Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 Helgarblað DV Upplýsingalögin notuð sem „antiupplýsingalög“ að mati stjórnarandstöðu: Ríkisendurskoðandi mun afhjúpa leyndina - formaður fjárlaganefndar hafnar því að stjórnsýslu sé ábótavant Stjórnarandstæðlngar segjast aldrei hafa orðið vitni að öðrum eins fádæm- um og farsa og í kringum aukaíjár- veitinguna vegna einkavæðingar rík- iseigna. Minnihluti fjárlaganefndar hefur ítrekað farið fram á nánari greiningu á því hvemig þessum fjár- munum verður varið en ráðamenn þjóðarinnar telja rétt að leyna upplýs- ingum. Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir nauðsynlegt að vernda viðskiptahagsmuni aðila og því megi ekki upplýsa nánar um málið á þessu stigi. Ólafur Örn Haraldsson, formað- ur fjárlaganefndar, segir að málið vísi að mestu fram en ekki aftur í tímann og því sé ekki hægt að opinbera upp- lýsingarnar. Upphaf deilunnar má rekja til þess að forsætisráðuneytið taldi sér ekki skylt að gera þingmönnum grein fyrir málinu og vísaði til upplýsingalaga þar sem segir að mál er kunni að skaða viðskiptahagsmuni aðila skuli ekki gerð opinber. Halldór Blöndal þingforseti tók undir með að þetta skyldi standa. Síðar dró ráðuneytið skoðun sína til baka og í kjölfarið voru nefndarmenn í fjárlaganefnd upplýstir að einhverju leyti en beðnir um trúnað. Upplýsingarnar voru hins vegar rýrar í roði að mati minnihlut- ans og var kallað eftir öðrum fundi. í kjölfarið kom fram að ekki væri hægt að veita nánari upplýsingar, m.a. vegna 'þess að salan hefði ekki enn farið fram og sölulaun væru hlut- failstengd af söluvirði. Munum djöflast í þeim Sumir stjórnarandstöðuþingmanna gera athugasemd við þetta vinnulag. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þetta óeðli- legt. Réttara væri að semja um ákveðna upphæð fyrir fram fremur en að miðlarar fengju prósentu af söl- unni. Björn Þorláksson . blaðamaöui , Innlcnt fréttaljós Varðandi vísanir ráðamanna í upp- lýsingalög segir Össur umhugsunar- efni að ráðherrar virðist misbeita lög- unum til þess að halda vitneskju leyndri fyrir minnihlutanum. „Við munum djöflast í þeim til að fá upp- lýsingar um þetta mál,“ segir Össur fyrir hönd Samfylkingarinnar. Deilt hefur verið um nokkur tilvik þar sem ráðuneyti hafa synjað stjórn- arandstæðingum um upplýsingar, beinlínis á grundvelli upplýsingalaga. Mál Jóhönnu Sigurðardóttur, sem tengdist lögreglunni, er eitt þeirra, annað mál var fyrirspurn til Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra um sölu ríkisjarða og nú siðast er tek- ist á um einkavæðingarmálið. „Upp- lýsingalögunum er ljóslega misbeitt af Mikil átök hafa orðiö milli stjórnar og stjórnarandstööu um upplýsingagjöf aö undanförnu. Þrjú mál hafa komist í hámæli og telja stjórnarandstæöingar aö nýju upplýsingalögin séu markvisst misnotuö. Steingrímur J. Sigfússon. Ólafur Örn sagði að spurning- in væri gildishlað- in. Hann teldi nauðsyn að bregð- ast við óvæntum fjárútlátum vegna sölunnar og vildi ekki viðurkenna að eitthvað væri athugavert við stjórnsýsluna heldur kæmu þarna til ófyrirséð út- gjöld sem greiða yrði. Þessi upphæð næði til alls ársins en ekki bara aftur í tímann. Síðar yrði þetta skýrt í rík- isreikningi sem færi til Ríkisendur- skoðunar og þá yrði staðan ljós. Á formanni fjárlaganefndar mátti skilja að þótt upphæðin sem hugsuð var sem kostnaður við söluna hefði farið úr 13 milljónum króna í 313 milljónir yrði að bregðast við því og fóma þannig minni hagsmunum fyrir meiri. Hann sagði jafnframt að alls- endis ótímabært væri að slá af sölu Landssímans á þessu ári. latréð Sígraent eðaltré f haesta gaeðaflokki fré skétunum prýðir nú þúsundir íslenskra helmila. f*-10 ára ábyrgö 12 stæröir, 90 - 500 cm » Stálfótur fylgir t*. Ekkert barr að ryksuga s* Truflar ekki stofublómin ía Eldtraust » Þarf ekki að vökva » íslenskar leiðbeinlngar í* Traustur söluaðili Skynsamleg flárfesting Arðicarh@kk@ 2 SmérslM, 1. hmS vðS Bondalog islenfkro skóto Geir Haarde. framkvæmdavaldinu. Slag í slag er upplýsingum haldið leyndum fyrir þingmönnum og í raun er komið í veg fyrir eðlilega aðhaldsskyldu. Illu heilli snúa ráðherramir stundum upplýsingalögunum upp í ranghverfu sína. í stað þess að auðvelda mönnum aðgang að upplýsingum þá stöðva þeir upplýsingaflæðið til þingsins. Þetta em fyrst og fremst ágallar ráðherr- anna fremur en laganna. Það er at- hyglisvert aö öll þessi mál sem upp hafa komið snerta á einhvern hátt meðferð fjármuna ráðherranna, t.d. jarðamálið og þetta,“ segir Össur. Andhverfa upplýsingalaganna Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kallar málið farsa. „Svona fyrirkomulag hlýtur að enda í vitleysu. Alþingi má ekki láta fara þannig með sig að nefndin ákveði hvenær það megi fá upplýsingar og þá e.t.v. aðeins í trúnaði," segir Stein- grímur. Hann segir tvennt sérstakt umhugsunarefni: annars vegar ger- ræöi framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi og hins vegar að nýju upplýs- ingalögin hafi i raun og veru verið notuð sem „anti-upplýsingalög“. „Sumir hafa horft á þau sem leið til að koma í veg fyrir upplýsingar," segir Steingrímur. Óumdeilt er að upplýsingalögin taka ekki til þingmanna. Réttur þings- ins byggist m.a. á þingsköpum i stjórnarskrá og er skilyrt í lögum að Alþingi sé fjárveitingarvaldiö þótt stjórnarandstaðan sjái lítil merki þess að undanfornu. Þess vegna eru þing- menn stjórnarandstöðu ósáttir við að fá sömu meðferð og almenningur. Varðandi 300 milljónirnar frægu segir Steingrímur: „Ég verð að segja alveg eins og er að ég hefði ekki trúað því að ég ætti eftir að upplifa svona hroka frá forsætisráðuneytinu gagn- vart Alþingi. Menn höfðu 13 milljónir í þetta stúss samkvæmt fjárlögum en koma svo undir árslok og biðja um litlar 300 milljónir í aukafjárveitingu. Þegar fjárlaganefnd spyr út í þetta er nefndinni sagt að henni komi það ekki við. Einhver strákur í forsætis- ráðuneytinu sendir tölvupóst þar sem segir að engar upplýsingar sé hægt að veita,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Gildishlaðin spurning DV spurði Ólaf öm Haraldsson, formann fjárlaganefndar, hvort hann teldi það góða stjórnsýslu að gera ráð fyrir 13 miUjóna króna kostnaði við sölu ríkiseigna en biðja síðan á síð- ustu stundu um 300 miUjónir auka- lega á fjáraukalögum. Á sama tíma væru vísbendingar um að andvirði Landssímans yrði minna en áætlað væri í upphafi. Ný aöferðafræði „Forsætisráðuneytið er greinilega búið að skuldbinda ríkið án þess að hafa til þess fjárheimildir," segir Steingrímur J. Sigfússon. „Söluaðilum hefur verið lofað riflegri söluþóknun ef þeim tækist að koma símanum tU útlanda. Það er alveg svakalegt ef ein- hverjir miðlarar eiga að fá háar pró- sentuþóknanir fyrir að selja þessi rík- isfyrirtæki okkar. Sú aðferðafræði hef- ur aldrei verið rædd hér á Alþingi," segir Steingrímur sem telur að al- menningur muni hafna frekari einka- væðingaráformum i ljósi þessa máls. Talsmenn Frjálslynda flokksins hafa tekið undir þessar gagnrýnis- raddir þannig að stjómarandstaðan er á einu máli um að framgangur máls- ins sé vítaverður. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi segir um þessar 300 milljón- ir að þær hljóti að enda á hans borði. Fjárhæðin verði endurskoðuð eins og önnur útgjöld ríkissjóðs og ef Ríkis- endurskoðun hyggist gera einhverjar athugasemdir við málið sé einfalt að kalla eftir nánari upplýsingum. „Við fáum þau gögn sem við þurfum. Ef ein- hverjar athugasemdir verða gerðar af okkar hálfu verða þær opinberar," segir Sigurður og bendir á að embætti hans sé ekki bundið af upplýsingalög- um. Ekki náðist í fjármálaráðherra vegna málsins þrátt fyrir ítrekuð skilaboð. Davíö Oddsson. Olafur Orn Har- aldsson. Ossur Skarphéö- insson. Einn fórst Manns er saknað eftir að togskip- ið Ófeigur VE-325 fórst út af Kötlutanga, um 40 mílur austur af Eyjum, aðfaranótt miðvikudags. Mjög vont veður var á þessum slóð- um þegar skipið fórst, en það var að toga þegar það lenti í festu. Sjór komst í skipið aftanvert og skipti engum togum að það sökk á skammri stundu. Níu manns voru um borð og tókst átta þeirra að komast um borð í björgunarbát. Talsvert af braki hefur fundist, en sjópróf hafa verið i Vestmannaeyj- um síðustu daga. Niöurskuröur og álögur Tekist var á um fjárlagafrum- varpið í vikunni og þann viðbótar- niðurskurö sem stjómvöld töldu að þyrfti að koma til vegna minnkandi tekna ríkissjóðs. Niðurstaðan varð sú að ýmsar tekjur voru auknar, einkum í bandormsfrumvarpinu, þannig að í heildina náðist að bæta afkomu ríkissjóðs um einn milljarð kr. Þessu til viöbótar komu fram niðurskurðartillögur upp á 2,1 millj- arð kr., þannig að í vikulok leit út fyrir að fjárlögunum yrði lokað með um 3ja milljarða kr. tekjuafgangi. Vinnustofa brann Vinnustofa fatlaðra við Waldorf- skóla í Lækjarbotnum ofan viö Reykjavík, Ásgarður, eyðilagðist i eldi aðfaranótt föstudags. Tókst að verja aðalbyggingu skólans enda þótt aðstæður til slökkvistarfs væru einkar erfiðar. Um fimmtán þroska- heftir einstaklingar unnu í Ásgarði við leikfangasmíði. Gengi og verðbólga Kaupmáttur verður ekki varinn með hækkun launa, heldur verða menn að koma sér saman um að- gerðir sem hafa þau áhrif á þróun efnahagsmála að gengi styrkist og verðbólga dregst saman. Þetta segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað síð- ustu daga um stöðu mála en ljóst er að verðlagsforsendur kjarasamn- inga eru brostnar. Varaforseti ASl segir ljóst að menn séu tilbúnir að leggja talsvert á sig til að koma böndum á þróun í verðlags- og vaxtamálum. Fyrsta bók fær verðlaun Þórunn Stefáns- dóttir rithöfundur, sem fyrir þessi jól sendir frá sér bók- ina Konan í köílótta stólnum, var i gær tilnefnd til íslensku bókmenntaverð- launanna. Þetta er fyrsta bók Þór- unnar og fjallar um reynslu hennar af þunglyndi og leiöina til bjartara lífs. Fjórar aðrar bækur voru til- nefndar til verðlaunanna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis - sem og fimm í flokki fagurbók- mennta. Skáldsagan Höll minning- anna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er efst á metsölulista DV. Kaupa innanlandsdeild íslenskar ævintýraferðir hafa keypt innanlandsdeild þrotabús Samvinnuferða-Landsýnar. 1 kaup- unum felst aðgangur að gögnum deildarinnar og skrifstofubúnaður hennar. íslenskar ævintýraferðir hafa ráðiö nokkra af fyrrverandi starfsmönnum deildarinnar í sína þjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.