÝNING Á KARÓLÍNU Sýning á verkum Jónasar Viöars prýðir nú veggi Café Karólínu í Listagilinu. Tónlist STEFNIR SYNGUR Karlakórinn Stefnir úr Mosfellsbæ syngur í dag á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi ki. 14. 4 KLASSÍSKAR 4 klassískar halda tónleika I verslun Sævars Karls I Bankastræti kl. 14 og 16 í dag. CAPUT í USTASAFNINU Caput heldur seinni hluta MALAMELODIA hátíöarinnar í Listasafni Reykjavíkur. Hafnarhúsi, í dag kl. 14 og 16 og á morgun, 9. des., kl. 17. JÓLATÓNLEIKAR Sinfóníuhliómsveit áhugamanna heldur jólatónleika í Nesklrkju á morgun, 9. des., kl. 17. HARMÓNÍKUSPIL Jóla-harmóníku- tónleikar veröa í Ráðhúsi Reykja-víkur á morgun, 9. des., kl. 15. JÓLAKAFFITÓNLEIKAR Hinir árlegu jólakaffitónleikar Arnesingakórsins í Reykjavík veröa í safnaöarheimili Ásklrkju á morgun, 9. des., kl. 15. AÐVENTUHÁTÍÐ Kér átthagafélags Strandamanna heldur árlega aöventuhátíö í Bústaðakirkju á morgun, 9. des., kl. 16.30. TÓNLEIKAR Tónleikar veröa í Seltjarnarrneskirkju á morgun, 9. des., kl. 20. Flytjendur eru Gerður Bolladóttlr sópransöngkona, Berglind María Tómasdóttir flautuleikari og Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari. SÖNGUR í HVERAGERÐI Sóng-svelt Hveragerðis syngur í Hvera-gerðlskirkju kl. 17 á morgun, 9. des. Fundir og fyrirlestrar JÓLÁFUNDUR Samtökin Lauf veröa með fund aö Hátúni lOb kl. 15 í dag. AÐVENTUHÁTÍP BERGMÁLS Líknar og vinafélagiö Bergmál heldur aöventuhátíð í Hátelgsklrkju á morgun, sunnudag, kl. 16. JÓLASKEMMTUN FATLAÐRA Jólaskemmtun veröur fýrir fatlaöa í Súlnasalnum á morgun kl. 15.30. JÓLASTEMNING Á NORÐURLANDI Milli kl. 13.30 og 15.30 veröa jólaannir í gamla bænum í Laufási í Eyjafirði. Leikhús MISSA SOLEMNIS veröur sýnt í Kaffileikhúsinu kl. 16 á morgun. Happdrætti Bókatíðinda Vinningsnúmer 8. desember: 37092 Vinningsnúmer 9. desember: 89660 Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is 3. hluti Svarseðill Við hvem er jólasveinninn að tala? m Gwyneth Paltrow: Óvinsælda- dagar Það er ekki oft sem við þurfum að vorkenna leikkonunni Gwyneth Paltrow, en núna virðist fjöl- miðlaumfjöllun einhvern veginn ekki snúa henni í hag - hvort sem hún á það skilið eða ekki. Nýja myndin hennar, Shallow Hal, þar sem hún leikur allt of feita konu, hefur verið gagnrýnd mjög - af fólki sem á við þyngdarvandamál að stríða og gagnrýnendum, sem finnst hún einfaldlega leiðinleg. Eins og það sé ekki nóg, þá hafa birst nei- kvæðar slúðursagnir um Paltrow í blöðunum. Fyrri sagan greindi frá því að leikkonan hefði verið beöin aö kynna skartgrip sem átti að bjóða upp á góðgerðaruppboði með því að bera milljón punda perluháls- festi við nokkur hátíðleg tækifæri. Sagan segir að þessu hafi Paltrow neitað af fullkomnu kaldlyndi. Líka er greint frá því að hún hafi hætt að tala við Kevin Aucoin, helsta forð- unarsérfræðing stjamanna, vegna þess að „hann vissi ekki hver hans staður væri“ en síðan neyðst til þess að taka hann aftur í sátt. Tals- maður Gwyneth Paltrow hefur sagt að cdit sé þetta ósatt, en það væri ekkert undarlegt þó að leikkonan fríða þjáðist þessa dagana af vægri ofsóknarkennd. Ljóð alkóhólista Ég er alkohólisti, burt meö allt heilbrigöisbull, beriö í veisluna kristal og glitrandi vín. Vitfirrt af losta veltum viö argandi full. Utan úr þokunni heyrt ég kuldaleg köll. Kysstu mig feigð, svo göngum við saman í leik. Við förumst í dögun öll, - öll, - (18) Svo farast Ragnari Inga Aðal- steinssyni orð í bók sinni, Ég er al- kohólisti, sem kom út fyrir tuttugu árum en hefur nýlega verið endur- útgefin hjá bókaútgáfunni Munin. í bókinni eru tólf ljóð í hverjum kafla, en kaflarnir eru þrir og bera heitin Reynsla, Spor og Ganga. Efni bókarinnar er, eins og nafn hennar ber með sér, viðurkenning manns á þvi aö hann sé alkóhólisti og lýsir göngu hans frá því að hann gefst upp fyrir sjúkdómnum þar til hann hefur náð sátt og horfir björtum augum fram á við. Ég er alkohólisti, víða við ég kom. Ég vakna eftir kvalafullan draum. Ævi minnar mörg er brotalöm, mistri hulinn einn ég heyri veikan innri óm. Er sólin dreifir þokubökkum þeim, þreyttum fótum geng ég aftur heim. (45) Ragnar Ingi segist í eftirmála hafa ort ljóðin eftir eins árs göngu á hinni vandrötuðu og viðsjálu leið út Ragnar Ingi Aöalsteinsson Ljóð hans um alkóhólisma hafa verið endurútgefin, en þau lýsa göngu alkóhólistans frá því að hann gefst upp fyrir sjúkdómnum þar til hann hefur náð sátt og horfir björtum augum fram á við. úr völundar- húsi Bakkus- ar. Að hans sögn vöktu ljóðin nokkra athygli þeg- ar þau komu út fyrir tuttugu árum og titillinn ekki síst: Ég er al- kohólisti. „Þetta var á þeim tíma þegar drykkjumenn höfðu um skeið sótt til Ameríku til að fá hjálp og íslend- ingar sjálfir höfðu í framhaldi af því sett upp sína eigin meöferðarstöð í anda þessara amerísku forgöngu- manna. Konur og karlar, sem höfðu það markmið eitt að hjálpa hvert öðru út úr vítahring ofdrykkjunnar, mynduðu samtök, hittust og ræddu málin og læknar horfðu á það með nokkrum hrolli margir hverjir að leikmenn höfðu orðið ofan á í bar- áttunni við einn af alvarlegustu sjúkdómum tuttugustu aldarinnar." Ragnar Ingi er kennari í Grafar- vogi og hefur gefið út átta ljóðabæk- ur. Hann sér um vísnaþáttinn Höf- uðstafi í Helgarblaði DV. -þhs Vmningar í jóiagetraun DV eru glœsilegir að vanda og til mikils að vinna með því að taka þátt _ t henni. verðlaun Vinningamir eru frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Brœðmnum Ormsson og Aco-Tæknivali. Pioneer hl j ómf lutningstæki Þriðju verðlaun eru Pioneer NS-11 hljómflutningstæki frá Bræðrunum Ormson. Hljómflutningstækin eru það nýjasta —gverölaunuðu NS-línu r og samanstendur af ara, útvarpi með RDS og 30 stöðva minni, 2 x 50 W magnara og tveimur hátölurum og bassaboxi. Vinn- ingur að verðmæti 76.900 krónur. DV-jólasveinninn er forvitinn eins og blaðamenn DV. Hann er á ferð og flugi og tekur þjóðlekkta íslendinga tali en er ekki alveg viss um hvað fólkið heitir og ætlar því að biðja ykkur að hjálpa sér. Til að auðvelda valið eru gefnir þrír svarmögu- leikar. Ef þið vitið svarið eigið þið að krossa við rétt nafn, klippa seðilinn út og geyma hann á öruggum stað. Þegar þið hafið safn- að saman öllum tíu svarseðltmum eigið þið að senda þá á DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, eða koma með þá á afgreiðslu blaðsins í umslagi, merktu „Jólagetraun DV 2001“. Munið að senda ekki inn lausnir fyrr en allar þrautirnar hafa birst. □ Davíð Oddsson Nafn: Jólagetraun DV - 1. hluti □ Jón Jónsson □ Þorbergur Kristinsson Heimilisfang: Staður: Sími: Sendist til: DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Merkt: Jólagetraun DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.