Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001
Helgarblað
DV
í viðtali við Kol-
brúnu Bergþórs-
dóttur ræðir
Gunnlaugur Sæv-
ar Gunnlaugsson,
formaður útvarps-
ráðs, meðal ann-
ars um bága
stöðu RÚV, dá-
semdir frjáls-
hyggjunnar og
vini sína í Sjálf-
stæðisflokknum,
þá Davíð, Hannes
og Björn.
- Staða RÚV er slæm. Hvað er
til ráða?
„Forsenda þess að Ríkisútvarpið
nái að spjara sig í framtíðinni er
að rekstrarformi félagsins verði
breytt. Þetta er fyrirtæki sem velt-
ir þremur milljörðum króna á ári.
Það þarf öfluga stjórn sem horfir
til framtíðar og veltir fyrir sér nýt-
ingu fjármuna. Það er ekki þannig
í dag. Þarna eru framkvæmda-
stjórar fyrir útvarp, sjónvarp, þró-
unardeild og fjármáladeild, en eng-
in stefnumarkandi stjórn hvað
varðar fjármálaleg atriði. Þetta er
fráleitt skipulag sem gengur ekki í
venjulegum rekstri. Ég tel vera at-
hugandi að fækka framkvæmda-
stjórunum, að hafa þá tvo, einn
yfir útvarpi og einn yfir sjónvarpi.
Þeir bera þá ábyrgð á fjármálum,
fólki, tækjum og dagskrá.
Það er mjög brýnt að breyta út-
varpslögum því þau setja stofnun-
inni ákveðnar skorður. Svo hefur
maður á tilfinningunni að veriö sé
að gera hlutina óþarflega dýra og
flókna. Ég hef ekki trú á að þarna
þurfi aö hafa 350 starfsmenn. Ef
áfram stefnir í taprekstur þá verð-
ur ekki undan því vikist aö skera
niður. Þá veröur að fækka fólki
því þar liggur stór hluti af kostn-
aðinum, sennilega 50-60 prósent af
rekstrarkostnaði."
- Finnst þér útvarpsráð vera
eðlilega skipað?
„Rikisútvarpið er rikisstofnun
og það er ekkert óeðlilegt við að
útvarpsráð sé kosið af Alþingi. Út-
varpsráö sem slíkt er ekki stóra
meinið. Það er ekki eins og þar
sitji einhver hræðileg illfygli sem
einbeiti sér að því að skapa vanda
og hrella fólk.“
- Ertu fylgjandi afnotagjöldum?
„Það kostar 80 milljónir á ári að
reka innheimtudeild. Ég er hlynnt-
ur því að setja RÚV á fjárlög."
Dásemdir frjálshyggjunnar
- Þú ert sjálfstæðismaður og
frj álshyggj umaður.
„Ég nýt þess heiðurs að vera
einn af stofnendum félags frjáls-
hyggjumanna.“
- Settirðu þér þaö takmark sem
frjálshyggjumaður að verða ríkur?
„Nei, enda er ég svo langt frá því
markmiði að ég myndi aldrei við-
urkenna að mér hefði mistekist
svo hrapallega."
- Mörgum fannst á sínum tíma
að frjálshyggjan væri skelfileg
stefna og sumum finnst það enn.
„Það fannst okkur aldrei. Okkiu-
fannst þetta dásamleg stefna.“
- Finnst þér hún hafa sannað
sig?
„Já, þaö hefur hún gert hér á
landi sem annars staðar. Ég hef
verið í atvinnulífinu frá 1988 og
séð breytingar í fjármálaumhverfi
sem allar hafa verið í frjálsræðis-
og frjálshyggjuátt, sérstaklega síð-
an 1991. Umhverfið hefur gjör-
breyst, þökk sé frjálshyggjunni og
þökk sé ekki síst formanni Sjálf-
stæðisflokksins, Davíö Oddssyni,
sem hefur setið að völdum þennan
tíma. Ég held að menn eigi eftir að
gera sér æ betur grein fyrir því
hvaða áhrif hann hefur haft hér til
góðs á islenskt samfélag. Og þökk
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson
„Engum manni treysti ég betur til aö endurheimta borgina en Birni og myndi styöja hann heilshugar gæfi hann
kost á sér. Eftir aö R-listinn tók viö völdum flutti ég reyndar til Garöabæjar. Ég gat ekki hugsaö mér að búa í
Reykjavík meöan þessi óværa svifi þar yfir vötnum. “
Treysti Birni til
að endurheimta
borgina
sé vini mínum Hannesi Hólmsteini
sem hefur verið óþreytandi við að
boða frjálshyggjuna og dregið hing-
að til lands hvern nóbelsverð-
launahafann á fætur öðrum til að
kynna þjóðinni þessar hugmyndir.
Ég held að fólk átti sig ekki á því
hversu mikiö þarfaþing Hannes
hefur verið.“
- Nú fer Hannes í taugamar á
mörgum.
„Hann fer aldrei í taugamar á
mér. Okkur hjónunum þykir af-
skaplega vænt um hann. Maður
talar náttúrlega ekki mikið við
Hannes, maður hlustar bara. Börn-
unum kemur alltaf jafn mikiö á
óvart hversu hratt maöurinn getur
talaö. Ein dóttir okkar nefndi einn
fyrsta bangsann sinn Hannes.
Reyndar er það úlfur fremur en
bangsi og við höldum mikið upp á
hann og pössum að hann glatist
ekki.“
R-listinn er óværa
- Þú ert vinur og ráðgjafi Davíðs
Oddssonar.
„Ég er ekki ráðgjafi Davíðs
Oddssonar. Hann er einfær um að
ráöa ráðum sínum sjálfur. Ég hef
hins vegar þegið af honum góð ráð
og hollráðari menn Fmnast vart.
Ég hef notið þess að standa nokk-
uð nærri honum í gegnum tíðina.
Mér þykir afskaplega vænt um
hann og á honum mikið að
þakka.“
- Þið Björn Bjamason þekkist
líka vel.
„Við Björn erum góðir vinir.
Það skemmtilega viö Sjálfstæðis-
flokkinn núna er að hann ein-
kenna einstaklega hæfir einstak-
lingar: Davið Oddsson, Björn
Bjarnason, Kjartan Gunnarsson,
Hannes Hólmsteinn og Jón Steinar
Gunnlaugsson. Allt afburðamenn,
hver á sínu sviði, sem tekiö hafa
virkan þátt í þjóðmálum síðustu
tvo áratugina. Síðan hefur flokk-
urinn haft á að skipa vaskri sveit
manna í atvinnulífinu og get ég
nefnt þar meðal annarra menn á
borð við Brynjólf Bjamason og
Hörð Sigurgestsson. Ég held að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei
verið jafn vel mannaður og um
þéssar mundir, enda nýtur flokk-
urinn trausts og velgengni."
- Finnst þér að Björn Bjarnason
eigi að fara í borgina?
„Mér finnst að hann eigi að
ákveða það sjálfur en engum
manni treysti ég betur til að end-
urheimta borgina en Birni og
myndi styðja hann heilshugar
gæfi hann kost á sér. Eftir að R-
listinn tók við völdum flutti ég
reyndar til Garðabæjar. Ég gat
ekki hugsað mér að búa í Reykja-
vík meðan þessi óværa svifi þar
yfir vötnum. Ég hef staðið við það
og nýt þess að búa í ríki Ásdísar
Höllu. Þaö gengur ekki jafn vel í
Reykjavík og af því hefur maður
vissulega áhyggjur, því maður
þarf nú að koma þangað annað
slagið.“
- Fluttiröu í alvöru út af R-list-
anum?
„Sigur hans í Reykjavík hafði
mjög mikil áhrif á þá ákvörðun að
flytja."
- R-listinn hefur nú ekki lagt
borgina í rúst!
„Bíddu, hvar hefur þú verið?“
Hef enga hæfileika í
pólitík
- Af hverju hefur þú aldrei sóst
eftir sviðsljósinu í pólitík?
„Ég hef alls ekki efni á því með
fimm börn. Ég hef kosið að vera
úti á hinum frjálsa markaði. Svo
held ég að ég hafi ekkert að gera í
pólitík. Ég hef enga hæfileika í það
starf.“
- Þú ert einn af stofnendum líf-
tæknifyrirtækisins Urður, Verð-
andi, Skuld. Segðu mér frá þessu
fyrirtæki.
„Við stofnuðum þetta fyrirtæki
1998, ég, Tryggvi Pétursson, Bern-
ard Pálsson og Snorri Þorgeirsson.
Við höfum hrint af stað krabba-
meinsverkefni í samstarfi við
Landspítalann, Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri, Krabbameinsfé-
lagið og yfir 50 lækna. Við von-
umst til að árangur af þeirri vinnu
muni í framtíðinni hafa áhrif á
lækningu á krabbameini. Það er
athyglisvert og þakkarvert hvað
íslenska þjóðin er viljug til þátt-
töku í svona verkefni. Nær allir
sem læknar okkar hafa samband
við hafa gefið okkur upplýsingar
og blóðsýni. Þetta sýnir að ísland
er mjög opið samfélag, eins og sést
líka á þátttöku í skoðanakönnun-
um. Islendingar eru viljugir til að
svara því gegnum síma hvaða
stjórnmálaskoðanir þeir hafa og
hvaða flokk þeir ætla að kjósa.“
- Þú átt fimm böm, það yngsta
átta ára og það elsta tvítugt. Er
heimilislífið ekki æði fjörugt?
„Þetta er dásamlegt fjölskyldu-
líf. Fyrst komu fjórar stelpur og
svo kom strákurinn sem er átta
ára og mikill athafnamaður. Það
er mikill munur á því að eiga dæt-
ur eða drengi. Hann er eins og
dætumar fjórar vom samanlagt í
athafnasemi og fyrirferð."
- Heldurðu að karlar og konur
séu mjög ólík í eðli sínu?
„Það þarf enginn að sannfæra
mig um annað. í upphafi sambúð-
ar gerðum við konan samkomulag
um að synirnir yrðu jafnmargir
dætrunum en mér sýnist að hún
sé eitthvað að heykjast á að upp-
fylla þennan samning. Ef hún
stæöi við hann fengist líklega end-
anlega sönnun þess að kynin eru
gjörólík."